Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT THORVALD Stoltenberg, fyrrver- andi utanríkisráðherra Noregs, sækir Ísland heim í dag en hann er sérstakur framsögumaður á mál- þingi framtíðarhóps Samfylking- arinnar sem sett verður klukkan 15 á Grand hóteli í dag. Stoltenberg á að baki langan feril í stjórnmálum, bæði heima og á al- þjóðavettvangi. Hann var varn- armálaráðherra Noregs 1979–1981 og síðan tvívegis utanríkisráðherra, 1987–1989 og 1990–1993, og seinna var hann sáttasemjari í fyrrum Júgóslavíu 1993–1995 og sérstakur sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak árið 2000. Um þessar mundir er Stoltenberg forseti norska Rauða krossins og hann hefur auðvitað í mörg horn að líta sem slíkur einmitt þessa dagana, enda hörmulegar af- leiðingar flóðbylgjunnar í Suð- austur-Asíu 26. desember sl. mjög uppi á borðum hjá Rauða krossinum í Noregi eins og annars staðar. Stoltenberg hefur hins vegar engin áform um að heimsækja ham- farasvæðin í nánustu framtíð, eins og Morgunblaðið komst að þegar það ræddi við Stoltenberg símleiðis í gær. „Ég tel nefnilega að of margir iðki það að fara og skoða afleiðingar hamfara,“ segir hann í samtali við blaðið, „ég tel að við eigum aðeins að senda fólk sem gerir eitthvað, þ.e. við eigum að senda hjálparstarfsfólk. Ég þekki af langri reynslu að þegar vel meinandi fólk fer á staðinn, þar sem hamfarir hafa átt sér stað, til að skoða aðstæður og sýna sam- hygð þá veldur það meiri vandræðum en hitt. Ég hef því engin áform um að fara á hamfarasvæðin á þess- ari stundu.“ Veröldin skreppur saman Stoltenberg mun í erindi sínu á málþinginu, sem Sam- fylkingin stendur fyrir í dag, ræða um hlutskipti smáþjóða eins og Noregs og Íslands í heimi sem sí- fellt er að skreppa saman, ef svo má taka til orða. „Smáríki hafa stóru hlutverki að gegna í litlum heimi. Því minni sem heimurinn er því stærra hlutverki munum við gegna,“ segir Stoltenberg. Hann er inntur eftir nánari út- skýringum og segir þá að með hnattvæðingunni svonefndu, bætt- um samgöngum og samskiptum heimshorna á milli, hafi fjarlægar heimsálfur einfaldlega færst nær. Nefnir hann sem dæmi fjársöfnun í Noregi vegna hamfaranna í Suð- austur-Asíu. „Við höfum alltaf verið reiðubúin að láta fé af hendi rakna til hörmunga erlendis en aldrei eins og nú. Ástæðan er sú að Norður- landabúar fórust í flóðbylgjunni eða misstu hugsanlega ættingja eða vini,“ segir Stoltenberg. „Fyrir tíu árum fóru Norðmenn ekki til Taí- lands í frí. En núorðið fara þeir til Taílands í frí, ferðalag þangað jafn- gildir kannski því að í æsku minni fór maður til Haðalands sem er 70 km frá Osló.“ Það sem eitt sinn hefðu verið staðbundn- ar hörmungar, þ.e. bundnar við íbúa um- rædds heimshluta, séu því í dag eitthvað sem snerti alla íbúa heims- ins með beinum hætti. Innrás í Írak dró úr öryggi, ekki öfugt Stoltenberg er spurður um þá erf- iðleika sem komið hafa upp í samskiptum þjóða undanfarin miss- eri og þá einkum sam- band Bandaríkjanna og Evrópuþjóða í ljósi Íraksstríðs- ins. Hann svarar því til að sam- bandið við Bandaríkin verði ávallt mikilvægt fyrir Evrópuþjóðirnar. „Á margan hátt er það svo mikil- vægt fyrir þjóðir eins og þær ís- lensku og norsku, og sú stefna sem mörkuð er í Washington skiptir okkur svo miklu máli, að við ættum að hafa rétt til að kjósa í kosningum þar vestra,“ segir hann og þagnar svo stundarkorn. Síðan bætir hann við: „Auðvitað er þetta ekki raun- hæft sjónarmið en ég segi þetta vegna þess að það skiptir sköpum fyrir Ísland og Noreg hvernig stefnu Bandaríkin framfylgja.