Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI kl. 5.30, 8 og 10.30. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! illingurin Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumy d ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ INCREDIBLES ER VINSÆLASTA JÓLAMYNDIN, YFIR 32.000 ÁHORFENDUR FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG KRINGLAN Sýnd kl. 7.30 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6.15, 8.30 og 10.40. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. Sýnd kl. 10.15. S.V. Mbl. Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið Sýnd kl. 5.30 ísl tal Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. I I J . OCEAN´S TWELVEYFIR 32.000 ÁHORFENDUR Kvikmyndir.is H.J. Mbl. M.M.J. Kvikmyndir.com FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTIÐ Langa trúlofunin Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ísl. texti. Sýnd kl. 5.45 og 8. Einstök ný kvikmynd frá leikstjóranum Jean-Pierre Jeunet ("Amelie") með hinni fallegu Audrey Tautou úr"Amelie". Stórbrotið meistaraverk sem enginn má missa af. FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTIÐ S.V. Mbl. H.L. Mbl..L. bl. DV Rás 2ás 2 Kvikmyndir.comvik yndir.co Forsýnd kl. 8.30 Frá degi til dags - A la petite semaine sýnd kl. 6. enskur texti Bróðirinn - Son Frére sýnd kl. 8. enskur texti Grjóthaltu kjafti - Tais Toi frábær gamanmynd með Jean Reno og Gjerard Depardieu sýnd kl. 10. íslenskur texti ÞAÐ gengur allt á afturfótunum við undirbúning næstu kvik- myndar um njósnara hennar há- tignar, James gamla Bond, ef marka má fregnir breskra dag- blaða. Gert er ráð fyrir að ný mynd verði frumsýnd snemma næsta árs en samt hafa topparnir ekki enn komið sér saman um grund- vallarþætti, eins og hvaða handrit eigi að nota, hver eigi að leikstýra og það sem kannski mest er um vert; hver eigi að leika sjálfan Bond, nú þegar búið er að sparka Pierce Brosnan. Það sem meira er þá eru Bar- bara Broccoli, dóttir upprunalega Bond-framleiðandans Cubby, og MGM-kvikmyndaverið komin í hár saman. Deilan milli þeirra ku snúast um það að Barbara vill að snúið verði aftur til hinna gömlu Bond-gilda, að myndin verði al- vörugefnari og með góðri sögu þar sem fléttan verði aðalatriðið. Þeir hjá MGM vilja aftur á móti gera aðra eins og þær síðustu hafa verið; fokdýra hasarmynd smekkhlaðna brellum og áhættuatriðum. „Broc- coli-fjölskyldan telur sig verndara ósnertanlegrar hefðar en pen- ingamennirnir vilja fyrst og fremst dæla inn tekjum,“ er haft eftir inn- Kvikmyndir | Undirbúningur næstu Bond-myndar gengur brösuglega Golden Globe-verðlaunahafinn Clive Owen tekur sig sannarlega vel út í smóking – einkennisklæðum Bond. Reuters anbúðarmanni hjá MGM. Endalausar vangaveltur hafa ver- ið um hver verður fyrir valinu sem næsti Bond og þykja líkurnar á að Bretinn Clive Owen hreppi hnossið hafa aukist mjög, eftir að hann fékk Golden Globe-verðlaunin á sunnu- dag fyrir leik sinn í Closer. En sem fyrr þykir breskum veðmöngurum þó Ástralinn Hugh Jackmann og Skotinn Ewan McGregor líklegri kandídatar. Hefðin eða hasarinn? BRAD Pitt hefur leitað huggunar hjá vini sín- um George Clooney eft- ir að hann og Jennifer Aniston skildu. Hefur Clooney hugsað vel um Pitt og meðal annars bauð hann honum í slökunarferð í lúxusvill- una sína á Ítalíu. Á meðan grínast hann einnig með það að hann eigi á hættu að verða velt úr sessi sem heit- asta og eftirsóknar- verðasta piparsvein- inum í Hollywood. Leikararnir eru nánir vinir eftir að hafa unn- ið saman í myndunum Oceańs Eleven og Oceańs Twelve. Segir Clooney að Pitt og An- iston séu enn góðir vin- ir. „George hefur staðið þétt við hliðina á Brad. Hann hefur samt verið að stríða honum á því að hann muni núna taka frá honum titilinn sem elsti og mest spenn- andi piparsveinninn í Holly- wood,“ sagði heimildarmaður í samtali við breska tímaritið NEW. Clooney óttast samkeppni frá Pitt Lausir og liðugir vinir, Clooney og Pitt. Reuters Það skiptast sannarlega á skin ogskúrir í samböndum fræga fólksins. Á dögunum flaug sú saga fjöllum hærra að Cameron Diaz og Justin Timberlake væru að hætta saman. Nú berast fregnir af því að hún sé þegar búin að ákveða hvernig hún ætlar að klæðast er hún gengur upp að altari með sínum heittelskaða hjartaknúsara. Samkvæmt fregnum verður brúð- arkjóllinn allóhefðbundinn því hún hefur í hyggju að sækja í klæðahefð frumbyggja í Ameríku, indíánanna. Þannig er að Diaz er komin af indíánum í móðurætt og mun því heiðra forfeður sína og -mæður með því að klæðast ind- íánakjól í gift- ingunni. Hún hefur fengið tískuhönnuðinn og vin sinn David Jet Black Horse til að hanna kjólinn og hafa þau verið að skiptast á hugmyndum undanfarið. „Ég sé fyrir mér að kjóllinn verði stuttur og úr hvítu leðri. Svo yrði hún að sjálfsögðu í hvítum mokk- asíum í stíl.“  Tom Cruise líst ekkert á að barns- móðir hans Nicole Kidman ætli að hefja búskap með nýja kærastanum, auðkýfingnum Steve Bing. Hjónin fyrrverandi, Cruise og Kidman, hafa verið í góðu og reglulegu sambandi síðan þau skildu en nú ku hann hafa töluverðar áhyggjur af því að börnin hans séu að fara að búa með um- ræddum Bing, en af honum fer mjög vafasamt orð í samskiptum við hitt kynið, eins og stormasamt samband hans við Liz Hurley gaf til kynna. Cruise er víst ekki einn um að hafa áhyggjur af Kidman því sagt er að vinir fylgist einnig grannt með þess- um nýja manni í lífi hennar. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.