Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UPPNÁM ríkir hjá peningaflutn- ingafyrirtækinu Vigilante þegar ný- liðinn Alexander (Dupontel) hefur þar störf sem öryggisvörður. Vigil- ante riðar ekki aðeins á barmi gjald- þrots og yfirtöku nýrra bandarískra eigenda heldur hafa bófaflokkar gert ítrekaðar árásir á flutningabílana, rænt farminum og myrt starfsmenn. Það er forvitnilegt og vel þegið að fá tækifæri til að bera franskan glæ- patrylli saman við þá bandarísku sem hér eru jafnan á boðstólum. Frakk- arnir leggja í Peningabílnum ívið meira upp úr dramatíkinni og mann- lega þættinum en hasarnum, þótt hann sé vissulega fyrir hendi. Að- alpersónan Alexander er nokkur ráð- gáta lengst af myndinni, við vitum ekki hver hann er, hvaðan hann kem- ur eða hvað vakir fyrir honum. Það skýrist smám saman í afturhvörfum og myndin fær nýja og meiri vídd en almennt gerist í slíku afþreying- arefni. Það ber einnig að þakka stöndugum leik Dupontels í nokkuð vandasömu hlutverki Alexanders og litríkum leikhópi í vel skrifuðum og skýrt mótuðum hlutverkum. Endalokin eru harla óvenjuleg fyr- ir áhorfendur, gegnsósa af kvik- myndagerð Hollywoodborgar, sem hefði vafalaust haft hann mun ásætt- anlegri, og í rauninni er allt slíkt hrá- efni og kringumstæður fyrir hendi. En Boukhrief kýs jarðbundnari málalok þar sem Alexander lýkur ætlunarverkinu ábyrgur gjörða sinna og uppskeran er fullkomlega í sam- ræmi við grimmt andrúmsloft mynd- arinnar. Slík endalok geta engu síður orðið leiðigjörn, ef út í þá sálma er farið. Það er forvitnilegt og vel þegið að fá tækifæri til að bera franskan glæpatrylli saman við þá banda- rísku sem hér eru jafnan á boð- stólum, segir í gagnrýni. Leyndarmál Alexanders KVIKMYNDIR Háskólabíó – frönsk kvikmyndahátíð Leikstjóri: Nicolas Boukhrief. Aðalleik- endur Albert Dupontel, Jean Dujardin, François Berléand, Claude Perron, Julien Boisselier, Philippe Laudenbach, Gilles Gaston-Dreyfus, Olivier Loustau, Sami Zitouni. 95 mín. Frakkland. 2003. Peningabíllinn (Le Convoyeur)  Sæbjörn Valdimarsson STOFNANDI Glastonbury- tónlistarhátíðarinnar í Bretlandi, Michael Eavis, hefur sagt í samtali við BBC að hátíðin taki árshlé á árinu 2006. Hátíðin fer þó fram í ár á býli hans nærri Pilton í Somerset í júní. Síðast var tekið hlé á Glast- onbury árið 2001 vegna ónógrar öryggisgæslu en í kjölfarið var reist svokölluð „ofurgirðing“ á svæðinu. Eavis gerir þetta til að veita ná- grönnum hlé frá truflunum sem hátíðin veldur. Einnig sagði hann á bæjarráðsfundi að hann vildi taka hlé til að fá nýjar hugmyndir fyrir árið 2007. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hátíðin er hvíld því fimmta hvert ár síðan 1987 hefur verið tekið hlé. Eavis segir þetta góða hvíld, sem hjálpi til að gera hátíðina betri. Hann ítrekaði að þetta væru ekki viðbrögð við kvörtunum þorpsbúa vegna hátíðarinnar. „Það hafa að- eins borist tvær kvartanir þótt 975 manns búi í þorpinu,“ sagði hann. „Meira að segja sóknarformað- urinn styður þetta, hann hefur mjög gaman af þessu! Það er engin pressa þannig, þetta er mín hug- mynd,“ segir hann um pásuna. Eavis ætlar m.a. að nota tímann til að byggja vatnsgeymi fyrir há- tíðargesti. „Við fundum uppsprettu á bænum sem getur séð allri hátíð- inni fyrir vatni, það er mjög spenn- andi. Þetta verður stórt verkefni.