Morgunblaðið - 19.01.2005, Side 34

Morgunblaðið - 19.01.2005, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 gustur, 4 kon- ungs, 7 höfum í hyggju, 8 gróði, 9 beisk, 11 stund, 13 stakt, 14 get um, 15 himna, 17 stjórna, 20 stór geymir, 22 á, 23 þunnur ís, 24 lóga, 25 siglutré með seglabúnaði. Lóðrétt | 1 bjart, 2 flenn- um, 3 rekkju, 4 hestur, 5 jurt, 6 þrautgott, 10 rán- dýr, 12 greinir,13 málmur, 15 titra, 16 kjáni, 18 þor, 19 þátttakandi, 20 þroska, 21 reykir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 snjókoman, 8 vegur, 9 goðum, 10 úra, 11 tjara, 13 nýrum, 15 skafa, 18 salli, 21 tík, 22 signa, 23 eiður, 24 nið- urlags. Lóðrétt | 2 negra, 3 ótrúa, 4 organ, 5 auðar, 6 hvet, 7 ám- um, 12 rif, 14 ýsa, 15 sess, 16 angri, 17 ataðu, 18 skell, 19 liðug, 20 iðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú munt bæta samskipti við þína nánustu á árinu með ánægjulegum hætti. Búðu þig undir skemmtilegri samveru með fólki. Gifting væri upp- lögð við þessar kringumstæður. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vertu vakandi fyrir tækifærum sem gefast til þess að bæta vinnuaðstöðu þína á næstunni. Vinna þín batnar örugglega á árinu, hafðu það bakvið eyrað. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ástarlíf þitt verður spennandi á næstunni. Ef það rætist ekki má bú- ast við að skemmtilegt frí, félagslíf eða glens og grín með félögunum létti þér lund. Það verður gaman á þessu ári. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nýttu öll tækifæri sem þér gefast til þess að bæta heimilisaðstæður þínar. Allt sem viðkemur híbýlum, fjöl- skyldu og einkalífi verður hlýlegra og gleðilegra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hefur þú tekið eftir aukinni jákvæðni í eigin fari að undanförnu, kæra ljón? Hún kemur, sama þótt ytri aðstæður breytist sama og ekkert. Veltu því fyrir þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt fyrr hefði verið! Nú er röðin komin að meyjunni að fá tækifæri til þess að auka tekjur sínar. Auðvitað eyðir þú meiru fyrir vikið, en svona lítur þetta nú út. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er óhætt að segja að árið 2005 verði sannkallað happaár fyrir vog- ina. Júpíter var síðast í vog fyrir 12 árum. Njóttu gæfunnar sem fylgir þér á meðan. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Margir í sporðdrekamerkinu eru að ná sambandi við sinn innri mann um þessar mundir. Enn aðra þyrstir í andlega upplifun. Það er gott að vera hlýr og skilningsríkur gagnvart sjálf- um sér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vinsældir þínar munu vaxa á þessu ári af ýmsum ástæðum. Eitt er víst, allir vilja vera í návist þinni. Njóttu þess og þiggðu öll boð sem þér ber- ast. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Svo virðist sem ýmis tækifæri bíði þín á framabrautinni núna. Mikilvægir einstaklingar, yfirmenn og áhrifafólk kann að meta það sem þú hefur fram að færa núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Heppnin sem fylgir þér á árinu er tengd útgáfu, ferðalögum, lögum, fjölmiðlum, menntun og læknisfræði. Þú skarar framúr á þessum sviðum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að vita hversu mörg tæki- færi bíða þín á þessu ári. Það er eins og þú eigir eitthvað inni hjá mátt- arvöldunum. Nú munt þú bera eitt- hvað úr býtum. Loksins, munu ein- hverjir segja. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú ert afar skapandi manneskja og hefur fjöruga, rafmagnaða og smitandi orku. Þér hættir til að fara með hlutina út á ystu nöf. Ljós þitt skín skært og óhætt að segja að engin lognmolla eða leiðindi séu í kringum þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburðidagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Kvikmyndir Háskólabíó | Frönsk kvikmyndavika. Kl. 17.40, Marie Jo og ástirnar Tvær. Kl. 18, Grjóthaltu kjafti. Kl. 20, Einkadætur, Löng trúlofun. Kl. 22, Peningabíllinn. Kl. 22.30. Löng trúlofun. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Banananas | Baldur Björnsson – Hefur þú upplifað geðveiki?. Gallerí i8 | Finnur Arnar sýnir ýmis mynd- verk. Gallerí Sævars Karls | Hulda Vilhjálms- dóttir – Hver er að banka á hurðina? Kannski barnið í landslaginu? Gallerí Tukt | Kristjana Rós Guðjohnsen sýnir abstrakt olíumálverk. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og mynd- bönd. Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár. Svart á hvítu, þrívíð verk, málverk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apóteki. Sigrún Guðmunds- dóttir er myndhöggvari janúarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju Hallgrímskirkju. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir – Landslagsverk. Listasafn ASÍ | Valgerður Guðlaugsdóttir – Á skurðarborði Augans. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir Snæbjörn Birgisson – verk úr tveimur myndröðum, Snertingar og Ljóshærðar starfstéttir. Elías B. Halldórsson – Olíuljós. Verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð- ur Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Nýlistasafnið | Hlynur Helgason – Gengið niður Klapparstíg. Ævintýralegir fem- inistar – Carnal Knowledge. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Sör- en Solsker Starbird – Er sálin sýnileg? Ljósmyndasýning. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson (f. 1931), grafíklistamaður, listmálari, mynd- listarkennari og listgagnrýnandi er mynd- listarmaður mánaðarins í samstarfi Þjóð- menningarhússins og Skólavefsins. Í Þjóðmenningarhúsinu er yfirlitssýning á verkum Braga, bæði í veitingastofu og í kjallara. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Í Þjóðmenning- arhúsinu er hafin sýningaröðin Tónlistar- arfur Íslendinga. Kynntar eru nýjar rann- sóknir á tónlistararfinum og útgáfa efnis á geisladiskum. Fyrsta sýningin fjallar um Silfurplötur Iðunnar sem Kvæðamanna- félagið Iðunn og Smekkleysa gaf nýlega út á 4 geisladiskum ásamt veglegu riti. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1200 ár. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar er opið til kl. 21. Fréttir Kaffi Sólon | Menntamálanefnd Heimdallar stendur fyrir kappræðum milli Péturs Blön- dal þingmanns Sjálfstæðisflokksins og Atla Gíslasonar þingmanns Vinstri grænna, á Kaffi Sóloni kl. 20. Rætt verður um einka- rekstur í menntakerfinu. Fundarstjóri er Árni Snævarr. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun á miðvikudögum kl. 14–17 að Sólvallagötu 48. Svarað í síma 551 4349 þri.–fim. kl. 11–16. Tekið við vörum og gjöfum þri. og mið. kl. 11–16. netfang. mnefnd@mi.is. Fundir Café Riis | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund á morgun kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn: Sigríður Anna Þórðardóttir umhverf- isráðherra og Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður. Geðhjálp | Fundir fyrir félagsfælna hjá Geð- hjálp, Túngötu 7, öll miðvikudagskvöld í vetur kl. 20. Hótel Höfn | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – auk- in hagsæld. Framsögumenn: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Guðjón Hjörleifsson alþingismaður. Hótel Ísafjörður | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund á morgun kl. 20.30. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra og alþing- ismennirnir Einar K. Guðfinnsson og Birgir Ármannsson. Hótel Örk, Hveragerði | Sjálfstæðisflokk- urinn heldur stjórnmálafund á morgun kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra og alþingismennirnir Drífa Hjart- ardóttir og Sólveig Pétursdóttir. ITC Fífa | ITC Fífa og ITC Melkorka mætast í mælsku- og rökræðukeppni kl. 20, í sal Safnaðarheimilis Hjallakirkju að Álfaheiði 17, Kópavogi. Allir velkomnir. Ath. breyttur tími. Upplýsingar á: www.simnet.is/itc itc- fifa@isl.is og Guðrún í síma 698 0144. Kvenfélagið Aldan | Fundur í kvöld kl. 20.30 í Borgartúni 18, 3. hæð. Félagsvist, takið með ykkur gesti. Kvenfélag Kópavogs | Fundur í kvöld kl. 20, í Hamraborg 10, Kópavogi. OA-samtökin | OA-samtökin verða 45 ára 19. janúar. Í tilefni af því verður opinn af- mælisfundur kl. 20.15 í Gula húsinu, Tjarn- argötu 20, þar munu þrír OA-félagar segja sögu sína. OA-samtökin eru samtök fólks sem á við sameiginlegt vandamál að stríða, átfíkn, sem á sér ýmsar birting- armyndir. Nánari uppl. www.oa.is. Ýmir | Aðalfundur Karlakórs Reykjavíkur fyrir árið 2004 verður haldinn í Tónlistar- húsinu Ými þriðjudaginn 25. janúar kl. 19. Fyrirlestrar Náttúrufræðistofnun Íslands | Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur á NÍ, flytur erindið: „Riðar flokkunarkerfi Linnés til falls?