Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Huldukonur í Hollywood  Dusta rykið af galakjólunum 11. febrúar á morgun ræði, sem slökkviliðsstjórar geta gripið til, í lögum um brunavarnir þegar ekki er hægt að tengja bruna- hættu ákveðnu mannvirki. Ráðuneytið segist munu í fram- haldi af skýrslunni hlutast til um að lög um brunavarnir og reglugerðir, sem settar hafa verið samkvæmt þeim, verði endurskoðaðar með til- liti til ábendinga í skýrslunni. Eink- um þurfi að fara yfir þau ákvæði laga sem snerti þvingunarúrræði við þær kringumstæður sem fjallað sé BRUNAMÁLASTOFNUN telur litlar líkur á því að svipaðir atburðir gerist aftur og urðu þegar bruninn varð á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í vetur. Hvergi annars staðar er jafn miklu af hjólbörðum safnað saman nálægt íbúðarbyggð og var á athafnasvæði Hringrásar. Á flestum öðrum stöðum eru efnin geymd í gámum eða haugum fjarri íbúðabyggð. Þetta kemur m.a. fram í niður- stöðum úttektar Brunamálastofnun- ar sem Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra fór fram á vegna brunans. Úttektin takmarkaðist við meðhöndlun hjólbarða og hefur Brunamálastofnun nú skilað skýrslu sinni til ráðherra. Gerir stofnunin ýmsar tillögur til úrbóta til þess að draga úr líkum á því að atvik sem þetta endurtaki sig. Stofnunin telur mikilvægt að upp- lýsa eldvarnaeftirlit sveitarfélag- anna um ótvíræða skyldu þeirra til að bregðast við ef slökkviliðsstjóri telur að um almannahættu sé að ræða. Einnig sé mikilvægt að fræða eigendur atvinnufyrirtækja um eig- in ábyrgð og auðvelda þeim að koma á innra eftirliti með brunavörnum. Brunamálastofnun stefnir að því að endurskoða reglugerðir um eld- varnaeftirlit með þetta að leiðarljósi. Auk þess telur Brunamálastofnun að skýra þurfi betur þvingunarúr- um í skýrslunni en Brunamálastofn- un muni vinna að framkvæmd ann- arra atriða og ábendinga sem fram koma í skýrslunni. Við gerð úttektarinnar hafði Brunamálastofnun samráð við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Lögreglustjórann í Reykjavík, Al- mannavarnadeild Ríkislögreglu- stjórans, Úrvinnslusjóð, Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, Vinnueftirlitið og Umhverfisstofn- un. Litlar líkur á öðrum bruna eins og varð hjá Hringrás Morgunblaðið/Júlíus Talið er ólíklegt að atburður á borð við Hringrásarbrunann endurtaki sig. og húðvara, lyfja og heilsulindarþjónustu og sé „algerlega óásættanlegt“, að mati Gríms. Að hans sögn er umhugsunarvert að umsóknin skuli vera komin í það ferli að nafnið Iceland teljist skráningarhæft og að yfir höfuð þurfi að mótmæla skráningu af þessu tagi. Réttast væri, að hans mati, að láta á það reyna að Iceland Plc. fengi ekki að hafa einkaleyfi á nafninu á nokkurn hátt. Hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, dótturfyrirtækis SÍF, seg- ist ekki hafa fundið fyrir markaðstruflandi áhrifum vegna Iceland Plc. í Bretlandi, en fyrirtækið hafi hins vegar fengið umsókn þeirra um útvíkkun á einkaleyfinu til um- merkið Iceland í flest öllum vöru- og þjón- ustuflokkum innan Evrópusambandsins. Bláa lónið hf. vakti athygli á málinu við Út- flutningsráð sem vísaði erindinu til við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins en ráðuneytið hefur mótmælt umsókn Iceland Plc. eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Að sögn Gríms hefur einkaleyfi breska fyrirtækisins á að nota nafnið Iceland í flokki matvöru í Bretlandi ekki haft trufl- andi áhrif á rekstur Bláa lónsins hf. „Það truflaði okkur hins vegar verulega þegar við áttuðum okkur á því að það væri verið að sækja um skráningu í Evrópusambandinu og þá ekki bara í flokki matvöru heldur fjöldan- um öllum af öðrum flokkum.