Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 27
störfum að eigin ósk vegna aldurs. Elínborg var frábær starfsmaður. Skipulögð, snögg að átta sig á hlut- unum og hafði yfirsýn yfir allt sem gera þurfti enda unnið við bókband í áraraðir. Það var ómetanlegt fyrir okkur að hafa svo góðan og dugmik- inn verkstjóra sem var fljót að koma nýju fólki inn í verkin og sá til þess að þau væru unnin fljótt og vel. Af- greiddi málin á sinn snaggaralega hátt. Hún var líka hnyttin og skemmtileg og varð fljótlega góð vin- kona mín og reyndar allrar fjölskyld- unnar. Það sópaði að Elínborgu hvar sem hún fór og hún hafði mjög svo ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Hún hafði mikinn áhuga á bókum og var víðlesin. Einnig hafði hún un- un af góðum tónleikum og tónlist yf- irleitt og ferðaðist mikið um landið með Friðriki manni sínum. Elínborg var listakokkur og var langt á undan sinni samtíð í því að nota framandi krydd í mat og þurfti aldrei að smakka hvort rétta bragðið væri komið af matnum. Hún fann það á lyktinni. Hún hafði líka mjög gaman af að bjóða til sín vinum og ættingjum í mat, bæði meðan Friðriks hennar naut við og eins eftir að hún var orðin ein. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar hún hringdi og bauð mér í snarl í hádeginu, sem oftar en ekki var veislumáltíð eins og henni einni var lagið. Það er mikill missir að Elínborgu vinkonu minni. Það var alltaf svo hressandi og skemmtilegt að hitta hana og ræða við hana um það sem var efst á baugi hverju sinni, því hún fylgdist vel með öllu og myndaði sér ákveðnar skoðanir á málunum og varð ekki haggað frá því. Við sem þekktum hana munum sakna hressandi hlátursins og snöggra athugasemda hennar, sem voru stundum settar fram til að fá viðbrögð við skoðunum hennar sem hún vissi þá að voru ekki allra en komu af stað miklum og áköfum skoðanaskiptum. Þá var hún í essinu sínu. Um leið og ég þakka Elínborgu samfylgdina bið ég Guð að blessa hana, og styrkja og blessa ástvini hennar. Helga Guðmundsdóttir. skiljanlegar frá þeim degi, Unnur og Unnur (Steinsa og Pálsa) hafa þekkst frá fæðingu. Það lá því beint við að samgangur á milli heimilanna yrði mikill. Þó að við byggjum sitt hvorum megin við sömu götu þurft- um við auðvitað oft að gista og var það hlutskipti mæðranna að stjórna og annast stelpustóðið. Nú er Jór- unn, móðir Helgu og Steinsu, dáin. Glæsileg og góð kona er fallin frá. Margar æskuminningar eru tengdar henni á einn eða annan hátt. Jórunn var falleg kona, smekkvís og trygg- lynd. Hún sýndi okkur systrum ávallt áhuga og vináttu. Við erum henni þakklátar fyrir samferðina og sendum ættingjum hennar og vinum samúðarkveðjur. Unnur og Lára Pálsdætur. Elsku amma gull. Jólin voru yndislegur tími og að hafa þig hjá okkur var dýrmætt. Gaman var að sjá hvað þú naust þess að vera með krökkunum. Þú og Magnea Ásta voruð alltaf eitthvað að dunda ykkur og gera ykkur fínar. Það var mjög sérstakt samband á milli ykkar og oft sagði hún við þig: „Við hugsum alveg eins!“ Mikið var hún hrifin þegar þú varst að und- irbúa afmælið mitt með blöðrum, kórónum og flautum. Eins var fjör í afmælinu hans Jóa í fyrrasumar, þar slóst þú mjög eftirminnilega í gegn. Þér fylgdi alltaf svo mikið fjör, hvort sem var að leika litlu kitlandi flug- urnar eða hávaðasöm og skrautleg leikföng. Annað sem einkenndi þig var glæsileiki. Það sást líka vel í öll- um kjólunum sem þú saumaðir að þú varst mikil smekkmanneskja. Þú varst nú líka þekkt fyrir að gera glæsilegar kökur. Á skólaárum okk- ar Magga fengum við oft góðar kök- ur þegar við komum í heimsókn um helgar og öll hjálpin í kringum brúð- kaupið okkar, hún var ómetanleg. Þegar ég lít til baka þá er margs að minnast. Ég man þegar við heim- sóttum ykkur afa á Melabrautina, þá fannst mér við alltaf