Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Langþráður draumur varð að veruleika á Hólmavík þegar glæsileg íþróttamann- virki voru formlega tekin í notkun um síð- ustu helgi, íþróttahús með löglegum körfuboltavelli og 25 metra löng útisund- laug ásamt annarri aðstöðu. Fram kom í viðtali við oddvitann, Harald V.A. Jóns- son, að fyrst hafi verið byrjað að tala um sundlaug á staðnum í síðari heimsstyrj- öldinni og málið hafi komið til umræðu í hverjum einustu sveitarstjórnarkosn- ingum síðan. Íbúarnir og ferðafólk hafa sýnt það með góðri nýtingu nýju þjónust- unnar að full þörf er fyrir hana.    Víðar í smærri byggðum Vestfjarða og í litlum þorpum í öðrum landshlutum er verið að byggja íþróttahús og sundlaugar eða slíkum framkvæmdum nýlega lokið. Nefna má Reykhóla og Kirkjubæjar- klaustur sem dæmi um slíka staði. Og á Drangsnesi sem er skammt norðan Hólmavíkur er nú verið að byggja nýja sundlaug. Sýnir þetta að almennilegt íþróttahús og helst sundlaug einnig teljast til grundvallarþjónustu eins og vatnsveita, leikskóli og grunnskóli svo dæmi séu tek- in af verkefnum sveitarfélaga. Sveit- arstjórnarmenn telja staðina einfaldlega ekki samkeppnishæfa um fólkið nema þessi þjónusta sé fyrir hendi.    Ekki er nóg að byggja slík mannvirki, það þarf að greiða fjárfestinguna. Og öll- um nýjum mannvirkjum fylgir aukinn rekstrarkostnaður sem getur reynst erfið viðbót hjá litlum sveitarfélögum. Á Hólmavík kostar hátt í 300 þúsund krónur á mánuði að hita upp og lýsa íþróttamann- virkin.    Sveitarstjórnarmenn í litlum byggð- arlögum standa yfirleitt nálægt kjós- endum sínum og væru ekki að fara út í þessar framkvæmdir og kalla yfir sig þann fjárhagsvanda sem þeim fylgir nema eindregin krafa sé um þær meðal íbúanna. Ef ekki hefur verið afgangur hjá sveit- arsjóði áður en þessi nýi rekstur kom til sögunnar verða íbúarnir væntanlega að sætta sig við auknar álögur, ef svigrúm er til þeirra, eða sparnað og niðurskurð á öðrum framkvæmdum eða þjónustu. Úr bæjarlífinu HÓLMAVÍK EFTIR HELGA BJARNASON BLAÐAMANN Fyrsta sumarhúsiðer að rísa í nýjusumarhúsahverfi við Skagaströnd. Húsið stendur við Hólaberg en gatan sem húsin standa við var nefnd eftir berg- unum sem þau standa við ofan við Vetrar- brautina. Skipulögð hef- ur verið byggð fyrir 10 hús í þessum áfanga og er Snorraberg ehf. að byggja fyrsta húsið. Gert er ráð fyrir því að húsið sé leigt út til al- mennra nota og ætlunin að það verði tilbúið fyrir sumarið segir á vef sveitarfélagsins. Væntanlega mun ekki væsa um gestina í skjóli undir Spákonufelli, en húsið er flutt inn í ein- ingum frá Lettlandi og er Trésmiðja Helga Gunnarssonar verktaki við að reisa húsið og innrétta. Sumarhúsa- hverfi Félagar í ÓperukórHafnarfjarðarsungu á síð- kjólum og brugðu á leik til að skapa Vínar- stemmningu á árlegum nýárstónleikum Tónlist- arfélags Reykjanesbæjar í Keflavík. Góð stemmn- ing var meðal gesta á tónleikunum sem haldnir voru í Kirkjulundi, safn- aðarheimili Keflavíkur- kirkju um helgina. Stjórnandi Óperukórs- ins, Elín Ósk Óskars- dóttir, söng einnig ein- söng ásamt Snorra Wium og nokkrum söngvurum úr röðum kórfélaga. Undirleikari var Peter Máté og Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Vínarstemmning í Kirkjulundi Gylfi Þorkelssonkennari í íslenskuvið Fjölbrauta- skóla Suðurlands sat í