Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 25 UMRÆÐAN KENNING um áætlanabúskap Stalíns breyttist úr draumórum í hrollvekju hörmunga – einnig kenn- ing Hitlers um „þriðja ríkið“. Kenningin um friðun á þorskstofnum „byggja upp stofninn“ í stað meiri veiði virðist svipað og kommúnism- inn. Vernda á smá- þorska sem vaxa hægt (þótt þeir hafi engan mat) en veiða þá stærri sem vaxa hraðar. Er þetta ekki uppskrift að úrkynjun? Hvergi var farið eins nákvæmlega eftir ráð- gjöf um að spara veiði á smáþorski eins og við Kanada austanvert frá 1978 – með 20% veiðiálagi (kjörsókn). Þannig átti þorskstofninn þar að stækka í fimm milljóna tonna höfuðstól árið 1990. Eftir það átti að veiða milljón tonn árlega! „Árangurinn“ af þessum áætlanabúskap neðansjávar varð vaxandi hnignun stofnsins. Árið 1992 var svo stærsti hluti af þorskstofn- inum við Kanada austanvert dauður úr hungri – of lítil veiði – með þorsk- stofn í svelti virkaði svona! Þá voru góð ráð dýr! Skotið var á ráðstefnu – útvaldra í klíku ráðgjafa – á Bartrey Hotel í St.Johns í febrúar 1993, þar sem 53 ráðgjafar víðs vegar að úr heiminum voru boðaðir til „samráðs“. Niðurstaðan: Ofveiði, of- mat, afrán sela, slæm umhverfisskil- yrði o.fl. Grátbroslegasta umfjöll- unarefnið var að þorskurinn hefði drepist úr „umhverfisstreitu“ (envir- onmental stress) – það væru „sam- anlögð áhrif“ af öllum hinum tilgát- unum! (Fisheries News júní 1993). Staðreyndin var og er, að 7 ára þorskur var aðeins 2,87 kg 1978 (mjög horaður), en vaxtarhraði féll enn meir við þennan áætlanabúskap – úr 2,87 kg 1978 í 0,83 kg 1992 þegar allt hrundi endanlega – úr hor og engu öðru! (veiðisvæði 2J við Kanada, tog- ararall 1992). Þorsk- urinn var svo horaður þarna að ég efa að hungruð rándýr myndu míga á slíka bráð! Gíf- urlegt magn smáþorsks var friðað og friðað – en engin fæða var til nema í tölfræðimódeli ráð- gjafa – þar er ofgnótt fæðu! Þorsk- stofninn við Kanada austanvert virð- ist hafa úrkynjast og drepist úr hungri vegna tilraunastarfsemi ráð- gjafa en fiskimönnum er enn kennt um „ofveiði“ (á horþorski með um- hverfisstreitu)! Hérlendis hefur þorskstofninum farið hnignandi undanfarin ár við notkun 25% aflareglu. Vaxtarhraði hefur fallið, kynþroski lækkað (þorskur hrygnir yngri) og dán- artíðni virðist hækka – og þorskurinn „týndist“ – eins og í Kanada – en þá var reiknað „ofmat“ hér eins og gert var í Kanada. „Ofmat“ hérlendis í þrjú ár – árin 1998–2000 er 757 þús- und tonn af þorski miðað við ástand- sskýrslu Hafró 2003. Er það „ábyrg hegðun“ að þegja um þetta grafalvarlega mál – þar til ástandið verður hér eins og í Kan- ada? Er ekki nær að fjalla opinskátt um þetta? Benda má t.d. á Barents- hafið í dag – þar sem veitt hefur verið meira en helmingi meira en ráð- gjafar hafa lagt til undanfarin ár – og þar fer þorskstofninn stækkandi! Frjósemi virðist vaxa – við aukið veiðiálag – og öfugt! Þetta er sama reynsla og fékkst hérlendis 1975– 1980. Ég er ekki að leggja til neina bylt- ingu á stjórnkerfi fiskveiða – ein- ungis að krefjast umræðu um að við aukum veiðiálag á þorskstofninn svo við drepum hann ekki úr hungri – eins og virðist haf verið gert í Kan- ada! Kenningin um friðun þorskstofna til aukins afraksturs er andvana fædd kenning – eins og kommúnism- inn. Verst fyrst. Smáversnar svo þar til allt hrynur. Meiri veiði er minni áhætta, samkvæmt staðfestri reynslu. Það er hin einu raunvísindi, staðfest reynsla. Þrjár andvana fæddar kenningar Kristinn Pétursson fjallar um fiskveiðar ’Ég er ekki að leggja tilneina byltingu á stjórn- kerfi fiskveiða, einungis að krefjast umræðu um að við aukum veiðiálag á þorskstofninn svo við drepum hann ekki úr hungri.‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ HEFUR verið einstaklega fróðlegt að fylgjast með þróun ís- lensks vinnumarkaðar undanfarin misseri og þeirri auknu hörku sem stjórnvöld og ein- stök sveitarfélög sýna í sam- skiptum sínum við félög lág- launafólks. Það virðist eins og það sé að verða op- inber stefna þess- ara aðila að ráð- ast með kjafti og klóm á lægstu launin til þess að skerða þau og afsaka sig með því að um sé að ræða eðlilega hagræðingu í rekstri. Á sama tíma láta sömu aðilar það óátalið að þeirra eigin laun hækki án þess að meiri vinnu og ábyrgðar sé krafist. Í þeim tilfellum er ekki minnst á hagræðingu. Virkjanaframkvæmdir Sérstaklega er athyglisvert að fylgj- ast með hvað samstiga ríkisstjórn- arflokkarnir eru í því að fá hingað til landsins erlent vinnuafl, ekki vegna þess að það bráðvanti, heldur til þess að ná ódýru vinnuafli inn í landið og þrýsta þannig niður kaupi og kjörum sem verkalýðsfélögin hafa samið um fyrir félagsmenn sína. Eitt táknræn- asta dæmið um þennan ljóta leik á sér nú stað við Kárahnjúka en þar hafa hundruð erlendra starfsmanna unnið mánuðum saman á undirmáls- launum. Forseti Alþýðusambands Íslands telur að kaup þessara manna sé mánaðarlega um kr. 50.000 undir þeim launum sem gildandi kjara- samningur gerir ráð fyrir. Þetta vita stjórnvöld enda hægur vandi fyrir þau að kynna sér það. Þegar þetta mál var borið undir Árna Magnússon félagsmálaráðherra talaði hann eins og álfur út úr hól og þóttist ekkert vita, í stað þess að viðurkenna sinnu- leysi sitt og biðjast afsökunar. Ræstingar En það eru ekki eingöngu rík- isstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir sem eru á höttunum eftir ódýru er- lendu vinnuafli, heldur á það sér stað á fleiri stöðum. Tökum sem dæmi ræstingamálin í Hafnarfirði en þar á Samfylkingin 6 fulltrúa af 11 í bæj- arstjórn. Í nafni hagræðingar samdi bæjarstjórnin við þann verktaka sem bauð lægst í að ræsta grunnskóla og aðrar stofnanir á vegum Hafn- arfjarðarbæjar, þó augljóst væri fyr- ir fram að tilboðið væri það lágt að það stæðist ekki öðruvísi en að lækka launin hjá ræstingafólkinu og stór- auka vinnuálagið á því. Enda kom það í ljós. Kjörin sem verktakinn býður eru svo léleg að með fádæm- um er og mjög fáir Íslendingar munu fást í þessi störf og því virðist það liggja beint fyrir að verktakinn og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ætli sér að ráða í þau ódýrt erlent vinnuafl. Mín skoðun er … Verkalýðsfélagið Hlíf getur alls ekki unað þessari gjörð og þess vegna íhugar félagið mjög alvarlega að láta dómstóla útkljá málið. Mín skoðun er sú að stjórnendur Hafnarfjarð- arbæjar hafi hlaupið illilega á sig þegar þeir settu ræstingarnar í út- boð og tóku blindandi lægsta tilboð- inu sem auðsjáanlega var víðs fjarri raunveruleikanum hvað launakostn- að snerti. Hvað verktakann varðar þá tel ég að allar mælingar, sem hann hefur látið framkvæma einhliða og hyggst nota sem viðmiðun til út- reiknings á launum og vinnutíma, standist hvorki landslög né kjara- samninga Hlífar. Þess vegna tel ég að dómstólar