Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elínborg Sigurð-ardóttir fæddist á Ísafirði 19. júní 1923. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudag- inn 7. janúar síðast- liðinn 81 árs að aldri. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Ásgeirsson hús- gagnasmiður, f. á Galtahrygg í Reykja- fjarðarhreppi í N- Ísafjarðarsýslu 30 ágúst 1892, d. 2. sept. 1967, og Jóna G. Ísaksdóttir húsfreyja, f. í Tungu í Dalsmynni í Nauteyrar- hreppi í N-Ísafjarðarsýslu 2. júlí 1894, d. 10. janúar 1968. Elínborg átti fjögur systkini, sem öll voru fædd á Ísafirði, en þau voru: Guð- rún R., f. 15. ágúst 1921, d. 4. apríl 1996, Ásgeir, f. 16. nóv. 1924, d. 11. nóv. 1970, Einar Ingi, f. 22. ágúst 1926 og Ísak Jón, f. 11. janúar 1928. Hinn 19. maí 1944 giftist El- ínborg Friðrik Ott- óssyni vélstjóra, f. í Holti í Bolungarvík 20. okt. 1921, en hann lést á heimili þeirra á Seljarnar- nesi, 6. nóv. 1995, 74 ára að aldri. Dóttir þeirra var Hjörný, f. 2. ágúst 1944, d. 21. febr. 1989, hún gift- ist 25. nóvember 1961 Jóni Hilmari Björnssyni vélstjóra, hitaveitustjóra á Seltjarnarnesi. Elínborg var hús- freyja á Ísafirði og í Reykjavík. Hún vann ýmis störf á Ísafirði og hlaut þar að mestu menntun sína í barnaskóla og kvöldskóla sem var framhald barnaskólans. Hún vann ýmis störf með heimilis- störfunum og var aðstoðarmaður í prentun hjá Hagprenti 1965 til starfsloka 1993. Útför Elínborgar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú er hnigin í valinn Elínborg Sig- urðardóttir, systir mín og mágkona, góðvinur til margra ára. Hún var oft kölluð af nánum Ella eða Ellabogga en hún hét eftir föðurömmu sinni El- ínborgu Benediktsdóttur. Hún var ljósmóðir, merk kona og dugnaðar- forkur. Ella var yfirleitt glaðlynd og góð. Hún var sérstakur persónuleiki, hvort tveggja í senn nokkuð dómhörð en ljúf og hlý í reynd. Ella var góður vinur og fórnfús – oft með afbrigðum. Hún var vinmörg og reyndist mörg- um samferðamönnum vel. Góðvinur hennar, Eyjólfur Sigurðsson, fv. heimsforseti Kiwanis-hreyfingarinn- ar, stofnaði Hagprent 2. okt. 1963, en Elínborg byrjaði hjá honum og starf- aði þar áfram eftir að Finnbjörn Hjartarson keypti Hagprent. Ella hafði sérstakt yndi af að veita vinafólki sínu mat og drykk og var jafnan hrókur alls fagnaðar á slíkum stundum. Allt var svo gott sem hún bjó til og bar fram af snilld sinni, hún var smekkvís manneskja. Ella var sjálf söngelsk og hafði yndi af söng og ýmsum listviðburð- um, las mikið og var vel heima í því sem var að gerast í þjóðmálum. Eitt var það sem einkenndi Ellu, en það var góðvild hennar gagnvart öllum sem minna máttu sín. Hún var ávallt reiðubúin að leggja sitt til í hjálparsjóði, s.s. Rauða krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar og fleira. Þá má ekki gleyma litlu jólunum hennar Ellu – en til margra ára bauð hún systkinabörnum sínum og fleir- um til laufabrauðsskurðar og föndurs fyrsta sunnudag í desember. Síðan var boðið upp á hangikjötslæri og til- heyrandi meðlæti. Þetta voru skemmtilegar stundir sem ber að þakka fyrir og varðveita. Nú hefur skammdegið náð hámarki sínu í þetta sinn, dagar eru farnir að lengjast og sól að hækka á lofti. Smá- fuglarnir á Nesinu flögra