“ kl. 12.15 í sal Möguleikhússins á Hlemmi. Hrafnaþing eru öllum opin, nánari upplýsingar á www.ni.is. Málstofur Verkfræðideild HÍ | Hjörtur Þráinsson flyt- ur erindi um: Reiknilíkön til að meta áhættu af völdum náttúruhamfara, á morgun kl. 16.15–17, í stofu 158, verk- fræðideild Háskóla Íslands við Hjarðarhaga 6. Farið verður yfir uppbyggingu slíkra lík- ana og rætt um vandamál sem að steðja við gerð þeirra. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Hjá Gigtarfélaginu eru í boði mismunandi hópar, s.s. róleg leik- fimi, vefjagigtarhópar, bakleikfimi fyrir karlmenn og jóga. Þjálfunin fer fram í húsi GÍ að Ármúla 5. Nánari upplýsingar hjá GÍ. ITC-samtökin á Íslandi | Námskeið á veg- um ITC dagana 19. jan.–9. mars. Fjallað verður um ímynd, raddbeitingu og líkams- tjáningu. Þátttakendur taka virkan þátt í námskeiðinu og fá frammistöðumat að því loknu. Skráning stendur yfir hjá Addú, s. 897 4439, eða á itc@simnet.is. Vefsíða: http://www.simnet.is/itc. Mímir – símenntun ehf. | Jóhanna Krist- jónsdóttir heldur námskeið um menning- arheim araba hjá Mími símenntun. Þetta er fimm kvölda námskeið sem hefst 20. jan- úar. Rætt er um íslam, sögð saga Múham- eðs spámanns, fjallað um stöðu, menntun og klæðnað kvenna. Rætt um menning- artengd efni o.fl. Þá er einnig boðið upp á arabískan mat. Skipulag og skjöl ehf. | Námskeiðið „Inn- gangur að skjalastjórnun“ verður haldið í dag og á morgun milli kl. 13 og 16.30. Í námskeiðinu, sem er öllum opið, er farið í grunnhugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Uppl. í síma 564 4688 og 695 6706 eða skipulag@vortex.is. LISTAKONAN Valgerður Guðlaugsdóttir opnaði sína sjöundu einkasýningu í Lista- safni ASÍ við Freyjugötu um síðustu helgi, en á sýningunni er sjónum beint að kven- líkamanum í nútímaþjóðfélagi. Valgerður útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 og lærði einnig við Academy of Fine Arts í Hels- inki. Hún hefur á síðastliðnum tíu árum haldið einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum hér heima og erlendis og er eins og stendur á tveggja ára starfslaunum frá íslenska ríkinu. Eins og áður segir vinnur Valgerður með ímynd kvenlíkamans í samtímanum. Hún veltir því fyrir sér hvernig fólk beitir ýmsum brögðum til að koma öðrum fyrir sjónir á þann hátt sem það kýs. „Útlit skiptir marga miklu máli og líkaminn er þá tálgaður til í þeim tilgangi að líta sem „best“ út,“ segir Valgerður, sem kryfur í verkum sínum kvenlíkamann og sundrar honum í smáar einingar sem mynda síðan einar og sér nýtt sjónarhorn á kvenímynd- ina. Valgerður segist setja samasemmerki milli þess efnis sem hún vinnur í og efnis líkamans. Líkt og listamaðurinn vinnur í efni sitt, heggur, slípar og pússar, vinnur kvenmaðurinn með líkama sinn sem efni- við, tálgar til, málar og smyr. „Kvenmann- inum hefur áskotnast tvær sýnir sem hann sér sig með. Önnur er sú sem hann er, náttúruleg ásjóna hans. Hin hefur verið sköpuð af ímyndasmiðum hvers konar.“ Á sýningunni má sjá bekk, nokkurs kon- ar aðgerðabekk fyrir lýtalækningar. Á honum eru margir armar og á örmunum eru skurðarverkfæri sem eru notuð til að skera í tré. „Þannig líki ég efninu sem ég vinn í, sem er mikið til tré, við kvenlíkam- ann sem efni. Svo er ég líka með verk- færaskáp fullan af eggverkfærum og á hann eru límdir alls konar kvenlíkamar úr tískublöðum,“ segir Valgerður. „Þetta fer dálítið inn á karlasviðið, hvernig karlar sjá konur og hvernig konan reynir að elta ein- hverja mynd sem er búið að búa til af henni.“ Kvenlíkaminn skoðaður í Listasafni ASÍ Sýningin stendur frá 15. janúar til 6. febrúar og er opin alla daga nema mánudaga frá 13 til 17. Að- gangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.