“ Bæjarráðið í Mendip sektaði Eavis um tæpar tvær milljónir árið 2001 vegna þess að meira en 200.000 manns sóttu hátíðina árið á undan. Aðeins hafði verið veitt leyfi fyrir 100.000 manns. Vegna þessa var ofurgirðingin byggð en hún á að halda þeim hátíðargestum í burtu sem ekki eiga miða. Tónlist | Hlé gert á Glastonbury Engin hátíð 2006 Reuters Regngallinn er nauðsynlegur á útihátíðir en hérna má sjá fólk bíða eftir því að Scissor Sisters stígi á svið í Glastonbury á síðasta ári. „ÉG FÉKK áhuga á Íslandi vegna þess að við Jap- anir og Íslendingar eigum margt sameiginlegt. Ég var beðin að gera vefsíðu um Ís- land og þurfti því að kynna mér landið og íslensk málefni nánar. Ég valdi að fara til Íslands árið 2003 og heillaðist af landinu. Síðan þá hef ég farið þangað fjórum sinnum til viðbótar,“ segir Yuka Ogura, japönsk kona, sem er greinilega hug- fangin af Íslandi og öllu því sem íslenskt er. Hætt var við Íslandsverk- efnið sem hún átti að vinna fyrir japanskt útgáfufyrirtæki en Ogura ákvað þá að taka það yfir með sínum hætti. Í apríl á síðasta ári stofnaði hún fyrirtækið Alljós Entertainment Co. í Japan og tilgangurinn var að koma íslenskri tónlist á framfæri. Lagið á 150 krónur Nú hefur Ogura opnað vefsíðu þar sem íslenskar hljómplötur eru kynntar og boðnar til sölu. Ogura segist stefna að því að hægt verði á síðunni að sækja íslenska tónlist gegn gjaldi, 240 jenum fyrir hvert lag sem svarar til um 150 króna. Ogura segist ekki vita til þess að áður hafi verið stofnað fyrirtæki í Japan, sem einbeiti sér að tón- list frá einu landi. Þessi hugmynd hefur vakið nokkra athygli og Alljós hefur náð samningum við Columbia Music Entertainment, eina elstu tónlist- arútgáfu í Japan, um rétt til að selja tónlist, og við netgáttina Excite Japan um að dreifa tónlistinni á Netinu. Ogura segist stefna að því að dreifa nánast allri íslenskri tónlist í Japan með þessum hætti þótt hugsanlega verði stærstu nöfnin, sem hafa gert samninga við önnur dreifingar- og útgáfufyr- irtæki, undanskilin. Þá segist hún stefna að því að koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri við japanska tónlistarhaldara og standa jafnvel fyrir tónleikum sjálf. Vill kynna alla list Reykjavíkur Á vefnum alljos.com er nú m.a. hægt að kaupa plötur Mugisons, Guitar Islancio, Óskars Guðjóns- sonar og Sigríðar Níelsdóttur. Ogura vonast til að með tíð og tíma vaxi fyrirtækinu fiskur um hrygg. Þótt hún einbeiti sér nú að íslenskri tónlist sé menning auðvitað ekki takmörkuð við hana og hún vilji helst geta kynnt Japönum alla þá list, sem blómstri í Reykjavík. „Ég vona, að á endanum geti fyrirtækið orðið vísir að einskonar menningarstofnun og flutt ís- lenska menningu hingað og komið henni á fram- færi,“ segir Ogura. Ýmis tækifæri eru raunar framundan til þess í tengslum við heimssýninguna, sem hefst í Aichi-héraði í Japan í vor, en þá er von á talsverðum fjölda íslenskra listamanna til Jap- ans. Og þar ætlar Yuka Ogura að vera. Tónlist | Stofnaði netfyrirtæki í Japan til að selja íslenska tónlist Heillaðist af landinu Áhugi á Íslandi og íslenskum málefnum fer sívaxandi í Japan. Guðmundur Sv. Hermannsson hitti þarlenda konu, sem selur íslenska tónlist á Netinu. Morgunblaðið/GSH Yuka Ogura: Heillaðist af Íslandi og íslenskri menningu. www.alljos.com gummi@mbl.is Á vef Yuka Ogura er m.a. hægt að kaupa plötur Mugisons. Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TALSýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10 ára QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 8 og 10.10. Einstök mynd um höfund hinnar sígildu sögu um Pétur Pan. Stórkostleg upplifun! Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6 og 10.  MMJ kvikmyndir.com SV Mbl.  Ó.Ö.H. DV   Ó.Ö.H. DV  „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“ SV Mbl.  MMJ kvikmyndir.com „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“ SIDEWAYS FRUMSÝND EFTIR TVO DAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.