Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 41 DAGBÓK Takk fyrir frábærar viðtökur! Heimagallar - Stórar stærðir Jólaútsaumur Bútasaumsbækur o.fl. Janúartilboð! Ingólfsstræti 6, s. 561 4000. Opið 11-18 ◆ laug. 11-14 Er menning heyrnarlausra til?“ erspurningin sem liggur til grundvallarfyrsta fyrirlestri vormisseris í fyrir-lestraröð Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum, en það er Júlía G. Hreinsdóttir táknmálskennari sem flyt- ur fyrirlesturinn í dag kl. 12.15 í stofu 101 í Lög- bergi. Fyrirlesturinn mun fjalla um þann menn- ingarmun sem er á milli heyrnarlausra og heyrandi. „Menningarmunurinn felst til dæmis í meira augnsambandi innan samfélags heyrnarlausra heldur en almennt er og hvaða aðferðum er beitt við að ná athygli,“ segir Júlía, sem hefur starfað sem táknmálskennari síðan 1991. Ásamt mörgu öðru mun einnig verða fjallað um ljóðaflutning og brandara. Fyrirlesturinn verður fluttur á táknmáli en verður túlkaður yfir á íslensku þannig að sem flestir geti fylgst með. Hvernig er menning heyrnarlausra frábrugðin menningu heyrandi? „Hugtakið menning getur átt við ýmislegt sem einkennir mismunandi þjóðir s.s mat, klæðnað o.s.frv. Heyrnarlausir eru eins og aðrir Íslendingar hvað það varðar en það sem er ólíkt í menningu heyrandi og heyrnarlausra Íslend- inga er fyrst og fremst tungumálið. Í táknmáli er ekki til neitt ritmál þannig að sögur og aðrar heimildir hafa varðveist munnlega öfugt við ís- lenskuna sem er rík af heimildum á ritmáli. Stutt er síðan farið var að veita íslenska tákn- málinu athygli og viðurkenna það þannig að heyrnarlausir á Íslandi hafa ekki verið meðvit- aðir um að varðveita ljóð og sögur á mynd- böndum líkt og aðrar þjóðir hafa gert fyrr en nú nýlega. Í menningu heyrnarlausra eru augn- samband og snerting mjög mikilvæg.“ Getur munurinn valdið samskiptavanda- málum? „Það sem talað er um mikilvægi augn- sambands hjá heyrnarlausum getur heyrandi fólki þótt mjög óþægilegt og jafnvel dónalegt, t.d. ef heyrnarlaus manneskja hittir heyrandi og reynir að spyrja til vegar. Hún horfir stíft í and- lit þess heyrandi sem skapar óöryggi hjá við- komandi og þarf þá gjarnan að útskýra að það sé nauðsynlegt fyrir þann heyrnarlausa að lesa af vörum þar sem hann heyrir ekki íslenskuna. Í menningu heyrnarlausra er snerting nauðsynleg þar sem í staðinn fyrir að kalla í viðkomandi til að vekja athygli á einhverju þarf að nota snert- ingu. Heyrandi þykir þetta oft mjög óþægilegt. Það getur verið erfitt að þýða brandara frá táknmáli yfir á íslensku bæði vegna menning- armunar og tungumáls og öfugt. Það sem er mjög fyndið á táknmáli verður ekkert fyndið þegar það er túlkað yfir á íslensku. Þetta er reyndar þekkt milli tungumála s.s. milli ensku og íslensku.