Morgunblaðið - 19.01.2005, Side 14

Morgunblaðið - 19.01.2005, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Guðmundur Marías Jensson C#, ADO.net og ASP.net forritunarnám hjá NTV er spennandi og yfirgripsmikið nám sem gefur góðan grunn á þessu sviði. Þeir sem hyggja á námið þurfa að hafa góða undirstöðumennun (stúdentspróf er æskilegt), góða almenna tölvukunnáttu og góða enskukunnáttu þar sem allar kennslubækur eru á ensku. Kennt er þri. og fim. frá 18-22 og annan hvern laugardag frá 8:30-12:30 frá 10. feb. til 4. jún. Kerfisfræðingur NTV UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Að margra mati er nú rétti tíminn til að hefja nám í forritun. Það sést best af því hve mikið er aftur farið að auglýsa eftir fólki með slíka menntun. GREINT hefur verið frá því að landamærum Íraks verði lokað í þrjá daga í tengslum við þingkosningar sem eiga að fara fram í landinu 30. janúar nk. Er með þessu vonast til að hægt verði að tryggja betur öryggi borgara sem taka vilja þátt í kosning- unum. Þá verða sett útgöngubönn eftir atvikum og hömlur á ferðir fólks nálægt kjörstöðum, að því er fram kemur í frétt Associated Press. Mjög róstusamt er í Írak í aðdrag- anda hinna umdeildu kosninga. Í gær féllu tveir Írakar í sjálfsmorðs- sprengjuárás fyrir framan höfuð- stöðvar eins af stærstu stjórnmála- flokkum sjíta, Æðsta ráðs íslömsku byltingarinnar í Írak (SCIRI), en ekki eru nema tvær vikur síðan þrett- án manns fórust í árás nálægt skrif- stofu leiðtoga sama flokks, Abdel Aziz Hakim. Þá biðu átta til viðbótar bana í ofbeldisverkum annars staðar í Írak. Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jaz- eera sýndi ennfremur myndband frá mannræningjum í Írak sem tekið hafa átta Kínverja í gíslingu og hóta að drepa þá innan tveggja sólar- hringa „útskýri“ kínversk stjórnvöld ekki „hlutverk“ sitt í Írak. Héldu mannræningjarnir því fram að Kín- verjarnir átta, sem hurfu í síðustu viku er þeir voru staddir á þjóðveg- inum sem liggur til jórdönsku landa- mæranna, hefðu verið í vinnu fyrir bandaríska hernámsliðið. Í fyrradag biðu að minnsta kosti fimmtán Írakar bana í tveimur árás- um; í Baiji í norðurhluta Íraks og nærri Baquba, norður af Bagdad. Sagði yfirmaður bandaríska her- aflans í Írak, George W. Casey, að þess væri ekki að vænta á næstunni að breyting yrði á. „Munu ofbeldis- verk setja svip sinn á kjördag? Já, það er ljóst,“ sagði hann í yfirlýsingu en lét þess getið að allt yrði gert til að tryggja að venjulegir Írakar gætu mætt á kjörstað og neytt kosninga- réttar síns annan sunnudag. Nöfn frambjóðenda ekki birt En ef eitthvað er að marka fréttir frá Írak verður ekki um neinar venju- legar kosningar að ræða. Ófremdar- ástandið skyggir á allt og sá ásetn- ingur skæruliða, sem einkum koma úr röðum súnní-múslíma, að eyði- leggja kosningarnar. Dæmin eru mýmörg. Ógnin sem stafar af skæruliðum er til að mynda slík, að næstum engir frambjóðendur þora að koma fram opinberlega. Kosningabandalag nokkurra sjíta- flokka, þ.m.t. SCIRI, hefur til að mynda aðeins kynnt opinberlega 34 af 228 frambjóðendum sínum. Segja forystumenn bandalagsins að þeir muni ekki greina frá því opinberlega, hverjir hinir 194 frambjóðendurnir eru, fyrr en eftir kosningar. „Við biðjumst velvirðingar á því að nefna ekki nöfn allra frambjóðenda,“ segir á dreifimiða sem SCIRI hefur að sögn New York Times dreift í Bag- dad. „En öryggisástandið er slæmt og við verðum að halda þeim á lífi.