Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 31 MINNINGAR ✝ Auðun Auðuns-son, fv. skip- stjóri, fæddist á Minni-Vatnsleysu í Vatnsleysustrandar- hreppi í Gullbringu- sýslu 25. apríl 1925. Hann lést á Landa- kotsspítala 8. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Auðun Sæmundsson útvegsbóndi, f. á Minni-Vatnsleysu 12.4. 1889, d. 23.3. 1976, og Vilhelmína Sigríður Þorsteins- dóttir, f. í Melbæ í Gerðahreppi í Gullringusýslu 18.5. 1889, d. 9.2. 1939. Auðun var níundi í röð þrett- án systkina; 1) Ólafía Kristín, f. 1914, d. 1981, 2) Elín, f. 1915. d. 1992, 3) Kristín, f. 1916, d. 1998, 4) Sæmundur, f. 1917, d. 1977, 5) Þor- steinn, f. 1920, 6) Gunnar, f. 1921, 7) Halldór, f. 1922, d. 1943, 8) Gísli, f. 1924, 9) Auðun, sem hér er minnst, 10), Petrea, f. 1927, d. 1927, þrettán ára gamall á bát sem faðir hans var formaður á, fór síðar í Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan árið 1947. Hann var stýri- maður og síðar skipstjóri á nýsköp- unartogaranum Kaldbak, sem gerður var út frá Akureyri. Árið 1950 tók Auðun við togaranum Fylki sem gerður var út frá Reykjavík. Var hann skipstjóri á því skipi allt þar til það fékk tund- urdufl í trollið, sprakk og sökk á skammri stundu norður af Horni í nóvember 1956. Svo giftusamlega vildi til að öll áhöfnin, þrjátíu manns, bjargaðist. Auðun tók síðan við nýju skipi með sama nafni. Árið 1962 tók hann við togaranum Sig- urði, gerðum út frá Reykjavík. Hann tók við frystitogaranum Narfa árið 1965. Auðun varð síðan skipstjóri á einum af fyrstu skut- togurunum hérlendis þegar Aðal- steinn Jónsson, útgerðarmaður á Eskifirði, fékk hann til að taka við Hólmatindi árið 1970. Á næstu ár- um var Auðun skipstjóri á nokkr- um öðrum skuttogurum á lands- byggðinni, s.s. Hvalbak á Breið- dalsvík, Framnesi á Þingeyri og Kambaröst á Stöðvarfirði. Útför Auðuns verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 11) Pétur Guðjón, f. 1928, d. 1949, 12) Guð- rún, f. 1931, og 13) Steinunn, f. 1933. Auðun kvæntist 10. nóvember 1951 Sigríði Stellu Eyjólfsdóttur, f. í Reykjavík 20. janúar 1926. Börn Auðuns og Stellu eru: 1) Sæmund- ur, f. 7.2. 1954. 2) Björn Eyjólfur, f. 4.3. 1955, kvæntur Sigur- björgu Hvanndal Magnúsdóttur, f. 15.3. 1960, dóttir þeirra er Helga, f. 1992. 3) Steinunn, f. 10.2. 1957, börn henn- ar eru Haraldur, f. 1989, og Lísbet, f. 1996. 4) Ásdís, f. 8.11. 1960, gift Þórði V. Snæbjörnssyni, f. 6.5. 1961, synir þeirra eru Snorri, f. 1988, Eysteinn, f. 1991, Friðrik, f. 1993, Björgvin Viðar, f. 2001, og Auðun Yngvi, f. 2003. 5) Stella Auð- ur, f. 21.5. 1966, börn hennar eru Auðun, f. 1986, og Fjóla, f. 1997. Auðun byrjaði sjómennsku Vegna mistaka birtust minning- argreinar um Auðun í gær. Við biðjum hlutaðeigandi afsökunar og birtum greinarnar aftur á út- farardegi Auðuns. Afa mínum kynntist ég sem stórum, hraustum og yndislegum manni, sem auðvelt var að elska. Hann gaf mér mikið af nærveru sinni og bar ég ómælda virðingu fyrir þessum fyrrverandi skip- stjóra. Það var mjög erfitt að horfa á eftir þér inn í veikindin og þann heim sem fylgdi þeim. Við urðum eftir og kveðjum þig núna, afi minn. Blessuð sé minning þín og guð geymi þig. Haraldur Björnsson. Elsku afi, þegar ég kom í heim- inn varstu eini afi minn. Við áttum góðar