fyrir utan Unnarbraut 4. Ella gaf smáfuglunum ávallt eitthvað út á lóðina og það var ekkert smátt sem þeir fengu, jafnan allt vel smurt með íslensku smjöri, eins og hún orðaði það. Jæja, Ella, nú ertu horfin á fund vina þinna hinum megin, á grænum grundum Guðs þar sem allir fá hvíld- ina sælu. Senn munt þú hljóta þakkir fyrir allt hið góða sem þú gjörðir sam- ferðafólki þínu. Við hjónin þökkum þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman og sendum þér þessa bæn Gísla frá Upp- sölum, hins sérstæða Vestfirðings: Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar, þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. Guð blessi þig, Ella. Einar Ingi Sigurðsson og Katrín Sigurjónsdóttir. Nú er hún elsku Ella mín dáin. Í mínum huga átti hún að verða eilíf, hugsaði aldrei þá hugsun til enda að hafa hana ekki til staðar. En kallið kom og hún fór með reisn. Mér þótti afar vænt um hana frænku mína og var hún stór hluti af minni tilveru, alveg frá því ég var lítil stúlka og fram á síðasta dag. Hún var mér bæði sem amma og vinkona, sem tók virkan þátt í mínu lífi og ég á eftir að sakna hennar sárt. Oft fórum við í bíó, þá aðallega á ís- lenskar myndir, af þeim mátti hún ekki missa. Einnig fórum við í leik- hús, á ýmsar sýningar og á kaffihús. Ellu fannst gaman að fara út að borða í hádeginu, vildi þá að við klæddum okkur upp og gerðum okkur daga- mun. Tvær ferðir okkar saman standa upp úr í endurminningunni. Árið 1998 fórum við saman til Kulusuk á Græn- landi og vorum þar í fjóra daga. Þar var ýmislegt gert, fórum í bátasigl- ingu og sigldum inn á milli ísjakanna, gengum um þorpið og fylgdumst með innfæddum verka selskinn og skera út túpilakka. Þetta fannst henni mjög áhugavert og var hrifin af grænlensk- um mat, fékk stundum sent hingað heim hvalkjöt og spik. Eitt sinn fékk hún ísbjarnarkjöt sem henni fannst gífurlega spennandi að matbúa. Hin ferðin okkar var þegar Ella stóð á áttræðu. Ekki mátti minnast á að halda henni veislu né hjálpa henni við að halda eina slíka en hún féllst á að fara eitthvað út úr bænum. Ferð og gisting um Snæfellsnesið varð fyr- ir valinu, nesið var henni hjartfólgið vegna þess að hún og Frissi höfðu svo oft ferðast þar um fyrr á árum. Kom- um víða við á nesinu og fórum í laug- ina á Lýsuhóli, þar er ölkelduvatn, sem Ella fullyrti að væri besta vatn í heim, hefði yngingarmátt. Snæddum síðan afmæliskvöldverð á Búðum, þar sem tekið var á móti okkur með kampavíni og henni slegnir gullhamr- ar fyrir unglegt útlit og glaðværð, þetta átti nú vel við mína. Daginn eftir var ákveðið að fara á vélsleða upp á jökul, það hefðu kannski ekki margir á hennar aldri og með hennar heilsu haft kjark til að fara í slíka ferð en þetta fannst henni spennandi. En þegar Ella mín var komin í moonboots, vélsleðagallann og með hjálminn á höfuðið þá hugsaði ég: „Drottinn minn hvað er ég búin að koma henni út í?“ En af stað fór hún, sat fyrir aftan leiðsögumanninn sem var ungur og myndarlegur drengur og ríghélt sér í hann. Svo horfði ég á eftir henni hoppandi og skoppandi á fullri ferð, dauðhrædd um að hún fyki af. En allt gekk þetta nú vel og hún komst heilu og höldnu niður. Þegar að bílnum var komið fannst okkur nauðsynlegt að skála fyrir afrekinu í smáviskístaupi. Ella var sjálfstæð, sterk og eftir- minnileg persóna, sem hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllu og ekki nokkur leið að fá hana til að taka rök- um eða skipta um skoðun og sagði mjög oft: „Það segir mér enginn neitt um það.