Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SALATBLÖÐ EÐA KJÖT Í MATINN? Morgunblaðið birti sl. miðviku-dag frétt um könnun Sam-keppnisstofnunar á verðþróun á grænmeti og ávöxtum, og jafnframt útdrátt úr verðkönnuninni sjálfri. Nán- ari upplýsingar um könnunina er að finna á heimasíðu Samkeppnisstofnunar og eru þær um margt eftirtektarverðar. Ekki síst vegna þess að svo virðist sem könnunin sé vel til þess fallin að gefa neytendum til kynna að þeir geti verið áhyggjulausir yfir verðþróun á græn- meti og ávöxtum. Þar segir að ef „með- alverðið á grænmeti og ávöxtum í þess- ari könnun er borið saman við meðalverðið frá því í janúar í fyrra kem- ur í ljós að það eru óverulegar breyt- ingar á milli ára“. Jafnframt er tekið dæmi af því að „meðalverð á gulrófum, papriku, sveppum, íslenskum og inn- fluttum tómötum og íslenskum agúrk- um hefur hækkað lítillega á þessu tíma- bili. Meðalverð á jöklasalati, kínakáli, avocado, hvítkáli og gulrótum hefur hins vegar lækkað lítillega á sama tímabili. Þess ber einnig að geta að meðalverð á öllum tegundum ávaxta og flestum teg- undum grænmetis er lægra nú en það var í febrúar 2002. Í mörgum tilvikum er um verulega lækkum á meðalverði að ræða“. Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir neytendur og benda til þess að afnám tolla á ýmsum grænmetistegundum vet- urinn 2002 hafi skilað neytendum ein- hverju. En betur má ef duga skal. Inn- kaupakarfa sú með grænmeti og ávöxtum er Samkeppnisstofnun miðar við ber nefnilega vott um mikla íhalds- semi. Valið í hana sýnir í hnotskurn neysluvenjur eins og þær voru hér fyrir tíu til fimmtán árum, en hreint ekki þær neysluvenjur sem eiga vaxandi fylgi að fagna í samtímanum. Því að þótt ein- staka „framandi“ tegundir hafi slæðst inn; svo sem fyrrnefndar lárperur (avocado) og sömuleiðis eggaldin og sætar kartöflur – en tvær síðastnefndu tegundirnar voru mikið í umræðunni er breytingarnar gengu yfir vegna þess hversu verðið á þeim var óeðlilega hátt – er listi Samkeppnisstofnunar mjög fá- brotinn og einhæfur. Þar má til að mynda einungis finna hversdagslegustu tegundir af salati; ísbergsalat, kínakál og lambhagasalat; en verðið á þessum tegundum er viðráðanlegt og hefur lækkað frá því 2002, ekki síst á ísberg- salatinu. Ekkert er þó fylgst með neinni þeirra tegunda sem eiga mestu fylgi að fagna um þessar mundir á borðum landsmanna; klettasalati, lollo rosso, eikarlaufi og spínati, svo aðeins það al- gengasta sé nefnt. Kúrbítur ratar ekki inn í þessar kannanir, né heldur ávextir á borði við mangó og ananas sem þó hafa verið áberandi í verslunum, hvað þá æti- þistill, fennel, sellerírót, spergill, fersk- ar ertu- og baunategundir, kúrbítur, kryddjurtir og þannig mætti lengi telja. Samt er þar að finna einar 5 tegundir af lauk – allar fremur ódýrar og koma varla mikið við buddu fólks. Það þarf engan sérfræðing í verð- lagningu á grænmeti til að sjá að verð á algengustu tegundum á grænmeti er mun viðráðanlegra hér á landi en áður. Í kjölfarið hafa neysluvenjur vonandi breyst – eins og merkja má á áhuga landmanna á hvers kyns matargerð – og áhugi á árstíðabundnum grænmetis- og ávaxtategundum aukist um leið. Enda er aukin fjölbreytni í matarvenjum mjög mikilvægur þáttur í sjálfsögðum mann- eldismarkmiðum hér á landi, á tímum þar sem mikið er rætt um þyngdaraukn- ingu og hættu henni samfara. Grænmeti hér er þó langt frá því að vera ódýrt. Þess vegna má velta því fyr- ir sér hvort könnun Samkeppnisstofn- unar gefi rétta mynd af ástandinu eins og það blasir við neytendum – ekki síst þeim sem hafa samanburð frá öðrum löndum. Þær „framandi“ tegundir sem þar rata á lista, svo sem eins og sætar kartöflur, hafa jú lækkað áberandi í meðalverði, úr 613 kr. kílóið í febrúar 2002 niður í 359 kr. kílóið nú þremur ár- um seinna. Eggaldin hefur að sama skapi lækkað úr 596 kr. kílóið árið 2002 niður í 334 kr. kílóið nú. Af því má draga þá ályktun að verðlagseftirlit og kann- anir beri árangur. En hvað þá með allar þær tegundir grænmetis sem ekki rata inn á lista