Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 33 DAGBÓK Starfsmannaviðtöl eru að margra matiafar mikilvægur þáttur í samskiptumvinnuveitenda og starfsmanna og erekki sama hvernig farið er með slík tækifæri. IMG Ráðgjöf stendur í næstu viku fyrir námskeiði um starfsmannaviðtöl, en þar mun Halla Jónsdóttir, ráðgjafi hjá IMG, leiða þá sem hafa hug á að innleiða og endurbæta starfsmannasamtöl á vinnustað til betri vinnu- bragða og kynna nýjar hugmyndir. Námskeiðið er kennt 25. janúar milli kl. 13 og 16 og 26. janúar milli kl. 9 og 13 hjá IMG á Laugavegi 170. „Í fyrri hluta námskeiðsins er fjallað um helstu forsendur starfsmannasamtala, tilgang og ávinning,“ segir Halla. „Farið er í gegnum þau skref sem taka þarf þegar unnið er að inn- leiðingu samtala s.s. skilgreiningu markmiða, tæknilegar ákvarðanir og hönnun eyðublaða og leiðbeininga. Seinni hluti námskeiðsins gefur frekari inn- sýn í samtalið sjálft allt frá undirbúningi til eftirfylgni auk þess sem kennd eru grundvall- aratriði viðtalstækni.“ Hver er tilgangur starfsmannaviðtala? „Í starfsmannasamtölum fá stjórnandi og starfsmaður tækifæri til að ræða á skipulagðan hátt um störf starfsmanns yfir ákveðið tímabil og kröfur og væntingar beggja aðila. Innihald samtalanna veltur á því hvaða markmið er lagt upp með á hverjum vinnustað. Oft er rætt um frammistöðu og/eða starfsþróun en einnig um aðra þætti s.s. starfsumhverfið, starfsánægju, samskipti og upplýsingaflæði. Starfsmanna- samtöl eru hugsuð sem umbótatæki og því enda þau á því að fyllt er út áætlun um það sem gera þarf til að umbætur eigi sér stað.“ Hvað getur gott starfsmannaviðtal fært fyr- irtæki og starfsmanni? „Undanfarið hefur ég orðið vör við vaxandi áhuga á starfsmannasamtölum og það má e.t.v. skýra með aukinni vitund bæði stjórnenda og starfsmanna um gildi uppbyggjandi leiða í mannauðsstjórnun. Mikilvægt er þó að hafa í huga að það er með samtölin eins og önnur tæki að þau virka bara ef þau eru notuð rétt. Sé vel staðið að málum leiða samtölin af sér ýmsan ávinning allt eftir því hvernig þau eru útfærð. Mögulegur ávinningur er t.d. bætt tengsl milli stjórnanda og starfsmanns, end- urgjöf til starfsmanna og markviss starfsþró- un.“ Hægt er að skrá sig á námskeiðið í síma 540 1000 og á vefnum www.img.is. Símenntun | Námskeið um starfsmannaviðtöl hjá IMG Ráðgjöf Bæta tengsl og endurgjöf  Halla Jónsdóttir er fædd á Sauðárkróki ár- ið 1973. Hún lauk stúd- entsprófi frá MA 1994, BA í sálfræði frá HÍ 1998 og MSc prófi í vinnu- og skipulags- sálfræði frá Háskól- anum í Amsterdam 2004. Halla hefur starfað við ráðgjöf og þjálfun hjá IMG Ráðgjöf síðan 2004. Helstu verkefni eru á sviði mannauðsstjórnunar s.s.í tengslum við starfsmannasamtöl, frammistöðustjórnun, starfsmannaval og starfsþróun. Halla er gift Ragnari Pétri Ólafssyni sálfræð- ingi og eiga þau tvær dætur. 40 ÁRA afmæli. Í dag, 19. janúar,er fertug Guðrún Ósk Jóns- dóttir, Miklubraut 58, Reykjavík. Guð- rún verður að heiman á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Í dag, 19. janúar,er fimmtugur Valgarður Ein- arsson miðill. Valgarður fagnar áfang- anum erlendis. unin gekk vel því okkur Íslendingum rennur til rifja eymd fólks þegar um náttúruhamfarir er að ræða. Mikið fé safnaðist, menn og fyrirtæki voru örlát. En athugasemdir Gísla Marteins fóru fyrir brjóstið á mér (þótt hann bæði afsökunar á orðum sínum). Vissi maðurinn ekki til hvers var verið að safna fé eða við hvaða hörm- ungar fólkið býr, sem varð fyrir Er Gísla Marteini ekkert heilagt? ÞJÓÐIN safnaðist saman fyrir framan sjónvarpið síðastliðið laug- ardagskvöld þegar söfnunin fór fram til hjálpar fólkinu sem varð illa úti