Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 27 R itstjóri Morgunblaðsins skrifar góðri venju samkvæmt Reykjavík- urbréf síðastliðinn laugardag. Þar segir m.a.: „Þegar Baugur, Straumur og samstarfsaðilar keyptu Magasin de Nord fyrir nokkrum vikum komu viðbrögðin í Danmörku Íslendingum mjög á óvart. Íslendingar í Dan- mörku upplifðu þau á þann veg að þau væru mjög harkaleg og neikvæð. Sumir þeirra a.m.k. töldu að eitt af leiðandi dagblöðum í Danmörku, Berlingske Tidende, hefði farið hamförum gegn þessum kaupum og Íslendingum yfirleitt. Í framhaldinu hefur komið upp á yfirborðið í einkasamtölum við Íslendinga sem búa í Dan- mörku sú tilfinning að Danir líti niður á Íslend- inga, eins og þeir gerðu fram eftir síðustu öld … … Þessi dæmi sýna að hagsmunir okkar í samskiptum við aðrar þjóðir geta verið marg- víslegir og að það hlýtur að vera markmið íslenzkrar utanríkis- stefnu á 21. öldinni að greiða fyrir því að íslenzkir kaupsýslumenn geti starfað við eðlilegar aðstæður í öðrum löndum. Í þessu tilviki varðandi Norður- löndin bendir fengin reynsla til þess að íslenzku sendiráðin á Norðurlöndum hafi verk að vinna. Við höfum litið svo á að í samskipt- um okkar við önnur Norðurlönd léki allt í lyndi en um leið og þess verður vart að íslenzkir kaupsýslu- menn, sem vilja athafna sig þar, lendi í mótvindi sýnist ástæða til að íslenzku sendiráðin þar auki kynn- ingarstarf sitt. Bæði Dönum og Svíum þarf að vera ljóst að við höfum vaxið úr grasi, við erum komnir út úr moldarkofunum, við erum ekki lengur „bara“ fiskimenn og að við kunnum ýmislegt fyrir okkur sem að gagni má koma bæði fyrir okkur og aðra. Það gæti verið gagnlegt fyrir sendiráð Íslands í Danmörku að efna til fundar með Íslendingum þar í landi og kynnast viðhorfum þeirra í þessum efnum. Það er líka nauðsynlegt fyrir sendiráðin á öllum Norðurlöndunum að auka verulega sam- skipti við viðskiptalífið í þessum löndum. Hin ís- lenzka útrás til Norðurlandanna er sennilega rétt að hefjast.“ Hér er réttilega og af ærnu tilefni vakin at- hygli á því að forystumenn fyrirtækisins Baugs sættu bæði harkalegri og neikvæðri gagnrýni einkum í dagblaðinu Berlingske Tidende þegar þeir keyptu Magasin De Nord á dögunum. Auk heldur er með réttu bent á, að margir Íslend- ingar í Danmörku upplifðu skrif blaðsins á þann veg að blaðið hefði farið hamförum gegn kaupum Baugs og Íslendingum almennt. Að mínu mati vekur ritstjórinn hér athygli á staðreyndum, sem eru um margt umhugsunar- verðar. Ég geri ráð fyrir að skrif Berlingske Tid- ende hafi vakið svipaðar spurningar hjá Dönum sjálfum og þeir hafi velt því fyrir sér hvort hér væri á ferð venjuleg sorpblaðamennska eða hvort eitthvað af þeim ásökunum á forystumenn Baugs og þá aðra, sem forystu hafa haft um um- brotin í íslensku viðskiptalífi á síðustu misserum, ætti við rök að styðjast. Þar á ætla ég ekki að leggja dóm, en hlýt að vera á einu máli með rit- stjóra Morgunblaðsins að skrifin hafi skaðað ímynd og álit Íslands hér í Danmörku og það sé verk að vinna að bæta þar úr, sem sendiráð Ís- lands geti ekki með öllu vikið sér undan. Ritstjórinn segir einnig að í framhaldinu af árásum Berlingske á Baug hafi