Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TALSýnd kl. 10.20. B.i. 14 ára. ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10 ára QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.10. Einstök mynd um höfund hinnar sígildu sögu um Pétur Pan. Stórkostleg upplifun! Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6 og 10.  MMJ kvikmyndir.com SV Mbl.  „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“ Frá leikstjóra About Schmidt kemur ein athyglisverða mynd ársins Missið ekki af þessari! l i tj i t li i FORSÝNING Tilnefnd til 7 Golden Globe verðlauna il f til l l v r l Vann sem besta mynd og besta handriti SV Mbl.  MMJ kvikmyndir.com „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“ SIDEWAYS Forsýnd kl. 8 SIGURVEGARAR Golden Globe- hátíðarinnar í Beverly Hills á sunnu- daginn voru myndirnar The Aviator og Sideways. Hin fyrrnefnda er byggð á sögu hins sérvitra millj- ónamærings Howards Hughes og hlaut sigur í dramaflokki, en vega- myndin Sideways, með hinum knáa Paul Giamatti, sigraði í flokki gamanmynda. Myndirnar styrktu þar með stöðu sína í baráttunni um Óskarsverðlaunin, sem afhent verða 27. febrúar næstkomandi, en tilnefningar verða tilkynntar 25. jan- úar. Það gerðu líka sigurvegararnir í hópi leikara. Leonardo DiCaprio var valinn besti leikarinn fyrir frammi- stöðu sína í The Aviator og Hilary Swank hlaut sömu verðlaun í kvenna- flokki fyrir túlkun sína á hnefaleika- konu í Eastwood-myndinni Million Dollar Baby. Annette Bening var val- in besta leikkonan í söng- eða gam- anleik, fyrir leik í grínmyndinni Being Julia. Jamie Foxx var valinn besti leikarinn í sama flokki, fyrir að leika Ray Charles sjálfan í ævisögu rokkgoðsins, Ray. Vildi veita tilfinningum í hús Foxx er talinn vera líklegur til að hljóta Óskarinn fyrir starf sitt, en hann þykir nánast óhugnanlega líkur Ray Charles í myndinni. „Leyfist mér að lýsa því yfir að ég skemmti mér sem aldrei fyrr þessa dagana?“ spurði Foxx við afhendinguna. „Ég vildi að ég gæti blandað tilfinningum mínum í áveituvatn borgarinnar, þá ykist kærleikur manna á milli svo um munaði,“ bætti leikarinn við. Hann fór þó ekki taplaus heim, því hann beið lægri hlut í keppni um besta leik- ara í aukahlutverki (þar sem hann var tilnefndur fyrir leik í Collateral) og besta leikara í sjónvarpsmynd (en þar hlaut hann tilnefningu fyrir leik í Redemption). Bening vann sem fyrr segir í söng- og gamanflokki kvenna, en hún leikur leikkonu á miðjum aldri sem hyggur á hefndaraðgerðir gegn fyrrum ást- mönnum sínum á fjórða áratug síð- ustu aldar. Bening sagði að þótt til- hneigingin í „henni Hollywood“ væri að veita yngri fremur en eldri leik- konum vinnu, væru til kvikmynda- gerðarmenn sem væru reiðubúnir að gefa þeim eldri tækifæri. „Ég tel að kynjamisrétti sé til staðar, en engu að síður held ég að svo lengi sem fólk er tilbúið til að berjast og semja áhuga- verðar sögur um konur á öllum aldri verði kvikmyndir gerðar um þær sög- ur,“ sagði hún. Aftur Óskarseinvígi milli Bening og Swank? Með sigri Bening og Hilary Swank virðist ljóst að þær mætist aftur í bar- áttunni um Óskarinn, en þær voru báðar tilnefndar í flokki bestu leik- kvenna fyrir fimm árum, þegar Swank hlaut mörgum að óvörum bæði Gullhnött og Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Boys Don’t Cry. Talið hafði verið líklegra að Bening hlyti báða titla, fyrir hlutverk sitt í American Beauty. Swank leikur staðfasta hnefa- leikakonu sem kemst í hann krappan í Million Dollar Baby, í leikstjórn Clints Eastwoods. Henni lá mik- ið á hjarta þegar hún lof- söng leikstjórann í þakk- arávarpi sínu. Hún ávarpaði gamla mann- inn: „Ég vil ekki eyði- leggja þessa „gjörðu svo vel, fullkomnaðu daginn [e. „go ahead, make my day]“-ímynd þína, en þú ert svo veg- lyndur og þú um- lykur alla í kring- um þig. Þú stýrðir okkur svo