“ Hún fylgdist mjög vel með allri þjóðfélagsumræðu og lestur góðra bóka var hennar uppáhald. Hún var gjafmild, rausnarleg og með afbrigðum gestrisin. Alltaf voru kræsingar á boðstólum sem hún hafði bakað, smurt eða matbúið og það kom endalaust eitthvað gott út úr ís- skápnum eða búrinu. Ég held að einu rimmurnar okkar Ellu hafi verið þeg- ar ég var að passa línurnar og reyndi að segja nei takk. Ásgeir bróðir minn dýrkaði þessa konu, var einlægur aðdáandi og kall- aði hana Ellu sín. Það kemur ekkert á óvart því hún var honum afskaplega góð, dugleg að tala við hann og gerði sér far um að útbúa hans uppáhalds- rétti. Hápunkturinn var þegar hann fékk að gista hjá Ellu frænku á nes- inu. Kristjáni Bjarna syni mínum fannst gaman að koma til hennar. Alltaf fékk hann hlýjar móttökur og passaði hún upp á að nammiskálin væri aldrei tóm. Hún náði ágætlega til hans þó svo 65 ár skildu að, þau horfðu saman á fótbolta eða tónlistar- myndbönd og kom honum oft á óvart hversu vel hún var að sér á þessum sviðum. Stundum var hún búin að klippa út fyrir hann greinar um mál- efni sem hún vissi að hann hefði áhuga á. Nú og svo fannst honum bara notalegt að fá að liggja í sóf- anum hjá henni og spjalla um heima og geima. Þegar Ingvar kom inn í líf mitt þá gladdist hún með mér og þeim varð strax vel til vina. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að ekki þýddi að breyta hennar skoðunum, því var eina leiðin til að fá hana til að endur- skoða hug sinn að taka undir með henni svo hraustlega, með hennar eigin lýsingarorðum og blóti, að henni þætti nóg um og dró hún þá í land. Eitt sinn fannst henni nóg komið og tók mig afsíðis og spurði: „Hvernig stendur á því að maðurinn blótar svona mikið?“ Það má með sanni segja að Ella mín lifði lífinu lifandi og þannig mun ég minnast hennar. Við Kristján Bjarni, Ásgeir Ísak og Ingvar þökkum Ellu fyrir samfylgd- ina, þökkum það sem hún var okkur og gaf okkur. Arna Viktoría. Elínborg Sigurðardóttir frá Ísa- firði er lést 7. janúar sl. var merk- iskona. Ég kynntist henni fyrst fyrir 25 ár- um. Hún var þá verkstjóri í bókbandi Hagprents sem ég og maðurinn minn keyptum þá. Elínborg hafði starfað þar í mörg ár og vann hjá okkur næstu 13 ár eða þar til hún hætti ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Jórunn Karls-dóttir, Unna, fæddist í Reykjavík 18. september 1929. Hún lést á LSH í Fossvogi 11. janúar síðastliðinn. Jórunn var dóttir hjónanna Magneu Guðrúnar Ingimundardóttur, f. 31.1. 1905, d. 21.1. 1985, og Karls Georgs Magnússon- ar, f. 12.9. 1903, d. 11.9. 1959. Þau skildu. Systir Jór- unnar er Ásdís Sig- urðardóttir, f. 27.6. 1940, dóttir Sigurðar Valdimars Stefánssonar, f. 21.3. 1902, d. 20. 11. 1974, seinni eiginmanns Magneu Guðrúnar. Synir hennar eru Christoff Weh- meier, f. 1.11. 1963, og Arne Weh- meier, f. 1.11. 1964. Jórunn giftist 17.7. 1948 Helga Steinsson, f. 27.12. 1928, d. 4.8. 2000. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á Þorfinnsgötu 6 í Reykjavík, en lengst af bjuggu þau á Unnarbraut 3 á Seltjarn- arnesi. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Inger, f. 8.4. 1948, gift kvæntur Jenný Lovísu Þorsteins- dóttur, f. 3.11. 1964. Sonur Jó- hanns og Þórunnar Halldórsdótt- ur, f. 1959, er Halldór, f. 1978, börn Jóhanns og Jennýjar eru Jór- unn, f. 1989, og Jóhann Örn, f. 1993. 4) Unnur Steinsson, f. 27.4. 1963, gift Ásgeiri J. Ásgeirssyni, f. 7.11. 1960. Börn Unnar og Vil- hjálms Skúlasonar, f. 1962, eru Unnur Birna, f. 1984, Steinar Torfi, f. 1986, og Vilhjálmur Skúli, f. 1992. Jórunn giftist 16.8. 1975 Birni Thors, f. 28.2. 1923, d. 26.3. 1997. Heimili þeirra var lengst af á Bollagörðum 24 á Seltjarnarnesi, eða þar til Björn lést. Jórunn stundaði ýmis störf um ævina, eins og afgreiðslu- og skrif- stofustörf, m.a. hjá Gunnari Egg- ertssyni hf. Jórunn vann einnig við kjólasaum. Hún var sjálf- menntuð á því sviði og var til að mynda með kjólaleigu Jórunnar til margra ára. Jórunn var mjög félagslynd og listræn, m.a. prýða mörg málverk eftir hana heimili hennar. Þá hafði hún yndi af ferðalögum erlendis og tók þátt í mörgum leikuppfærslum áhuga- leikfélaga, nú síðast með leik- félaginu Snúði og Snældu. Síðustu æviár sín var hún einnig meðlimur í kór eldri borgara í Gerðubergi. Útför Jórunnar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ólafi Erni Péturssyni, f. 7.7. 1948. Börn þeirra eru a) Helgi, f. 1967, í sambúð með Hrefnu Ósk Bene- diktsdóttur, f. 1967. Synir þeirra eru Adam Karl, f. 1994, og Hrafn Helgi, f. 1996, b) Inger Rós, f. 1975, gift Gunnari Inga Halldórssyni, f. 1966. Synir þeirra Ólafur Ingi, f. 1995, Pétur Jarl, f. 1998, og Helgi Freyr, f. 2001. 2) Helga Magnea Steinsson, f. 22.9. 1952, gift Einari Má Sigurðarsyni, f. 29.10. 1951. Dóttir Helgu og Snæbjarnar Kristjánssonar, f. 1949, er a) Heið- rún Helga, f. 1971, gift Magnúsi Þór Ásgeirssyni, f. 1972. Börn þeirra eru Magnea Ásta, f. 1998, og Ásgeir Snær, f. 2002. Synir Helgu og Einars eru b) Karl Már, f. 1977, í sambúð með Bryndísi Sigurðardóttur, f. 1975, sonur Bryndísar Samúel Már, f. 2000, c) Einar Torfi, f. 1980, og d) Sig- urður Steinn, f. 1990. 3) Jóhann Torfi Steinsson, f. 9.7. 1954, Umvafin ást og hlýju barna sinna kvaddi Jórunn Karlsdóttir þennan heim að kvöldi 11. janúar. Það var fyrir meira en tuttugu ár- um að ég kynntist Jórunni, ekki að ég hafi verið búin að kynnast syni hennar heldur saumaði hún á mig dansbúninga eins og henni var einni lagið og hafði mikið dálæti á. Seinna hannaði hún og saumaði brúðarkjól- inn en kjólarnir áttu eftir að verða margir sem ég fékk að njóta. Hún var nefnilega snillingur í þeim efn- um. Við náðum vel saman, strax í upphafi tók hún mér eins og sinni eigin dóttur og fyrir það er ég þakk- lát. Ekki var það þó þannig að við værum alltaf sammála, gátum alveg þráttað en elduðum aldrei grátt silf- ur saman, því er ég fegin. Meiri dugnaðarforki hef ég sjald- an kynnst, hún sat aldrei auðum höndum og beið aldrei eftir ellikerl- ingu. Skemmst er að minnast sl. sumars þar sem hún söng og dansaði uppi á sviði í afmælisveislu sonar síns eins og ungmær væri, í þvílíku formi, og í afmæli mínu nú sl. nóv- ember, alltaf