komið upp í einkasamtölum við Íslendinga í Danmörku að Danir líti niður á Íslendinga. Ég hef á undan- förnum tveimur árum átt þess kost að tala á margs konar dönskum mannamótum og fundum um íslenka menningu og listir, íslensk stjórnmál og viðfangsefni í efnahagsmálum og viðskiptum. Það hefur komið mér nokkuð á óvart að margir Danir þekkja lítið til íslenskra málefna og jafnvel í einstökum tilvikum fundið að þeir eru til sem ekki hafa mikið álit á okkur sem þjóð. En til að hafa það sem sannara reynist er hitt þó rétt að margir Danir virða Íslendinga vel. Í röðum stjórnmálamanna, embættismanna og margra menningarfrömuða er ekki einasta að finna mikla þekkingu á íslenskri sögu, menningu og nútíðarviðfangsefnum heldur einneigin mikla virðingu fyrir Íslandi. Og í fjölþættum samskipt- um við danska viðskiptaaðila höfum við starfs- menn sendiráðsins ótvírætt fundið aukinn og já- kvæðan áhuga á íslenskum málum í kjölfar vaxandi útrásar íslenskra fyrirtækja. Og ærin ástæða er til að hnýta við, að framlag Vigdísar Finnbogadóttur til þess að lyfta nafni Íslands hér í Danmörku er ósmátt og hefur haft góð áhrif. Því bera allir Íslendingar sem hér eru vitni í einkasamtölum og er almennt kunnugt Dönum og metið að verðleikum. Mjög mörg íslensk fyrirtæki bæði stór og smá hafa verið að hasla sér völl í Danmörku á allra síðustu árum í ýmsum greinum viðskipta. Senni- lega starfa um 6% af starfsmönnum í dönskum fiskiðnaði hjá fyrirtækjum í íslenskri eigu. Ég hef ekki orðið þess var að nokkurt íslenskt fyrirtæki hér í Danmörku annað en Baugur hafi vakið gagn- rýni eða tortryggni í almennri um- fjöllun sem heitið getur svo ekki sé talað um hamfarir eins og skrifum Berlingske Tidende gegn Baugi er réttilega lýst í nefndu Reykjavík- urbréfi. Þegar þessar hamfarir í Berl- ingske byrjuðu þótti mér ekki efni til þess að sendiráðið hefði skoð- anir á því hvað væri rétt og hvað rangt í því máli öllu. Hitt sýndist mér einsýnt að fela viðskipta- fulltrúanum, sem hér starfar, að koma sem mestum upplýsingum á framfæri um ný umsvif í íslensku atvinnulífi og þá breiðu útrás íslenskra fyrir- tækja sem hér hefur átt sér stað upp á síðkastið. Þó að þessi viðleitni hafi ekki haft teljandi áhrif á skrif Berlingske má þó geta þess í framhjáhlaupi að hún leiddi til þess að danska ríkissjónvarpið varði umtalsverðum tíma í al- menna mjög svo jákvæða umfjöllun á breiðum grundvelli um þær miklu framfarir sem orðið hafa í íslenskum efnahagsmálum síðustu ár og þá nýju alþjóðlegu útrás sem íslensk fyrirtæki bæði stór og smá hafa staðið fyrir m.a. af miklum krafti hér í Danmörku. Til að halda því til haga sem rétt er og satt finnst mér að virða verði við danska ríkissjónvarpið að það tók er- indi og upplýsingum viðskiptafulltrúa sendiráðsins vel og vann í framhaldinu vandaða og ítarlega umfjöllun um um- sköpun íslenskra efnahagsmála og undravert framtak þeirra, sem nú eru fyrirferðarmestir í íslensku atvinnulífi. Og til þess að halla ekki á neinn má geta þess að bæði Jyllandsposten og Børsen spunnu úr upp- lýsingum viðskiptafulltrúa sendiráðsins mál- efnalega umfjöllun um íslensku útrásina. Ég vil ekki með nokkru móti horfa framhjá því