Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Reykjavík | Foreldrar krakka sem stunda félagsmiðstöðvarnar í Reykjavík voru ekki sérlega dugleg- ir að sjá hvar krakkarnir eyða sínum tíma þegar þeim var boðið að koma í heimsókn í félagsmiðstöðvarnar sl. laugardag. „Þetta var í fyrsta skipti sem við reyndum þetta, og við bjuggumst nú ekki við neinni mannþröng,“ segir Ottó Tynes, kynningarstjóri æsku- lýðssviðs Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Ákveðið var að hafa opið hús fyrir krakkana og foreldra hafa fyrir stafni. „Hins vegar er það okkar hlutverk, starfsfólks fé- lagsmiðstöðva, að reyna að breyta því. Þó svo það geti oft verið erfitt þá erum við í það minnsta að bjóða upp á þennan möguleika. En ég myndi frekar skrifa þessa mætingu á að þetta sé nýjung, eitthvað sem fólk veit ekki alveg hvað er,“ segir Ottó. Hann segir ánægju með þessa hugmynd innan ÍTR. „Við ætlum al- veg pottþétt að halda stærri og flott- ari félagsmiðstöðvadag á næsta ári.“ til að foreldrarnir fengju tækifæri til að sjá hvað krakkarnir þeirra gera í félagsmiðstöðvunum, hitta vini þeirra og ekki síður starfsfólkið. Ottó segir að menn séu þó ekki af baki dottnir, ráðgert sé að bjóða for- eldrum í heimsókn árlega og vonir standi til þess að þetta verði að hefð. Hann viðurkennir þó að trúlega gæti léleg mæting bent til þess að krakkarnir vilji ekki hafa mömmu og pabba með, sem og þess að for- eldrar séu ef til vill ekki nægilega uppteknir af því sem krakkarnir Fámennur foreldradagur í félagsmiðstöðvum Morgunblaðið/Golli Opið fyrir foreldra Unglingar í Frostaskjóli voru ekki af baki dottnir þótt fáir foreldrar hefðu komið á laugardaginn. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Garðabær | Birgir Leifur Hafþórs- son, kylfingur úr Golfklúbbi Kópa- vogs og Garðabæjar (GKG), var val- inn íþróttamaður Garðabæjar sl. sunnudag. Birgir Leifur varð Ís- landsmeistari í höggleik og holu- keppni, auk þess að verða Íslands- meistari í sveita- keppni GSÍ 2004 með GKG. Birgir Leifur tryggði sér einnig þátt- tökurétt í nokkrum evrópskum mótaröðum, auk þess að hafa tekið ríkan þátt í að byggja upp barna- og unglingastarf í GKG, að því er segir í umsögn íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Birgir Leifur íþrótta- maður ársins 2004 Birgir Leifur Hafþórsson Reykjavík | Til stendur að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut, frá Bústaðavegi að Breiðholtsbraut, og Suðurlandsvegi, frá Kringlumýrar- braut að Skeiðarvogi, úr 50 km í 60 km hinn 1. apríl nk. Á næstunni verð- ur einnig hámarkshraði á Bæjarhálsi frá Höfðabakka að hringtorgi lækk- aður úr 60 km í 50 km. Ingimundur Einarsson, varalög- reglustjóri í Reykjavík, segir að í raun hafi staðið til að hækka há- markshraðann á þessum hluta Reykjanesbrautarinnar í nokkurn tíma, en beðið hafi verið með það á meðan framkvæmdir við gatnamótin við Stekkjarbakka stóðu yfir. Nú sé bara beðið með að hækka hámarks- hraðann þar til snjóa leysir og að- stæður batna, og því gerist það vænt- anlega ekki fyrr en 1. apríl. Ekki lengur þjóðvegur út úr borginni Ingimundur segir að á sínum tíma hafi sú hugmynd komið upp að hafa hámarkshraðann á