Morgunblaðið - 22.01.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 22.01.2005, Síða 1
Með kveðju frá Prada Herratískuvika í Mílanó: Karlmenn eru íhaldssamir | 53 Lesbók | Papar og brjóst  Geislandi draugaborg  Krossgáta  Ljóð Börn | Þekkirðu Róbinson Krúsó?  Strákurinn Hodder  Keðjusagan  Gátur Íþróttir | HM í Túnis  Blikar skora á Njarðvík  Á vellinum  Fólk Lesbók, Börn og Íþróttir í dag INNRÁSIN í Írak hefur ekki dregið úr hryðju- verkavánni í heiminum heldur aukið hana, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráð- herra Noregs, í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann harmar að menn séu teknir að ræða um hernað sem pólitískt verkfæri á ný, slík umræða hafi ekki verið tekin góð og gild á áratugunum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk en hafi nú skotið upp kollinum á ný. „Ég harma að í kjölfar þess, að öll veröldin fylkti liði með Bandaríkjunum eftir árásirnar [11. september 2001], hafi sú samstaða riðlast; ég tel að forystumenn í Bandaríkjunum hafi of snemma farið að vísa til stríðs sem verkfæris [sem kynni að verða notað]. Og við höfum síð- an séð að engar röksemdanna, sem settar voru fram fyrir stríði, voru gildar. Ég vona því að menn muni hér eftir íhuga betur hvort rétt sé að beita stríði sem verkfæri í alþjóða- samskiptum,“ segir Stoltenberg m.a. í viðtalinu. Stoltenberg er væntanlegur til Íslands í dag en hann mun síðdegis flytja framsögu á mál- þingi framtíðarhóps Samfylkingarinnar sem sett verður kl. 15 á Grand Hóteli í Reykjavík./20 Thorvald Stoltenberg í samtali við Morgunblaðið Innrásin jók hættuna Thorvald Stoltenberg FORMAÐUR Samiðnar, Finnbjörn A. Her- mannsson, sagði á fundi með blaðamönnum í gær að viðhorfsbreyting hefði átt sér stað hjá Impregilo, þegar ákveðið var hefja formleg- ar viðræður til að leysa þau ágreiningsmál sem uppi hefðu verið við Kárahnjúkavirkjun. Finnbjörn sagði Samiðn hafa óskað eftir fundi með stjórnendum Impregilo síðan í nóvember sl. en án árangurs. „Núna varð einhver viðhorfsbreyting hjá fyrirtækinu og þeir eru tilbúnir að ræða beint við okkur. Fyrsta leiðin til að leysa vandamál er að ræð- ast við,“ sagði Finnbjörn og undir það tók Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sem einnig sat sameiginlegan blaðamannafund Impregilo og verkalýðshreyfingarinnar í gærmorgun. Rafiðnaðarsambandið hafði neitað þátttöku í fundinum. Mismunandi túlkun Að sögn talsmanns Impregilo eru enn uppi nokkur ágreiningsmál og þau séu snúin. Því hafi verið ákveðið að koma á nokkurs konar samráðshópi til að ræða deilumálin. „Við vitum vel hver okkar réttindi og skyldur eru. Við teljum okkur virða alla þá samninga sem við höfum undirritað. Stund- um kemur upp ágreiningur og mismunandi túlkun en það er von Impregilo að nú takist að ræða hlutina,“ sagði Franco Ghiringhelli, starfsmannastjóri Impregilo í Mílanó, sem kom hingað til lands til viðræðna við verka- lýðsfélögin og aðra þá aðila sem tengjast byggingu Kárahnjúkavirkjunar. „Viðhorfs- breyting hjá Impregilo“ Vonum að nú takist að ræða hlutina, segir talsmaður Impregilo  Hefja á viðræður/6 MAHMOUD Abbas, forseti Pal- estínu, átti í gær fundi á Gaza með fulltrúum Hamas og Íslamska jihad, öflugustu fylkinga herskárra Palestínumanna, til að telja þá á að binda enda á árásir sínar og ryðja þannig brautina fyrir friðarviðræð- ur við Ísraela. Að loknum fundun- um í gærkvöldi sagði embættis- maður Palestínustjórnar að jákvætt andrúmsloft hefði ríkt og miklar líkur væru á því að samn- ingar tækjust um vopnahlé