“ Stoltenberg vill hins vegar ekki gera of mikið úr þeirri togstreitu sem er um þessar mundir í sam- skiptunum yfir Atlantshafið. „Í raun og veru hef ég ekki áhyggjur af þessu sambandi þegar til lengri tíma er litið,“ segir Stoltenberg. „Ég hef margoft á ferli mínum upp- lifað erfiðleika í samskiptunum og við höfum alltaf komist í gegnum þá og við munum gera það enn á ný. Ástæðan er sú að við erum tengd svo sterkum böndum, örlög Banda- ríkjanna og Evrópuríkjanna eru ná- tengd.“ Segist hann ekki efa að Condo- leezzu Rice, nýjum utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hafi verið al- vara er hún sagði tíma pólitísks samráðs vera runninn upp er hún kom fyrir þingnefnd í vikunni. Bandaríkin vilji eiga gott samstarf við bandamenn sína. Stoltenberg segist aftur á móti sammála því að staðan í Írak sé mjög erfið. „Ég tel að við njótum minna öryggis nú en fyrir innrás, ekki meira. Ég tel að menn hefðu átt að gefa tilraunum til að leysa málið með friðsamlegum hætti meiri tíma,“ segir hann. Stoltenberg er ekki tilbúinn til að ræða afstöðu íslenskra stjórnvalda til Íraksstríðsins þegar upp er borin spurning sem tengist henni en hann segir hins vegar að Norðmenn fylgi jafnan stefnu Sameinuðu þjóðanna þegar þeir taki afstöðu í helstu utanríkismálum. „Og ég tel mik- ilvægt fyrir smáríki að þau geri það,“ segir hann. Þar sé um að ræða góðan grunn að standa á í utanrík- ismálum og þá ekki síst fyrir smá- ríki. Stríð sem pólitískt verkfæri Stoltenberg er spurður – og þá einnig með hliðsjón af umdeildum staðhæfingum sem fram komu í vik- unni þess efnis að bandarísk stjórn- völd hafi áform um hernaðar- aðgerðir í Íran – hvort hann hafi áhyggjur af þróuninni almennt í þessum hluta heimsins. „Það sem veldur mér virkilegum áhyggjum er að nú er aftur talað um stríð sem verkfæri sem nota megi í alþjóða- samskiptum,“ segir hann. „Allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafa menn einfaldlega ekki tekið gott og gilt að rætt væri um hernað á þeim nótum. Að sjálfsögðu hafa verið háð stríð á þessum tíma, sem hér um ræðir, en menn hafa hins vegar ekki í umræðu um alþjóðamál átt því að venjast að rætt væri um stríð sem pólitískt tæki sem nota mætti [til að ná fram tilteknum markmiðum]. Nú upplifum við tíma þar sem stöðugt er verið að ræða stríð á þessum nót- um. Það veldur mér áhyggjum.“ Hvað hefur valdið þessari breyt- ingu? „Ég tel að sú stjórn sem kom til valda í Bandaríkjunum með George. W. Bush hafi haft aðra skoðun á stríðsrekstri en forverar hennar. Þetta var í meginatriðum ný kyn- slóð manna, sem ekki höfðu upplifað síðari heimsstyrjöldina, og eina stríðið sem þeir hafa komist í kynni við í Bandaríkjunum síðustu 100 ár voru hryðjuverkaárásirnar 11. sept- ember 2001. Ég harma að í kjölfar þess, að öll veröldin fylkti liði með Bandaríkjunum eftir árásirnar, hafi sú samstaða riðlast; ég tel að for- ystumenn í Bandaríkjunum hafi of snemma farið að vísa til stríðs sem verkfæris [sem kynni að verða not- að]. Og við höfum síðan séð að engar röksemdanna, sem settar voru fram fyrir stríði, voru gildar. Ég vona því að menn muni hér eftir íhuga betur hvort rétt sé að beita stríði sem verkfæri í alþjóðasamskiptum,“ sagði Thorvald Stoltenberg. Áhyggjuefni að rætt sé um stríð sem verkfæri Thorvald Stoltenberg er þekktur fyrir framlag sitt á vettvangi alþjóðamála og hefur enda mikla þekkingu og reynslu að miðla í þeim efnum. Davíð Logi Sigurðsson hringdi í hann í gær í tilefni þess að hann sækir landið heim, en Stoltenberg flytur í dag erindi á málþingi í Reykjavík. Thorvald Stoltenberg ’Það sem veldur mérvirkilegum áhyggjum er að nú er aftur talað um stríð sem verkfæri sem nota megi í al- þjóðasamskiptum.