Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 29 UMRÆÐAN Canon vörur fyrir fyrirtæki og heimili Ti lb oð fá st að ei ns ív er sl un N ýh er ja ·T ak m ar ka ð m ag n ·T ilb oð gi ld a á m eð an bi rg ði r en da st Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Þú sparar kr. 7.000 Glæsileg Canon nýárstilboð Canon i990 Öflugur og hagkvæmur • 7-lita ChromaPLUS tryggir frábær litgæði. • 4800x2400 punkta upplausn og 2pl Micro-Nozzles. • Prentar A4 á u.þ.b. 37 sek. • Single Ink tækni lækkar rekstrarkostnað. • Beintenging við ljósmynda- vélar með PictBridge. Nýárstilboð aðeins 29.900 kr. Verð áður 39.900 kr. Þú sparar kr. 10.000 Þú sparar kr. 7.000 Þú sparar kr. 30.000 Þú sparar kr. 10.000 Canon PowerShot A75 Auðveld en öflug • 3.2 milljón punkta/pixla myndflaga. • Hægt að prenta út myndir í allt að A4 stærð. • Með 3x aðdráttarlinsu. • Fjölmargar tökustillingar. • Allt að þriggja mínútna myndskeið með hljóði. Nýárstilboð aðeins 22.900 kr. Verð áður 29.900 kr. Canon PowerShot Pro1 8.0 milljón punkta myndavél • Hægt að prenta út myndir í allt að A2 stærð. • Canon 7x L-Series USM linsa fyrir fagmannlegar ljósmyndir. • Háþróað sjálfvirkt kerfi fyrir hraðan og nákvæman fókus. • 12 sjálfvirkar tökustillingar og tvær handvirkar tökustillingar. • Mikið úrval af aukabúnaði. Nýárstilboð aðeins 89.900 kr. Verð áður 119.900 kr. Canon B180C Hraðvirkt fax með litaprentun • A4 fax og afritun. • Bleksprautuprentun. • Mikið minni - 42 síður. • 100 síðna blaðabakki. Nýárstilboð 19.900 kr. Verð áður 29.900 kr. Canon MP390 Fjölnotatæki með mikla möguleika • Prentun, skönnun, ljósritun og fax í frábærum gæðum. • Hágæða ljósmyndaupplausn. • Hraðvirkur í prentun/ljósritun. • Super G3 fax mótald: 33.6Kbps, 16MB. • Beintenging í myndavél og rauf fyrir minniskort. • Rammalaus prentun/ljósritun. Nýárstilboð 22.900 kr. Verð áður 29.900 kr. HINN 11.12. 04 birti María Kristjánsdóttir ritdóm í Morgun- blaðinu um nýútkomna bók Jóns Viðars Jónssonar, sem hann nefnir „Kaktusblómið og nóttin“ og fjallar um skáldskap og æviferil Jóhanns Sigurjónssonar. Þessi rit- dómur er með þeim brag öfga og ein- strengingsháttar, að þörf er á að benda á nokkrar staðreyndir og andmæla einhliða vinnubrögðum. Sá sem skrifar þessar línur hefur þá sérstöðu, að búa fjarri bókmennta- umræðum á Íslandi, en telur sig þekkja talsvert til skáldsins og verka hans, óháð því, að blóð ættar Jó- hanns rennur í hans æðum. Útgáfan sem ritdómurinn fjallar um var tímabær og tekist hefur að semja verk, sem á margan hátt er einstakt bæði hvað varðar strúkt- úr og efni og að auki svo vandað og krefjandi, að ekki verður kom- ist hjá að taka afstöðu til þeirra kenninga og hugsana, sem hreyft er við. María virðist ekki gera sér grein fyrir ofangreindu nema mjög svo takmarkað, því að af því mikla efni sem í 38 köflum bók- arinnar er að finna, er einungis eitt atriði sem hún fjallar faglega um: nefnilega hvort sú aðferð, sem Jón Viðar notar við túlkun leikrit- anna sé nothæf. Niðurstaða henn- ar er, að svo sé ekki af því að tek- in eru mið af aðferðum og kenningum nútíma sálvísinda. María segir okkur ekkert um það af