snilldarlega, á meðan þú að mínu mati sýndir bestu frammistöðu ferils þíns,“ sagði Swank við Eastwood. „Hinn stórfenglegi Martin Scorsese“ Leonardo DiCaprio var ekki síður óspar á lofið um leik- stjórann Martin Scorsese, sem stýrði honum í The Aviator. Áður höfðu þeir unnið saman að myndinni Gangs of New York. Hann sagði að hátindur allrar sinnar miklu gæfu í Hollywood væri að „vinna með einum merkasta kvikmynda- gerðarmanni allra tíma, hinum stór- fenglega Martin Scorsese“. Clint Eastwood var valinn besti leikstjórinn fyrir fyrrnefnda Million Dollar Baby og telst því eiga nokkra möguleika á að fá sinn annan leikstjórnar- óskar, en hann fékk Óskarinn fyrir að leikstýra The Unforgiven. Hann þakkaði Hilary Swank og „besta leik- ara í heimi“, Morgan Freeman, sem lék með þeim í Million Dollar Baby. Sigurvegarar í flokki aukaleikara voru Natalie Portman og Clive Owen og komu þeir sigrar talsvert á óvart. Bæði hlutu þau verðlaunin fyrir leik í kynlífsdramanu Closer og þökkuðu leikstjóra myndarinnar, Mike Nich- ols. Portman viðhafði eftirfarandi tímamótaummæli: „Mike Nichols, mér þykir afar vænt um þig, þú ert hinn indælasti, gáfaðasti og fróðasti faðir, vinur, rokkstjarna.“ Jagger og Stewart með besta lagið Jim Taylor og Alexander Payne, höf- undar Sideways, hlutu verðlaun fyrir besta handrit. Þeir þökkuðu leik- araliðinu fyrir að „þjóna handritinu svona fallega“. Mick gamli Jagger úr Rolling Stones og Dave gamli Stewart úr Eurythmics komu, sáu og sigruðu í keppninni um besta lagið. „Old Hab- its Die Hard“, lag þeirra úr myndinni Alfie, hlaut þann titil. Howard Shore fékk verðlaunin fyrir bestu kvik- myndatónlistina, fyrir The Aviator. Spænska myndin Mar adentro var valin besta myndin á öðru tungumáli en ensku. Hún er byggð á ævi Ram- ons Sampedros, lamaðs manns sem barðist í áratugi fyrir réttinum til að fá að deyja. Í sjónvarpsflokki bar það helst til tíðinda að þáttaröðin Desperate Housewives hlaut verðlaunin sem besta gamanþáttaröðin. Hún verður tekin til sýninga í Sjónvarpinu og væntanlega fer fyrsti þátturinn í loft- ið 10. mars. Teri Hatcher hlaut Gull- hnöttinn fyrir leik sinn í þáttunum, en besti gamanleikari í sjónvarpsþátta- röð var valinn Jason Bateman, fyrir hlutverk sitt í Arrested Development. Nip/Tuck var valin besta dramaþátta- röðin og The Life and Death of Peter Sellers hlaut verðlaunin í flokki sjón- varpsmynda eða stuttra þáttaraða. Shatner langaði að vinna Kirk kafteinn sjálfur, William Shatn- er, fékk verðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki, fyrir frammistöðu sína í Boston Legal. Þar leikur hann hinn óborganlega og sérvitra Denny Crane. „Mig langaði virkilega mikið til að vinna,“ sagði hann að afhend- ingu lokinni. Robin Williams hlaut heiðurs- verðlaunin, hin svokölluðu Cecil B. DeMille-verðlaun, fyrir framlag sitt til kvikmyndanna. Hann hefur hlotið fimm Gullhnetti, m.a. fyrir hlutverk sitt í Good Morning, Vietnam og The Fisher King. Hann tileinkaði verð- launin vini sínum Christopher Reeve, sem lést í fyrra. Tilfinningaþrungin ummæli á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni „Faðir, vinur, rokkstjarna“ Jamie Foxx vildi helst blanda tilfinningum sínum í áveituvatn Los Angeles-borgar, svo ást ykist í samfélaginu. AP Kærleikar eru miklir milli leik- stjórans Martins Scorseses og Leonardos DiCaprios, sem hlaut Gullhnöttinn fyrir bestan drama- leik í aðalhlutverki. AP Hilary Swank var óspar á lofið um Clint Eastwood, sem leikstýrði henni til sigurs í kvikmyndinni Million Dollar Baby. ivarpall@mbl.is Annette Bening var að vonum ánægð með verð- launin, en sagði þó að kynjamis- rétti ríkti í henni Hollywood.                                                                               !                   "#       "#    $         ! %   !"   "#     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.