Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 NÝTT ! Kynningarverð 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.40 TIL að draga úr skrópi hjá framhaldsskólanemum eru sumir þeirrar skoðunar að strax eigi að láta for- eldrana vita með sms ef krakkarnir láta ekki sjá sig í tíma. Borgarfulltrúi í Gauta- borg hefur lagt fram tillögu þessa efnis og í einum fram- haldsskóla hefur aðferðin ver- ið reynd með góðum árangri, að því er fram kemur í Göte- borgs Posten. Frá síðasta hausti hafa ný- nemar í upplýsingatækni í framhaldsskóla einum í Sví- þjóð ekki getað skrópað án vitundar foreldranna, því um leið og slíkt gerist fá foreldr- arnir skilaboð um skrópið í farsímann sinn. Skólameist- arinn Örjan Johansson segir í samtali við GP að markmiðið með framtakinu hafi verið að auka sam- skipti skólans við heimilin en þátttaka var frjáls. Af 135 nýnemum voru það fimm sem ekki tóku þátt. Viðveran hefur aukist Viðvera nemenda hefur aukist eftir að þetta fyr- irkomulag var tekið upp og hefur einnig smitast til eldri nemenda. Skrópskilaboðaþjónustan er enn bara til reynslu í þessum framhaldsskóla en þar sem hún hefur gefist vel hingað til er ætlunin að halda henni áfram og jafnvel í eldri bekkjunum. Einnig kemur til greina að fyrirkomulagið verði fært yfir í fleiri skóla. Fulltrúi nemenda segist sáttur við sms-þjónustuna en það sé kannski yfirdrifið að senda skilaboð í hvert skipti sem nemandi skrópar. „Maður ætti nú að geta verið í burtu stundum án þess að foreldrarnir fái að vita. Fyrir mig breytir þetta engu. Ég mæti í tíma fyrir sjálfan mig, ekki af því að ég sé hræddur við að foreldrar mínir fái sms.“ Agneta Granberg, borgarfulltrúi í Gautaborg, vill að framhaldsskólarnir í borginni móti samræmda stefnu í þessu máli. Fjarvera nemenda er talin nokk- urt vandamál við marga framhaldsskóla en ekkert samræmt yfirlit er til yfir skróp framhaldsskólanema. Granberg telur að skýr stefna þar sem gerðar eru kröfur um mætingu, og skróp er litið alvarlegum aug- um, geti komið að gagni, auk beinna skilaboða til for- eldra. „Það hefur miklu meiri áhrif að fá skilaboðin strax. Þá getur maður sem foreldri gert eitthvað í málunum,“ segir Granberg.  MENNTUN Foreldrar fá sms ef unglingar skrópa VIÐ eldumst hraðar ef við látum streituna ná tökum á okkur. Bandarísk rannsókn hefur fært sönnur á þenn- an gamla almannaróm, að því er fram kemur í Svenska Dagbladet. Þeir sem voru undir mestu álagi af þeim sem rannsakaðir voru, höfðu líffræðilega elst um heil- an áratug án þess að vera orðnir svo gamlir í raun. 58 konur á aldrinum 20 til 50 ára tóku þátt í rannsókninni. Allar áttu a.m.k. eitt barn en aðeins nítján áttu heil- brigt barn. Hinar áttu veik börn og glímdu því við króníska streitu. Konurnar svöruðu spurn- ingalista um einkenni streitu. Konur sem áttu veik börn upp- lifðu meiri óróleika og angist en mæður frísku barnanna. Þeg- ar vísindamennirnir báru saman þær stressuðustu og þær minnst stressuðu fundu þeir greinilegan mun á líf- fræðilegum aldri þeirra. Líffræðilegur aldur var m.a. mældur með því að skoða frumur ónæmiskerfisins. Þegar frumur skipta sér, hverfur örlítið af erfðaefninu og ákveðinn staður á frumunni verður æ styttri. Þegar hann er horfinn, deyr fruman. Vísindamennirnir vita ekki hvernig og af hverju óróleiki og áhyggjur hafa áhrif á frumuskiptingar en þeir skrifa í tímaritið Pro- ceedings of the National Academy of Sciences (PNAS) að streituhormón geti hugsanlega hraðað þessu ferli.  