“ Það skarist við hagsmuni fyrirtækisins í flokki snyrtivara GRÍMUR Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, telur einsýnt að umsókn versl- unarkeðjunnar Iceland Plc. um útvíkkun á einkaleyfi fyrirtækisins á vöruheitinu Ice- land verði hafnað. Það sé algerlega óvið- unandi fyrir íslensk fyrirtæki, Ísland og Ís- lendinga, að erlent fyrirtæki eigi einkarétt á vörumerkinu Iceland. Umsóknin er til með- ferðar hjá bresku einkaleyfastofnuninni og Vörumerkjastofnun Evrópusambandsins. Umhugsunarvert að nafnið teljist skráningarhæft Að sögn Gríms hefur Bláa lónið hf. skráð vörumerkið Blue Lagoon Iceland víðsvegar um heiminn frá árinu 1994, en lögfræðingar fyrirtækisins á Íslandi vöktu athygli á því að Iceland Plc. væri að reyna að skrá vöru- sagnar, og gert athugasemdir við hana og hafnað henni. Fyrirtækið hafi margítrekað vakið athygli utanríkisráðuneytisins á notk- un nafnsins í Bretlandi. „Við teljum það mjög mikið hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg að það sé tryggt að einstök fyrirtæki í smásölu geti ekki nýtt sér eða haft einhvers konar einkarétt á notkun á nafni okkar þjóðar. Sérstaklega í því ljósi, að það sem hjálpar sjávarútvegi frá Íslandi gríðarlega mikið er að vörur frá Ís- landi eru vel þekktar fyrir mikil gæði og fagmannleg vinnubrögð. […] Þetta er mikið hagsmunamál fyrir okkur eins og aðra í greininni ,“ segir Örn. Iceland Seafood hefur starfað í Bretlandi um árabil og selur vörur á Bretlandsmarkaði fyrir 60–70 milljónir evra á ári. Óviðunandi fyrir íslensk fyrirtæki Útvíkkun á einkaleyfi Iceland Plc. á vöruheitinu Iceland til meðferðar í Bretlandi og hjá ESB SÉRA Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna umfjöllunar í fréttum um málsmeðferð úr- skurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna ágreinings í Garðasókn vill undirritaður koma því á framfæri að hann hefur ítrekað lýst yfir sáttavilja sínum í málinu. Gagn- aðilar undirritaðs fyrir úrskurðarnefnd sættu sig hins vegar ekki við þá niðurstöðu biskups frá 14. júlí 2004 að ekkert tilefni væri til breytingar á ráðningu undirritaðs sem sóknarprests í Garðasókn. Skrifuðu þeir greinar- gerðir þar að lútandi til biskups. Þar sem þessir aðilar höfðu þannig hafnað úrskurði biskups og boði hans um handleiðslu, án samráðs eða samvinnu við sóknarnefnd, var því nauðugur kostur einn að leita til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar, m.a., til sáttagerðar. Málið er nú í þeim farvegi sem lög gera ráð fyrir. Harmaður er sá ágreiningur sem uppi er á milli mín sem sóknarprests og eins starfsmanna Garðasóknar, auk formanns og varaformanns, og tekið skal fram að sá ágreiningur hefir ekki bitnað á safnaðarstarfinu. Það skal áréttað að samstarf okkar sr. Friðriks J. Hjartar hefur fram til þessa verið með ágætum. Hvað varðar yfirlýsingu eftir sóknarnefndarfund Garðasóknar hinn 18. janúar, þá er ljóst að hinum al- menna sóknarnefndarmanni er ókunnugt um ýmislegt það sem formaður og varaformaður sóknarnefndar hafa aðhafst til stuðnings gjörðum sínum og ætlunarverki.“ Stuðningsyfirlýsing Þá hefur Morgunblaðinu borist yfirlýsing frá Sig- mundi Hermundssyni, sóknarnefndarmanni í Garða- sókn, þar sem hann lýsir því yfir að hann sé ósáttur við vinnubrögð formanns og varaformanns sóknarnefndar „í máli því sem rekið hefur verið, undir þeirra forystu, gegn sóknarpresti Garðaprestakalls, sr. Hans Markúsi Haf- steinssyni. Veit ég að svo er um fleiri innan sóknarnefnd- ar Garðasóknar. Það var ekki með mínu samþykki að þeir fjórir aðilar, formaður, varaformaður, djákni og prestur, höfnuðu úr- skurði biskups og boði hans um samstöðu og sættir hinn 14. júlí, 2004, sbr. greinargerðir fjórmenninganna. Gerðu fjórmenningarnir þetta án samráðs og vitundar sókn- arnefndar,“ segir Sigmundur í yfirlýsingu sinni og lýsir yfir eindregnum stuðningi við sr. Hans Markús Haf- steinsson. Yfirlýsing frá sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.