“ Blaðið Christian Science Monitor hefur eftir erlendum kosningasér- fræðingi, sem nú er í Írak, að það sé auðvitað ekki ákjósanlegt að nöfnum frambjóðenda sé haldið leyndum fyr- ir fólki. „En ég held að við getum öll skilið ótta manna um öryggi sitt,“ segir hann svo. Blasir sú staðreynd við að ef flokk- ar þora ekki að greina frá nöfnum frambjóðenda sinna þá eru viðkom- andi að sama skapi tregir til að koma fram opinberlega. Lítið fer þess vegna fyrir hefðbundinni kosninga- baráttu í Írak og hitti frambjóðendur yfirhöfuð kjósendurna beint, þá ger- ist það oftast í mjög litlum hópum á mjög afviknum stöðum. Flokkarnir – sem eru eins ólíkir og þeir eru margir; kommúnistaflokkur býður fram, íslamistar og lýðræðis- sinnar, konungssinnar og gamlir fylgjendur Baath-flokksins – hafa líka haldið stefnuskrám sínum leynd- um. Ekki ætti því að koma á óvart þó að hugur kjósenda sé blendinn. „Hvers vegna ætti ég að kjósa?“ spyr Ahmad Mohammed, súnníti frá Anb- ar-héraði en þar eru árásir daglegt brauð, í samtali við Christian Science Monitor í gær. „Ég veit lítið um fram- bjóðendur og þeir sem ég þó þekki virðast vera í vinnu fyrir Bandaríkja- mennina. Ég kem ekki auga á neinn sem mun bæta líf okkar.“ Ekki þarf þó að draga í efa að margir Írakar, einkum Kúrdar í norðurhéruðunum og sjítar, sem eru 60% landsmanna en þeir sjá fram á að komast nú loksins til einhverra valda í Írak, vilja gjarnan taka þátt í kosn- ingunum. Og ástandið í Kúrdahéruð- unum í Norður-Írak og síðan á sum- um svæðum sjíta í Suður-Írak er ekki jafn afleitt og það er á svæðum súnníta í miðju Íraks; þar hefur því nokkuð borið á kosningabaráttu, líkt og rakið er í síðasta hefti The Econ- omist. Kosningjaspjöld getur víða að líta og þátttaka verður án efa með besta móti í Kúrdahéruðunum. Á hinn bóginn eru áhrifamenn í íröskum og bandarískum stjórnmál- um nú farnir að viðurkenna að ólík- legt sé að margir súnnítar vogi sér að mæta á kjörstað til að kjósa. Hafa margir áhyggjur af því að borgarastríð brjótist út í kjölfarið, verði íraska þingið nánast eingöngu skipað sjítum og Kúrdum. 111 framboðslistar í boði Í kosningunum annan sunnudag á að kjósa 275 manna þing; það hefur síðan það verkefni að semja stjórn- arskrá fyrir Írak. Um hana yrði svo kosið aftur að ári liðnu. Allt landið er eitt kjördæmi, flokkar fá því þing- menn kjörna í samræmi við hlutfalls- legan styrk á landsvísu. Hefur verið reiknað út að ef allir atkvæðabærir Írakar mættu á kjör- stað – um 16 milljónir manna – fengi stjórnmálaafl einn mann kjörinn fyrir hver 58.000 atkvæði sem það fengi. Sem fyrr segir eru 111 framboðs- listar í boði, þ.e. 84 flokkalistar og 27 óháðir frambjóðendur, alls 7.471 frambjóðandi. Fæstir þeirra hafa hins vegar gefið nafn sitt upp opin- berlega, eins og áður var vikið að. Þetta á raunar einnig við um þá Íraka sem nú hafa starfað að því að undirbúa kosningarnar. Þeir fara huldu höfði, eins og fram kom í frétt The New York Times á fimmtudag. Margir greina ekki einu sinni ætt- ingjum sínum frá því hvað þeir starfa, óttast að skæruliðum berist