Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Smakkað á öllum sortum Þorramaturinn rann ljúflega niður. Keflavík | Börnin á leikskólanum Tjarnarseli í Keflavík buðu feðrum sínum, öfum og jafnvel langöfum með sér í morgunmat á leikskól- anum í gær, á bóndadaginn. Glatt var á hjalla í leikskólanum enda ekki á hverjum degi sem svo margir karlmenn stíga þar inn fyrir þröskuld án þess að hraða sér í burtu eftir að hafa skilað börnunum af sér. „Mér finnst þetta skemmtileg hefð hjá leikskólanum og gaman að koma hingað smástund með litlu greyjunum,“ sagði einn afinn sem sat með tveimur öðrum öfum og ein- um pabba á litlum stól við lítið borð og spjallaði við börnin. Annar afinn sagði frá því að hann væri með barnabarni en hefði áður verið tíður gestur í Tjarnarseli með börnum sínum en lengra væri síðan hann hefði sjálfur verið barn á þessum sama leikskóla. Allir voru ánægðir með þá hefð sem skapast hefur í Tjarnarseli að bjóða körlunum einn morgun á ári. Börnin borðuðu ekki mikið af þorramatnum en nörtuðu þó aðeins í hann. Inga María Ingvarsdóttir leik- skólastjóri sagði að sum börnin hámuðu matinn í sig á meðan önnur snertu varla við honum. „Með því að bjóða upp á þorramat venjum við börnin við hann og höldum við hefð- inni,“ sagði hún. „Afi fékk sér hákarl,“ sagði lítil stúlka á annarri deild og var ánægð með þann gamla. Þar gekk einn starfsmaðurinn um með græna flösku sem falin var í undanrennu- fernu og skenkti í staup. Inga María segir að fyrir fimm árum, þegar leikskólinn tók fyrst upp á því að bjóða feðrum og öfum í þorramat, hafi sumir verið að grínast með það að ekki væri hægt að borða hákarl og halda þorrablót nema hafa brennivín með. Hún sagðist hafa tekið þá á orðinu árið eftir og síðan alltaf boðið upp á staup. Komið hefði í ljós að þetta hefði mest verið í nösunum á körlunum því fáir þæðu staupið en mönnum þætti þetta skemmtilegt og skapaði ákveðna stemmningu í hópnum. Þorrablótið á Tjarnarseli hefur mælst mjög vel fyrir og sumar deild- irnar eru troðfullar ár eftir ár. Inga María segir að tilgangurinn sé að fá fjölskyldurnar inn í leikskólann, í þessu tilviki feður og afa. Sumir séu að koma í fyrsta skipti inn í leikskól- ann á þessum dögum. Á mæðradag- inn er mömmunum og ömmunum boðið. Þá er stemmningin önnur enda boðið upp á aðrar veitingar, meira af sætabrauði og rjóma. „Afi fékk sér hákarl“ Reykjanesbær | Þrjár myndlista- sýningar verða opnaðar í Reykja- nesbæ í dag og verða þær opnar næstu daga og vikur. Nýtt sýningarrými, Suðsuðvestur, verður opnað á Hafnargötunni í Keflavík með sýningu Magnúsar Pálssonar milli kl. 15 og 17. Sýning hans stendur til 13. febrúar og er op- in laugardaga og sunnudaga kl. 14 til 17 og fimmtudaga og föstudaga kl. 16 til 18. Sýning Listasafns Reykjanesbæj- ar á málverkum Kristínar Gunn- laugsdóttur verður opnuð klukkan 17 í sýningarsalnum í Duushúsum. Sýningin ber heitið „... mátturinn og dýrðin, að eilífu ...“ Flest verkanna eru unnin á síðustu fjórum árum og hafa ekki verið sýnd áður. Sýning hennar stendur til 6. mars og er opin alla daga frá kl. 13 til 17.30. Í tilefni af 90 ára vígsluafmæli Keflavíkurkirkju eru fjögur verk Kristínar sýnd í safnaðarheimilinu Kirkjulundi og verður sá hluti sýn- ingarinnar opnaður kl. 16. Þá má geta þess að Pétur Gautur opnar sýningu í Kaffitári í Njarðvík kl. 17. Dagur myndlistar Akureyrarvöllur gæti orðið annars konar fólkvangur í framtíðinni, eða að þar verði byggð upp verslun eða þjónusta. Völlurinn gæti líka verið endur- byggður fyrir frjálsar íþróttir og knattspyrnu. JAKOB Björnsson, formaður bæjar- ráðs, sagðist persónulega ekki úti- loka það að Akureyrarvöllur verði lagður af í tengslum við uppbyggingu íþróttamannavirkja vegna Lands- móts Ungmennafélags Íslands á Ak- ureyri árið 2009. Hann hefur þó ekki komist að endanlegri niðurstöðu í málinu en telur nauðsynlegt að menn fari að átta sig á því hvernig unnið verði í framhaldinu. „Mér hefur fundist afskaplega vinalegt að hafa völlinn þarna og það yrði að mörgu leyti eftirsjá af honum. En þegar far- ið er að hugsa málið í stærra sam- hengi, þarf að huga að því hvað sé skynsamlegt til framtíðar varðandi nýtingu svæðisins.