Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 45 MENNING Í FIMMTÁNDA árgangi Árbókar Barðastrandarsýslu eru sextán efn- isþættir og eru því margir þeirra stuttir, sem vonlegt er. Fjórar grein- ar eru allmiklar ritgerðir. Þar er fyrst að nefna ritgerð Ara Ívarssonar frá Melanesi, sem nefnist Stóri grafreit- urinn. Ari hefur kannað alla greftr- unarstaði franskra sjómanna frá Siglunesi á Barðaströnd að Haukadal í Dýrafirði og gerir hann hér grein fyrir þeim eftir því sem heimildir eru um. Það er vissulega merk rannsókn. Lýður Björnsson á hér ritgerðina Fimm félög eða sex. Þar segir frá lestrarfélögum á nítjándu og tutt- ugustu öld, svo og ungmennafélögum í Gufudalshreppi, sem eitt sinn var. Allmikið er sagt frá bókakosti, starf- semi lestrarfélaga, samkomuhaldi, útgáfu sveitarblaðs og ýmsu fleira fyrr á tíð og er það fróðleg lesning. Sýslumenn stela frá kóngi er grein eftir Birgi Þórisson frá Hvalskeri. Þar eru raktar heimildir fyrir því hvernig kóngseignir á Rauðasandi voru felldar í verði til þess að eft- irgjald þeirra yrði minna. En það gjald átti Guðrún hin ríka Eggerts- dóttir í Saurbæ að greiða. Hún og for- verar hennar, Saurbæjarhöfðingjar, „stálu þannig allmiklu fé frá kóngi“. Fjórða greinin er yfirlit yfir skóla- hald á Patreksfirði frá upphafi (1892) til ársins 1950. Er það nokkurt fram- lag til skólasögu. Þá eru allmargar minni ritgerðir, stuttar frásagnir og tvö erindi flutt af sérstöku tilefni. Árnesingur Árnesingur kemur nokkuð óreglu- lega út. Fimmta heftið kom út árið 1998 (prentvilla 1988), en nú er komin ný og fersk ritstjórn með fögur fyr- irheit. Rannveig Pálsdóttir segir frá mannlífi í Stóru-Sandvík á 20. öld. Það er að mestu leyti fjölskyldu- og ættarsaga um ábúendur og skyldlið þeirra í nokkra ættliði. Lesandinn fær að fylgjast með framþróun í ræktunarmálum, húsabótum, hey- vinnu, og raunar öllu því sem heyrir til eldri tíma á stórri og fjölbýlli jörð. Nokkuð er erfitt að fylgjast með öll- um nafnafjöldanum og skyldleika- tengslum, en margt er hér fróðlegt að finna. Af öðru tagi er erindi, sem Steinþór heitinn Sigurðsson stjörnu- fræðingur flutti í Vísindafélagi Ís- lendinga veturinn 1944. Þar gerði hann grein fyrir jarðborunum í Hveragerði. Er það ítarleg og ná- kvæm frásögn. Á eftir því erindi kem- ur frásögn eins bormannsins, Aðal- steins Steindórssonar, af borunum eftir heitu vatni í Hveragerði. En Að- alsteinn var einmitt samstarfsmaður Steinþórs við fyrrnefndar boranir og hélt því starfi áfram lengi síðan. Þá kemur sagnfræðileg ritgerð, sem ber heitið Ríki Árnesinga eftir Axel Kristinsson. Það er háfræðileg rit- gerð, sem fjallar um þróun frá goða- veldi til staðbundinnar ríkisheildar. Ég verð að viðurkenna að ég náði ekki fyllilega hugsunarganginum í þeirri grein. Öllu betur kunni ég við ritgerð Steinþórs Gestssonar á Hæli. Hún nefnist Fjárleitir og fjallkóngar í Gnúpverjahreppi. Auk þess að gera grein fyrir afréttinum og mörkum hans, eign og afnotum afréttarins, smalaleiðum, fjallsafni, réttum og öðru sem tilheyrir er hér að finna „fjallkóngatal“. Fjallkóngar hafa ver- ið tólf og ein fjalldrottning. Er stuttur þáttur um hvern og einn. Þá á Ólafur Halldórsson greinina Vitnisburðir frá 1604–1605 um rekamörk á Stokks- eyri. Það er fremur torlesin grein ófróðum almúgamanni, eins og þeim, sem hér heldur á penna. Múlaþing Þá er komið að þriðja ritinu, Múla- þingi. Það er 31. árgangur, sem nú sér dagsins ljós. Ekki vil ég draga fjöður yfir að það er glæsilegasta ritið af þessum þremur, sem hér er fjallað um. Má ég raunar segja að það sé til fyrirmyndar um héraðsrit bæði að efni og umbúnaði. Sigurður Ragn- arsson er hér með dálitla syrpu um ætt séra Hjörleifs Þórðarsonar, pró- fasts á Valþjófsstað. En þar eru vafa- mál á sveimi, sem hann ber upp fyrir lesendur. Lítið botnaði ég raunar í því. Guðríður Guðmundsdóttir, prestsfrú á Skeggjastöðum, segir skemmtilega frá ferð með eiginmanni sínum, séra Sigmari