stundir saman sem ég er þakklát fyrir, Guð geymi þig og blessi þig. Blessuð sé minning þín. Lísbet Sigurðardóttir. Að leiðarlokum í minningu móð- urbróður míns Auðuns Auðunsson- ar, Sæmundssonar frá Minni- Vatnsleysu. Fimmtán ára gamall fékk undirritaður pláss sem háseti á togaranum Fylki RE, sem Auðun hafði þá stjórnað um árabil við fá- dæma fengsæld og velgengni. Þetta var mikil vegtylla óhörðn- uðum unglingi, sem átti eftir að verða gott vegarnesti út í lífið, að frátöldu einu atviki þegar ég sló í græjuna. En það að slá í græjuna, geta verið afdrifarík mistök sem enginn alvöru togarasjómaður vildi láta henda sig. Þetta verk að slá togvírana úr blökkinni (en ekki í græjuna sem var öryggiskeðja) var fyrsta verkið í hvert sinn sem trollið var híft úr sjó. Þetta var nauðsynlegur verkþáttur um borð í togara sem enginn veit lengur hvað er, nema togarasjómenn sem eru það gamlir að hafa stundað sjó á síðutogurum, og því verður ekki gerð tilraun hér til að útskýra hug- takið nánar. Þegar tekið hafði ver- ið í blökkina á nýjan leik og slegið úr henni, eins og átti að gera það og byrjað var að hífa, kom Auðun frændi minn út á brúarvænginn og hrópar. ,,Hver sló í græjuna?“ Þá stillti bátsmaðurinn sér upp á dekkinu og öskraði skrækri röddu eins hátt og hann gat ,,helvítis vit- leysan fer aldrei úr þessari ætt“. Brúardyrnar lokuðust hljóðlega á eftir frænda mínum sem örugglega var ekki skemmt, niðurlæging mín var fullkomin og sjálfsvirðingin gat ekki sokkið dýpra. Næsta ár, vorið 1961, þegar síðasta síldarævintýrið var gengið í garð, auðnaðist mér að fá pláss á Víði SU frá Eskifirði, hjá öðrum landskunnum aflaskip- stjóra Sigurði Magnússyni. Við þetta tækifæri sagðist hann ekki geta neitað ,,alvönum togarasjó- manni“ um pláss, væntanlega með skírskotun til ófaranna um borð í Fylki sumarið áður, þótt hann hafi ekki nefnt það sérstaklega. Um haustið kom Auðun frændi sem oftar í heimsókn til systur sinnar Lóu í Suðurhlíð. Ég hafði sama dag fengið uppgjörið eftir fyrsta síldarúthaldið, sem var þverhand- arþykkur bunki af þúsundköllum sem ég hafði leyft yngri systkinum mínum að leika sér með á stofu- gólfinu þegar hann bar að garði. Afleiðingar hinna síbreytilegu sviptivinda íslenskrar útgerðar- sögu hljóta að hafa blasað við á stofugófinu í Suðurhlíð þennan dag, þegar amlóðinn sem árið áður hafði slegið í græjuna um borð í Fylki, var búinn að hala inn áður óþekktar fúlgur, börnum og hröfn- um að leik. Í þetta skipti gat frændi þó ekki orða bundist, og sagði á sinn varfærna hátt ,,að það væri sérkennileg staða, að óharn- aður unglingur væri á þremur mánuðum búinn að afla hýru, sem svaraði til árstekna skipstjóra á aflahæsta togara íslenska togara- flotans“. Lái honum hver sem vill. Þetta var á tímabili endanlegra fjörbrota hins íslenska nýsköpun- artogaraflota, sem keyptur var til landsins eftir stríð fyrir Marshall- hjálpina svokölluðu. En eins og al- kunna er komu íslensk stjórnvöld hengingarólinni fyrir á hálsi þess- arar útgerðar strax í upphafi, með hinum illræmdu bátagjaldeyrislög- um, sem fólu í sér að á meðan ný- sköpunartogari sem landaði fyrsta flokks slægðum ísfiski, fékk 30 aura á kílóið, fengu mótorbátar sem lönduðu óslægðum oft drag- úldnum netamorkum 3 krónur á kílóið. Í þessum aðgerðum fólst