Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 43 MENNING Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 90 kr/stk PILOT SUPER GRIP Verð 75 kt/stk Ljósritunarpappír 397 kr/pakkningin Teygjumöppur af mörgum gerðum og þykktum Geisladiskar: 100 stk. hólkur 5.530 kr 50 stk. hólkur 2.963 kr 10 stk í þunnum hulstrum 995 kr/pakkning Gatapokar 100 stk í pakka 486 kr/pk STABILO BOSS Verð 78 kr/stk TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2005 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, bað og jóga kl. 9, línudans kl. 11, postulíns- málning kl. 13. Þorrablót verður föstu- daginn 21. janúar kl. 17.30, hjónin Guð- rún Pétursdóttir og Ólafur Hannibals- son tala fyrir minni karla og kvenna. Kvartett Vallagerðisbræðra tekur lag- ið undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Marinó Björnsson leikur fyrir dansi. Skráning í s. 562-2571. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, vefnaður, leikfimi, línudans, boccia, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Miðvikudagur: Göngu–Hrólfar ganga frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 10. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Karlaleikfimi kl. 13, opið hús í safn- aðarheimilinu á vegum kirkjunar kl. 13, kór félags eldri borgara æfir kl. 17 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, glerskurður, myndlist, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 12.15 Bónusferð, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Kl. 9 kaffi, rabb, Moggi og frjáls prjónastund, kl. 13 saumar og bridge. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa, kl. 9–13. Helgistund í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar kl. 13.30. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Betri stofa og Listasmiðja 9– 16. Tréskurður, handverk, samvera o.fl. Leikfimi kl. 10. Bónus kl. 12.40. Bóka- bíll kl. 14.15–15. Hárgreiðslustofa 568- 3139. Fótaaðgerðarstofa 897-9801. Framsögn og framkoma alla mánu- daga; Soffía Jakobsdóttir leikkona. Silja Aðalsteinsdóttir gestur bók- menntahóps annað kvöld kl. 20. Allar upplýsingar um félagsstarfið í síma 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Félagsvist í Fjölnissalnum á morgun, miðvikudag, kl. 13.30. Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 nýtt námskeið í myndlist, kl. 9 smíði og opin vinnu- stofa, kl. 10 boccia, kl. 13–16.30 nýtt námskeið í postulínsmálun, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16 postulíns- málun, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl. 13–14.30 leshringur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótsnyrting kl. 9.30, leikfimi kl. 10, félagsvist kl. 14, allir vel- komnir. Kirkjustarf Árbæjarkirkja. | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðsla, spjall, helgistund o.fl. Allir velkomnir. Starf með 10–12 ára börnum kl. 15.45 í Árbæjarkirkju. Æskulýðsfélagið Lúkas fyrir 8.–9. bekkinga í kirkjunni kl. 17. Áskirkja | Opið hús milli 10 og 14 í dag, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið er upp á léttan hádegisverð. Allir vel- komnir. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón- ustur alla þriðjudaga kl. 18. Bæn- arefnum má koma á framfæri við kirkj- una í síma 587 1500. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.15 . Kl. 12 léttur hádegisverður, helgistund, samvera og kaffi. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17–18.15 á neðri hæð. Hús- ið opnað kl. 16.30. Kl. 20 Alfa-kynning. www.digraneskirkja.is. Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju á þriðjudögum kl. 13 til 16. Við spilum lomber, vist og bridge. Röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag við aðra. Kaffi og með- læti kl. 14.30. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýs- ingar í síma: 895 0169. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveit- ingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30–18.30, Æskulýðs- félag Grafarvogskirkju kl. 19.30, fyrir 8. bekk. Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Fyrir- bænaguðsþjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta er í Hjallakirkju á þriðjudögum kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Bæna- og kyrrðarstund er í Hjallakirkju þriðju- daga kl. 18. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl- skyldusamveran (opin öllum) hefst kl. 18 með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19 er Biblíulestur fyrir alla fjölskyld- una. Barna- og unglingastarfið er fyrir 1–2 ára, 3–4 ára, 5–7 ára, 8–9 ára, 10– 12 ára og 13–17 ára. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Ad-KFUK-fundur þriðjudaginn 18. janúar kl. 20. Lof- gjörðar- og bænasamvera í umsjón Þórdísar Ágústsdóttur, Hrannar Sig- urðardóttur og Kristínar Bjarnadóttur. Allar konur velkomnar. Laugarneskirkja | Kl. 16 TTT (5.–7. bekkur). 19.45 trúfræðsla. Sókn- arprestur stýrir umræðum um prédik- unartexta næsta sunnudags. Kl. 20.30 kvöldsöngur í kirkjunni. Gengið inn um aðaldyr. Kl. 21 kynning á tólf spora starfi safnaðarins. Áhugavert tækifæri fyrir allt hugsandi fólk. Óháði söfnuðurinn | Alfanámskeið II kl. 19–22. Fjallræðan. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Morgunblaðið/ÓmarStokkseyrarkirkja HANNES Lárusson er fyrsti listamað- urinn til að sýna verk sín í nýju sýning- arrými Félags um gagnrýna list (FUGL) á Skólavörðustíg 10. Sýning Hannesar ber heitið Ás og var opnuð um helgina. Hann- es hefur undanfarin ár verið ötull við að byggja upp listaverk þar sem fjölbreyttar hugmyndir úr fjölmörgum geirum þjóðlífs- ins mætast í lifandi list, þar sem alþýðleg þemu og oftlega kátbrosleg eru unnin í samhengi alvarlegrar nútímalistar. Hann- es er einnig þekktur fyrir að setja upp lif- andi atburðarás í tengslum við sýningar sínar, en hann þykir nýta sér möguleika listarinnar út í ystu æsar. Viðfangsefni Hannesar á sýningunni Ás eru, að hans sögn, samfélagslegar grunn- forsendur. „Við getum nánast sagt að þær séu meðfæddar, í þeirri vitneskju að hóp- urinn sé sterkari en einstaklingurinn,“ segir Hannes. „Á sýningunni er þetta sett fram þannig að hér er steinn sem er á annað tonn á þyngd, en ellefu ein- staklingar lyfta honum upp og ganga með hann í hring. Síðan er myndband sem sýn- ir þessa atburðarás og þeir ganga þar í hring, þar sem sami myndbúturinn er lát- inn ganga í endalausri hringrás.“ Hinn hluti sýningarinnar er bindi með ánamaðki, þar sem Hannes er einnig að skoða hringrás, en undir öðruvísi for- merkjum. „Að mörgu leyti er verið að leika sér með augljósar andstæður milli þess sem er lifandi og dautt, hart og mjúkt,“ segir Hannes. „Sem fyrirbrigði eru steinninn og ánamaðkurinn hluti af því sem er alltaf, eitthvað sem menn geta alltaf gengið að vísu. Þetta er eitthvað frumlægt, einhverjar frumforsendur sem allt byggist á í vissum skilningi. Ég reyni að aðlaga þetta listrænum forsendum með notkun á rými og efni, svo þetta standi formrænt undir sér sem listaverk.“ FUGL, sem var nýverið stofnað, hefur það að markmiði að vekja og efla list- umræðu og -umfjöllun á Íslandi. Félagið opnaði um helgina sérhannað sýning- arrými á Skólavörðustíg 10, auk þess sem heimasíða félagsins, www.fugl.is, var tekin í notkun við sama tækifæri. Á árinu sem er framundan er ætlunin að halda sýn- ingar á verkum 10 listamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á því að vekja fólk til umhugsunar og að hreyfa við því með verkum sínum. Endalaus hringrás andstæðna Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.