Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S igurður, forstjóri Flugleiða í 20 ár og við störf hjá félaginu í yfir 30 ár. Þú hefur kynnst tímunum tvennum, ekki satt? „Jú, það er rétt. Ég hef verið for- stjóri í 20 ár, eins og þú segir, og þar með hef ég líklega setið í slíku starfi lengur en nokkur annar í dag. Á þessum tíma hafa held ég verið fjórir for- stjórar hjá SAS, fjórir hjá Lufthansa og að með- altali held ég að forstjórar hjá gríska flugfélaginu Olympic Airlines hafi setið í um níu mánuði. Ég get því vel við unað. Starf forstjóra í fyrirtæki eins og Flugleiðum er mikið starf, sem krefst eiginlega fullrar athygli dag og nótt, ef vel á að vera. Þegar ég tók við starfi forstjóra Flugleiða, 1. júní 1985, þá var fyrirtækið með neikvæða eigin- fjárstöðu, úreltan flugvélakost og útbúnað. Við tókum þá ákvörðun að endurnýja allan flugflota félagsins og sú endurnýjun hófst 1987. Sömuleiðis flugskýli félagsins, bíla og hótel. Við fórum sem sagt í gífurlegar fjárfestingar og þá voru nú ýmsir sem töldu að við værum á rosalegu fjárfestingar- fylleríi, sem við myndum ekki rísa undir. En við náðum að endurnýja félagið og byggja upp þetta leiðakerfi okkar í Keflavík, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir afkomu félagsins. Við fórum í þá uppbyggingu um leið og nýja flugstöðin í Keflavík var opnuð 1988. Það má segja að fyrst á þeim tíma hafi sameining leiðakerfa Loftleiða og Flugfélags Íslands komist í gegn. Þá byrjuðum við að nota Keflavík sem skipti- stöð í tengifluginu yfir hafið, milli Ameríku og Evrópu. Við sáum fljótt að það gekk vel og smám saman jukum við flugvélakost okkar og keyptum alltaf vélarnar. Mörgum fannst það mjög djarft, að við skyldum alltaf kaupa vélarnar, ekki leigja þær, en stað- reynd málsins er sú, að þetta voru réttar ákvarð- anir. Við náðum mjög góðum samningum við Boeing og aðra sem við áttum í viðskiptum við. Auðvitað var þetta mikil skuldsetning, en við byggðum upp miklar eignir, þannig að þetta gekk ágætlega upp þótt skuldsetningin væri meiri en velta félagsins um nokkurra ára skeið.“ Varð fyrirtæki í ferðaþjónustu 1995 Sigurður segir að strax upp úr 1990, þegar hið nýja flutningakerfi var komið í rekstur, hafi ferða- mannastraumurinn til landsins farið að vaxa. „Hann bara óx í hlutfalli við fjölgun véla og ferða hjá okkur til og frá landinu og nýjum áfangastöð- um. Á milli 1990 og 2000 óx ferðamannastraum- urinn til landsins um 10% á ári að meðaltali, meira en í nokkru Evrópulandi, en það var sama hlutfall og framboðsaukning ferða hjá okkur óx frá ári til árs,“ segir Sigurður. Sigurður segir að árið 1995 hafi verið ljóst, að mögulegt væri að stækka félagið enn frekar, með því að fá fleiri ferðamenn til landsins. „Þá tók fé- lagið markvisst þá ákvörðun að fara meira út í ferðaþjónustu en áður. Ég man sérstaklega eftir einum blaðamannafundi, sem við héldum fyrir að- alfund á Hótel Loftleiðum, þar sem Agnes Braga- dóttir spurði: „Ætlið þið nú að yfirtaka allt?“!“ segir Sigurður brosleitur, og bætir við: „Þá sögð- um við á móti: Eruð þið á Morgunblaðinu ekki líka að færa út kvíarnar, komnir í tímaritaútgáfu og fleira! Þannig að við fjárfestum í ýmsum greinum ferðaþjónustunnar, keyptum Ferðaskrifstofu Ís- lands, Eddu-hótelin og fleira og erlendis fjár- festum við í auknum mæli í ýmiss konar markaðs- starfsemi og við það hélt ferðamannastraumurinn hingað til lands áfram að aukast. Það má því segja að á síðasta áratug liðinnar aldar höfum við byggt upp nýja atvinnugrein á Íslandi, sem er ferðaþjón- usta, sem í dag er næststærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur á Íslandi, á eftir fiskveiðum, og skapar um 15% af gjaldeyristekjum okkar. Frá 1995 höfum við skilgreint félagið sem ferða- þjónustufyrirtæki, en fram til þess tíma vorum við flugfélag.