Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 44
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur það til skoðunar að bæta lóðamati fasteigna við brunabóta- mat til viðmiðunar í lánveitingum Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn býður sem kunnugt er lán fyrir allt að 90% af kaupverði, þó aldrei hærra en 14,9 milljónir króna, og miðar við 100% brunabótamat fasteigna, sem í mörgum tilvikum er orðið talsvert lægra en stöðugt hækk- andi markaðsvirði fasteigna. Mörg dæmi eru um nærri helm- ingsmun, þannig að brunabótamat íbúðar með 25 milljóna króna ásett verð sé um 13 milljónir króna. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þró- unar- og almenningstengslasviðs Íbúðalánasjóðs, segir að bruna- bótamatið sé farið að hefta mögu- leika fólks á að fá 90% lán hjá sjóðnum og nýta sér þannig há- markslánin. Brunabótamatið hefti fólk einnig í lántökum hjá bönk- unum. Hallur segir það hafa, að tillögu Brunabótamatið hefur að undanförnu dregið úr mögu- leikum fólks á að taka hámarkslán hjá Íbúðalánasjóði Til skoðunar er að bæta lóðamatinu við Morgunblaðið/Ómar Íbúðalánasjóðs, verið til skoðunar í félagsmálaráðuneytinu síðan í des- ember sl. að bæta lóðamatinu við brunabótamatið. Komist þetta til framkvæmda með nýrri reglugerð geti það skipt miklu fyrir íbúðar- eigendur, einkum þá sem eiga litl- ar og meðalstórar eignir, eða eign- ir undir 16,6 milljónum króna að markaðsvirði. Fyrir meðalíbúð geti þetta hækkað lánsmöguleika við- komandi eiganda um 1-1,5 millj- ónir króna. Í fjölbýli verði áhrifin minni. Hallur segist reikna með því að þegar ákvörðun liggi fyrir um lóðamatið, áður en langt um líður, verði tekið til ítarlegrar athugunar hvort brunabótamat sé eðlileg við- miðun í lánveitingum sjóðsins. Til þess verks þurfi að koma m.a. Íbúðalánasjóður, Fasteignamat ríkisins, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing GUNNAR Friðriks- son, fyrrverandi forseti Slysavarnafélags Ís- lands, frá Látrum í Að- alvík, lést á Landspít- ala, Landakoti, síðastliðinn föstudag, 91 árs að aldri. Gunnar fæddist 29. nóvember 1913, að Látrum í Aðalvík. For- eldrar hans voru hjónin Friðrik Magnússon, út- vegsbóndi og Rannveig Ásgeirsdóttir. Gunnar ólst upp í Að- alvík en sótti barna- skóla, m.a. á Ísafirði, einn vetur og gagnfræðanám og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla á Ísafirði 1932. Sama ár hóf hann útgerð og fisk- vinnslu í heimabyggð sinni í Aðalvík aðeins 18 ára gamall. Rak hann þar útgerð og stundaði sjómennsku til ársins 1935. Gunnar stundaði sjó- mennsku, verslunar- og verksmiðju- störf í Djúpuvík og Reykjavík til 1940 er hann stofnaði ásamt Sæ- mundi Stefánssyni eigið innflutn- ingsfyrirtæki, Vélasöluna hf. í Reykjavík. Rak hann það fyrirtæki í yfir 60 ár. Upp úr 1950 hóf Gunnar undirbúning að innflutningi á fiskiskip- um fyrir útgerðarmenn og jukust smám saman umsvif hans á því sviði. Stóð hann að innflutn- ingi mikils fjölda skipa um árabil. Þá átti Gunnar um skeið hlut í útgerðarfyrirtækjum. Gunnar lét sig slysa- varnamál miklu varða. Hóf hann störf á þeim vettvangi um 1950 og var kjörinn í aðalstjórn Slysavarnafélags Ís- lands 1956. Var Gunnar rúman ald- arfjórðung í stjórn SVFÍ og var hann forseti félagsins í 22 ár, frá árinu 1960 til 1982. Gunnar vann að ýmsum öðrum félagsmálum allt frá unglingsárum og átti sæti í stjórn fjölda félaga og samtaka. 17 ára gamall var hann t.d. fulltrúi á þingi Alþýðusambands Íslands. Árið 1940 kvæntist Gunnar Unni Halldórsdóttur frá Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá. Unnur lést árið 1999. Eignuðust þau þrjú börn, Frið- rik, Rúnar og Guðrúnu, en áður átti Gunnar einn son, Sæmund. Andlát GUNNAR FRIÐRIKSSON FJÓRIR prófessorar við Háskóla Íslands hafa lýst því yfir að þeir hyggist gefa kost á sér í embætti rektors HÍ. Umsóknarfrestur um embættið rennur út á morgun en Páll Skúlason, rektor Háskólans, til- kynnti sl. haust að hann gæfi ekki kost á sér til áframhald- andi starfa. Prófessorarnir sem vitað er að ætla að sækja um emb- ættið eru: Ágúst Einarsson, prófess- or við viðskipta- og hagfræðideild, Ein- ar Stefánsson, pró- fessor við lækna- deild, Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og mennt- unarfræði, og Kristín Ingólfsdóttir, pró- fessor við lyfjafræðideild. Í lögum um Háskóla Íslands segir að menntamálaráðherra skipi rektor HÍ til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskóla- ráðs, að undangengnum almennum kosn- ingum í Háskólanum. Stefnt er að því að kosningarnar fari fram mánudaginn 15. mars næstkomandi. Ef enginn frambjóðandi fær meirihluta greiddra atkvæða þarf að efna til annarra kosninga 22. mars um þá tvo sem fá flest at- kvæði. Framboðsfundur verður hjá stúdentum á morgun Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ, heldur málfund með frambjóðend- unum fjórum kl. 12.15 á morgun í stofu 101 í Odda. Frambjóðendurnir munu halda tíu mínútna framsögu og svara spurningum nemenda og gesta að því loknu, segir í til- kynningu frá Vöku. Rektorskjör við Háskóla Íslands Fjórir hafa lýst yfir framboði NÝ skíðalyfta verður opnuð í Kóngsgili í Bláfjöllum um miðjan næsta mánuð og er sú lyfta mun stærri en þær sem fyrir eru á svæðinu. Þannig getur nýja lyftan flutt um 2.200 manns á klukkustund, sem er tvöfalt meiri afkastageta en hjá stærstu lyftunni í Blá- fjöllum til þessa en alls er lyftan um 762 metrar á lengd og fallhæðin 223 metrar. Talsverðar tafir hafa orðið á uppsetningu lyftunnar og má þær einkum rekja til óblíðs veðurfars í vetur. „Það er komin ákveðin seinkun á þessa framkvæmd. Við erum nátt- úrlega komnir í harðan vetur,“ segir Gretar Hallur Þórisson, forstöðumaður skíðasvæð- isins í Bláfjöllum og Skálafelli. Alls eru taf- irnar orðnar 6–8 vikur, en auk þess segir Gretar að langur tími hafi t.a.m. farið í hönnun lyftuhússins. Gretar sagði einnig að nýja lyftan ætti eftir að verða góð viðbót við þær lyftur sem fyrir væru í Kóngsgili. Ný skíðalyfta sett upp í Bláfjöllum Morgunblaðið/Golli Það er fimbulkuldi uppi á tindum Bláfjalla þar sem endastöð lyftunnar verður, enda hefur uppsetning hennar tafist um 6–8 vikur. Flytur 2.200 manns á klukkustund  Ný skíðalyfta opnuð í Kóngsgili/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.