verði að skera úr um málið. Hvort sem sá dómur fellur Hlíf í hag eða ekki, verður félagið strax við gerð næstu kjarasamninga að ganga þannig frá málum að verka- fólk eigi ekki á hættu að umsamin laun þess séu lækkuð, nógu lág eru þau samt. SIGURÐUR T. SIGURÐSSON, starfsmaður Vlf. Hlífar. Ódýrt erlent vinnuafl Frá Sigurði T. Sigurðssyni: Sigurður T. Sigurðsson „… PÁLMI Hannesson er látinn. Með honum er til moldar borinn einn svipmesti skólafrömuður þjóð- arinnar, glæsilegur menntamaður, ágætur Íslendingur. … Pálmi Hannesson var náttúrufræðingur. Hann hafði sterkan áhuga á vís- indum. Mér er samt nær að halda að listhneigðin hafi verið ríkari í huga hans. Áhugi hans fyrir ís- lenskri náttúru var ekki síður mót- aður af næmri tilfinningu lista- mannsins en skörpum skilningi vísindamannsins …“ Þannig mælt- ist m.a. Gylfa Þ. Gíslasyni, þáver- andi menntamálaráðherra, á útfar- ardegi Pálma Hannessonar rektors 28. nóvember 1956. Í Árbók Ferða- félags Íslands árið 1943 fjallaði Pálmi Hannesson um umgengni ferðamanna og segir þar m.a.: „Hentugt væri, að ökumenn á lang- leiðum hefðu meðferðis væna bréf- poka, er þeir gætu hjálpað farþeg- unum um undir úrgang. Pokunum má svo fleygja í ár eða vatnsmikla læki.“ Viðunandi umhverfisáhrif ár- ið 1943? Vegna rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma var skipaður faghópur um náttúrufar og minjar, sem meta skyldi áhrif einstakra virkjunarkosta á lands- lag, jarðmyndanir, gróður, dýralíf og minjar. Í faghópinn voru skip- aðir fjórtán einstaklingar sem gert var ráð fyrir að væru sérfræðingar á viðkomandi sviði. Allt ágætir Ís- lendingar, m.a. náttúrufræðingar með áhuga á vísindum og íslenskri náttúru. Með hliðsjón af vinnu þessa faghóps, auk þriggja ann- arra, hefur nú helstu virkj- unarkostum verið raðað niður af verkefnisstjórn um rammaáætlun. Undirritaður vill gera athugasemd- ir um einn virkjunarkostinn, Skaft- árveitu. Við mat á henni hefur fag- hópur um náttúrufar og minjar ekki tekið neitt tillit til þess að Skaftá yrði veitt milli landshluta þannig að aðeins um helmingur nú- verandi vatnsmagns félli um Skaft- árhrepp til sjávar. Viðunandi um- hverfisáhrif árið 2004? Meirihluti sveitarstjórnar Skaftárhrepps hef- ur lýst því yfir að hann styðji veitu- og virkjanaframkvæmdir í sveitarfélaginu, að því tilskildu að umhverfisáhrif vegna fram- kvæmdanna verði viðunandi. Sam- kvæmt yfirlýsingum Landsvirkj- unar er þess ekki langt að bíða að framkvæmdir hefjist vegna Skaft- árveitu. Það verða væntanlega fróðleg erindi sem flutt verða á ráðstefnu Landverndar í Norræna húsinu laugardaginn 22. janúar, þar sem fjalla á um Langasjó og hugs- anlega virkjanakosti í Skaftá. ERLENDUR BJÖRNSSON, Seglbúðum. Viðunandi umhverfisáhrif? Frá Erlendi Björnssyni bónda: ÁRUM saman hafa lyklapétrar útlandasambands Íslands talið neytendum trú um að nauðsynlegt sé að rukka gjald fyrir hvert ein- asta megabyte sem komi inn fyrir landsteinana. Þetta séu erfiðar ytri aðstæður því við erum jú eyja, og almennt er vitað að internetumferð er ekki ókeypis á mörg- um stöðum í heim- inum, þótt hún sé yf- irleitt talsvert ódýrari en á Íslandi. Seint á árinu 2004 spratt upp ný int- ernetþjónusta sem ber nafnið Hive. Internetþjónusta þessi virðist hafa ver- ið sett upp með það í huga að draga net- þjónustu á Íslandi inn í 21. öldina. Þessir aðilar notuðu tiltölulega nýtt og öflugt