Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMSTAÐA náðist í borgarstjórn í gær um að skora á stjórn Spalar og samgönguráðherra að leita hagkvæmustu leiða til að mögulegt verði að lækka verulega veggjald í Hvalfjarðargöngun- um. Í upphafi fundar lögðu borgarfulltrúar R- listans fram ályktunartillögu um að samgöngu- ráðherra leitaði leiða til að lækka verulega veggjaldið í göngunum. Í tillögunni og máli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra, kom fram að atvinnu- og búsetuþróun síðustu ára hefði leitt til þess að höfuðborgarsvæðið næði nú yfir mun stærra landsvæði en áður, bæði til vest- urs og austurs. „Eina samgöngumannvirki lands- ins þar sem krafist er veggjalds, Hvalfjarðar- göngin, sker svæðið í sundur og hindrar þar með eðlilega þróun svæðisins,“ sagði í tillögunni. Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þótti til- laga R-listans sérkennileg. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, minnti á að það væri fjörðurinn sem skæri þetta landsvæði í sundur en ekki sjálf Hvalfjarðargöngin. Framtak einstaklinga, sem börðust fyrir gerð þessara ganga, gerði það að verkum að þetta svæði hefði verið tvinnað saman. Endurfjármögnun í janúar Vilhjálmur sagði samgönguráðherra þann að- ila sem hefði beitt sér fyrir því að finna leiðir til að lækka veggjaldið. Umferð hefði verið meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og trú marga væri sú að það væri svigrúm til lækkunar, meðal annars með endurfjármögnun lána. Leitað hefði verið tilboða í það og sú vinna kláraðist líklega nú í jan- úar. „Þá verðum við að gera ráð fyrir því að not- endagjöld þeirra einstaklinga sem nota göngin mest, og vonandi fleiri, verði lækkuð verulega. Þannig að þessi mál eru í vinnslu, “ sagði Vil- hjálmur og lagði fram breytingartillögu við til- lögu R-listans. Borgarstjóri upplýsti að hún hefði átt fund ný- lega með stjórn Aflvaka þar sem meðal annars stjórnarformaður Spalar sat. Greinilega væri ágreiningur á milli samgönguráðuneytisins og stjórnar Spalar um það hvernig hægt væri að leita leiða til að lækka veggjaldið. „Ég skil ekki almennilega viðkvæmnina fyrir því af hverju það megi ekki skora á samgönguráðherra í þessum efnum,“ sagði Steinunn Valdís. Stakk hún upp á því að í breytingartillögu sjálfstæðismanna yrði einnig skorað á samgönguráðherra eins og stjórn Spalar. Björn Bjarnason fagnaði því að borgarfulltrú- ar R-listans samþykktu að breyta upprunalegu tillögunni. „Ég fagna því trausti sem fram kemur á samgönguráðherra í þessu máli þegar breyt- ingartillagan er skoðuð.“ Að loknum nokkrum umræðum samþykktu allir borgarfulltrúar ályktunartillöguna með breytingu sjálfstæðismanna og borgarstjóra. Borgarstjórn skorar á stjórn Spalar og samgönguráðherra Veggjald Hvalfjarðarganga verði lækkað verulega Morgunblaðið/Jim Smart Borgarfulltrúarnir Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir á fundi borgarstjórnar í gær, þar sem veggjaldið var m.a. rætt. BORGARSTJÓRN samþykkti samhljóða í gær að lækka álagningarhlutfall fasteigna- skatts á íbúðarhúsnæði í Reykjavík aftur í 0,320%. Í desember á síðasta ári höfðu borg- arfulltrúar R-listans samþykkt hækkun skattshlutfallsins í 0,345%. Bæði borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og F-lista mót- mæltu þeirri hækkun. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgar- stjóri, sagði í gær að hún hefði lagt til að þetta skatthlutfall yrði óbreytt í ár, það er lækkað aftur, meðal annars vegna þess að ljóst var 23. desember sl. að endanlegt fast- eignamat í Reykjavík yrði mun hærra en gert hefði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarinnar. Vildu meiri lækkun Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra lögðu til á fundinum í gær að fasteignaskattur og holræsagjald hækkaði ekki umfram hækkun verðlags og launavísitölu á árinu. Í máli sjálfstæðis- manna kom fram að R-listinn hefði hækkað fasteignaskatt þrátt fyrir að gert hefði verið ráð fyrir að fasteignamat íbúðarhúsnæðis myndi hækka um 12% um áramótin. Þó að álagningarhlutfallið hækki ekki milli áranna 2004 og 2005 myndu þessar álögur á íbúðar- eigendur í Reykjavík hækka. Steinunn Valdís lagði áherslu á að bæði fasteignaskattur og holræsagjald væri lágt í Reykjavík miðað við önnur sveitarfélög. Að halda því fram að þessi gjöld væru hærri en annars staðar væru hrein ósannindi. Bar hún saman holræsagjald nágrannasveitarfélag- anna við gjaldið í Reykjavík og sagði það víða hærra nema á Seltjarnarnesi þar sem ekkert slíkt gjald væri innheimt. „Nákvæmlega það sama má segja um fasteignaskattinn.“ Lægri skattar í krafti stærðar Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði fasteigna- skatt ekki lágan í Reykjavík. Af þeim sökum hefðu sjálfstæðismenn lagt ítrekað fram til- lögu um lækkun skattsins. Reykjavíkurborg ætti að geta boðið borgarbúum upp á lægri skattheimtu í krafti stærðar sinnar sem önn- ur sveitarfélög gætu ekki. Það væri hins veg- ar ekki hægt vegna lélegrar fjármálastjórnar borgarinnar. Niðurstaðan væri því sú að Reykjavíkurborg hefði ekki efni á því að lækka skatta um 200 milljónir eins og fælist í tillögu sjálfstæðismanna og Ólafs F. Magn- ússonar. Var tillagan um að hækkun fasteigna- skatts og holræsagjalds yrði ekki umfram hækkun launavísitölu felld með atkvæðum borgarfulltrúa R-listans. Hækkun fasteigna- skatts aft- urkölluð INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að nú liggi ljóst fyrir, m.a. eft- ir yfirlýsingu forsætisráðherra um Íraksmálið, að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi tveir tekið ákvörðunina um stuðning við inn- rásina í Írak í mars 2003. „Þeir höfðu ekki umboð frá rík- isstjórninni, ekki frá Alþingi, ekki frá þingflokkunum, ekki frá utan- ríkismálanefnd og því síður frá þjóðinni og þeir hafa enn ekki feng- ið þetta umboð,“ segir Ingibjörg Sólrún. Í hrópandi mótsögn við lög „Þetta er í hrópandi mótsögn við þau lög sem um þetta gilda, þ.e.a.s. að við allar svona meiri háttar ákvarðanir eigi að hafa samráð við utanríkismálanefnd þingsins. Það stendur eftir,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún segir að það hljóti að verða framhald á þessu máli. „Það er alveg ólíðandi að tveir menn geti skuld- bundið þjóðina með þessum hætti upp á sitt eindæmi. Ég tel að í öllum lýð- ræðisþjóðum myndu menn ekki sætta sig við svona,“ bætir hún við. Aðspurð segist Ingibjörg Sólrún ekki sjá að þörf sé á að fá á borðið frekari gögn til að leiða staðreyndir í ljós. „Með eftirfylgni stjórnarand- stöðunnar og fjölmiðla þá liggur þetta alveg ljóst fyrir.