“ Jafnrétti | Menning heyrnarlausra til umræðu í hádegisfyrirlestri í Lögbergi í dag Snerting og augnsamband mikilvæg  Júlía G. Hreinsdóttir er fædd í Vestmanna- eyjum árið 1964. Hún nam við Þroskaþjálfa- skóla Íslands 1986– 1989. Þá lagði hún stund á heyrnar- leysisfræði í Kaliforn- íuháskóla í Northhridge árin 1991–1994 auk þess sem hún stundaði fjarnám við KHÍ 2001– 2003. Júlía hefur starfað sem táknmálskenn- ari og verkefnisstjóri á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra frá 1991 og sem Táknmáls- og túlkakennari við HÍ frá 1994. Jólapakki HINN 13. janúar var viðtal við unga stúlku á Stöð 2. Stúlkan hafði fengið jólapakka frá pabba sínum sem var sagður búa í Bandaríkjunum. Það átti að sækja þennan jólapakka í toll- inn og var mikil tilhlökkun að fá jóla- gjöfina. En stúlkunni var sagt að hún þyrfti að greiða 14 þús. krónur. Þetta er ótrúlegt. Hverjum er þessi ósanngirni að kenna? Eru þetta ekki eldgömul lög sem þyrfti að laga? Unga stúlkan fór heim án jólapakk- ans sem hún hafði hlakkað svo mikið til að fá. Eldri borgari. Öxin og jörðin ÉG sá þriðju sýningu Þjóðleikhúss- ins á leikritinu Öxinni og jörðinni. Sýningin var áhrifarík, vel leikin og mér ógleymanleg. Gagnlegt var að rifja upp örlagasögu Hólafeðga og atburði þeim tengda. Mjög gott og gagnlegt leikverk sem í senn lýsir stórum atburðum í lífi þjóðarinnar og er trútt skáldsögu Ólafs Gunn- arssonar. Ég hvet sem flesta til að sjá umrætt verk og láta sem vind um eyru þjóta skapvonskutal nokkurra gagnrýnenda. Ingunn. Í hvað fóru peningarnir? FYRIR ekki svo mörgum árum var söfnun til styrktar Geðhjálp. Tugir milljóna söfnuðust og var m.a. sjón- varpssöfnun. Það væri gaman að vita í hvað peningarnir fóru. Ég hef aldrei heyrt neitt um það, og finnst mér að stjórn Geðhjálpar ætti að upplýsa það. Með virðingu. Ein forvitin. Fuglafóðrið dýrt H.A. hafði samband við Velvakanda og sagði að það væri sífellt verið að hvetja fólk til að gefa smá- fuglunum korn. Sagðist hann hafa varið til þess nokkrum pokum en sagði jafnframt að sér ofbyði hvað fuglakornið væri orðið dýrt, jafnvel dýrara en korn til matargerðar. Ásgeir Páll og Hulda ÞAÐ hafa orðið miklar breytingar hjá útvarpsstöðvum Norðurljósa. Meðal annars hafa þátttastjórnend- urnir Ásgeir Páll og Hulda á Létt 96,7 verið látin hætta með morg- unþáttinn. Ég hef hlustað á þau á leið til vinnu og haft gaman af og alltaf hef- ur þeim tekist að létta lundina hjá mér á morgnana. Nú er bara spiluð tónlist og sakna ég þeirra mikið. Ég vil senda þeim mínar bestu kveðjur og þakka „samfylgdina“ og óska þeim alls hins besta í framtíð- inni. Helga. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Reykjavíkurmótið. Norður ♠KD8 ♥K642 N/AV ♦ÁK963 ♣4 Vestur Austur ♠G54 ♠9 ♥G987 ♥D103 ♦1054 ♦82 ♣K95 ♣ÁD87632 Suður ♠Á107632 ♥Á5 ♦DG7 ♣G10 Nú er lokið 11 umferðum af 17 í Reykjavíkurmótinu og leiðir sveit Garða & véla ehf. með 215 stig (19,55 að meðaltali). Í næstu sætum eru Ferðaskrifstofa Vesturlands (210), Eykt (204) og Grant Thornton (202). Tvær umferðir verða spilaðar í kvöld, þriðjudagskvöld, en mótinu lýkur á laugardaginn með fjórum umferðum. Spilið að ofan kom upp í 8. umferð. Slemma er góð í NS, en ekki auðsögð eftir opnun norðurs á Standard-tígli og svar suðurs á einum spaða. Norður á enga réttlýsandi sögn, en möguleik- arnir eru tveir tíglar, tveir spaðar, þrír spaðar og tvö hjörtu. Hér gefst það vel að yfirmelda spilin svolítið og segja tvö hjörtu (vending) til að sýna 5–4 í tígli og hjarta og sterk spil. Við því myndi suður segja tvo spaða og norður fjóra spaða. Þá er suður í góðri stöðu til að halda áfram, því hann veit um sterk spil hjá opnara og stutt lauf. Slemman náðist á 9 borðum af 18, reyndar