Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 49 INCREDIBLES ER VINSÆLASTA JÓLAMYNDIN, YFIR 32.000 ÁHORFENDUR FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG Hvað er málið með Alfie? Pottþétt rómantísk gamanmynd með JudeLaw sem nýlega var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Frábær tónlist. ÁLFABAKKI 4, 6.15, 8.30 og 10.40. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. KRINGLAN kl. 4.30, 6.45, 9 og 10.10. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. ÁLFABAKKI kl. 3.30 og 6. Ísl.tal. kl. 5.30, 8 og 10.30. Enskt tal. YFIR 32.000 ÁHORFENDUR  Ó.H.T. Rás 2. .T. ás 2  H.L. Mbl. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.30 og 10.40. KRINGLAN kl. 5. Ísl.tal. kl. 5 og 7.30. Enskt tal. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l í l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE  S.V. Mbl. „Algert augnayndi“ Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES  H.L. Mbl..L. bl.  DV  S.V. Mbl.  S.V. Mbl.  Rás 2ás 2  Kvikmyndir.comvik yndir.co Kvikmyndir.is fyrir besta frumsamda lagið. fyrir besta fru sa da lagið. GH Gr af ís k Hö nn un Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði 565 7100 Kvik-mynd- in The Av- iator, sem valin var besta myndin á Golden Globe- verð- launahátíð- inni í fyrri- nótt, fékk 14 tilnefningar til Bresku kvikmyndaverðlaunanna, Bafta- verðlaunanna, sem veitt verða í febrúar. Kate Winslet fékk tvær tilnefn- ingar fyrir bestan leik í aðal- hlutverki, fyrir myndirnar Finding Neverland og Eternal Sunshine of the Spotless Mind.    Strákurinn sem hefur kært Mich-ael Jackson fyrir kynferðislega misnotkun hefur greint í smáat- riðum frá því sem á að hafa átt sér stað. Ákæruvaldið fékk afhenta 1.900 blaðsíðna skýrslu með fram- burði Gavin Arvizo. Í henni stendur að Jackson hafi snert hann á óvið- urkvæmilegan hátt og neytt hann til að ganga um nakinn. Arvizo, sem nú er 15 ára, lýsti ná- kvæmlega fyrir rétti í Kaliforníu hvernig söngvarinn hefði snert hann í rúminu og sagði að Jackson hefði sagst ætla að kenna sér ým- islegt. Hann sagði samt að hann hefði aldrei snert Jackson en atvikið á að hafa átt sér stað á Neverland- búgarðinum. Samkvæmt réttarskjölum á Jack- son að hafa gefið Arvizo áfengi þrátt fyrir að vita að hann væri að- eins með eitt nýra og gæti látið lífið ef hann drykki of mikið. Jackson neitar öllum ákærum en ef hann verður sakfelldur getur dómurinn hljóðað upp á allt að 74 ára fangelsi.    Chris Martin, leiðtogi hljómsveit-arinnar Coldplay, segist hafa sloppið með skrekkinn eftir að flug- vél sem hann var í lenti í sand- stormi þegar hún reyndi lendingu á afskekktri flugbraut í Afríku. Söngvarinn, sem á dótturina Apple, sem er átta mánaða, með eiginkonu sinni, leikkonunni Gwyn- eth Paltrow, er í Afríku á vegum bresku hjálparsamtakanna Oxfam, sem segjast berjast fyr- ir því að út- flytjendur þar geti selt vörur sínar fyrir sann- gjarnt verð. Hann sagði sagði að brot úr lífi sínu hefðu birst sér rétt áð- ur en flugmanninum tókst að lenda. Hann sagði í samtali við blaðið Sun að þetta hefði verið hrikaleg lífs- reynsla. „Hugur minn reikaði og ég hugsaði: Dóttir mín verður að eign- ast stjúpföður.“ Ég hugsaði einnig um að ég hefði ekki skrifað erfða- skrá. Hljómsveitin hefur ekki lokið plötunni en þeir vita hvernig ég vil ljúka nokkrum lögum á henni. Svo hugsaði ég að ég myndi deyja í ferð sem ég hefði farið til þess að berjast fyrir sanngjörnum viðskiptaháttum og fólk myndi ávallt tengja mig við það. Allar þessar hugsanir komu upp í hugann,“ sagði Martin. Martin var um borð í 20 sæta flugvél, en flugmanninum tókst þrátt fyrir erfiðleikana að lenda vél- inni. „Ég veit ekki hvernig honum tókst það. Ég var sannfærður um að það tækist ekki,“ sagði Martin.    