“ Hún segir einnig að það sé rétt að Íraksmálið hafi verið rætt mikið og víða og þurfi ekki yfirlýsingu frá forsætis- ráðherra til að segja mönnum það. „Þessi umræða snýst ekki um það, heldur hitt hvort þeir hafi haft um- boð til þess að taka þá ákvörðun sem þeir tóku. Ég lít svo á að þeir hafi ekki haft það,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfylkingu, um Íraksmálið Höfðu ekki umboð til ákvörðunarinnar STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir þá yfirlýs- ingu sem forsætisráðherra gaf um Íraksmálið í fyrradag ekki bæta við neinum nýjum staðreyndum. „Ef eitthvað er þá staðfestir hún það sem liggur orðið alveg fyrir, að forsætisráðherrann og fyrrverandi utanríkisráðherra, er sjálfur orðinn tvísaga ef ekki margsaga í málinu. Honum ber engan veginn saman við hóp þingmanna úr sínum eigin flokki og ekki einu sinni almennilega sam- an við varaformann sinn og ráðherra í ríkisstjórninni, Guðna Ágústsson. Þetta er að verða ótrúlega pínleg staða,“ segir hann. „Með vissum hætti er Framsókn- arflokkurinn greinilega að kikna undan álaginu í þessu máli. Þegar þingmenn og jafnvel ráðherrar flokksins mæta einir í þætti og að þeim er sótt, þá hafa þeir engin rök og standast ekki gagnrýni og ásókn í málinu og slá undan. Svo verður það hálf vandræðalegt þegar þeir fara svo að éta þetta ofan í sig aftur og fara í hringi. Hef- ur verið einna kostulegast að sjá þá Hjálmar Árnason og Guðna Árnason rúlla heilan ef ekki einn og hálf- an hring á u.þ.b. einum sólarhring.“ „Þetta mál er að verða Framsókn svo erfitt að leitun er að öðru eins. Ég tel að það vanti mikið upp á að Halldór [Ásgrímsson] og Davíð [Oddsson] hafi gert hreint fyrir sín- um dyrum og lagt spilin á borðin. Með því á ég við að frá stjórn- arráðinu komi tæmandi gögn, listar yfir símtöl, samtöl, samskipti og fundi, sem tengjast þessu máli síð- ustu sólarhringana fyrir 20. mars 2003. Ég tel að þeir ættu að hafa for- göngu um að létta trúnaði af fund- argerð ríkisstjórnarinnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu og er á þeirra eigin valdi. Sama getum við gert í utanríkismálanefnd og þar með væru tiltekin gögn komin fram í málinu og menn myndu nálgast staðreyndirnar og geta metið at- burðarásina í því ljósi og hversu al- varlegar yfirsjónir eða mistök mönnum hefur þarna orðið á. Ekki síst spurningu um lögbrotið, þ.e.a.s. skýlaust brot á samráðsskyldunni við utanríkismálanefnd Alþingis.“ Farið að minna á tamílamálið „Þetta er farið að minna mig á tam- ílamálið í dönskum stjórnmálum. Kannski var þar að lokum ekki gerningurinn sjálfur sem reyndist þeim sem ábyrgð báru í málinu verstur, heldur undanbrögðin og til- raunirnar til undanbragða, að af- vegaleiða umræðuna og drepa mál- inu á dreif. Það varð að lokum afdrifaríkast fyrir þá stjórn- málamenn sem máttu sárt um binda. Ég er ekki að spá því að afleiðingar þessa máls verði sambærilegar, en þarna eru miklar hliðstæður,“ segir Steingrímur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG Vill tæmandi gögn og lista yfir símtöl og fundi „SLÍK er aðdáunin á ríkisvaldinu að jafnvel í þessu máli, þar sem það er svo augljóst að við hljótum að skora á fyrirtækið sem rekur þessi göng, að þá gleymist það. Þá er sjónum bara beint að ríkisvaldinu,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins um ályktunartillögu R-listans. Hún væri eins og endurómur frá gamalli tíð þegar rík- isvaldið átti að redda öllum málum sem kæmu upp. Ríkið reddi málunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.