Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 1
Með kveðju frá Prada Herratískuvika í Mílanó: Karlmenn eru íhaldssamir | 53 Lesbók | Papar og brjóst L50776 Geislandi draugaborg L50776 Krossgáta L50776 Ljóð Börn | Þekkirðu Róbinson Krúsó? L50776 Strákurinn Hodder L50776 Keðjusagan L50776 Gátur Íþróttir | HM í Túnis L50776 Blikar skora á Njarðvík L50776 Á vellinum L50776 Fólk Lesbók, Börn og Íþróttir í dag INNRÁSIN í Írak hefur ekki dregið úr hryðju- verkavánni í heiminum heldur aukið hana, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráð- herra Noregs, í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann harmar að menn séu teknir að ræða um hernað sem pólitískt verkfæri á ný, slík umræða hafi ekki verið tekin góð og gild á áratugunum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk en hafi nú skotið upp kollinum á ný. ?Ég harma að í kjölfar þess, að öll veröldin fylkti liði með Bandaríkjunum eftir árásirnar [11. september 2001], hafi sú samstaða riðlast; ég tel að forystumenn í Bandaríkjunum hafi of snemma farið að vísa til stríðs sem verkfæris [sem kynni að verða notað]. Og við höfum síð- an séð að engar röksemdanna, sem settar voru fram fyrir stríði, voru gildar. Ég vona því að menn muni hér eftir íhuga betur hvort rétt sé að beita stríði sem verkfæri í alþjóða- samskiptum,? segir Stoltenberg m.a. í viðtalinu. Stoltenberg er væntanlegur til Íslands í dag en hann mun síðdegis flytja framsögu á mál- þingi framtíðarhóps Samfylkingarinnar sem sett verður kl. 15 á Grand Hóteli í Reykjavík./20 Thorvald Stoltenberg í samtali við Morgunblaðið Innrásin jók hættuna Thorvald Stoltenberg FORMAÐUR Samiðnar, Finnbjörn A. Her- mannsson, sagði á fundi með blaðamönnum í gær að viðhorfsbreyting hefði átt sér stað hjá Impregilo, þegar ákveðið var hefja formleg- ar viðræður til að leysa þau ágreiningsmál sem uppi hefðu verið við Kárahnjúkavirkjun. Finnbjörn sagði Samiðn hafa óskað eftir fundi með stjórnendum Impregilo síðan í nóvember sl. en án árangurs. ?Núna varð einhver viðhorfsbreyting hjá fyrirtækinu og þeir eru tilbúnir að ræða beint við okkur. Fyrsta leiðin til að leysa vandamál er að ræð- ast við,? sagði Finnbjörn og undir það tók Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sem einnig sat sameiginlegan blaðamannafund Impregilo og verkalýðshreyfingarinnar í gærmorgun. Rafiðnaðarsambandið hafði neitað þátttöku í fundinum. Mismunandi túlkun Að sögn talsmanns Impregilo eru enn uppi nokkur ágreiningsmál og þau séu snúin. Því hafi verið ákveðið að koma á nokkurs konar samráðshópi til að ræða deilumálin. ?Við vitum vel hver okkar réttindi og skyldur eru. Við teljum okkur virða alla þá samninga sem við höfum undirritað. Stund- um kemur upp ágreiningur og mismunandi túlkun en það er von Impregilo að nú takist að ræða hlutina,? sagði Franco Ghiringhelli, starfsmannastjóri Impregilo í Mílanó, sem kom hingað til lands til viðræðna við verka- lýðsfélögin og aðra þá aðila sem tengjast byggingu Kárahnjúkavirkjunar. ?Viðhorfs- breyting hjá Impregilo? Vonum að nú takist að ræða hlutina, segir talsmaður Impregilo L52159 Hefja á viðræður/6 MAHMOUD Abbas, forseti Pal- estínu, átti í gær fundi á Gaza með fulltrúum Hamas og Íslamska jihad, öflugustu fylkinga herskárra Palestínumanna, til að telja þá á að binda enda á árásir sínar og ryðja þannig brautina fyrir friðarviðræð- ur við Ísraela. Að loknum fundun- um í gærkvöldi sagði embættis- maður Palestínustjórnar að jákvætt andrúmsloft hefði ríkt og miklar líkur væru á því að samn- ingar tækjust um vopnahlé á næstu dögum. Abbas lét í gær nokkur hundruð lögreglumenn úr sveitum Palest- ínustjórnar taka sér stöðu við norðurlandamæri Gaza að Ísrael til að tryggja öryggi. Þaðan hefur meðal annars verið skotið flug- skeytum á Ísrael og byggðir land- tökumanna gyðinga á Gaza. Vígamenn hafa haldið að sér höndum síðan á miðvikudag og ekki skotið neinum flugskeytum. ?