I. Torfasyni, frá Hjaltastaðaþinghá að Skeggjastöð- um, líklegast árið 1943. Sú frásögn sýnir glöggt að ekki var auðvelt að ferðast á þeim tímum um þetta land- svæði. Séra Sigurjón Einarsson skrif- ar grein um söngtöflur í kirkjum á Austurlandi og birtir margar myndir. Það er fróðleg könnun. Þá kemur að Helga Hallgrímssyni, sem jafnan leggur fram gott efni í Múlaþing. Að þessu sinni fjallar hann um skriðuföll í Fljótsdal og bætir þar í þekking- arsafnið. Sama er að segja um rann- sókn Stefáns Aðalsteinssonar á bæjanöfnum og bæjarústum í Hrafn- kelsdal. Með rannsókn hans er líklega flest ef ekki allt til skila komið, sem hægt er að fá vitneskju um í þessum fornfræga dal. Athyglisverð- asta ritgerðin finnst mér þó vera grein Halldórs Walters Stefánssonar. Hún ber heitið Grágæsir á Úthéraði. Atferli og lifnaðarhættir. Höfundur virðist hafa kannað lifnaðarhætti grá- gæsarinnar um árabil og vera henni gjörkunnugur. Ég hafði mjög gaman af þessari vel skrifuðu ritgerð. Ým- islegt fleira er í þessu ágæta riti, sem of langt yrði upp að telja. Margt er hér prýðilegra og gagnlegra mynda, en svo er einnig um hin ritin tvö. BÆKUR Héraðsrit Árbók Barðastrandarsýslu 2004, XV. árg. Ritn.: Jóhann Ásmundsson, Ari Ívarsson, Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir. Útg.: Sögufélag Barðastrandarsýslu – Vestfirska forlagið, 2004, 171 bls. Árnesingur VI. rit. Ritstj.: Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir, Már Ingólfur Másson, Skúli Sæland, Þor- steinn Tryggvi Másson. Útg. Sögufélag Árnesinga 2004, 230 bls. Múlaþing 31, 2004 Ritstj.: Arndís Þorvaldsdóttir, Jóhann G. Gunnarsson. Útg.: Héraðsnefnd Múlasýslna, Egils- stöðum 2004, 160 bls. Þrjú héraðsrit Sigurjón Björnsson VERK eftir Sigríði Björgu Sigurðar- dóttur, sem nýlega lauk framhalds- námi í listakademíunni í Glasgow, vöktu strax athygli mína þegar ég sá þau fyrst á samsýningunum „Draumar Dystópíu“ í Klink og Bank og „Vetrarmessu“ í Norræna húsinu. Þau eru kannski ekki ýkja frumleg en virka einlæg og trúverðug og ná bæði að hrella mann og skemmta. Sigríður sýnir þessa dagana verk í Galleríi Dverg undir yfirskriftinni „Lappir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu“. Þetta eru aðallega mál- aðar pappírsteikningar. Teiknistíll- inn er hrár og laus í sér og mynd- efnið óaðlaðandi með súrrealísku yfirbragði. Fígúrur eru skoplegar á að líta, einhvers konar djöflar undir- meðvitundar, meinlausir með greind talsvert undir meðallagi. Má greina samfélagsgagnrýni í fráleitum slepjulegum fígúrunum og kemur hún hvað sterkast fram í mynd- bandsverkinu „Ruggustóll“ sem er nettur „splatter“ í anda Monty Python- og South Park-teiknimynda. Það hafa nokkrir íslenskir mynd- listarmenn verið að koma fram á sjónarsviðið sem með ólíkum hætti sækja jafnt í teiknimyndakúltúr og súrrealisma. Ragnar Jónasson, Hug- inn Þór Arason, Þórdís Aðalsteins- dóttir og Sigríður Björg eru þeirra á meðal. Hvað verk Sigríðar í Galleríi Dverg varðar þá er ég stórhrifinn af teikningunum, en hún er svo sem ekki að nýta sér eða vinna beint með sérstöðu sýningarrýmisins sem býð- ur ekki alveg upp á hefðbundna upp- setningu á myndverkum. Gallerí Dvergur er jú neðanjarðargallerí sem ber nafn með rentu; í kjall- araholu við Grundarstíg og lofthæðin neyðir meðalháan mann til að setja sig í annarlegar líkamsstöður vilji hann skoða myndir sem þar hanga á veggjunum. Er ég viss um að teikn- ingarnar nytu sín betur í aðgengi- legra sýningarrými og jafnframt í stærra formati eins og hún sýndi í Klink og Bank. Bíð þar af leiðandi spenntur eftir umfangsmeiri sýningu frá Sigríði. MYNDLIST Gallerí Dvergur Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 17– 19 eða eftir samkomulagi. Sýningu lýkur 23. janúar. Teikningar – Sigríður Björg Sigurðardóttir Jón B.K. Ransu FÉLAGAR í herlögreglunni í Hubei-héraði í Kína æfa hér drekadans með tilheyrandi tilþrifum í fyrradag. Æft var fyrir litríka sýningu sem er liður í