Morgunblaðið - 19.01.2005, Page 4

Morgunblaðið - 19.01.2005, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TÖLUVERÐAR tafir hafa orðið á opnun nýrrar stóla- og kláfalyftu í Kóngsgili í Bláfjöllum, en að sögn Gretars Halls Þórissonar, forstöðumanns skíðasvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli, hafa framkvæmdir tafist um 6–8 vik- ur. Nýja lyftan getur flutt 2200 manns á klukkustund, sem er tvö- falt meiri afkastageta en hjá næst stærstu lyftunni. Lyftan er 762 metrar að lengd og fallhæðin 223 metrar. „Það er komin ákveðin seinkun á þessa framkvæmd. Við erum náttúrlega komnir í harðan vet- ur,“ segir Gretar en bendir á að stefnt sé á að hafa lyftuna tilbúna um miðjan febrúar eins og staðan sé í dag. Hann segir óblítt veð- urfar hafa haft mest að segja með þróun framkvæmda. „Veðrið hefur verið að tefja okkur mest,“ segir Gretar. Auk þess segir Gretar að lang- ur tími hafi t.a.m. farið í hönnun lyftuhússins og hefði það einnig tafið framkvæmdir. Hann bætir því við að einnig hafi liðið stuttur tími frá því að samningar hafi verið undirritaðir í maí í fyrra og þar til framkvæmdir áttu að hefj- ast, en þá átti eftir að taka lyft- una niður í Andorra, yfirfara hana og framleiða nýja hluti í lyftuna. Auk þess hafi þurft að ganga frá öllum samþykktum hér á Íslandi. Gretar segir nýja lyftan eigi eftir að verða góð viðbót við þær lyftur sem þegar eru fyrir í Kóngsgili. Hann segist hafa feng- ið góð viðbrögð frá öllum sem hafi heimsótt skíðasvæðið í Blá- fjöllum þá daga sem hafi verið opið. „Það er greinilegt að allir eru þyrstir í að koma á svæðið til okkar,“ segir Gretar Hallur. Morgunblaðið/Golli Unnið við uppsetningu lyftunnar í góða veðrinu í gær. Gríðarstórt trissuhjól er hluti af dráttarbúnaði hennar. Ný skíðalyfta opnuð í Kóngsgili í febrúar Árni Alfreðsson, Ísleifur Friðriksson og Jón Valgeir Geirsson við einn nýja klefann sem verður á nýju lyftunni, en hægt verður að nota þá á sumrin. ALLS gerðu 22 verktakar og verk- tökufyrirtæki tilboð í nýbyggingu 5,65 kílómetra kafla á Suðurstrand- arvegi frá Hrauni að Ísólfsskála í útboði Vegagerðarinnar en tilboð voru opnuð í gær. Aðeins þrír bjóðendur buðu yfir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 150 milljónir kr. en tilboð sjö bjóð- enda voru um eða undir 70% af kostnaðaráætlun. Fyrirtækin sem lögðu inn til- boð koma víða að af landinu „Bæði verðið og þátttakan í út- boðinu eru óumdeild vísbending um að það sé skortur á verkefnum í þessari atvinnugrein,“ segir Árni Jóhannsson, viðskiptafræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Verktakar víðast hvaðan af land- inu buðu í verkið. Meðal bjóðenda eru Íslenskir aðalverktakar, Ístak, KNH ehf. á Ísafirði, Héraðsverk á Egilsstöðum og færeyskur verk- taki, Articon p/f, í Þórshöfn í Fær- eyjum. Verktakar sem buðu undir 70% af kostnaðaráætlun eru Vega- menn ehf. í Reykjavík sem buðu lægst eða 23,6% af kostnaðaráætl- un. Nesey ehf. á Selfossi 56,3% undir áætlun, Háfell ehf. í Reykja- vík 65,2%, Sigurjón Á. Hjartarson á Brjánsstöðum 65,7%, Fjörður ehf. í Skagafirði 68% og Framrás ehf í Vík en tilboð hennar er 69,1% undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Stærstu og öflugustu verk- takafyrirtækin í hópi bjóðenda Að mati Árna vekja bæði fjöldi þátttakenda í útboðinu og afar lág- ar tilboðsfjárhæðir athygli. „Þetta gerist á sama tíma og verið er að skera niður framlög til vegagerðar til að sporna við þenslu en sú þensla er alla vega ekki þarna,“ segir hann. „Fyrirtækin sem taka þátt í þessu koma alls staðar að af land- inu. Stóru og öflugu verktakafyr- irtækin hér í Reykjavík eru öll meðal bjóðenda og það sem vekur sérstaka athygli er að þarna er eitt fyrirtæki, Héraðsverk, frá Egils- stöðum, þar sem maður hélt að hit- inn væri mestur,“ segir Árni. Suðurstrandarvegur sem mun liggja frá Grindavík til Þorlákshafn- ar verður boðinn út í áföngum. Samkvæmt útboðslýsingu á þess- um verkhluta við gerð vegarins að vera að fullu lokið 30. júní árið 2006. 