tíðindin til eyrna og komi og banki uppá. Sumir vilja ekki gera of mikið úr þeim vandamálum, sem fylgja þess- um kosningum; segja Íraka þekkja sitt heimafólk, nöfn einstakra fram- bjóðenda skipti ekki máli. En aðrir benda á að ógnin, sem stafar af hryðjuverkamönnum, hefur útilokað alla opinbera, pólitíska umræðu. Ef frambjóðendur geti ekki komið fram opinberlega í kosningabaráttunni þá geti þeir ekki tekist á um álitaefni, mæst í kappræðum og rætt landsins gagn og nauðsynjar. Og ef þeir geti þetta ekki þá séu kjósendur varla í stakk búnir til að meta hvað sé best fyrir framtíð Íraks. „Kosningar snúast ekki bara um að setja kjörseðil ofan í kjörkassa á kjör- dag; kosningar eru ferli,“ segir Nasir Chaderji, formaður Lýðræðisflokks- ins, í samtali við New York Times á sunnudag. „Það ferli er ekki fyrir hendi hér,“ bætir hann við. „Ég kalla þetta leynikosningarnar.“ Landamærum Íraks verður lokað í tengslum við þingkosningar í landinu 30. janúar nk. Frambjóðend- ur gefa fæstir upp nöfn sín Ófremdarástandið í Írak setur mikið strik í reikn- inginn varðandi umdeildar þingkosningar sem eiga að fara fram í landinu annan sunnudag. Davíð Logi Sigurðsson hefur kynnt sér málið. Reuters Íraskur lögreglumaður gengur framhjá kosningaspjaldi þar sem flokkur Iyads Allawi, forsætisráðherra núver- andi bráðabirgðastjórnar, er auglýstur. Flokkur Allawis reynir að höfða til kjósenda með því að skapa þá ímynd að Allawi sé harður í horn að taka, líklegur til að geta ráðið niðurlögum ofbeldismanna sem nú plaga íbúa í landinu. ’[…] hitti frambjóð-endur yfirhöfuð kjós- endurna beint, þá gerist það oftast í mjög litlum hópum á mjög afviknum stöðum.‘ david@mbl.is REKTOR hins virta Harvard-há- skóla í Bandaríkjunum, Lawrence H. Summers, hefur verið gagnrýnd- ur harðlega fyrir ummæli sem féllu á ráðstefnu um liðna helgi. Sum- mers sagði þar m.a. að eðlislægur munur á körlum og konum gæti átt sinn þátt í því að færri konur en karlar næðu árangri í náttúruvís- indum og stærðfræði. Hann velti einnig fyrir sér hve mikinn þátt kynjamisrétti ætti í því að koma í veg fyrir að konur fengju framgang í úrvalsháskólum. Nancy Hopkins, sem er líffræðingur hjá MIT í Massachusetts, gekk af fundi til að mótmæla ummælum Sum- mers en sjálf lauk hún á sínum tíma námi við Harvard. „Það er óþolandi að allar þessar frá- bærlega snjöllu konur (í Har- vard) skulu vera undir stjórn manns sem lítur þær þessum augum,“ sagði Hopkins. Summers, sem var fjármálaráð- herra Bandaríkjanna 1999-2001, var að sögn skipuleggjenda fundar- ins fenginn þangað sem afburða hagfræðingur en ekki rektor. Hann hefði átt að vera ögrandi en umfjöll- unarefnið var konur og minnihluta- hópar í vísindum og tækni. Sjálfur kveðst Summers hafa verið að vitna í tilgátur sem kynntar voru í gögn- um ráðstefnunnar en ekki lýst eigin skoðunum. Hann sagði að fólk vildi fremur trúa því að félagslegir þætt- ir ættu sök á misjöfnum árangri kynjanna „en þetta þarf að rann- saka“. Hann hefur áður sætt ámæli vegna þess að í rektorstíð hans hef- ur hlutur kvenna orðið æ minni í háum embættum hjá Harvard. Umdeild ummæli um konur og árangur í stærðfræði Eðlislægur munur fjötur um fót? Cambridge. AP. Larry Summers

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.