hverju hún telur þessa að- ferð ófæra til skilnings á leikritun Jóhanns. Þess í stað ræðst hún á túlkandann með spurningar og sleggjudóma, sem eru svo fárán- legir, að ekki tekur að svara þeim. Undirstaða vandaðra dóma er, að lesandi fái ljósa vitneskju um það afhverju dómarinn er ekki sammála höfundi, ef slík staða kemur upp. Hvað þessu viðkemur er María ekki skýr nema að hún virðist telja sálgreiningu ónothæfa í bók- menntarýni. Vitað mál er, að sálvísindanotkun er aðeins ein leið í túlk- un ritverka. Hvað Jó- hann snertir má telja hana liggja beint við. Allur hans skáld- skapur er svo ná- tengdur honum og unninn útúr hans eig- in persónulegum vandamálum og hugsunum, að ekkert er nær- tækara en að sálgreina hann og hans nánasta umhverfi. Við sem þekkjum ættarsöguna innanfrá og skiljum örfint sálarlíf skáldsins þykir fengur, að fá faglega með- fjöllun efnisins og sumpart alveg nýjar sýnir á verk hans. Þetta segir ekkert um það hvort að í nokkrum tilfellum sé of langt gengið eða hvort við séum alltaf sammála. Vissulega má t.d. deila um það, hvort Jón Viðar fari full langt í umfjöllun Höllu og um leið Inge- borg, lífsförunaut Jóhanns, en að stimpla hann kvenhatara þó að hann segi frá kostum og löstum þessara kvenna er jafn fáránlegt og sleggjudómarnir um aðferðir hans til að rýna í skáldskapinn. Greinig Jóns varðandi þessar persónur er í meginatriðum rök- rétt :Ib er fyrirmyndin í persónu- sköpun Höllu og það að geta unnið undir „verndarvæng“ hennar varð skáldinu erfið reynsla. Ib átti aðra hlið en þá sem María vill eingöngu sjá: hún lokaði fyrir eðlileg sam- skipti Jóhanns við einkadóttur, sem hann var tilfinningalega mjög háður. Og þegar Ib ráðstafaði per- sónulegum arfi Jóhanns fyrir and- lát sitt var dóttir hans, Gríma, al- veg sniðgengin. Um slíka framkomu, sem nálgast lögbrot, verður rýnandi að nota neikvæð orð og reyndar þarf sú mynd af „heimsborgaranum“ Ingeborg, sem María virðist hafa, tals- verðrar lagfæringar. Um þetta vissu bestu vinir Jóhanns ým- islegt, en þögðu þunnu hljóði og slitu reyndar samskiptum við kon- una fljótlega eftir að hann lést. María sannar heldur ekki, að Jón Viðar „afhjúpi í umtali um hana ýmsar hvatir“ í afstöðu hans til kvenna, sem hún telur annan aðalgalla bókarinnar. Ófært er að ásaka rýnanda, sama hvers kyns, fyrir það að reyna að draga upp raunsæja mynd af löngu liðinni manneskju, jafnvel þó að hann kryddi svolítið með kímni, sem María hefur auðsjáanlega engan skilning á. Klisjan um freudisma Gunnlaugur Stefán Baldursson gagnrýnir ritdóm um bókina Kaktusblómið og nóttin ’Þessi ritdómur er meðþeim brag öfga og ein- strengingsháttar, að þörf er á að benda á nokkrar staðreyndir og andmæla einhliða vinnu- brögðum.