22 verktakar buðu í 5,6 kílómetra kafla við gerð Suðurstrandarvegar „Vísbending um verkefna- skort í atvinnugreininni“ Lágar tilboðsfjárhæðir flestra bjóðenda hafa vakið athygli ALMANNAVARNANEFND Patreksfjarðar ákvað á fundi sínum í gærmorgun að aflétta rýmingu á heimilum á Patreks- firði og aflýsa hættustigi. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við snjóflóðavakt Veð- urstofunnar. Viðbúnaðarstig var þó í gildi áfram og hefur verið fylgst grannt með snjóa- lögum. Almannavarnanefnd Ísa- fjarðarbæjar ákvað einnig í gærmorgun að aflétta rýmingu sem ákveðin var í fyrradag eftir að Veðurstofan hafði varað við hættuástandi vegna snjóflóða- hættu. Jafnfram var ákveðið að aflétta takmörkunum á umferð. Hættustigi hefur verið aflýst en áfram er við lýði viðbúnaðar- stig vegna mögulegrar snjó- flóðahættu. Rýmingu heimila aflétt HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær Börk Birgisson, 25 ára, í 7½ árs fangelsi fyrir fjölda líkamsárása og tilraun til mann- dráps með því að slá tvo menn nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingahúsinu A. Hansen í Hafn- arfirði í fyrrasumar. Ákærði var einnig sakfelldur vegna ákæru fyrir líkamsárásir gegn fimm karlmönnum, fyrir um- ferðarlagabrot og vopnalagabrot. Að mati héraðsdóms átti ákærði sér engar málsbætur. Árásin á fyrra fórnarlamb hans á veitingastaðnum var talin sérstaklega ófyrirleitin og hafi beinst gegn lífi þess er fyrir henni varð. Tilviljun ein og hugsanlega við- brögð þolandans og vitnisins – sem einnig varð fyrir exinni – hafi kom- ið í veg fyrir að ákærði hafi náð markmiði sínu. Árásirnar beindust að höfði fórnarlambanna Að mati dómsins varð ekki litið fram hjá því við refsimatið að lík- amsárásir þær sem ákærði væri sakfelldur fyrir væru allar utan ein því marki brenndar að beinast að höfði þeirra sem fyrir urðu. Slegið hafi verið af afli með krepptum hnefa og í einu tilfelli með flösku sem brotnaði nálægt augum þess sem fyrir varð. Tilefni til árásanna hafi og jafnan verið lítið eða ekki neitt og í besta falli ekki í neinu réttlætanlegu sam- hengi við það sem á undan var gengið. Dæmin sanni að slíkar árás- ir gætu haft stórhættulegar afleið- ingar í för með sér fyrir þá sem fyrir þeim yrðu. Lét ekki segjast Þrátt fyrir að hafa fengið tvívegis dóma fyrir slík brot eftir 18 aldur – í annað skiptið 18 mánaða fangelsi og í hitt skiptið þriggja mánaða fangelsi – hafi ákærði ekki látið segjast. Hann var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum samtals um 776 þúsund krónur í bætur og allan sakarkostnað, þar með talin 400 þúsund króna málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns og 100 þúsund króna þóknun réttargæslumanns annars þess sem hann réðst með öxinni á. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 2. sept- ember. Honum var gert að sæta upptöku á öxi sem lagt var hald á við húsleit á heimili hans. Málið dæmdu Sveinn Sigurkarls- son dómsformaður og héraðsdóm- ararnir Guðmundur L. Jóhannesson og Þorgeir Ingi Njálsson. Verjandi ákærða var Kristján Stefánsson og sækjandi Sigríður Jósefsdóttir hjá ríkissaksóknara. 71⁄2 árs fangelsi fyrir árásir með öxi og fleiri líkamsárásir FULLTRÚAR landsbúnaðar- ráðuneytis átti fund með forsvars- mönnum garðyrkjubænda í síð- ustu viku og var ákveðið að reikna nákvæmlega út hvaða áhrif breyt- ingar á raforkuverði munu hafa á greinina. Verður í kjölfarið leitað leiða til að bæta bændum upp auk- inn kostnað vegna verðbreyting- anna, en með öðrum hætti en að niðurgreiða til þeirra raforkuverð eins og gert hefur verið sam- kvæmt samningi um starfsskilyrði garðyrkjunnar við ráðuneytið. „Garðyrkjubændur hafa búið við niðurgreitt raforkuverð, en nú nýtur þess ekki við lengur,“ segir Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. „Þannig að spurningin er sú hvort að [niður- greiðslan] getur komið annars staðar frá.“ Áhrif hærra raforkuverðs á afkomu garðyrkjubænda Leitað nýrra leiða í ráðuneytinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.