mismunun, sem í dag stæðist eng- ar jafnræðisreglur. Og afleiðingin var sú, að lífið var murkað úr þess- um útgerðum flestum á rúmum áratug. Með þessum stjórnvalds- aðgerðum var stærsta erlenda hjálp, sem íslenskri þjóð hefur ver- ið færð á einu bretti, eyðilögð af völdum misviturra stjórnmála- manna. Fullyrða má að Auðun Auðunsson hafi verið einn fárra ís- lenskra togaraskipstjóra sem þrátt fyrir þessar þrengingar tókst að stýra skipum sínum í gegnum ólgusjói þessa pólitíska gerræðis. Hann bar einnig gæfu til þess að stjórna breytingum á síðustu kyn- slóð síðutogara sem byggðir voru í Þýskalandi í byrjun sjöunda ára- tugarins. Auðun var arkitekt þeirra tæknilegu breytinga sem gerðar voru á Sigurði RE, eftir komuna til landsins. Þetta voru tæknifram- farir sem nauðsynlegar voru til þess, að undir stjórn hans var skipið strax komið í forystuhlut- verk íslenska togaraflotans. Í byrj- un áttunda áratugarins hefur Auð- un Auðunsson á nýjan leik tekið við forystuhlutverki í þróun ís- lenskrar togaraútgerðar. Þetta er þegar hann tekur við fyrsta skut- togara í eigu Íslendinga, Hólma- tindi í eigu Alla ríka á Eskifirði. Ég held að á engan mann sé hall- að, þótt fullyrt sé að hann hafi átt drjúgan þátt í velgengni þeirrar útgerðar og skuttogaravæðingu landsins almennt. Þróun sem ásamt afkomu síldarævintýranna verður að teljast efnahagslegur grundvöllur íslensks velferðarþjóð- félags í dag. Þegar fiskveiðisaga 20. aldarinn- ar verður skrifuð á Íslandi, sagan um síldarævintýrin, togaraútgerð- ina, bátagjaldeyrislögin, fiskveiði- stjórnunar-floppið og kvótabölið, þá er óhjákvæmilegt að nafni Auð- uns Auðunssonar verði að góðu getið. Þessi málefni voru honum öll ákaflega hugleikin, og þegar ég sjálfur var farinn að basla við út- gerð á Eyrarbakka á áttunda ára- tugnum, áttum við reglulega sam- töl í símann um útgerðarmálefnin. Eini gallinn við þessi samtöl var sá, að hann tók hressilega í nefið og átti það til að snýta sér fyr- irvaralaust í tólið, svo að jafnvel nærstaddir í herberginu þar sem ég sat, hrukku í kút. Mamma mín, sem var elst í hópi 13 systkina sem ólust upp á Minni- Vatnsleysu, sagði mér að þegar bræður hennar voru litlir hafði móðir þeirra oft lempað þá til sam- vinnu, með því að lofa þeim, að hún skyldi setja fisk í vörpuna hjá þeim þegar þeir væru orðnir stór- ir. Það virðist með öðrum orðum, snemma hafa legið fyrir á þeim bæ, hvaða framtíðarverkefnum þessum drengjum voru ætluð. Enda gengu þau áform rækilega eftir, þar sem allir Auðunsbræður, þeirra sem upp komust, náðu því að verða afburða farsælir togara- skipstjórar. Hvort heldur það var móðir þeirra Vilhelmína Þorsteins- dóttir sem sá um þá hluti, eða önn- ur æðri máttarvöld. Auk Auðuns eru þeir, Sæmundur, Þorsteinn, Gísli og Gunnar Auðunssynir. Ég votta samúð mína eftirlifandi eiginkonu Auðuns, Stellu Eyjólfs- dóttur, börnum og fjölskyldum þeirra. Um leið vil ég geta þess að við sem fjær höfum staðið, getum ekki annað en dáðst að og þakkað hetjuskap þeirra og fórnarlund, við umönnun og stuðning við eigin- mann og föður í langvarandi veik- indum hans. Sigurður R. Þórðarson. Eftir ótíð og brælur sem verið höfðu á Vestfjarðamiðum frá því togarar hófu veiðar nú á nýju ári, rofaði til og lægði hinn 8. janúar, sjór varð blíður og