DSL- kerfi FirstMile, og geta því boðið fólki upp á 8mbit, 12mbit og 20mbit hraða til notenda, eins og er orðið algengt annars staðar í Evrópu. Einnig ákvað þessi int- ernetþjónusta að bjóða ótakmark- að niðurhal frá útlöndum. Fyrst þegar vefur Hive fór í loftið, og lofaði miklum hraða, og engum sektum fyrir notkun á dýr- mætu útlandapípunum þá héldu margir að hér væri um grín eða svindl að ræða enda var þetta eig- inlega of gott til að vera satt. Eitt atriði stakk sérstaklega í stúf við viðtekinn sannleika: „Frítt download“, við að sjá þetta loforð hristu margir sér- fræðingarnir hausinn og sögðu „þetta finnst mér hæpið ... int- ernetþjónusturnar eru rukkaðar um næstum sama gjald og við!“ – Enda hafði því verið potað að kunnáttumönnum, árum saman, að eins blóðugt og þetta umferð- argjald (yfirleitt 2,5 kr. á mega- byte) var, þá væru hendur int- ernetþjónustna bundnar í þessu máli. Hinn 13. janúar sl. ákváðu svo stóru aðilarnir tveir í internettengingum að breyta verðskrám sín- um, líklega til að halda í við Hive. Nú greiðir notandi sem er með 2mbit pípu til sín aðeins fyrir niðurhal upp að 2 GB hjá Og Vodafone og 4 GB hjá Landssímanum. Áskrift með inniföld- um flutningi sem nemur þessum þökum kostar aðeins 7.500 krónur hjá Landssím- anum, og 6.990 krónur hjá Og Vodafone, og eru þetta því áskrift- ir sem bjóða upp á ótakmarkaðan gagnaflutning. Hvernig er þetta hægt? Var skyndilega einhverju varð- andi útlandatengingar Íslands breytt? Var skipt um þjónustuað- ila öðru hvorum megin við Atlants- hafið, kom í ljós að hvert mega- byte var í raun ódýrara en svo að notendur þyrftu lífsnauðsynlega að borga 2,5 kr. fyrir hvert mega- byte, var munurinn svo mikill að nú er skyndilega hægt að sleppa því að borga yfirleitt? Það þykir mér hæpið. Til að útskýra stærðargráðu þessarar breytingar fyrir þeim sem eru ekki mjög kunnugir tölv- um þá tekur það tölvu við góðar aðstæður, sem hefur 2mbit á sek- úndu í gagnaflutningshraða, u.þ.b. einn sólarhring að sækja 17,5 GB eða svo. Eins og áður kom fram þá þarf 4 GB áskrift hjá Símanum til að borga ekki umframmagn, og hjá OgVodafone þarf ekki nema 2 GB áskrift til að ná sama þaki. Þrátt fyrir að eiga þá möguleika á því að sækja meira en fjór- eða áttfalda mánaðarumferð á einum sólar- hring, þá mætti ætla að á einum mánuði væri hægt væri að sækja í kringum 130–260 sinnum meira magn en nú er innifalið. Fyrir nokkrum dögum hefði slíkt athæfi kostað ekki minna en 1.318.359 kr. Eina milljón þrjú- hundruð og átján þúsund þrjú hundruð fimmtíu og níu krónur í umframgjöld! Hvernig geta símafyrirtækin skert verðskrá sína svo rausn- arlega!? Nú greiðir einstaklingur með 2mbit samband og 2 eða 4 GB af innifaldri umferð bara brotabrot af því sem hann gerði fyrir nokkr- um dögum, fyrir mögulega sömu notkun. Af hverju er sú ótrúlega breyt- ing sem hlýtur að hafa átt sér stað kynnt sem „bætt þjónusta“? Ég trúi því varla að símafyrirtækin hafi bara árum saman rukkað okk- ur um þessar 2500 kr. á hvert GB, bara því þau þurftu ekki að veita betri þjónustu til að vera sam- keppnishæf ... eða hvað? Rausnarleg verð- lækkun – eða hvað? Steinn E. Sigurðarson fjallar um verð á netþjónustu símafyrirtækjanna ’Hvernig geta símafyr-irtækin skert verðskrá sína svo rausnarlega!?‘ Steinn E. Sigurðarson Höfundur starfar í upplýsingatæknigeiranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.