Reykjanesbraut- inni hærri en 70 km á þessu bili, en málið sé flókið vegna þess að gatan endi í Kópavogi, þar sem andstaða sé við svo mikla hækkun. Einnig þurfi að horfa til þess að mikið sé af aðrein- um og fráreinum inn á götuna. Lækkaður hámarkshraði á Bæjar- hálsi tengist hins vegar því að gatan er ekki lengur þjóðvegur út úr borg- inni, auk þess sem gatnamótum hef- ur fjölgað með uppbyggingu á að- liggjandi reitum, að því er fram kemur í rökstuðningi Samgöngu- nefndar borgarinnar vegna ákvörð- unar um lækkun hámarkshraða í göt- unni. Hámarks- hraði hækk- ar og lækkar Hafnarfjörður | Íþrótta- og sam- göngunefnd Hafnarfjarðar sam- þykkti á fundi sínum á mánudag að hækka gjaldskrá fyrir sundlaugar bæjarins um 10%, og munu hækk- anirnar taka gildi 1. febrúar, sam- þykki bæjarráð þær. Í fundargerð nefndarinnar kemur fram að þetta sé gert til að mæta verðlags- og launabreytingum frá því gjaldskráin var ákveðin í byrjun árs 2003, og til samræmingar við gjaldskrá í ná- grannasveitarfélögunum. Aðsókn í sundlaugarnar í Hafn- arfirði dróst saman um 6% á síðasta ári frá árinu áður, árið 2004 komu rúmlega 359 þúsund gestir í laug- arnar tvær. Fram kemur í fund- argerð íþrótta- og samgöngu- nefndar að skýringin sé sjö vikna verkfall grunnskólakennara á árinu. Gjaldskrá sundstaða hækkar um 10% AKUREYRI Samvera eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 20. janúar Samvera eldri borgara kl. 15.00 Upplestur, tónlistaratriði, kaffiveitingar og helgistund að venju. Fjölmennið í góða samveru á nýju ári. Ath.: Bíll fer frá Lindasíðu kl. 14:50. Glerárkirkja. GLERÁRKIRKJA TVÖ tryggingafélög, Íslandstrygg- ing hf. og Vörður Vátryggingafélag, hafa náð samkomulagi um að stefna að sameiningu félaganna og mun það eftir sameiningu heita Vörður- Íslandstrygging. Höfuðstöðvarnar verða á Akureyri og starfsstöð í Reykjavík. Framkvæmdastjóri verður Einar Baldvinsson núverandi framkvæmdastjóri Íslandstrygg- ingar og Fylkir Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri trygginga- og tjónasviðs Varðar verður aðstoð- arframkvæmdastjóri. Einar segir Íslandstryggingu eiga frumkvæðið að fyrirhugaðri samein- ingu „tveggja litlu vátryggingafélag- anna á markaðnum“, eins og hann orðaði það þegar tilkynnt var um breytingarnar á fundi á Akureyri í gær. Hann sagði aðdragandann stuttan, en þegar hefði verið óskað eftir tilskildum leyfum hjá Fjár- málaeftirliti og Samkeppnisstofnun. Íslandstrygging er yngsta vá- tryggingafélagið á markaðnum, stofnað árið 2002, en Vörður á rætur að rekja allt til ársins 1926, til Vél- bátasamtryggingar Eyjafjarðar og var framan af eingöngu í bátatrygg- ingum. Nafni þess var breytt 1996 en uppfrá því fór félagið að bjóða al- hliða vátryggingavernd. Vátrygg- ingafélag Íslands keypti Vörð af Hring (Baugi Group) í nóvember á nýliðnu ári. VÍS mun eiga 58% í hinu nýja félagi og Íslandstrygging 42%. Hluthafar í Íslandstryggingu eru 80 talsins, starfsmenn, einstaklingar og félög. Hjá Verði hafa starfað 17 manns og um 20 hjá Íslandstrygg- ingu en starfsmannahald mun breyt- ast í kjölfar sameiningar, hluti af hagræðingunni er að sögn Ásgeirs Baldurs starfandi framkvæmda- stjóra Varðar að fækka starfs- mönnum. Þá felist miklir hagræð- ingarmöguleikar. „Við höfum lengi horft norður til Varðar,“ sagði Einar og þá einkum með tækifæri til hagræðingar í rekstri í huga. Hann nefndi að velta Íslandstryggingar hefði verið 56 milljónir fyrsta árið, 456 það næsta og 870 milljónir króna í fyrra, „og við ætlum okkur að halda áfram að vaxa – á sama hraða!