aflabrögð urðu ágæt. Að kvöldi sama dags kvaddi Auðun Auðunsson skipstjóri. Á þessum slóðum var ég staddur þegar mér bárust fréttir af andláti hans. Í starfi mínu hef ég kynnst mörgum af okkar reyndustu tog- araskipstjórum og er ljóst að Auð- un hefur notið mikils álits sem einn af frumkvöðlunum meðal ís- lenskra togaraskipstjóra, enda aflasæll og var hann löngum eft- irsóttur af mörgum helstu útgerð- um landsins. Margs konar sómi var honum sýndur og síðast er Auðun og bróðir hans Gunnar voru heiðraðir á sjómannadegi, af Sjó- mannadagsráði á Akureyri fyrir farsæl og árangursrík skipstjórn- arstörf. Mikil breyting hefur orðið á öll- um tæknibúnaði við stjórn fiski- skipa, frá þeim tíma sem Auðun var í brúnni. Viðurkennt er að næmleiki fyrir náttúrunni, veðra- breytingum, hegðun fugla og hvala, sjávarföllum o.þ.h. atriðum, réðu miklu um velgengni skip- stjóra á þeim árum sem hann starfaði. Þessum eiginleikum hefur Auðun verið ríkulega gæddur. Einn ágætur skipstjóri sagði að þegar lítið aflaðist hefði oft verið gott að grennslast fyrir um á hvaða fiskimiðum Auðun væri, fara þangað og þá væri túrnum borgið. Þó fráfall Auðuns kæmi ekki á óvart, eftir erfið veikindi sem hann hafði átt í að undanförnu, er hans sárt saknað af ástvinum og ekki síst barnabörnunum, það kemur augljóslega fram hjá dóttur minni Lísbetu sem er ein af afastelp- unum. Alltaf hefur þótt jafn gott að koma til ömmu og afa á Val- húsabrautina, þar sem krakkarnir höfðu mörg herbergi til umráða og nóg var af leikföngum fyrir alla aldurshópa, kubbar fyrir þau yngstu, tölva fyrir þau eldri og allt þar á milli, eða bara horfa með afa á fótbolta í sjónvarpinu. Ekki fór á milli mála að Auðun naut samver- unnar. Ekki er ólíklegt að barna- börnin hafi að einhverju leyti bætt það upp, þegar hann var langdvöl- um í burtu vegna starfa sinna á ár- unum sem hans eigin börn voru að vaxa úr grasi. Nú er ég minnist Auðuns Auð- unssonar með djúpri virðingu, sendi ég Stellu, systkinunum, þeim Sæma, Bödda, Steinunni, Ásdísi og Stellu, mökum, barnabörnunum og öðrum ástvinum, innilegar samúð- arkveðjur. Sigurður Dagbjartsson. AUÐUN AUÐUNSSON Elskuleg móðir okkar og móðursystir, INGIBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR frá Seyðisfirði, Ásbúðartröð 17, Hafnarfirði, lést á heimili sínu föstudaginn 7. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Vilhjálmur Jónsson, Jón P. Ólafsson, Guðlaug Sigmarsdóttir, Hörður V. Sigmarsson. Eiginmaður minn, GÍSLI BRYNJÓLFSSON frá Króki, Norðurárdal, Hraunbæ 164, Reykjavík, andaðist laugardaginn 15. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Oddný Daníelsdóttir. Eiginmaður minn, HJÖRLEIFUR TRYGGVASON bóndi á Ytra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 13. janúar síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Vilborg Guðrún Þórðardóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÖREN M. AÐALSTEINSSON, Valbraut 7, Garði, áður til heimilis á Eiðsvallagötu 3, Akureyri, lést í Víðihlíð Grindavík föstudaginn 14. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Magnús Sigurbjörn Sörenson, Sólbjört Hilmarsdóttir, Steinar Sigurjón Sörenson, Anna Magnúsdóttir, Amalía Vilborg Sörensdóttir, Einar Hermannsson barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.