“ Sigurður segir að við breytta skilgreiningu á fé- laginu og mikinn vöxt í starfseminni hafi orðið ljóst að breyta þurfti skipulagi félags- ins. Teknar hafi verið ákveðnar deildir, sem áður voru reknar innan Flugleiða, og búin til úr þeim sjálfstæð félög, með sjálfstæðan rekstur, sjálf- stæðum stjórnum og framkvæmdastjórum. Þetta v hafi skapað miklu betri fókus á rekstrarafkomu í öllum þáttum starfseminnar og átt mikinn þátt í að gera Flugleiðir að einhverju arðbærasta flug- og ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlöndum. Jafn- framt þessu hafi áfram verið unnið að stækkun á flugrekstri félagsins og upp úr 2000 hafi eftir- spurn á flestum leiðum verið orðin það mikil að fé- lagið hafi getað hætt rekstri minni þotna og náð markmiði sínu um að vera bara með eina gerð af farþegaþotum, B757, í rekstri í millilandafluginu. Þetta hafi skapað mikla hagræðingu. „Svo náðum við líka þeim árangri í samningum við Félag ís- lenskra atvinnuflugmanna að aðskilja starfsald- urslista Flugfélags Íslands og Flugleiða og þá varð til svigrúm fyrir okkur til þess að stækka millilandaflugreksturinn á ákveðnum sviðum og draga síðan saman þegar eftirspurn breyttist án þess að það kostaði stöðuga tilflutninga flug- manna milli innanlandsflugs og millilandaflugs. Það má segja að þannig hafi verið lagður grund- völlur að því að félagið gat hafið ákveðna útrás í fraktflutningum og leiguflugi, auk þess sem við gátum brugðist mjög hratt við utanaðkomandi að- stæðum, eins og afleiðingunum af 11. september. Eftir á að hyggja, vorum við líklega fyrsta flug- félagið sem tók við sér í kjölfar hörmunganna 11. september og brást við þessu mikla hruni sem varð, vegna minnkandi eftirspurnar. Strax þá náð- um við mjög góðum árangri og árið 2002 er besta rekstrarárið sem við höfum náð fram að þessu. Við náðum einnig ágætum rekstrarárangri árið 2003 og okkur sýnist sem árið 2004 verði einnig ágætt og jafnvel betra en árið 2003.“ Hann bendir á að fyrsta útrásarfélagið á sínum tíma hafi verið Loftleiðir og það að stjórnendur Flugleiða hafi ákveðið að byggja á þeim grunni og útvíkka, með því að fjölga eggjunum í körfunni og breyta félaginu úr flugfélagi í alhliða ferðaþjón- ustufyrirtæki hafi verið hárrétt. Fyrir um 10 árum hafi alþjóðaflugið vegið um 90% af tekjum félags- ins, en í dag sé það í kringum 50%. Þessi dreifing sé af hinu góða og dragi úr þeim sveiflum sem ella gætu orðið í rekstri félagsins. „Loftleiðir á milli Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða tilkyn Félagið hefur ald Forstjórinn: Sigurður Helgason, fráfarandi forstjór Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða kynnti þá ákvörðun sína á stjórnarfundi Flugleiða í gær, að hann hygðist hætta. Agnes Bragadóttir ræddi við Sigurð um forstjóratíð hans undanfarin 20 ár og sýn hans á það fyrirtæki sem hann hefur leitt í gegnum súrt og sætt. HANNES Smára ekki liggi fyrir h stólnum. „Stjórn tækið til framtíð þess. Við höfum urður hættir.“ Hannes vill ek í vændum eru, o Hann segir að langan aðdragan inn til að kveðja. Það varð að samkomulagi að gera stjóri hjá félaginu í 20 ár og við höfum fullan skilnin gengur þetta vel. Það má segja að hann hætti á topp Flugleiða muni áfram njóta sérþekkingar og ráðgja komulagi sem gert hefur verið. „Sigurður hefur ve leiðir. Hann hefur leitt uppbyggingu og endurnýjun sem Flugleiðir hafa í dag til frekari útrásar á nýja m Sjálfur er Hannes frá gærdeginum starfandi stjó að einbeita sér að útrás og viðskiptaþróun félagsins „Hættir á to Fyrirtækið skipulagt til fr Hannes Smárason, stjórna BREYTINGAR HJÁ FLUGLEIÐUM Það eru mikil tíðindi, að Sig-urður Helgason hefurákveðið að láta af starfi forstjóra Flugleiða. Því starfi hefur hann gegnt í tvo áratugi með miklum sóma. Í forstjóratíð hans hefur skapazt festa í rekstri félagsins, sem ekki var til staðar áður. Flugrekstur á Íslandi gekk misjafnlega framan af og fjár- hagslegur grundvöllur undir rekstri flugfélaganna