“ Jakob sagði að einnig yrði fróðlegt að sjá hvaða hug- myndir koma út úr verkefninu „Ak- ureyri í öndvegi“ varðandi umrætt svæði. Bæjarráð óskaði eftir greinar- gerðum frá KA, Þór, Ungmenna- félagi Akureyrar (UFA) og Íþrótta- bandagi Akureyrar (ÍBA) vegna skýrslu vinnuhóps vegna landsmóts- ins 2009. Í greinargerðum frá for- svarsmönnum Þórs og KA kemur skýrt fram að félögin vilja byggja upp og bæta aðstöðu til knattspyrnu- iðkunar á sínum eigin félagssvæðum. Þá hafa Þórsarar lýst sig reiðbúna til viðræðna við bæjaryfirvöld um upp- byggingu á fullkominni frjálsíþrótta- aðstöðu á félagssvæði sínu. Bæði fé- lögin telja tillögu 2 í skýrslu vinnuhópsins besta kostinn. Þar er lagt til að Akureyrarvöllur verði lagður niður og frjálsíþróttaaðstöðu ásamt stúkubyggingu verði komið fyrir á félagssvæði Þórs og jafnframt verði reist stúka við knattspyrnuvöll á félagssvæði KA. Í greinargerð stjórnar UFA kem- ur fram að stjórnarmönnum líst best á að frjálsíþróttaaðstaðan verði end- urbyggð á Akureyrarvellinum. Hann sé miðsvæðis í bænum, sé sýnilegur og setji skemmtilegan svip á bæinn. Einnig kemur fram að það vegur þyngst við þessa staðsetningu að svæðið er utan heimasvæða stóru íþróttafélaganna og vel staðsett með tilliti til þjónustu. Einnig segir í greinargerð UFA, að uppbygging frjálsíþróttasvæðis á Þórssvæðinu hafi vissa kosti, eins og bent er á í skýrslu vinnuhópsins. Hins vegar óttast stjórn UFA að uppbygging að- alvallar á Þórssvæðinu verði til þess að UFA hafi ekki jafngreiðan aðgang að vallarsvæðinu til æfinga og keppni og nú er. Jafnframt er lögð á það áhersla að flytjist aðstaðan á Þórs- svæðið þurfi að tryggja, áður en haf- ist er handa, að UFA fái þann tíma sem þarf til æfinga á vellinum en verði ekki hornreka vegna fótbolta- æfinga. Þá telur stjórn UFA það sjálfsagða kröfu að félagið sitji við sama borð og önnur félög hvað varð- ar auglýsingamöguleika vallarins „en það hefur ekki verið reyndin fram að þessu þótt Akureyrarvöllur sé okkar helsta æfinga- og keppnissvæði“. Stjórn Þórs bendir á í greinargerð sinni að með því að setja frjálsíþrótt- ir inn á félagssvæði Þórs þurfi að auka landrými sem félaginu er ætlað. Í greinargerð stjórnar KA kemur fram að nauðsynlegt sé að á svæði fé- lagsins verði keppnisvöllur lagður gervigrasi, stúkubygging reist og völlurinn flóðlýstur. „Ef keppnisvöll- ur yrði lagður og áhorfendastúka reist á æfingasvæði KA og svo illa færi að bæjaryfirvöld gerðu alvöru úr þeim áformum sínum að tengja Dalsbraut við Naustahverfi myndi æfingasvæði félagsins skerðast. KA telur að tryggja þurfi félaginu æf- ingasvæði í Naustahverfi,“ segir enn- fremur í greinargerð félagsins. Ekki útilokað að Akureyrarvöllur verði lagður niður Stóru félögin vilja upp- byggingu á eigin svæðum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 23 MINNSTAÐUR OPI‹: FÖSTUDAG 12 –20 / LAUGARDAG 10 –18 / SUNNDAG 13 –18 / MÁNUDAG 12 – 20 LAGERÚTSALAN FER FRAM Á LAGER OKKAR AFTAN VI‹ LUMEX BÚ‹INA SKIPHOLTI 37, GENGI‹ INN FRÁ BOLHOLTI AKUREYRISUÐURNES Aðstaða sameinuð á einn stað | Nýjar höfuðstöðvar SBA- Norðurleiðar við Hjalteyrargötu verða opnar almenningi milli kl. 13 og 16 í dag, laugardag. Með því hafa skrifstofur og tvö verk- stæði fyrirtækisins verið sam- einuð á einn stað. Starfsmenn fyr- irtækisins eru 33 yfir vetrar- mánuðina og 55 bílar eru í flota þess. Nýjustu bílarnir verða til sýnis og gestum boðið upp á veit- ingar. Almannatengsl | Námskeið um hugmyndafræði og aðferðir al- mannatengsla (public relations) verður haldið hjá Símenntun Há- skólans á Akureyri þriðjudagana 25. janúar og og 1. febrúar. Kenn- ari á námskeiðinu er Liz Bridgen ráðgjafi en hún hefur langa starfs- reynslu á sviði almannatengsla í Bretlandi og Íslandi. Sýning | Gústav Geir Bollason opn- ar sýningu á verkum sínum í Gall- eríi + við Brekkugötu 35 á Akur- eyri í dag, laugardaginn 22. janúar kl. 16. Sýningin verður opin um helgar frá kl. 14 til 17 en aðra daga eftir samkomulagi. Henni lýkur 30. janúar næstkomandi. Skákmót | Skákfélag Akureyrar og KB banki halda skákmót fyrir grunnskólabörn í dag, laugardag- inn 22. janúar. Það hefst kl. 11 í Lundarskóla. Skautadagur | Heilsueflingarráð Akureyrar í samvinnu við Skauta- höllina á Akureyri efnir til skauta- dags í dag laugardag frá kl. 13 til 15 þar sem bæjarbúum og öðrum er boðið frítt á skauta auk þess sem hægt verður að fá skauta án endur- gjalds. Settar verða upp ýmsar þrauta- brautir og þátttakendum gefst m.a. kostur á að spreyta sig í íshokkíi. Þá verða listdansarar og fleiri úr Skautafélagi Akureyrar á svæðinu og sýna listar sínar. Ef veður og aðrar aðstæður leyfa verður einnig boðið upp á útisvell við hlið Skautahallarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.