Söngkonurnar Britney Spears ogMadonna munu senn starfa saman að nýju. Spears hefur sam- þykkt að ljá einni sögu- persóna Madonnu rödd sína í nýrri teiknimynd sem gerð er eftir Ensku rósunum, barnabók þeirrar síð- arnefndu. Þá munu David Bowie og Snoop Dogg hafa samþykkt að syngja í myndinni, að því er Ananova greinir frá og hefur eftir Contactmusic- .com. Guy Ritchie, eiginmaður Ma- donnu, er framleiðandi myndar- innar. Sjálf ætlar Madonna að fara með hlutverk í henni. Fólk folk@mbl.is ÁSTARÞRÍHYRNINGAR eru vel þekkt viðfangsefni í frönskum kvik- myndum, harmsagan um Marie-Jo (Ascaride), er forvitnileg og vel leikin viðbót, vandvirknisleg og prýdd fal- legri tónlist en hún kemur ekki miklu róti á tilfinningar áhorfandans. Marie-Jo, sem annast flutninga á sjúklingum, er hamingjusamlega gift byggingarverktakanum Daniel (Darroussin). Þau eiga fallegt heimili og efnilega dóttir (Parmentier), sem er að hefja lögfræðinám. Allt virðist leika í lyndi en málin eru flóknari en þau virðast á yfirborðinu því hin miðaldra og aðlaðandi Marie-Jo á í ástasambandi við lóðsinn Marco (Meylan), reyndar elskar hún þá báða af öllu hjarta og getur ekki gert upp á milli þeirra. Hún hefur litið á framhjáhaldið sem skemmtilegan leik og krydd í tilveruna en slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, jafnvel í Frakklandi. Aðalpersónurnar þrjár eru í flesta staði besta fólk. Daniel er harð- duglegur, traustur og góður heim- ilisfaðir sem elskar konu sína tak- markalaust. Daniel er fyrrum farmaður sem sigldi um öll heimsins höf, en er nýkominn í land og hefur aldrei kynnst ástinni áður. Marie-Jo unnir þeim báðum af öllu hjarta, það er hennar stóra vandamál. Við erum sjálfsagt eitthvað ólík fransmönnum í ástamálum, a.m.k. á maður erfitt með að ímynda sér að nokkur sæmilega óbrjáluð kona komi sér í slíkar ógöng- ur út af ástamálum og Marie-Jo. En vegir ástarinnar eru órannsak- anlegir og konur hafa jafnan verið karlinum nokkur ráðgáta. Viðbrögð Marie-Jo þegar tvískinnungurinn er orðinn óbærilegur – að hlaupa frá manni sínum, dóttur og heimili, rétt eins og uppvaskinu – eru heldur ekki ýkja trúverðug. Marie-Jo er ráðvillt og örvæntingarfull en hún er ekki persóna sem snertir mann enda legg- ur leikstjórinn og handritshöfundur- inn meira upp úr slítandi og endur- tekningargjörnum nektarsenum en að byggja upp samúð með konunni. Það er sannarlega ekki hlaupið að því að greiða úr slíkum tilfinninga- málum sem leika lausum hala í Mar- ie-Jo og kærastarnir tveir, og það má vera að höfundarnir endurspegli franskan hugsunarhátt. En svo sann- arlega velja þeir auðveldustu og há- dramatískustu leiðina út úr ógöng- unum. Leikur að eldinum Sæbjörn Valdimarsson Meira er lagt upp úr slítandi og endurtekningargjörnum nektarsenum en að byggja upp samúð með konunni, segir í gagnrýni. KVIKMYNDIR Háskólabíó – Frönsk kvikmyndahátíð Leikstjóri: Robert Guédiguian. Aðalleik- endur: Ariane Ascaride, Jean-Pierre Darroussin, Gerard Meylan, Jacques Boudet, Frederique Bonnal, Julie-Marie Parmentier, Yann Tregouet. 120 mín. Frakkland. 2003. Marie-Jo og kærastarnir tveir (Marie-Jo et ses deux amours)  ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.