oftast eftir að austur kom inn á laufsögn. Þetta er eitt afbrigðið: Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull 2 lauf 2 spaðar 3 lauf 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Allir pass BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 18. janúar,er sextug Aðalheiður Kristín Magnúsdóttir, hárgreiðslumeistari og listakona, Lindarsmára 1, Kópavogi. Hún fagnar þessum tímamótum með fjölskyldu sinni og vinum í salar- kynnum Gullsmára 13 í kvöld kl. 20. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 18. janúar,er sextugur Gunnar Krist- jánsson, prófastur í Kjalarnesspró- fastsdæmi, Reynivöllum í Kjós. Hann og kona hans, Anna M. Höskulds- dóttir, taka á móti gestum í Hlégarði í Mosfellsbæ kl. 17–19 í dag. RITHÖFUNDAR og skáld koma sam- an á Kaffi Reykjavík kl. 21 í kvöld og lesa upp úr bókum sínum á tuttugasta og sjöunda skáldaspírukvöldi þeirra Benedikts S. Lafleur og Gunnars Randverssonar. Meðal þeirra höfunda sem lesa upp í kvöld eru Hermann Stefánsson, sem les úr nýju smásagnasafni, Árni Lars- son, sem les úr nýrri ljóðabók og Þor- steinn Guðmundsson, sem les úr nýrri bók sinni. Þá mun Pétur Gunnarsson lesa úr nýrri skáldsögu sinni auk þess sem Kristín Svava Tómasdóttir les úr óbirt- um verkum. Skáldaspírukvöldin eru nú orðin að nokkuð sterkri hefð og er það yfirlýst stefna aðstandenda þeirra að láta bók- menntirnar blómstra árið um kring í stað þess að sól bókanna rísi einungis um jólaleytið. Morgunblaðið/Ásdís Skólaskáldið Kristín Svava Tómasdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtileg og ögrandi ljóð sín, en hún gengur í Kvennaskólann. Skáldin spíra á Kaffi Reykjavík í kvöld Morgunblaðið/Einar Falur Þorsteinn Guðmundsson, leikari og rithöfundur, les fyrir gesti í kvöld. BÓKAFLOKKURINN Úr bálki hrak- falla, eða „A Series of Unfortunate Events“, hefur notið mikilla vinsælda víða um heim, en nú er komin til sýn- inga hér á landi kvikmynd eftir fyrstu þremur bókunum í flokknum. Fyrstu tvær bækurnar, Illa byrjar það og Skriðdýrastofan eru komnar út hér á landi, sú fyrri í þýðingu Snorra Hergils Kristjánssonar og sú seinni í þýðingu Helgu Soffíu Ein- arsdóttur, en sú þriðja af þrettán, Stóri glugginn kemur út í næsta mán- uði. Bækurnar fjalla á kíminn hátt um afar dimm örlög Baudelaire- systkinanna, sem verða munaðarleys- ingjar þegar foreldrar þeirra farast í eldsvoða. Þeim er komið fyrir í umsjá Ólafs greifa, lymskufulls leikara og loddara, sem svífst einskis til þess að komast yfir fjölskylduauðinn. Börn- unum tekst þó að flýja frá greifanum til annarra og betri ættingja, en greifinn eltir þau eins og skugginn með hræðilegum afleiðingum. Ekk- ert er dregið af hörðum raunveru- leikanum í bókunum og engin þeirra endar vel, enda er hér um að ræða sorgarsögu. Í kvikmyndinni fer hinn frægi leikari Jim Carrey með hlut- verk Ólafs greifa, en hann hefur sjálf- ur sagt að þetta hlutverk sé eins og sniðið fyrir hann. Höfundur bókanna titlar sig sem Lemony Snicket og er þar í raun um að ræða sögu innan í sögu, því raun- verulegur höfundur bókanna heitir Daniel Handler. Sögurnar segja í raun ekki síður sögu Lemony Snicket sjálfs. Bækur Lemony Snicket koma út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.