‘ Gunnlaugur Stefán Baldursson Höfundur er arkitekt. JÓLAGJÖF Tryggingastofnunar ríkisins (TR) til 24 þúsund lífeyr- isþega var að greiða seint og um síðirút inneign þeirra, sem af þeim var höfð árið 2003. Þetta eru væg- ast sagt mjög athyglisverðar afleið- ingar fáránlegrar lagabreytinga á haustþingi 2002. Þetta átti að ske samkvæmt lögum í ágústbyrjun, en sú klassíska afsökun á drættinum er að lé- legu tölvukerfi sé um að kenna! Hvaða stéttarfélag mundi una því að launa- uppgjör félaga þess væru dregin þetta á langinn? Þetta er lýs- andi dæmi um það hvað lífeyrisþegar eru algjör afgangsstærð í okkar svokallaða vel- ferðarkerfi í dag. Það er því miður þannig að stéttarfélög þeirra, sem áður fyrr voru virkir félagar, skipta sér ekki af þeirra hag lengur. TR forðast eins og venjulega að nefna aðalástæðurnar vegna þess- ara viðbótargreiðslna. Þær eru fyrst og fremst vegna þess að þeir hafa alltaf sjálfir áætlað tekjur líf- eyrisþega hærri en ástæða er til (og þar með lægri greiðslur frá TR). Frægasta dæmið hingað til er að áætla greiðslur úr lífeyrissjóðum 10% hærri árið 2004 en árið áður, þrátt fyrir það að allar verðbólgu- spár gerðu aðeins ráð fyrir um 3% hækkun. Það ekki laust við það að þeir hrósi sér af því, að núna fái 24 þúsund lífeyrisþegar það sem áður var af þeim haft fyrir tveim árum! Sér er hver sanngirnin. Lands- samband eldri borgara benti á þetta á sínum tíma, en án árangurs. Ástæðan er einföld, þetta voru fyr- irskipanir ofan frá í stjórnkerfinu til að lækka lífeyrisgreiðslur. Auð- vitað er það enn þá at- hyglisverðara að stjórnarandstaðan hreyfði ekki að ráði mótmælum við þessari lagabreytingu. Annars konar glaðningur, líka upp á einn milljarð En það voru ekki allir sem áttu inneign. Um 11 þúsund lífeyr- isþegar verða krafðir um endurgreiðslu á árinu 2005 af hluta þess sem þeir höfðu fengið frá TR í bætur árið 2003! Þetta mun vera að miklu leyti vegna mismunandi fjármagnstekna milli ára. Það eitt að setja ellilífeyr- isþega í þá stöðu að þeir verði að endurgreiða bætur er algjörlega óviðunandi og lýsir best fáránleika lagabreytingarinnar árið 2002. Satt að segja finnst mér sú staða sýna það, hvað háttvirtir alþingismenn hafi gert sér litla grein fyrir því hvað þessi lagabreyting þýddi í raun og veru. Það sem venjulegur maður held- ur er það, að þær bætur sem hann fær frá TR í hverjum mánuði séu alveg sambærilegar við venjulegar launagreiðslur, og að hann geti ráð- stafað sínum tekjum í samræmi við það. En núna má sem sé koma aft- an að honum og krefjast endur- greiðslna á því sem hann hefur fengið frá „vinnuveitanda“ sínum, í þessu tilfelli TR! Aldraðir eru án skjóls stétt- arfélaga, og þeir verða sjálfir að verja sinn rétt og kosta því til sem til þarf. Það gæti orðið verkefni dómstóla að ákveða hvort lífeyr- isþegar hafi verið í góðri trú varð- andi sínar tekjur frá TR árið 2003. Stjórnvöld þykjast ef til vill hafa allt á hreinu, en er það í samræmi við góða stjórnsýslu, eða eignarétt, að svipta þig þeim launum sem þú hefur í góðri trú tekið á móti? Ófullkomnar útskýringar TR haust- ið 2002 vega þar mjög þungt. Eins og stundum áður er ég bara að spyrja, hvers vegna þarf alltaf að að vera að níðast mest á þeim gamlingjum sem minnstar hafa tekjurnar? Glaðningur upp á einn milljarð Pétur Guðmundsson fjallar um lífeyrisgreiðslur ’Það gæti orðið verk-efni dómstóla að ákveða hvort lífeyrisþegar hafi verið í góðri trú varð- andi sínar tekjur frá TR árið 2003.‘ Pétur Guðmundsson Höfundur er í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.