stoppa of stutt. Oft fengum við Inger Rós að leika okkur í dótinu þínu sem var skartið þitt, fínu skórnir og varalitirnir, svo var haldin sýning. Þá var mikið hleg- ið, svo var farið í sund úti í garði, í gufu og kúrt í mjúka sófanum við sjónvarpið og því ekki skrítið að ég vildi vera lengur hjá ykkur. Ég gleymi því ekki þegar ég sat í sóf- anum hjá þér og sagði við þig að ég vildi ekki verða fullorðin, ég vildi alltaf geta kúrt hjá þér. Mér leið allt- af vel hjá þér. Við krakkarnir köll- uðum þig ömmu gull og ástæðan var sú að þú kallaðir okkur, barnabörn- in, gullin þín, það segir nú dálítið um hlýju þína. Já elsku amma, þér fylgdi mikil gleði og hlýja og því er nú eftir mikið tómarúm sem erfitt er að fylla, ef það verður þá hægt. En minningin um þig lifir áfram í hjörtum okkar. Elsku mamma, móðursystkini og fjölskylda, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd okkar Kalla, Einars Torfa og Sigga Steins, kveðja, Heiðrún. Hin mæta mannkostakona og tryggðatröllið Jórunn Karlsdóttir (Unna) hefur kvatt þennan heim. Ég finn nú til mikils saknaðar og þakk- lætis fyrir tryggð hennar við mig í öll þessi ár. Við lékum saman sem stelp- ur frá átta ára aldri. Áttum heima hvor á sínu horninu á Ásvallagötu. Þá voru góðar aðstæður til leiks – Þórarinn á Melnum með sinn bú- stofn – Sigurður úri var ekki búinn að byggja á Bræðraborgarstígs- horninu, svo þar á grunninum rennd- um við okkur á rassinum, verkóport- ið, rólur, sandkassar, kýlóleikur, sippuleikur – mikill kraftur í leik – ég man ekki eftir að þekkja orðin að „láta sér leiðast“. Við vorum báðar í Landakotsskóla, fermdumst saman, meira að segja í eftirfermingarkjól- um sem saumaðir voru á okkur. Ég var mikið inni á heimili Magneu, móður Unnu, og hún heima hjá mér. Þá var gaman að vera barn. Við vor- um saman í ballett hjá Elly Þorláks- dóttur á Bjarkargötu. Og oft brugð- um við okkur á skauta í leiðinni. Við vorum fengnar að láni til að vera englar í fyrstu uppsetningu Gullna hliðsins í Iðnó. Svona gæti ég talið endalaust. Stofnaður var alvöru saumaklúbbur þar sem skipst var á uppskriftum, aðferðum við handavinnu og auðvit- að fréttað af náunganum. En ég flutti utan og þá endaði þessi sauma- klúbbur sem samanstóð af Unnu, Mögnu, Diddu, Haddý og Lissu (undirritaðri). En við höldum ennþá þessum vinskap og tel ég að það sé Unnu tryggð að þakka, því þegar ég heimsótti landið í 25 ára fjarveru hélt hún alltaf kóngaveislu og hóaði í hinar stelpurnar og hélt þannig vin- áttunni við. Einnig heimsótti hún mig til Noregs, meðan ég bjó þar. Unna var þekkt saumakona, hann- aði og saumaði kjólana fyrir stúlkur sem þess óskuðu og sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum. Hún var ein- staklega hög. Mikill fagurkeri, bak- aði vissar kökur sem alltaf voru til fyrir fjölskylduna, barnabörn, gesti og gangandi. Þar var sko ekki komið að tómum kofunum. Hún var mikill barna- og dýravinur. Börn hreinlega drógust að henni. Barnabörnin missa mikið, sérstaklega þau sem bjuggu í námunda við hana. Köttur- inn Bjartur kjaftaði við hana og hún við hann. Það var yndislegt að upp- lifa. Blómakona var hún mikil og veit ég að hún setti niður fjölda lauka í haust. Þeir eiga eftir að heiðra minn- ingu hennar þegar vorar. Það er nú bara staðeynd að hlutskipti allra manna er að missa en mest er þó um vert að hafa átt. (Byron.). Helga Guðbrandsdóttir (Lissa). Unna var eins og Kristín amma hennar, afasystir mín, falleg ytra sem innra og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Þar sem ég hef ekki aðstæður til að fylgja henni síðasta spölinn sendi ég afkomendum hennar samúðar- kveðjur og kveð mikilhæfa konu. Valgerður Bára Guðmundsdóttir, Bolungarvík. Galakjólar og kögur kannast ég við þegar ég hugsa til baka og þá kemur Jórunn Karlsdóttir í