jafn fjörug. Já, hún Jórunn kunni að lifa lífinu lifandi, þvílíkur karakter sem við kveðjum hér nú! Hennar er sárt saknað. Elsku Jórunn, ég er þess viss að þín er beðið hinum megin … ég bið að heilsa. Sjáumst síðar! Þín Jenný. Að sitja ein og bíða eftir fréttum, fréttum um að náinn ástvinur hafi farið. Að átta sig loks á því hve mikill missirinn er, það skellur á mér eins og elding. Allar stundirnar, ógleymdu, sem við höfum átt góðar, og líka þær þeg- ar þú huggaðir mig, þegar ég átti bágt. Aldrei gafstu upp, sama hvað bját- aði á, tókst þér verk í hendur og klár- aðir með fullkomnun. Krafturinn og ástin sem var í þér – ég hélt þú værir eilíf. Þess vegna brá mér, ennþá í sjokki og felli tár hljóðlaust, í laumi. Hugsa um þig bæði vakandi og í draumi. Einhvern veginn veit ég að þú ert ekki alveg horfin, ekki alveg farin, að ég mun sjá þig aftur, í bleikum bux- um og bleikum jakka með gull um hálsinn. Amma gull, sakna þín. Við sjáumst aftur. Nafna þín, Jórunn. Nú er elsku amma gull farin frá okkur og við sem héldum að hún mundi vera hér að eilífu. Það er svo erfitt að hugsa til þess að við getum ekki lengur farið niður í kaffi og spjall hvenær sem okkur dettur í hug eða setið með henni og horft á sjónvarpið á kvöldin. Hún var ein- stök kona og yndislegasta amma sem hægt er að hugsa sér og svo stór hluti af lífi okkar. Hún vildi allt fyrir okkur gera og það var ekki sjaldan sem hún aðstoðaði okkur við lær- dóminn, saumaði eða lagaði föt á okkur, skutlaði okkur í skólann og á æfingar og síðast en ekki síst kenndi okkur svo margt og gaf af sér svo mikla ást og umhyggju. Hún var allt- af til staðar og það var svo gott að vita af henni þarna á neðri hæðinni þar sem hún dundaði sér við að sauma og laga kjólana sína. Þær eru óteljandi minningarnar um ömmu gull og erum við systkinin innilega þakklát fyrir að hún bjó allt- af svona nálægt okkur. Hún var okk- ur svo miklu meira en bara amma því hún var mamma okkar númer tvö og einnig ein besta vinkona okkar. Við eigum aldrei eftir að gleyma öllum göngutúrunum sem við höfum farið með henni í gegnum tíðina þar sem amma var alltaf með orkupillur/ nammimola í vasanum fyrir alla. Oft var hann stór krakkahópurinn sem fylgdi henni í þessar gönguferðir, því hún var amma allra krakkanna í hverfinu og við vorum svo stolt af því að eiga hana. Hennar verður sárt saknað og okkur fannst hún fara frá okkur allt of snemma. Við eigum eft- ir að gera svo margt í lífinu sem við hefðum viljað að hún tæki þátt í. En við vitum að hún vakir yfir okkur og við eigum eftir að skála fyrir henni að hennar hætti um ókomin ár. Það hefur bara einhver þurft á henni að halda þarna hinum megin, vantað bleikan engil. En eitt er víst að hún er hjá afa Kota núna og hefur hann tekið á móti henni með sínu trausta og þétta faðmlagi. Við biðjum þig amma gull að gefa honum koss frá okkur. Elskum þig meira en þú getur ímyndað þér, upp í himin og alla leið til baka. Saknaðarkveðjur frá Bjarti, Dimmu og Skugga. Unnur Birna, Steinar Torfi og Vilhjálmur Skúli. Bestu vinkonur okkar systranna eru systur. Lára og Helga settust hlið við hlið í 8 ára bekk og voru óað- JÓRUNN KARLSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.