Það er ekki hægt að standa í samningaviðræðum og skjóta sam- tímis flugskeytum. Það gengur bara ekki upp,? sagði talsmaður Hamas, Mushir al-Masri. Íbúar á Gaza voru ánægðir með umskiptin í gær. ?Þetta er fyrsta skrefið sem menn hafa tekið til að koma á lögum og reglu, nokkuð sem hér hefur skort mjög, einkum síðastliðið ár,? sagði Mohammed Al-Ashi, 22 ára gamall sölumaður. Ísraelar fögnuðu einnig aðgerð- unum í gær og hafa þegar komið til móts við Abbas með því að leyfa á ný umferð um Rafah, á landamær- um Gaza og Egyptalands. Lög- reglusveitir Palestínu hafa ekki reynt að hafa hemil á herskáum öflum síðan uppreisnin hófst árið 2000. Forseti ísraelska herráðsins, Moshe Yaalon, sagði að menn sæju nú ?upphaf jákvæðrar þróunar í herbúðum Palestínumanna, merki um að þeir skilji að hryðjuverk borga sig ekki?. Hamas stöðvar flugskeytaárásir Lögregla Palestínumanna gætir öryggis á Gaza Beit Lahiya, Jerúsalem, Gaza. AFP, AP. DÓMARAR í Afríkuríkinu Malaví hafa verið í verkfalli síðan á mið- vikudag og heimta þeir að keyptir verði undir þá alls 26 Toyota- jeppar. Þeir aka nú um á 10 ára gömlum og slitnum fólksbílum, að sögn Sylvesters Kalembera, sem er embættismaður hjá dómstól í höfuðborginni Blantyre. Dómararnir segjast líta svo á að þeir séu ekki lægra settir en ráðherraritarar og eigi því rétt á dýrum fararskjótum eins og þeir. ?Það er engin lausn í sjónmáli,? sagði Kalembera í gær. Burt með druslurnar! Blantyre í Malaví. AFP. FORSETI Palestínu, Mahmoud Abbas, lét í gær lögreglulið sitt hefja eftirlit á norðurlandamær- um Gaza til að stöðva flugskeyta- árásir herskárra hópa á Ísraela. Reuters Við öllu búnir FLUGLEIÐIR hafa fest kaup á þremur Boeing 757 flugvélum sem smíðaðar voru árið 1994. Tvær þeirra hefur félagið verið með á leigu og notað í áætlunar- og leigu- flugi Icelandair og Loftleiða. Þriðju vélina keypti félagið til þess að leigja áfram til breska flugfélagsins Brittannia. Í tilkynningu frá Flugleiðum segir að það verð sem félagið greiði fyrir þessar þrjár flugvélar sé töluvert undir núverandi mark- aðsverði þeirra, sem er samtals um 54 millj- ónir dollara. ?Við teljum að þetta geti verið ábati fyrir félagið upp á allt að 500 milljónir,? segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða. Hann bendir á að ástæður þessa hagstæða verðs sé tímasetning kaupanna og það að félagið hafi verið reiðubúið að kaupa vélarnar allar saman. Þessir kaupsamningar eru þáttur í nýrri starfsemi Flugleiða, en fyrr í þessum mán- uði tilkynnti félagið stofnun fyrirtækis í samvinnu við Gunnar Björgvinsson og fleiri í Liechtenstein, sem keypti þrjár notaðar Boeing 737 flugvélar og leigði áfram til lettneska flugfélagsins Air Baltic. Kaup flugvélanna þriggja eru fjármögn- uð af Landsbanka Íslands. Flugleiðir kaupa þrjár flugvélar ??? ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kom til Túnis í gærkvöldi en á morgun hefst alvaran þegar flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari og Róbert Gunnarsson eru glaðbeittir á svip, klárir í slaginn gegn Tékkum á morgun. Morgunblaðið/RAX Strákarnir komnir til Túnis STOFNAÐ 1913 20. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60