hugann. Hún var vakin og sofin í því að hanna og sauma galakjóla. Þetta var henn- ar líf og yndi og hver kjóll var lista- verk. Jórunn var manneskja sem lagði sál sína í hvern kjól og þá var ekkert undan skilið, efnið og hver þráður var vel valinn og hver kjóll sniðinn að módeli. Hún var hand- verkskona að upplagi. Ekki sá mað- ur myndir frá fegurðarsamkeppnum nema hún ætti þar kjól. Íslenskt hárgreiðslufólk tók fyrst þátt í alþjóðlegri keppni í Vín 1985 og þá hannaði og saumaði Jórunn fötin fyrir Dórótheu Magnúsdóttur. Það vakti mikla athygli og virðingu fyrir okkur þá og ég man að við vor- um spurð hvaða tískuhús hefði hann- að fyrir okkur kjólana. Það var bara byrjunin. Árið 1986 fórum við á heimsmeistarakeppni í hárgreiðslu í Verona á Ítalíu og aftur sá Jórunn um klæðin og vakti athygli fyrir góð- an saumaskap og hönnun. Síðan kom Búdapest 1987, Düsseldorf 1988 og Rotterdam 1990. Alltaf var Jórunn með af lífi og sál að hanna og sauma. Við fórum síðan með alla þessa kjóla til New York, Chicago, Los Angeles og alltaf vöktu þeir athygli. Þetta var hennar áhugamál og ekki man ég eftir að við borguðum henni krónu fyrir. Allt umstangið og vinn- una, það gaf hún án eftirsjár. Sóma- kona sem vildi handverkinu vel og mætti vera til fyrirmyndar fyrir fólk í dag sem setur verðmiða á allt sem það gerir. Jórunn var stórbrotin manneskja og sómakona heim að sækja. Þá var síamskötturinn hennar sem Bubbi gaf henni líka mikill gleðigjafi þegar ég þurfti að vera í öðru herbergi þegar stúlkurnar mát- uðu kjólana, því Jórunn var siðsöm kona. Ég votta ættingjum hennar alla mína samúð og veit að minning hennar mun lifa um aldur og ævi. Hennar verður saknað. Torfi Geirmundsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 27 MINNINGAR Elskulegur faðir, afi og langafi okkar, EGGERT INGIMUNDARSON, áður til heimilis í Sóltúni 28, lést fimmtudaginn 6. janúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Kærar þakkir til starfsfólks Víðiness, sem önnuðust hann vel. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Félags aðstandenda alzheimerssjúkra, símar 898 5819 og 533 1088. Bergþóra Eggertsdóttir, börn og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÚN GÍSLADÓTTIR, Álfhólsvegi 70, Kópavogi sem lést laugardaginn 15. janúar, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.00. Guðmundur Hansen Friðriksson, synir, tengdadætur og barnabörn. Eiginkona mín, STEINUNN SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá Vegamótum, Dalvík, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 17. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Steingrímur Þorsteinsson. Faðir okkar, GUNNAR FRIÐRIKSSON frá Látrum í Aðalvík, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 14. janúar. Jarðarför hans verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Sæmundur, Friðrik, Rúnar og Guðrún Gunnarsbörn og fjölskyldur. Elskulegur faðir minn og bróðir, SVEINN CECIL JÓNSSON, dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, áður Ljósheimum 6, Reykjavík. sem andaðist þriðjudaginn 11. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 20. janúar kl. 13.30. Héðinn Sveinsson, Margrét Hansen. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRÓTHEA FR. ÓLAFSDÓTTIR, áður til heimilis í Lönguhlíð 3, Reykjavík, sem lést á Vífilsstöðum mánudaginn 10. janúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. janúar kl. 15.00. Elínborg Gunnarsdóttir Walters, Róbert Walters, Ólafur Gunnarsson, Ingunn Jónsdóttir Hjördís Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langlangamma, VILBORG S. EINARSDÓTTIR, Digranesvegi 36, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 18. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Einar Runólfsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.