sem vel er gert í dönskum fjölmiðlum gagnvart Íslandi. Það væri óbilgirni af minni hálfu. En ég geng ekki að því gruflandi að hamfarir Berlingske hafa vafalaust skilið eftir dýpri spor en málefnaleg og jákvæð umfjöllun danska rík- issjónvarpsins og nokkurra annarra fjölmiðla. Ritstjóri Morgunblaðsins vekur því að mínu mati réttilega athygli á því hversu neikvæða mynd slík skrif geta dregið upp bæði gagnvart Íslend- ingum sjálfum og einnig og ekki síður gagnvart Dönum. Hitt er svo annað mál að lítið sem ekkert í hamförum Berlingske var nýtt af nálinni. Flest- öll efnisatriði í skrifum blaðsins sýndist mér að hefðu áður komið fram, mest í Morgunblaðinu. Með vissum hætti má því segja að skrif Berl- ingske um kaup Baugs hafi verið eins konar út- flutningur á íslenskri umræðu. Það sem ég vildi sagt hafa í tilefni þess Reykjavíkurbréfs, sem hér er vitnað til, er því ekki annað og meira en þetta: Ritstjóri Morg- unblaðsins vekur þar um margt með réttu at- hygli á neikvæðri umfjöllun um Ísland í Dan- mörku og fákunnáttu margra Dana um íslensk mál. En þegar þar að kemur að hann dregur ályktanir af staðhæfingum sínum og brýnir þá sem ábyrgðina bera að berja í brestina skýtur því miður engri frumlegri hugsun í kollinn á mér en þeirri, að þeir sletta enn skyrinu sem eiga það. Þeir sletta enn skyrinu sem eiga það Þorsteinn Pálsson svarar Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins ’… ég geng ekki að því gruflandiað hamfarir Berlingske hafa vafa- laust skilið eftir dýpri spor en mál- efnaleg og jákvæð umfjöllun danska ríkissjónvarpsins og nokk- urra annarra fjölmiðla.‘ Þorsteinn Pálsson Höfundur er sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. – Er einhver ein ákvörðun, ein framkvæmd, þegar þú horfir um öxl, sem þú telur að hafi skipt sköpum fyrir rekstur Flugleiða? „Stærsta ákvörðunin og sú þýðingarmesta í mínum augum, er sú ákvörðun sem tekin var árið 1987, að endurnýja flugflotann með þeim mynd- arlega hætti sem gert var og stækka félagið um leið umtalsvert. Sú ákvörðun lagði í raun og veru grunninn að síðari tíma velgengni félagsins. Það var erfitt og kostaði mikla peninga. Við sáum reksturinn fara upp og niður á þessum tíma, sem betur fór, oftar upp. En allt hefur þetta gengið og við höfum aldrei, síðan ég tók við starfi forstjóra fyrir tæpum 20 árum, lent í viðlíka hremmingum og við lentum í 1978–79 þegar við þurftum að segja upp þriðjungi alls starfsfólks Flugleiða. Þá var staða félagsins skelfileg, það rambaði á barmi gjaldþrots og við lá að Flugleiðir yrðu að ríkis- reknu flugfélagi, ekki síst fyrir tilstuðlan áhrifa- manna í Alþýðubandalaginu gamla.“ – Sigurður, þú ert nú á hátindi ferils þíns, eftir tuttugu ár á forstjórastóli Flugleiða. Hvers vegna í ósköpunum ákveður þú nú að standa upp úr stólnum og segja: Takk fyrir mig? „Menn verða náttúrlega að finna sér sinn rétta tíma. Það á við um mig eins og aðra. Ég hefði aldr- ei farið frá fyrirtækinu, ef það stæði illa eða gengi illa. Mér fannst núna að ég stæði frammi fyrir því, að taka slíka ákvörðun. Ég er í fullu fjöri, með mikla starfsorku, ekki orðinn sextugur, en tel tímabært að huga að breytingum. Það eru breyt- ingar hjá Flugleiðum, komnir nýir eigendur, nýjar og breyttar áherslur. Ég hef minn stjórnunarstíl og mér fannst satt best að segja, að þetta væri rétti tíminn til þess að hætta. Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að vinna hjá Flugleiðum og mér hef- ur liðið mjög vel hér. Hér hef ég starfað með mikl- um fjölda af góðu samstarfsfólki og saman höfum við náð afar góðum árangri. Í sameiningu höfum við hrint sýn okkar í framkvæmd og byggt upp mjög öflugt fyrirtæki, sem við erum stolt af.“ – En er það ekki mergurinn málsins, Sigurður, að þú og Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, getið ekki starfað saman og þú því ákveðið að standa upp úr stólnum, þar sem Hann- es vill verða starfandi stjórnarformaður? „Nei, nei. Það er ekkert endilega mergurinn málsins. Nýir eigendur komu að fyrirtækinu fyrir um ári. Ég hef alveg unnið með þessum mönnum frá því að þeir komu inn í félagið. Þeir eru með sín- ar áherslur og ég með mínar og nú tel ég eðlilegt að þessir yngri menn taki við kyndlinum og beri hann áfram. Mér finnst bara að minn tími sé kom- inn, eins og Jóhanna sagði hér forðum! Ég veit að nýir eigendur hafa áhuga á því að færa enn út kví- arnar, stækka félagið og efla og reyna fyrir sér í fleiri greinum, bæði með innri og ytri vexti. Mér finnst það bara eðlilegt, því félagið er það fjár- hagslega sterkt, að það er hægt að gera fullt af nýjum hlutum. Breytingin að hafa þessa aðila við stjórnvölinn er sú, að nú eru það eigendur fjár- magnsins sem eru beint við borðið, en áður voru það kannski frekar fulltrúar eigendanna. Eigend- urnir verða því nær rekstrinum og ábyrgðinni, sem getur vel verið af hinu góða.“ – En heldur þú að þeir kunni að reka Flugleiðir eins og þú kannt til verka? „Ég færi náttúrlega ekki frá félaginu, ef ég teldi ekki að það væri í góðum höndum. Ég hef unnið með og alið upp mikið af úrvalsfólki í gegnum tíð- ina. Ég hef notað þá aðferð að gefa mönnum mjög frjálsar hendur og sett mikla ábyrgð á herðar stjórnenda félagsins. Auðvitað hef ég fylgst með því að menn væru ekki að gera miklar vitleysur, en í heildina er félagið mjög vel mannað, og ég treysti starfsmönnum Flugleiða til þess að halda vel utan um áframhaldandi rekstur félagsins.“ Sigurður mun verða stjórn félagsins til ráð- gjafar um ýmis málefni Flugleiða, eftir að hann hættir sem forstjóri. Hann segir að sú ráðgjöf verði einkum varðandi flugrekstur. Hann muni reyna að nýta sér þau miklu sambönd sem hann hefur inn í ferðaþjónustu og fjármálaheiminn, í þágu Flugleiða. Meðal annars sé hann í stjórn IATA, ásamt forstjórum helstu flugfélaga heims. – Skilurðu sáttur við Flugleiðir? „Ég skil mjög sáttur við fyrirtækið. Ég hef tek- ið starf mitt mjög alvarlega og unnið það af mikilli samviskusemi og lagt mikið kapp á að hlutirnir gengju upp. Ég er afskaplega ánægður með sterka stöðu félagsins í dag og veit að ég hverf frá góðu búi. Flugleiðir standa mjög vel og hafa aldrei staðið betur.“ – Skilurðu sáttur við eigendur Flugleiða, Sig- urður? „Já, já. Ég skil alveg sáttur við þá. Ég skil það mæta vel að eigendurnir hafi mikinn áhuga á starfsemi félagsins og vilji koma við sögu í rekstri þess.