Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 33 MINNINGAR Það var alltaf reisn yfir henni Sigríði, móð- ursystur minni, jafnvel eftir að veikindi fóru að hrjá hana á síðustu árum og dugnaður og myndarskap- ur einkenndu hana alla tíð. Það má líka segja að hún hafi átt góða og gjöfula ævi. Sigga var alin upp af fósturfor- eldrum í Brunngötunni á Ísafirði, í næsta húsi við foreldra sína og systkini. Það fannst mér óvenjulegt en hún gat leikið sér jafnt við sinn stóra systkinahóp og fóstursystkin- in og hafði síðan gott samband við þau öll til æviloka. Hún Sigga var á margan hátt aðdáunarverð, svo hugmyndarík og sjálfstraustið í góðu lagi. Sigga gat málað innanhúss og veggfóðrað, jafnvel smíðað og gert við ótrúleg- ustu hluti. Hún saumaði af mikilli vandvirkni falleg föt og hafði gaman af að sauma út. Hún hugsaði líka um útlitið, hollan mat og heilsu- rækt. Sigga vann heima fyrir Hann- yrðaverslunina Erlu í mörg ár við að „setja upp“ sem kallað var. Og svo tók hún bílpróf þegar slíkt var fátítt hjá konum og naut vel þess frelsis að keyra um sjálf. Sigga fékk nokkrar viðurkenningar hjá trygg- ingafélagi sínu fyrir tjónlausan akstur. Ég kynntist Siggu frænku minni best þegar ég var níu ára, en þá bjó ég hjá henni í fimm mánuði. Ég átti að heita barnfóstra og fór eitthvað í sendiferðir en hef auðvitað verið eins og fjórða barnið á heimilinu. Sigga átti ekki auðvelt með að tjá tilfinningar sínar og gat verið hvassyrt en hlýjan var undir niðri og eitt er víst að hún sáði góðum fræjum í barnssálina mína. Frá þessum tíma þótti mér alltaf vænt um frænku mína. Sigga giftist Fedda sínum á fögrum sumardegi austur í Fljótshlíð. Á mynd má sjá að þau voru glæsileg þann dag. Hann var loftskeytamaður og í sigl- ingum mestan hluta af þeirra hjóna- bandi, fyrst á Selfossi og síðan á Gullfossi. Sigga var því oft ein með börnin en stundirnar voru dýrmæt- ar þegar Feddi var í landi og fjöl- skyldan öll saman. Sigga naut þess að víkka sjóndeildarhringinn og ferðast með Fedda þegar tækifæri gafst. Þau bjuggu mestan sinn bú- skap á Bárugötunni í nálægð við höfnina. Þar fæddust börnin þrjú og hafði Sigga gott samband við ná- grannakonur, sem áttu kannski menn á sjónum og sinntu börnum og búi eins og hún. Gestkvæmt var á Bárugötunni og í sumarbústað fjölskyldunnar í Sléttuhlíð enda gestrisni mikil og alltaf ljúffengar veitingar á boðstólum. Nú, að leiðarlokum, er efst í huga þakklæti til Siggu móðursystur fyr- ir einstaka tryggð við mig og fjöl- skyldu mína alla tíð. Far vel héðan, friður sé með þér; nú þú heyrir sönginn, sem þú þreyðir, sólvang rósum vaxinn mót þér breiðir Eden þitt, sem enga þyrna ber. (Steingrímur Thorsteinsson.) Margrét Örnólfsdóttir (Maddý.) Hún Sigga (systir) eða móður- systir eins og hún var alltaf kölluð á æskuheimili mínu var eftirminnileg- ur karakter. Hún var ein af þeim sem við í stórum systkinahópi höfðum mikil samskipti við, sérstaklega í barn- æsku, enda mamma og hún sam- rýndar systur þó ólíkar væru og Sigga ætíð tilbúin að rétta hjálp- SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir fæddist á Ísafirði 21. maí 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykja- vík 8. janúar síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 17. janúar. arhönd þegar á þurfti að halda. Á Bárugötunni þar sem hún bjó lengst af og „var aldrei rok“ að hennar sögn, var alltaf svo virðulegt að koma, heimilið var fallegt og alltaf tekið á móti manni með uppdúkað borð (það varð að vera dúkur). Sigga var mjög svo ákveðin kona og gat snúið upp á sig og sett upp sérstakan svip þegar svo bar undir. Hún var oft að reyna að siða okk- ur systur til og kenna okkur hvað væri hollt og óhollt, passa vöxtinn, og reyna að halda kjörþyngd eins og hún átti svo auðvelt með sjálf og var óspör að láta okkur vita af því. Hún og Feddi áttu sumarbústað í Sléttuhlíðinni fyrir ofan Hafnarfjörð og þar var hennar sælureitur. Það sem hún ræktaði þarna í hrauninu var alveg ótrúlegt. Þangað komum við oft og í minn- ingunni var alltaf sól, eins og frænka vildi halda fram. Þar rigndi mjög sjaldan, eða bara meðan Sigga skrapp í bæinn. Sigga var hörku bílstjóri og fékk bílpróf með fyrstu konum á