í flóðbylgjunni á annan dag jóla síðast liðinn. Dagskráin var fjöl- breytt og allar sjónvarpsstöðvar lögðu saman um dagskrána. Söfn- þessum ósköpum? Fulltrúar okkar, sem vinna við erfiðar aðstæður eins og þeir sem talað var við þarna niður frá, standa sig með prýði. Ég held að það hefði þurft að senda Gísla Martein á staðinn til þess að hann skildi hvað þarna er um að vera. E.t.v. mega menn þakka fyrir að komast í bað og eiga hreina skyrtu til að fara í. Virðingarfyllst, Helga Jörgensen, kt. 100537-4519. Er Kristur kominn? EINN er sá málstaður sem mig langar að vekja máls á. Til eru al- þjóðleg samtök að nafni Share Int- ernational sem boða að Kristur sé kominn á meðal okkar. Heimsfræð- arinn væri réttara nafn yfir manninn en hans er vænst af fleiri trúar- brögðum sem t.d. Imam Mahdi af múslimum eða fimmti Búdda. Í gegnum Share International hafa verið birtir spádómar Krists sem síðan hafa ræst og einnig sýn hans á heimsmálin. Share International hafa líka vakið máls á þeim mál- efnum sem Kristur lætur sig varða en hann segir að vandamál mann- kyns nú verði leyst á sviði stjórn- mála og efnahagsmála í heiminum. Nánast má setja boðskap hans í eina setningu: „Deilið lífsins gæðum og bjargið heiminum með því“. Mis- skipting auðs, í hvaða formi sem er, er sem sagt undirrót flestra vanda- mála samtímans. Hvet ég sem flesta til að skoða heimasíðu Share Int- ernational www.share-internation- al.org eða síðuna www.them- iraclespage.org. Ef satt reynist þá stendur mannkynið á þröskuldi eins stærsta viðburðar sem dunið hefur yfir það. Sveinn Jónsson, Grundartanga 40, Mosf. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HEIMILI FASTEIGNASALA KYNNIR NÝTT FJÖLBÝLISHÚS VIÐ ÞÓRÐARSVEIG Í GRAFARHOLTI LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA UM SKILALÝSINGU, TEIKNINGAR OG FJÁRMÖGNUNARMÖGULEIKA HJÁ LÖGGILDUM FASTEIGNASÖLUM SKRIFSTOFUNNAR. Verð á 2ja herbergja 75 fm íbúð í lyftuhúsi: 13,9 m. án bílskýlis Verð á 3ja herbergja 97 fm íbúð í lyftuhúsi: 18,5 m. með bílskýli Verð á 4ra herbergja 112 fm í lyftuhúsi: 21,2 m. með bílskýli Verð á 4ra herbergja 116 fm m. sérinngangi: 22,1 m. með bílskýli Verð á 5-6 herbergja 170 fm íbúð á efstu hæð í lyftuhúsi: 32,9 m. með tveimur stæðum í bílskýli. Möguleg fjármögnun miðað við 90% lán í eign. Við undirritun kaupsamnings 6% kaupverðs. Við afhendingu eignar 2% kaupverðs. Við afsal eignar 2% kaupverðs. Dæmi um greiðslutilhögun á 3ja herbergja íbúð með stæði í bílskýli, verð 18.500.000: Fasteignalán til íbúðakaupa frá Íbúðalánasjóði eða bankastofnun 16.650.000 – greiðslubyrði mánaðarlega kr. 71.000. Við undirritun kaupsamnings kr. 1.100.000. Við afhendingu eignar kr. 375.000. Við afsal eignar kr. 375.000. Þórðarsveigur 26-30 er 27 íbúða fjölbýli. Hús 26 og 28 eru á þremur hæðum og er sérinngangur í íbúðirnar. Hús nr. 30 er fimm hæða lyftuhús. Íbúðirnar eru frá 2ja og upp í 5-6 herbergja. Eingöngu 4ra herbergja íbúðir eru í húsum númer 26 og 28. Allar íbúðirnar eru með sérþvottahúsi innan íbúðar og sér- geymslu í sameign. Íbúðirnar skilast fullbúnar að utan sem innan með öllum gólfefnum. Vandaðar innréttingar, tæki og gólfefni skv. fyrirliggjandi skilalýs- ingu. Íbúðirnar verða til afhendingar í maí nk. Skipholti 29a • 105 Reykjavík • sími 530 6500 • fax 530 6505 • heimili@heimili.is Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali • Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali • Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Brúðkaup | Gefin voru saman 26. júní 2004 í Reykholtskirkju þau Helena Dögg Magnúsdóttir og Haukur Þórð- arson. Ljósmynd/Sissa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.