morgunsárið og fylgdist með nemendum sínum niðursokknum í náms- bækurnar. Þeir voru að skoða mismunandi brag- arhætti og læra að þekkja muninn á þeim. Gylfi orti: Horfurnar framundan fínar: Framtíðar bókmenntarýnar við bækurnar loða er braghætti skoða. Öllum að innan mér hlýnar. Jóhannes Benjamínsson á margar góðar vísur og er með hraðkvæðari mönn- um. Þegar vinur hans Sveinbjörn Beinteinsson varð allsherjargoði orti Jóhannes: Ekki göfug lagar ljóð list með kröfudrepna. Nýtir öfugt sálarsjóð Sveinbjörn höfuðskepna. Í annan tíma og af öðru tilefni orti Sveinbjörn: Mættu naga mitt um fés minkur, tófa, hundur. En ég vil ekki að Jóhannes éti mig í sundur. Góðar horfur pebl@mbl.is Grímsey | Vetur konungur hef- ur sannarlega verið í aðal- hlutverki við heimskautsbaug- inn síðustu vikurnar. Snjórinn hefur hrúgast upp í hóla og fjöll vítt og breitt um eyjuna. Vinda- samt hefur verið með fannferg- inu, þannig að lítið hefur verið róið, einhverjir nefndu fjóra róðra fyrstu þrjár vikurnar í janúar sem ekki þykir gott í þessari góðu verstöð. Því hafa hestamenn notið þess að bregða sér á bak fákum sínum, svona rétt á milli bylja. Á myndinni eru þeir Sigurður Henningsson á Væntingu til vinstri og Héðinn Jónsson á Lögg. Morgunblaðið/Helga Mattína Riðið út á milli bylja Reiðtúr Blönduós | Félagsmálaráðuneytið stað- festi fyrr í þessum mánuði sameiningu fjögurra sveitarfélaga í umdæmi sýslu- mannsins á Blönduósi. Sveitarfélögin sem sameinuðust eru Bólstaðarhlíðar- hreppur, Sveinsstaðahreppur, Svína- vatnshreppur og Torfalækjarhreppur en íbúar allra sveitarfélaganna samþykktu sameininguna í atkvæðagreiðslu sem fram fór 20. nóvember sl. Sameiningin tekur gildi 1. janúar 2006 og er gert ráð fyrir því að sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags verði kjörin 10. desember 2005. Nafn hins sameinaða sveitarfélags verður auglýst síðar segir í frétt á vef ráðuneytisins. Við sameininguna fækkar sveitar- félögum á landinu um þrjú en þau eru nú 101 talsins. Þá staðfesti ráðuneytið í nýliðnum desember sameiningu fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar og tekur sú sameining gildi 1. júní 2006. Þegar báðar þessar sameiningar hafa tekið gildi verða sveitarfélög á Íslandi því 95 talsins. Á þessu ári verða greidd atkvæði um sameiningu sveitarfélaga víðsvegar um landið, í samræmi við tillögur samein- ingarnefndar átaks um eflingu sveitar- stjórnarstigsins. Nái þær tillögur fram að ganga má vænta enn frekari fækk- unar sveitarfélaga en nú þegar hefur náðst fram. Sveitarfélög- um fækkar Húsavík | Bæjarstjórn Húsavíkur hefur vísað tillögu Gunnlaugs Stefánssonar um uppgræðslu á Reykjaheiði til bæjarráðs. Tillaga Gunnlaugs gerir ráð fyrir að þeim fjármunum, sem áætlaðir eru í fram- kvæmdir við Skrúðgarðinn 2005 og 2006 verði veitt í uppgræðsluverkefni á Reykja- heiði á árunum 2005 og 2006. Bæjarráð felur landbúnaðarnefnd og rekstrardeild að hefja nú þegar vinnu við gerð samkomulags sveitarfélagsins, bænda og Landgræðslu ríkisins um upp- græðslu, þannig að tryggt verði að fram- leiðsla sauðfjárbænda innan sveitarfé- lagsins falli undir gæðastýringu í sauð- fjárrækt. Bæjarráð óskar eftir því að þessari vinnu verði hraðað, þannig að framkvæmd- ir geti hafist á komandi sumri. Uppgræðsla á Reykjaheiði ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.