Íslandi. Ekki veit ég hvort Volkswagen- bjallan var hennar fyrsti bíll en það er sá bíll sem er eftirminnilegastur. Hún var alltaf jafn viljug að keyra og skutla hinum og þessum eins og sagt var. Í seinni tíð átti hún ágætis Skoda- bifreið (sem náttúrlega bilaði aldr- ei). Einhverju sinni mætti ég henni óvænt í sjoppunni á Vegamótum á Snæfellsnesi með þrjár eldri konur sem hún bauð í bíltúr og munaði þá ekki um það, bara tekinn hringur um Snæfellsnesið á einum laugardagseftirmiðdegi, þá orðin 74 ára. Í mörg ár vann Sigga heima við að setja upp handavinnu t.d. klukkustrengi, púða, myndir og fl. Átti ég á þeim árum mikil samskipti við hana vegna vinnu minnar á föndurstofu Hrafnistu í Reykjavík. Handbragð hennar og frágangur var svo eftir var tekið. Á fullorðinsárum lærði Sigga bókband og ekki var þar slegið slöku við, vandvirknin í fyrirrúmi og margar bækur batt hún inn. Ég er svo heppin að eiga nokkrar með fal- legu handbragði hennar. Hún hélt reisn sinni alla tíð og gleymdi aldrei að hafa fínar neglur (með rauðu lakki) og hárið fínt, þrátt fyrir veikindin síðustu ár. Það var sárt að sjá þessa stoltu konu, sem sjaldan varð misdægurt, verða ósjálfbjarga. Þær eru góðar minningarnar sem ég á um Siggu frænku. Ólöf Örnólfsdóttir. Takk fyrir þann tíma sem fengum að njóta með þér. Þann tíma munum við nú aldrei mæla eða telja í dögum. Alla þína veru hér í okkar veröld fengum við að njóta ná- inna samvista við þig í höndum ást- kærrar umhyggjusamrar móður þinnar. Við fundum það strax og þú fæddist í þennan heim að við nytum mikilla forréttinda. Að fá að vera með þér strax frá upphafi. Við nut- um hvers dags og hverrar nætur, en KARL HANNES UNNARSON ✝ Karl HannesUnnarson fædd- ist í Reykjavík 19. október síðastliðinn. Hann lést á heimili sínu í Langagerði 9 í Reykjavík sunnu- daginn 9. janúar og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju. sem betur fer vissum við ekki meira. Allt var svo gott. Mikið myrkur skall á þegar þú kvadd- ir okkur öll svona skyndilega. Enginn veit af hverju þú fórst, en við vitum að þú skildir eftir hjá okkur mikinn fjársjóð sem við erum nú smátt og smátt að skynja. Við munum varðveita hann í hjörtum okkar, passa hvert upp á annað og þá sérstaklega mömmu þína. Við erum mjög stolt af þeim mikla styrk sem móðir þín hefur sýnt við þessar hörmulegu aðstæður. Takk líka fyrir allt það sem þú hef- ur sent okkur í kærleika með ynd- islegu fólki, allt frá fæðingu og sér- staklega nú eftir að þú kvaddir. Amma og afi í Langagerði. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Einarsson Sverrir Olsen Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Komum heim til aðstandenda ef óskað er Ástkær móðir okkar, amma og langamma, JÓNA SVANHVÍT HANNESDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi, Foss- vogi, föstudaginn 14. janúar sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. janúar kl. 15:00. Unnur Óskarsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÓLAFSDÓTTIR, Efstasundi 41, lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnudaginn 16. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Hrefna Björnsdóttir, Ólafur Brynjólfsson, Árni Mogens Björnsson, Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir, Sigríður Ólöf Björnsdóttir, Guðlaugur Ragnar Magnússon, Birna Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Ásgarði, Völlum, Miðvangi 22, Egilsstöðum, andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnu- daginn 16. janúar. Jarðarförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 22. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta sjúkrahúsið á Egils- stöðum njóta þess. Ingigerður Benediktsdóttir, Guðni Benediktsson, Sigríður Gísladóttir, Guðný Sigurjónsdóttir, og fjölskyldur. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, áður Skálabraut 31, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 14.00. Brynjar Bergþórsson, Salome Guðmundsdóttir, Ósk Bergþórsdóttir, Óli Jón Gunnarsson, Lára Huld Guðjónsdóttir, Bergþór Ólason, Jóhann Gunnar Ólason, Rúnar Ólason, Guðjón Alex Flosason. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist val- kosturinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.