hér var lengi ótraustur. Á tímabili gekk rekstur Loft- leiða mjög vel en snemma á átt- unda áratugnum hafði Hannibal Valdimarsson, þáverandi sam- gönguráðherra, forystu um sam- einingu Flugfélags Íslands og Loftleiða. Þá hafði harðnað á dalnum í rekstri beggja félag- anna. Flugleiðir urðu til. Á ýmsu gekk í rekstri Flug- leiða fyrstu árin en gömlum for- ystumönnum félaganna beggja, Erni Johnson, Alfreð Elíassyni og Sigurði Helgasyni eldra, tókst að leiða félagið í gegnum mestu erfiðleikana fyrstu árin. Síðustu 20 árin, einmitt það tímabil sem Sigurður Helgason, yngri, hefur gegnt starfi for- stjóra Flugleiða, hafa hins vegar skipt sköpum. Snemma á for- stjóraferli Sigurðar voru teknar grundvallarákvarðanir, sem hafa ráðið úrslitum um vegferð fé- lagsins síðan. Flugvélafloti Flug- leiða var endurnýjaður með glæsilegum hætti og þótti mörg- um nóg um og smátt og smátt tókst nýjum stjórnendum að ná góðum tökum á rekstrinum. Helzti bakhjarl Sigurðar á þess- um miklu umbreytingatímum í sögu Flugleiða hefur verið Hörð- ur Sigurgestsson, fyrrum for- stjóri Eimskips og fyrrum stjórnarformaður Flugleiða, en hann var einn af þeim ungu mönnum, sem komu að rekstri Flugleiða við sameiningu flug- félaganna tveggja. Óhætt er að fullyrða, að Sig- urður Helgason hefur meiri þekkingu á rekstri flugfélags en nokkur annar núlifandi Íslend- ingur og þótt víðar væri leitað. Þetta hefur skipt íslenzku þjóð- ina miklu máli. Flugsamgöngur á milli Íslands og annarra landa hafa úrslitaþýðingu fyrir íslenzku þjóðina. Sjálfstætt og traust flug- félag er í raun einn af meginþátt- unum í lífi okkar sem sjálfstæðr- ar þjóðar. Þess vegna má segja, að Flugleiðir séu eitt af fjöreggj- um íslenzku þjóðarinnar. Og það skiptir miklu máli, að það fjöregg sé í íslenzkum höndum. Það er ekki hægt að afhenda hverjum sem er. Þeir, sem nú hafa tekið við for- ystu Flugleiða, hafa tekið á sig mikla ábyrgð. Þeir taka við merkri arfleifð frumherjanna og forveranna. Þeim fylgja góðar óskir um farsæld í vandasömu verkefni. NÝIR TÍMAR Í PALESTÍNU Nýir forystumenn Palestínu-manna hvetja nú mjög ein- dregið til þess, að herskáir bar- áttumenn í þeirra röðum láti af hernaðaraðgerðum gagnvart Ísr- aelsmönnum. Þær hvatningar eru vísbending um, að nýir tímar eru framundan í Palestínu, þótt eng- um detti í hug, að þeim takist að ná fram vopnahléi þegar í stað. Það er augljóst, að þær þjóðir, sem koma mest við sögu í þessari deilu líta svo á, að með fráfalli Arafats og kjöri nýs forseta Pal- estínumanna hafi opnazt nýtt tækifæri til að ná sáttum. Bæði Ísraelsmenn og Palestínumenn líta þannig á stöðu mála og hið sama má segja um Bandaríkin og þær Evrópuþjóðir, sem mest áhrif hafa á þessu svæði frá gam- alli tíð, sem eru Bretar og Frakk- ar. Þess vegna má gera ráð fyrir að á næstu mánuðum og misserum verði gífurleg áherzla lögð á að ná samningum. Í þeim viðræðum verður vafa- laust byggt mjög á þeim áföngum, sem höfðu náðst. Undir lok for- setatíðar Clintons voru aðilar deilunnar hársbreidd frá því að ná samningum. Sjálfur var Clint- on þeirrar skoðunar, að Arafat hefði skort vilja og kjark til þess að ljúka málinu, þegar kostur var á. Frá þeim tíma hafa miklar hörmungar gengið yfir Palestínu- menn og Ísraelsmenn einnig. Nú er tækifæri til að stöðva þessar deilur og koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Friður á þessum slóðum mun hafa víðtæk áhrif um öll Miðausturlönd. Raunar gæti slíkur friður orðið lykillinn að því að setja niður deil- ur Vesturlandabúa og múslima víða um heim. Staða Palestínu- manna hefur verkað eins og olía á eld þeirra deilna. Þess vegna hlýtur fólk um allan heim að treysta því og trúa, að þetta tækifæri glatist ekki. Og þótt mörgum ofbjóði fram- koma Sharons sýnir fengin reynsla, að stundum þarf harð- línumenn eins og hann til að höggva á hnútinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.