Samkeppnisstofnunar? Getur verðmyndun á algengri klettasalats- blöndu í 100 gr pokum á 399 kr. pokinn, eða 3.990 krónur kílóið eins og algengt verð er núna, t.d. talist eðlileg jafnvel þótt búið sé að rífa salatið niður og þvo það? Ferskar fíkjur á 1.299 kr. kílóið, sannkölluð lúxusvara, bæði viðkvæm og langt að komin, eru á spottprís í sam- anburði við slíkt salat sem sífellt fleiri freistast þó til að kippa í körfuna hjá sér. Annað og hversdagslegra dæmi má taka af verði á agúrkum, sem náði sögulegu lágmarki á vormánuðum 2002, þegar fluttar voru inn mjög ódýrar erlendar agúrkur í tonnatali til að sýna hverju hægt væri að áorka neytendum í hag. Þær er erfitt að finna um þessar mundir því að í flestum verslunum er einungis hægt að fá íslenskar agúrkur sem kosta sitt, en lítið eða ekkert sést af erlendum gúrkum sem valkosti fyrir neytendur. Ef til vill ætti að taka það fram í könnun Samkeppnisstofnunar ef erlendir val- kostir detta alveg út af markaðinum til að fólk átti sig á hvenær samkeppnin er virk? Ef sú hollusta sem felst í aukinni neyslu á grænmeti og ávöxtum á að koma fólki til góða, verður að veita þeim sem versla með grænmeti og flytja það inn mun meira aðhald en nú er gert. Í flestum löndum er það aðhald fyrst og fremst í höndum neytenda. En þeir hafa gamalgróna matarhefð á bak við sig, úr miklu vöruúrvali í einstökum verslunum að velja og í flestum tilvikum einnig mun fleiri verslanakeðjum en við. Hér, þar sem ótrúleg fábreytni í úrvali á græn- meti og ávöxtum hefur ríkt allt fram á síðustu misseri, er mjög erfitt fyrir neytendur að átta sig á því hvað er sann- gjarnt og hvað ekki. Nýstárleg tegund í grænmetisborði þarf ekki endilega að vera lúxusvara og vera verðlögð eftir því, eins og dæmin með verðhrunið á eggaldini og sætum kartöflum sanna. Til þess að standa undir nafni sem rannsóknir á verðþróun þyrftu því verðkannanir Samkeppnisstofnunar á grænmeti í fyrsta lagi að ná til miklum mun fleiri tegunda en nú er. Í öðru lagi þyrfti einnig að veita íslenskum neyt- endum innsýn í verð á sömu tegundum í nágrannalöndum okkar, þótt ekki sé nema til að ljóst sé að verðmyndun ein- stakra tegunda hér sé hlutfallslega rétt miðað við það sem gengur og gerist ann- ars staðar. Það er fullkomlega óviðun- andi fyrir almenning hér á landi að geta ekki notið sama vöruúrvals í grænmeti og ávöxtum og í nágrannalöndunum, og óverjandi að kílóverð margra tegunda hversdagslegasta grænmetis, svo sem salatblaða, sé margfalt hærra en kjöt eða fiskur. Þegar rætt er um ólöglegt vinnuafl í þess-ari fréttaskýringu er átt við þá útlend-inga sem hér vinna án tilskilinna at-vinnu- eða dvalarleyfa, eða starfa hér á grundvelli þjónustusamninga sem einungis hafa verið gerðir til málamynda. Eðli málsins samkvæmt eru engar áreiðanlegar upplýsingar um fjölda þeirra en að mati formanns Samiðnar vinna vel á annað hundrað útlendinga í byggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu án þess að hafa tilskilin atvinnuréttindi. Þá hafi farið miklar sögur af ólöglegu vinnuafli í öðrum geirum at- vinnulífsins. Starfsmaður Samiðnar, landssambands fag- manna í iðnaði, hefur undanfarna tvo mánuði farið á milli vinnustaða og kannað hvort þeir menn sem vinna störf iðnaðarmanna hafi tilskilin réttindi og hafi atvinnuleyfi séu þeir erlendir ríkisborgarar. Meistarafélög iðnaðarmanna taka einnig þátt í verkefninu. Stórir hópar Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðn- ar, segir að svo virðist sem nægt framboð sé af ólöglegu vinnuafli. Sumir komi hingað til lands upp á eigin spýtur og leiti sér síðan að vinnu en meira sé um að þeir komi á vegum annarra, ýmist Íslendinga sem hafi tengsl til Austur-Evrópu eða á vegum samlanda sinna sem stundi e.k. ólöglega at- vinnumiðlun. Sumir geti boðið fjölmenna vinnu- flokka og ef fleiri menn vantar geti þeir fengið þá frá útlöndum með skömmum fyrirvara. Yfirleitt séu þessir menn ekki iðnmenntaðir en gangi engu að síður í störf iðnaðarmanna. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir slælegt eftirlit með ólöglegu vinnuafli. Finnbjörn segir erfitt að afla nákvæmra upplýs- inga um heildarfjölda þeirra sem eru við störf á höfuðborgarsvæðinu enda láti þeir sig hverfa um leið og þeir verði varir við starfsmenn verkalýðs- félaga á vinnustað. Það sé þó alveg óhætt að full- yrða að um sé að ræða vel á annað hundrað manna sem starfa við byggingariðnað á höfuðborgarsvæð- inu. Miklu ódýrara vinnuafl Samkvæmt þeim upplýsingum sem Samiðn hef- ur aflað sér fá þessir starfsmenn í mesta lagi 800 krónur á tímann en dæmi eru um 400 króna tíma- kaup. Miðað við þetta getur vinnuveitandi sparað sér verulegar fjárhæðir með því að nota ólöglegt vinnuafl. Umsamin lágmarkslaun fyrir byrjendur hjá Samiðn eru um 900 krónur á tímann en mark- aðslaun félagsmanna, sem vinna í byggingariðnaði, eru að lágmarki á bilinu 1.400–1.600 krónur og of- an á þá upphæð bætast um 40% vegna launa- tengdra gjalda, samtals um og yfir 2.000 krónur. Miðað við markaðslaun og að teknu tilliti til launa- tengdra gjalda er því að lágmarki um 250% ódýr- ara að ráða erlenda starfsmenn án atvinnuleyfis heldur en að ráða iðnaðarmenn með lögmætum hætti. Er þá ekki tekið tillit til þess að erlendu verkamennirnir fá yfirleitt ekki greitt vegna yf- irvinnu. Finnbjörn segir að á hinn bóginn verði að líta til þess að mennirnir séu oft á tíðum ekki með sambærilega verkkunnáttu og íslenskir iðnaðar- menn og séu því lengur að vinna verkin. Finnbjörn segir að ólöglegt vinnuafl sé víða að finna en sé einkum notað af smærri fyrirtækjum. Vitað sé til þess að 2–3 blokkir hafi verið reistar að mestu með ólöglegu vinnuafli og sjálfsagt yrði fróðlegt að fá að kíkja í bókhald byggingarfélaga þeirra, enda launin hvergi gefin upp. Samiðn hyggist koma upplýsingum um byggingarfél þetta stunda til skattayfirvalda. Einnig viti h þess að flokkur manna án atvinnuleyfa ha upp hús á höfuðborgarsvæðinu. Allt hefði ve ið innan úr húsinu og það í raun gert fokhe meðan á framkvæmdum stóð hafi starfsme búið í húsinu. Það eru ótrúlegustu aðilar sem eru með menn og þeir leika þann leik að ef það kem um þá, þá henda þeir umsóknum inn til málastofnunar og segjast síðan vera með um í kerfinu. Full atvinnuréttindi 2006 Helst hefur verið rætt um að Lettar og vinni hér á landi án atvinnuleyfa en Samið einnig upplýsingar um að töluverður hópur frá ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu sé á höfu arsvæðinu og taki þá vinnu sem býðst. Þega var um stækkun ESB og síðan EES voru svonefndir aðlögunarsamningar þar sem kv á um að launþegar frá nýju aðildarríkjunum full atvinnuréttindi í eldri aðildarríkjum EE en í fyrsta lagi 1. maí 2006, og á meðan skal hvers ríkis gilda um atvinnuréttindi þeirra. ríkjunum heimilt að beita eigin löggjöf um a Samiðn telur að á annað hundrað manns án atvin Nægt framb ódýru og ólö Vitað er til þess að 2–3 blokkir hafi verið reist Fréttaskýring | Útlendingar sem vinna hér á landi án af launum þeirra eru ekki greiddir skattar eða launate að því að vinnuveitendur geti sparað verulegar TVISVAR sinnum hefur verið ákært fyrir að hafa útlendinga að störfum hér á landi án atvinnuleyfa og í báðum tilvikum beindust ákærurnar gegn sama manni, karlmanni um fimmtugt sem rekið hefur lítil verktakafyrirtæki. Fyrra málið er frá 2001 en þá var hann, sem forsvarsmaður Eystra- saltsviðskipta ehf. sakfelldur fyrir að hafa níu Litháa í vinnu án tilskilinna atvinnuleyfa. Fyrir það brot hlaut hann 300.000 krónur í sekt en í dómnum voru gerðar athugasemdir við að Lithá- arnir voru ekki yfirheyrðir fyrir dómi áður en þeir fóru af landi brott. Í desember sl. ákærði sýslumaðurinn í Ke manninn, sem forsvarsmann einkahlutaféla SK Smáverka og Perlunnar, fyrir að hafa s Litháa í vinnu þrátt fyrir að enginn þeirra tilskilin atvinnuleyfi. Tveir af þessum sex L unnu einnig fyrir hann árið 2001 og var ha einnig ákærður fyrir að hafa þá í vinnu þá hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reyk en maðurinn tók ekki afstöðu til ákæruefni Tvisvar ákært vegna ólö Sami maður ákærðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.