árlegri vorhátíð í héraðinu sem haldin verður í vikunni. Reuters Lögreglan stígur drekadans NOKKUÐ hefðbundnir Vínar- tónleikar voru haldnir í Salnum í Kópavogi á laugardaginn var. Á efn- isskránni voru valsar og annað létt- meti eftir Strauss og félaga, og líkt og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir skemmstu kom söng- kona fram í nokkrum atriðum. Það var þó ekki sama söngkonan heldur Guðrún Ingimarsdóttir sópran, og var hún talsvert meira áberandi en Ingveldur Ýr Jónsdóttir, sem aðeins söng í örfáum atriðum með Sinfón- íunni. Guðrún kom fram í öðru hverju lagi og var frammistaða hennar glæsileg; röddin er gædd miklum krafti en einnig þeirri mýkt sem Vínartónlist krefst. Auk þess var túlkunin sannfærandi, hún var tilfinningarík og hástemmd þótt kát- ína og jafnvel kímni væri aldrei langt undan. Sviðsframkoman var heillandi, í senn einlæg en líka blátt áfram. Sum atriðin voru svo skemmtileg að maður hálfpartinn sá eftir að hafa ekki fengið sér sæti á fremsta bekk! Hljóðfæraleik- ararnir voru þau Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarin- ettuleikari, Pétur Grétarsson slag- verksleikari ásamt fleirum og voru þau með allt sitt á hreinu. Pét- ur var reyndar dálítið stórkarlalegur á trommurnar en það vandist fljótt og eiginlega var bara flott að hafa slagverkið dálítið yfirgnæfandi; það jók á stemninguna, gerði hana ögn fylleríslega, og það var svo sann- arlega viðeigandi. Sigrún átti líka ágæta spretti í Rósariddaravalsi Richards Strauss, sýndi réttu tilþrifin og stemningin var hæfilega rómantísk. Sigurður Ingvi útsetti valsinn, en hann útsetti líka margt annað á efnisskránni og hefur greinilega tekist vel upp; mús- íkin rann ljúflega niður án þess að maður tæki eftir nokkru sem sam- svaraði sér illa. Þess má geta að út- setningar eru ekkert sjálfsagt mál; sumir reyna sífellt að gera eitthvað „sniðugt“ í útsetningum sínum til þess að sýnast, en það á ekki við um Sigurð Ingva. Hann einfaldlega leyfði tónlistinni að njóta sín eins og hún var upphaflega hugsuð og þann- ig átti það einmitt að vera hér. Í stuttu máli voru þetta fram- úrskarandi Vínartónleikar og öllum aðstandendum til sóma. TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Tónlist eftir Strauss, Lehár, Dostal og fleiri. Einsöngvari var Guðrún Ingimars- dóttir sópran en hljóðfæraleikararnir voru þau Sigrún Eðvaldsdóttir og Pálína Árna- dóttir fiðluleikarar, Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari, Martial Nardeau flautuleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari og Pétur Grét- arsson slagverksleikari. Laugardagur 15. janúar. Vínartónleikar Heillandi söngur Guðrún Ingimarsdóttir Jónas Sen SÝNING á verkum listakonunnar Yoko Ono verður opnuð í Astrup Fearnley-safninu í Ósló nk. laugar- dag sem og víðar í borginni. Sýn- ingin, sem nefnist Horizontal Mem- ories eða Láréttar minningar, nær yfir verk Ono frá því á sjöunda ára- tugnum og allt til dagsins í dag. Þar má finna innsetn- ingar jafnt sem kvikmyndir, tón- list, skúlptúra og ljósmyndir svo dæmi séu tekin. Með sýning- unni er athygl- inni beint að gagnrýnni nálg- un Ono á myndlistarhugtakið, en allt frá því á sjöunda áratugnum hefur listakonan leitast við að leysa upp myndlistina sem efnisform og búa til að mynda ljóð- og hugverk hennar yfir tengslum við flúxus- sem og konseptlistina. Sýningin Horizontal Memories hvetur áhorfendur þá til virkrar þátttöku í sýningunni, sem auk þess að vera sett upp í Astrup Fearnley-safninu er einnig gerð að- gengileg í gegnum farsíma og Netið. Þá hefur verkinu My Mummy was Beautiful verið komið fyrir á auglýs- ingaskiltum á nokkrum götum Ósló- borgar, auk þess sem myndir Onos verða sýndar í Filmens Hus kvik- myndahúsinu og verki hennar 13-day-do-it-yourself danshátíð fyrir Noreg er útvarpað hjá NRK út- varpsstöðinni frá og með 24. janúar nk. Láréttar minn- ingar Ono Yoko Ono ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.