HEILSA Stressaðir eldast hraðar Stressandi vinnuumhverfi: Þeir sem leyfa streitunni að ná tökum á sér eldast fyrr. Að loknu BA-námi frátextíldeild Mynd-lista- og hand-íðaskóla Íslands hélt Björg Pjetursdóttir utan til náms. Fyrsta veturinn var hún skiptinemi við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam en hóf síðan meistaranám í text- ílhönnun við Sandberg Inst- ituut í sömu borg. Eftir út- skriftina hannaði hún prjóna- flíkurnar fyrir haust- og vetrarlínu hollenska hönnuðar- ins Niels Klavers sem sýndar voru á tískuvikunni í París. Björg átti þá fleiri verk á tískuvikunni í París það árið því lokaverkefni hennar frá skólanum var einnig kynnt þar ásamt verkum annarra ís- lenskra hönnuða. Góð samvinna íslenskra hönnuða Síðan hefur Björg sýnt hönnun sína á hverju ári, bæði í París en einnig í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Oftast hafa þessar sýningar verið í sam- vinnu við aðra íslenska hönn- uði. „Við höfum gert mikið af því að sýna saman undir íslenskum formerkjum og það hefur komið vel út,“ segir Björg. „Nú er þó svo komið að meðlimir hópsins sem mest hefur haldið saman hafa komið upp sínu eigin nafni og ég býst við að í fram- tíðinni sýni hver og einn meira undir eigin merki.“ Björg hefur tekið þátt í fjölda sýninga allt frá því hún sigraði í undankeppni í Smirn- off International Fashion Aw- ards á Íslandi árið 1996 og hélt utan til að taka þátt í að- alkeppninni. Um þessar mund- ir gefst henni þó lítill tími til að hanna og sýna. „Ég flutti heim til Íslands í mars á síðasta ári. Ég ákvað að sækja um kennaranámið í Listaháskólanum því mér finnst mikið öryggi fólgið í því að hafa kenn- araréttindin. Ég hafði aðeins þreif- að fyrir mér með hvort einhvers staðar væru lausar stöður fyrir leið- beinendur en komst að því að auðvitað eru þeir sem hafa kennaramenntun alls staðar teknir fram yfir leiðbeinendur.“ Björg bendir á að þrátt fyrir áhuga og dugnað þá sé hönnun langt og dýrt ferli og tekj- urnar ótryggar. „Ég hef selt nóg til að halda mér á floti, en það er nauðsynlegt að útbúa góðar frumgerðir til að sýna, enda panta viðskiptavinirnir vöruna eftir þeim. Sýningarnar ganga síðan út á að kynna vör- una og fá pantanir. Best er að hafa sem heilsteyptasta línu því þá seljast flíkurnar betur. Og eftir því sem maður öðlast meiri reynslu þá þróast þetta. Sýningarnar geta líka verið upp og ofan enda markaðirnir misjafnir. Mér finnst nú orðið til dæmis Kaupmannahöfn vera meira spennandi markaður en París. Það er þó margt í boði og í raun lotterí hvernig geng- ur.“ Frágangur mikilvægur Björg hefur látið framleiða peysurnar sínar í Belgíu, en langar til að flytja framleiðsl- una til Íslands. „Það skiptir miklu máli hvernig frágang- urinn er á flíkunum. Mér skilst að margar hágæðavélar hafi verið fluttar úr landi en ég vona að úr rætist. Peysurnar mínar hafa verið seldar í KRON og ég var ánægð með það söluferli. Ég fékk ákveðna pöntun frá versluninni sem sá svo alfarið um að selja peys- urnar.“ Oftast hannar Björg ull- arpeysur, en einnig bómull- arpeysur. Hún segir ullina þó skemmtilegri og gefa meiri möguleika, t.d. með því að þæfa hana. „Þrátt fyrir að hér á Ís- landi séu margir hönnuðir finnst mér áberandi hvað þeir eru að gera ólíka hluti. Ég er bjartsýn á framhaldið því þrátt fyrir að þetta séu dýrar flíkur vilja fleiri og fleiri Íslendingar kaupa þær, bæði vegna þess að þær eru vandaðar og eins af því að þeir vilja ekki vera klæddir eins og allir aðrir.“  HÖNNUN | Hefur látið framleiða peysur sem hún hannar í Belgíu Íslenskir hönnuðir eru að gera ólíka hluti Hönnuðurinn Björg Pjetursdóttir komst fljótt að því að áhugi hennar beindist að prjónaflíkum. Þótt hún hafi ekki prjón- að mikið sjálf horfði hún oft á ömmu sína sinna handverkinu. Prjónaflíkurnar verða þó að bíða um sinn meðan Björg aflar sér kenn- aramenntunar við Listaháskóla Ís- lands. Björg Pjetursdóttir segir Kaupmannahöfn skemmtilegri markað fyrir hönnun sína en París. Tískuvika í París: Prjónaflík í vetrarlínu Klavers 2002. Hollenska hátískan: Hluti af þeim prjónafatnaði sem Björg hannaði fyrir Klavers. TENGLAR ........................................ www.fatahonnunarfelag.is asdish@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Sumarleg flík: Hönnun Bjarg- ar á sýningu íslenskra fata- hönnuða sem haldin var í Ás- mundarsafni nú í haust. Ég hef selt nóg til að halda mér á floti, en það er nauðsynlegt að útbúa góðar frum- gerðir til að sýna, enda panta við- skiptavinirnir vör- una eftir þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.