‘ david@mbl.is Á TÍTAN, stærsta tungli Satúrnusar, eru ár og lækir, fljót og höf og rigningin vætir og veðrar steina og klappir rétt eins og hér á jörðu. Það er þó ekki vatnið, sem þessu veldur, heldur fljótandi metan. Þetta er meðal þess, sem evrópska könnunar- farið Huygens hefur frætt vísindamenn um en það lenti á Títan á föstudegi fyrir viku. Hefur það sent frá sér svart-hvítar myndir, sem sýna hvernig um- horfs er skammt frá lendingarstaðnum. Jean-Pierre Lebreton, sem stjórnaði leiðangri Huygens til Títans, sagði á blaðamannafundi í París í gær, að sömu öfl væru að verki á Títan og jörðinni nema hvað á fyrrnefnda staðnum kæmi fljótandi metan í stað vatns. Sagði hann, að líklega hefði ekki verið rigning er Huygens lenti en senni- lega skömmu áður. Vísindamenn velta því nú fyrir sér hvort hugs- anlega rigni aðeins einu sinni á ári á Títan. Hvort þar sé um einhvern sérstakan rigningartíma að ræða, og fleira í þeim dúr. Metanlindir í „jörðu“ Á jörðu er metan mjög eldfimt gas en á Títan er það fljótandi vegna mikils þrýstings og kulda. Telja vísindamenn, að það brotni upp í lofthjúpn- um og myndi þokuna, sem hylur tunglið, en furða sig á því um leið, að það skuli enn vera að finna í lofthjúpnum. Eina skýringin virðist vera sú, að metan steymi úr miklum lindum innan í Títan sjálfum. „Alla vega er þarna um að ræða ákaflega eld- fima veröld,“ sagði Toby Owen, vísindamaður við stjarnfræðistofnunina í Honolulu, en hann stjórn- ar rannsóknum á lofthjúpi Títans. Ár, lækir og höf á Títan AP Þessi samsetta mynd sýnir fjöllótt landslag á Títan og mikinn árfarveg með marggreind upptök. Fljótandi metan mót- ar yfirborðið eins og vatnið á jörðinni París. AP. FINNSKA stjórnin sagði í gær, að hún harmaði að hafa stutt fjárhags- lega við útgáfu bókar þar sem nefnd voru dæmi um hvernig múta skuli rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum. Útgefandi bókarinnar er finnsk-rússneska verslunarráðið. „Það verður ekki framhjá því litið, að í bókinni er beinlínis hvatt til mútugjafa og það er með öllu óásættanlegt,“ sagði Bo Göran Eriksson, embættismaður í við- skipta- og iðnaðarráðuneytinu finnska, en ráðuneytið leggur finnsk- rússneska verslunarráðinu til um 35 millj. ísl. kr. árlega. Þykir þetta mál hið vandræðaleg- asta fyrir Finna, meðal annars vegna þess, að þeir tróna á toppnum á lista yfir óspilltustu ríkin, fyrir nú utan það, að mútur eru stranglega bann- aðar. Bein dæmi um hvernig múta skuli Bókin var gefin út fyrir tveimur árum og hefur ekki vakið athygli fyrr en nú að dagblaðið Helsingin Sanomat vakti athygli á henni. Í henni eru nefnd bein dæmi um hvernig múta skuli rússneskum embættismönnum. Talsmaður finnsk-rússneska verslunarráðsins var þó ekkert að afsaka sig þegar við hann var rætt og sagði bara, að svona væri nú einu sinni veruleikinn í Rússlandi og í bókinni væri honum lýst. Kennslu- bók í mútu- gjöfum Helsinki. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.