Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 9 FRÉTTIR Stórútsala á öllum vörum Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Hverafold 1-3 • Foldatorg Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 & lau. kl. 11-14 Útsalan í fullum gangi 40-80% afsláttur Ath! Allar vörur á útsölu Gnoðarvogi 44 • Sími 588 8686 Glæný línuýsa hrogn og lifur Stórútsala Enn meiri verðlækkun BORÐHERRA Sivjar Friðleifs- dóttur, þingmanns og fyrrum um- hverfisráðherra, á árlegu þorra- blóti framsóknarmanna sem fram fór um síðustu helgi í Kópavogi, var Guðmundur Daðason, elsti karlmaður Íslands, fæddur 13. nóvember árið 1900 og er því 104 ára. Guðmundur er jafnframt „elsti framsóknarmaður heims“ að því er fram kemur á heimasíðu Sivj- ar, www.siv.is, þar sem sagt er frá blótinu, en fullt var út úr dyr- um, stemmning fram eftir kvöldi og tekið vel á því í dansinum, að sögn kunnugra. „Ótrúlega hress“ „Guðmundur er ótrúlega hress, skýr og skemmtilegur miðað við aldur [...]. Hann var líka á blótinu í fyrra og skemmti sér vel nú sem þá,“ segir Siv. Hún og Sigrún Aspelund, Framsóknarflokki, heimsóttu Guðmund skömmu fyrir jól og spurðu hvort þær mættu bjóða honum aftur á þorrablótið að ári. „Þá fannst honum óskynsamlegt að skipuleggja svo langt fram í tímann, en á blótið kom hann hress sem aldrei fyrr,“ segir Siv á heimasíðu sinni. Guðmundur býr í Holtsbúð í Garðabæ. Elsti framsóknarmaður heims er 104 ára gamall Framsóknarkonurnar Siv Friðleifsdóttir og Sigrún Aspelund ásamt Guðmundi Daðasyni, elsta karlmanni Íslands. Dreif sig á þorrablót um síðastliðna helgi ÞORRINN gengur í garð á föstudag, bóndadag, og þar með hin sívinsælu þorrablót sem átt hafa miklum vin- sældum að fagna hér á landi um ára- tugaskeið. Næstum hálf öld er síðan sr. Halldór S. Gröndal fékk hugmyndina að því að hefja þorramatinn til vegs og virðingar á ný en hann var frumkvöðull að stofnun veitingastað- arins Nausts- ins, sem fagn- aði hálfrar aldar afmæli í fyrra. Fyrstu þorra- blótin voru haldin í Naustinu 1958. Í viðtali sem birtist við Halldór í Morgunblaðinu fyrir nokkru sagði hann hugmyndina hafa kviknað eftir að hann lagðist til hvílu og greip í Ís- lenska þjóðhætti eftir Jónas frá Hrafnagili. Daginn eftir fór hann á fund Kristjáns Eldjárns þjóðminja- varðar sem hreifst af hugmyndinni og lánaði Halldóri gömul trog og lét hann smíða eftir þeim geirnegld trog sem þorramaturinn var borinn fram í fyrir gesti. Halldór var löngu síðar, í mars 2001, heiðraður af landbúnaðarráð- herra fyrir að hefja þorramatinn til vegs og virðingar á ný. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, veitingamanns í Múlakaffi, sem býður upp á þorramat í 44. sinn, er umfang þorravertíðarinnar enn að aukast þrátt fyrir breyttar matarvenjur Ís- lendinga. Neysla súrmatar hafi minnkað en neysla á nýmeti, hangi- kjöti, saltkjöti, síld o.fl aukist. Þá er boðið upp á nautakjötspottrétt fyrir „gikkina“ eins og Jói í Múlakaffi kall- ar þá sem fúlsa við þorramatnum. Hann hefur ekki tölur yfir umfang þorrablóta og þorramatarins en segir viðskiptavinina skipta þúsundum og þorramatinn sem afgreiddur er skipta tonnum. Svonefndir „hjónakassar“ sem Múlakaffi selur, bakki fyrir tvo með þorramat, er sívinsæll, að hans sögn, en að auki er þorramatur gríð- arvinsæll í veislum hjá fyrirtækjum, stofnunum og í saumaklúbbum. „Þetta er alvöru matur fyrir Ís- lendinga og á þessu höfum við geng- ið í gegnum aldirnar,“ segir Jóhann- es. Jafnt ungir sem aldnir leggi sér súrmatinn til munns, þótt ferða- menn séu síður áhugasamir, að hans sögn. „Þetta er alvöru matur fyrir Íslendinga“ Næstum hálf öld síðan þorrablótin voru endurvakin Guðjón Harðarson með þorramat. Útsala Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.