“ Velta Varðar í fyrra var um 400 milljónir. Nýtt tryggingafélag mun verða með um 6% markaðshlutdeild. „Við lofum ekki endilega að vera ódýr- astir á markaðnum, en verðum öðru- vísi,“ sagði Einar og vísar m.a. til þess að félagið verði með aðrar áherslur í markaðssókn og vátrygg- ingastarfsemi en keppinautarnir eru þekktir fyrir. Íslandstrygging er með samning við allar helstu vá- tryggingamiðlanir á Íslandi. Þá mun Vörður-Íslandstrygging taka við samningi við Félag íslenskra bif- reiðaeigenda um sölu vátrygginga til félagsmanna FÍB og samningi við Landssamband smábátaeigenda um sölu vátrygginga til félagsmanna. Vörður og Íslandstrygging sameinast í eitt félag með höfuðstöðvar á Akureyri Miklir möguleikar á hagræðingu Morgunblaðið/Kristján Sameining Ásgeir Baldurs, t.v., Einar Baldvinsson og Fylkir Þór Guðmunds- son kynntu samkomulag um sameiningu Varðar og Íslandstryggingar. MUN fleiri fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á Akureyri á ný- liðnu ári en verið hefur undanfarin ár eða alls 113. Að jafnaði hafa komið upp á bilinu 40 til 60 slík mál ef frá er talið árið 1999 þegar þau voru 95 tals- ins. Árið 2003 eru skráð 53 fíkniefna- mál hjá embættinu og 43 árið þar á undan. Þetta kemur fram í yfirliti Lögreglunnar á Akureyri. Þar kemur einnig fram að innbrot voru mun fleiri á síðastliðnu ári en því sem á undan fór, þau voru 92 talsins í fyrra en 61 árið á undan. Lögregla hafði afskipti af 595 börn- um og ungmennum, en þar af komu 68 drengir og 19 stúlkur við sögu oft- ar en einu sinni og kemur fram í yf- irlitinu að afskipti hafi verið höfð af einum dreng oftar en tíu sinnum. Flest voru tilvikin á Akureyri og þá á tímabilinu frá miðnætti til kl. eitt. Minniháttar líkamsárásum fjölg- aði, voru 26 á liðnu ári, en 17 árið á undan og einungis 7 árið 2002. Hvað umferðarlög varðar voru nokkru fleiri teknir fyrir að aka of hratt á nýliðnu ári en áður og eru 1.250 slík mál skráð hjá lögreglu á móti 894 árið á undan. Færri voru hins vegar teknir vegna ölvunar við akstur, eða 86 á móti 121 árið á undan. Fíkniefnamálum fjölgar á Akureyri Á FUNDI félagsmálaráðs Ak- ureyrar voru lagðar fram upplýs- ingar um biðlista eftir hjúkrunar- og þjónusturýmum á Öldr- unarheimili Akureyrar um síðustu áramót. Á biðlista eftir hjúkrunarrýmum voru 25 einstaklingar en voru 42 áramótin þar á undan. Á biðlista eftir þjónusturýmum voru 25 í brýnni þörf eða mjög brýnni þörf. Þá var á fundi nefnd- arinnar rædd staða viðbyggingar við Hlíð. Stefnt er að því að fram- kvæmdir hefjist í byrjun apríl og verklok verði 1. september 2006. Einnig var á fundinum lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhags- aðstoð 2004. Veitt fjárhagsaðstoð var 47,2 milljónir króna, sem er 0,2 % hærra en árið 2003. Biðlistar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.