á næstu dögum. Abbas lét í gær nokkur hundruð lögreglumenn úr sveitum Palest- ínustjórnar taka sér stöðu við norðurlandamæri Gaza að Ísrael til að tryggja öryggi. Þaðan hefur meðal annars verið skotið flug- skeytum á Ísrael og byggðir land- tökumanna gyðinga á Gaza. Vígamenn hafa haldið að sér höndum síðan á miðvikudag og ekki skotið neinum flugskeytum. „Það er ekki hægt að standa í samningaviðræðum og skjóta sam- tímis flugskeytum. Það gengur bara ekki upp,“ sagði talsmaður Hamas, Mushir al-Masri. Íbúar á Gaza voru ánægðir með umskiptin í gær. „Þetta er fyrsta skrefið sem menn hafa tekið til að koma á lögum og reglu, nokkuð sem hér hefur skort mjög, einkum síðastliðið ár,“ sagði Mohammed Al-Ashi, 22 ára gamall sölumaður. Ísraelar fögnuðu einnig aðgerð- unum í gær og hafa þegar komið til móts við Abbas með því að leyfa á ný umferð um Rafah, á landamær- um Gaza og Egyptalands. Lög- reglusveitir Palestínu hafa ekki reynt að hafa hemil á herskáum öflum síðan uppreisnin hófst árið 2000. Forseti ísraelska herráðsins, Moshe Yaalon, sagði að menn sæju nú „upphaf jákvæðrar þróunar í herbúðum Palestínumanna, merki um að þeir skilji að hryðjuverk borga sig ekki“. Hamas stöðvar flugskeytaárásir Lögregla Palestínumanna gætir öryggis á Gaza Beit Lahiya, Jerúsalem, Gaza. AFP, AP. DÓMARAR í Afríkuríkinu Malaví hafa verið í verkfalli síðan á mið- vikudag og heimta þeir að keyptir verði undir þá alls 26 Toyota- jeppar. Þeir aka nú um á 10 ára gömlum og slitnum fólksbílum, að sögn Sylvesters Kalembera, sem er embættismaður hjá dómstól í höfuðborginni Blantyre. Dómararnir segjast líta svo á að þeir séu ekki lægra settir en ráðherraritarar og eigi því rétt á dýrum fararskjótum eins og þeir. „Það er engin lausn í sjónmáli,“ sagði Kalembera í gær. Burt með druslurnar! Blantyre í Malaví. AFP. FORSETI Palestínu, Mahmoud Abbas, lét í gær lögreglulið sitt hefja eftirlit á norðurlandamær- um Gaza til að stöðva flugskeyta- árásir herskárra hópa á Ísraela. Reuters Við öllu búnir FLUGLEIÐIR hafa fest kaup á þremur Boeing 757 flugvélum sem smíðaðar voru árið 1994. Tvær þeirra hefur félagið verið með á leigu og notað í áætlunar- og leigu- flugi Icelandair og Loftleiða. Þriðju vélina keypti félagið til þess að leigja áfram til breska flugfélagsins Brittannia. Í tilkynningu frá Flugleiðum segir að það verð sem félagið greiði fyrir þessar þrjár flugvélar sé töluvert undir núverandi mark- aðsverði þeirra, sem er samtals um 54 millj- ónir dollara. „Við teljum að þetta geti verið ábati fyrir félagið upp á allt að 500 milljónir,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða. Hann bendir á að ástæður þessa hagstæða verðs sé tímasetning kaupanna og það að félagið hafi verið reiðubúið að kaupa vélarnar allar saman. Þessir kaupsamningar eru þáttur í nýrri starfsemi Flugleiða, en fyrr í þessum mán- uði tilkynnti félagið stofnun fyrirtækis í samvinnu við Gunnar Björgvinsson og fleiri í Liechtenstein, sem keypti þrjár notaðar Boeing 737 flugvélar og leigði áfram til lettneska flugfélagsins Air Baltic. Kaup flugvélanna þriggja eru fjármögn- uð af Landsbanka Íslands. Flugleiðir kaupa þrjár flugvélar ♦♦♦ ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kom til Túnis í gærkvöldi en á morgun hefst alvaran þegar flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari og Róbert Gunnarsson eru glaðbeittir á svip, klárir í slaginn gegn Tékkum á morgun. Morgunblaðið/RAX Strákarnir komnir til Túnis STOFNAÐ 1913 20. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.