“ – Hvað tekur svo við hjá Sigurði Helgasyni? „Ég get svarað því hreinskilnislega. Það mál hef ég ekkert hugsað. Ég starfa sem forstjóri út maí- mánuð og eftir það ætla ég að leyfa mér þann munað að fara í sumarfrí.“ 1960 og 1970 var öflugt útrásarfyrirtæki og á viss- an hátt erum við enn að njóta þeirrar frægðar og tiltrúar sem það naut, sem lággjaldaflugfélag unga fólksins. Þeir sem þá voru stúdentar í ferð- um á milli Bandaríkjanna og Evrópu, eiga nú börn og barnabörn sem eru að ferðast með okkur í dag. Um 75% af tekjum okkar í dag koma erlendis frá. Í dag má lýsa Flugleiðum á þann veg að það sé fjárfestingarfélag, sem rekur 13 dótturfélög á sviði flugrekstrar, flugflutninga og ferðaþjón- ustu.“ Endurnýjun grunnurinn að velgengni „Við gerðum okkur grein fyrir því, eftir 11. sept- ember, að það var tvennt sem var mjög mikilvægt, til að bregðast við þeim atburðum, sem við höfðum aldrei séð áður gerast: Í fyrsta lagi að vera mjög sveigjanlegt félag, en í því höfum við unnið mark- visst sl. fimmtán ár, þannig að það sé fljótt að bregðast við breyttum ytri aðstæðum. Íslenskir bankar og fjárfestar verða t.d. lítið fyrir barðinu á því, að í Kína geysi lungnabólgufaraldur, svo dæmi sé nefnt, en við verðum strax fyrir barðinu á slíkum breyttum ytri aðstæðum, því þegar slíkt gerist, þá heldur fólk að sér höndum og verður hrætt við að ferðast. Sömuleiðis, þá eru enn þann dag í dag, færri Bandaríkjamenn að ferðast til Evrópu en var fyrir 11. september. Hitt atriðið sem við höfum áttað okkur á að er nauðsynlegt fyrir rekstur eins og okkar, er að fé- lagið verður að eiga nóg handbært fé. Við settum okkur það markmið, að um 25% af veltu fyrirtæk- isins væri í handbæru fé, til þess að geta gripið til, ef eitthvað kæmi upp á. 11. september áttum við fjóra milljarða króna í handbæru fé og það var bú- ið um áramótin á eftir. En við höfðum það mikið lánstraust, að við gátum auðveldlega fengið lán til þess að brúa bilið fram á sumarið 2002 og gátum svo greitt þau upp skömmu síðar. Nú er fyrirtækið fjárhagslega öflugt og fjár- festar hafa slegist um að komast inn í fyrirtækið, sem auðvitað er af hinu góða. Flugleiðir er mjög eftirsóknarverður fjárfestingarkostur.“ nnti um starfslok sín hjá félaginu í gær drei staðið betur Morgunblaðið/Árni Sæberg ri Flugleiða, kveðst skilja sáttur við félagið. agnes@mbl.is ason, stjórnarformaður Flugleiða, segir að hver eftirmaður Sigurðar verður í forstjóra- nin mun fara í það núna að skipuleggja fyrir- ðar og marka stefnu um áframhaldandi sókn til þess þennan tíma fram á vor, þar til Sig- kki tjá sig um hvað felist í þeim breytingum sem f snemmt sé að segja til um það. ð afsögn Sigurðar Helgasonar hafi í raun átt sér nda. „Hann mat það sem svo að tími væri kom- a þetta svona. Sigurður hefur starfað sem for- ng á því að hann vilji skilja við það núna, þegar pnum,“ segir Hannes og minnir á að stjórn afar Sigurðar næstu árin með sérstöku sam- erið afar farsæll í störfum sínum fyrir Flug- n félagsins og lagt grunn að þeirri sterku stöðu markaði.“ órnarformaður félagsins, með það að markmiði s. oppnum“ ramtíðar, segir arformaður Flugleiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.