Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 35 KIRKJUSTARF Sýning vegna 90 ára vígsluafmælis Kefla- víkurkirkju MYNDLISTARSÝNING Kristínar Gunnlaugsdóttur í tilefni af 90 ára vígsluafmæli Keflvíkurkirkju verð- ur opnuð í Kirkjulundi kl. 16 og Listasafni Reykjanesbæjar (Duus- húsum) kl. 17. Listfræðingur fjallar um list lista- konunnar í Kirkjulundi og Anna Jónsdóttir, formaður sókn- arnefndar, opnar sýninguna þar. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, opnar sýn- inguna í Listasafni Reykjanesbæjar. Kór Keflavíkurkirkju syngur við báðar athafnirnar undir stjórn Há- kons Leifssonar. Vetrarhátíð sunnu- dagaskólanna í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra SUNNUDAGINN 23. janúar verður sameiginlegur sunnudagaskóli hjá kirkjunum í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra í Seljakirkju kl. 11. Margt skemmtilegt verður í boði: Söngvar og bænir, Birta og Bárður úr Stundinni okkar koma í heim- sókn, brúður segja sögu og trúður kemur og gefur öllum krökkum gjöf til að taka með heim. Rútuferðir verða frá fjölmörgum kirkjum í pró- fastsdæminu. Sjá nánar í messu- tilkynningum. Þorlákskirkja – nýtt hljóðkerfi Í MESSU í Þorlákskirkju nk. sunnu- dag, 23. janúar, kl. 11:00 fyrir há- degi verður nýtt og fullkomið hljóð- kerfi tekið í notkun í kirkjunni. Kvenfélag Þorlákshafnar gaf 500 þúsund kr. til verksins. Kvenfélagið reiddi fram þessa gjöf í tilefni af 40 ára afmæli kvenfélagsins. Kven- félag Þorlákshafnar hefur í gegnum árin mjög stutt við starf kirkjunnar og lætur t.d. fé af hendi rakna á hverju hausti í líknarsjóð Þorláks- kirkju, en úthlutað er úr sjóðnum fyrir hver jól. Það er Nýherji sem setti upp þetta nýja hljóðkerfi í samvinnu við fagmenn í Þorlákshöfn. Baldur Kristjánsson. Fjölbreytt starf og Alfa-námskeið Kristi- legra skólasamtaka KRISTILEG skólasamtök eru sam- tök kristins fólks í efsta bekk grunn- skóla og framhaldsskólum og hafa í áratugi leitast við að safna saman fólki á þessum aldri og standa fyrir öflugu félagsstarfi þar sem kristin trú er grundvöllurinn og frætt er um hana. Opnir fundir eru á laug- ardagskvöldum kl. 20:30 í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 og eru allir unglingar á aldrinum 15– 20 ára velkomnir. Yfirleitt er fundið upp á ýmsu skemmtilegu eftir fundi, farið í sund, á skauta eða eitthvað annað. Á fundinum í kvöld verður farið í leik og síðan mun séra Ólafur Jóhannsson ræða um persónu og verk Heilags anda. Bænastundir eru vikulega á þriðjudagskvöldum í Loftstofunni, Austurstræti 20, 2. hæð, þar sem miðborgarstarf KFUM og KFUK hefur aðsetur. Nú á vorönn mun leikfélagið Platitude fara af stað með æfingar og upp- setningu á leikriti sem sýnt verður í vor. Nýafstaðið er nýársnámskeið þar sem þátttakendur dvöldu eina helgi í Vindáshlíð við fræðslu og gott samfélag. Hápunktur starfsins á vorönn er kristilegt skólamót sem haldið verður í Vatnaskógi um bænadagana, þ.e. frá miðvikudegi til laugardags fyrir páska. Næst- komandi miðvikudag hefst Alfa- námskeið á vegum félagsins. Áhugasamir geta skráð sig og feng- ið upplýsingar með tölvubréfi á brskss@hotmail.com eða með því að hringja í Ragnar Gunnarsson skóla- prest í síma 588 8899. Sorgarhópur í Grafarvogskirkju MÁNUDAGINN 24. janúar kl. 20:00 hefur göngu sína sorgarhópur sem hefur það markmið að deila reynslu sinni styrk og von hvert með öðru. Allir velkomnir. Upplýsingar og skráning í síma 587 9070. Fjölskyldan – Er eitthvað að? KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Háteigskirkju sunnudag- inn 23. janúar kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er: Fjölskyldan – Er eitt- hvað að? Kvennakirkjukonur fjalla um viðfangsefnið. Bryndís Val- bjarnardóttir guðfræðingur prédik- ar. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn við undirleik Gróu Hreins- dóttur. Kaffi og kökur á eftir. Fimmtudaginn 27. janúar kl. 20 heldur Kvennakirkjan örþing um sama efni: Fjölskyldan – Er eitthvað að? Hvað segir þú? Hvað vilt þú? Frummælendur verða Ásdís Ólafs- dóttir leikskólakennari, séra Einar Eyjólfsson og Elísabet Berta Bjarnadóttir frá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Örþingið verður haldið í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð og er öllum opið. Fyrirlestur í Landakoti „Í VOTTA viðurvist – Heilög messa í vitnisburði helgra manna“. Sr. Jürgen Jamin heldur áfram fyr- irlestri sínum 24. janúar kl. 20.00 í safnaðarheimili kaþólskra á Há- vallagötu 16. Að þessu sinni fjallar erindið um Maximilían Kolbe (píslarvott í fangabúðum nasista): Fórnun eða framfæring. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni – Halli Reynis syngur og leikur ÆÐRULEYSISMESSA verður í Dómkirkjunni á sunnudagskvöldið kl. 20. Messan er tileinkuð þeim sem leita lífi sínu jafnvægis samkvæmt 12 spora kerfi AA-samtakanna. Samkomuna leiðir sr. Hjálmar Jónsson og sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir flytur hugleiðingu. Sr. Karl V. Matthíasson fer með bæn. Hörð- ur Bragason organisti verður við píanóið og söngstjóri verður Anna Sigríður Helgadóttir. Halli Reynis verður sérstakur gestur og flytur hann eigin lög. Allir hjartanlega velkomnir til messu með léttu og ljúfu sniði. Dómkirkjan. Hjónanámskeið í Hveragerðiskirkju SÉRA Þórhallur Heimisson heldur hjónanámskeið í Hveragerðiskirkju fimmtudagskvöldið 27. janúar kl. 20:00. Hjónanámskeið Þórhalls hafa notið mikilla vinsælda og verið hald- in víða undanfarin ár. Námskeiðin eru fyrir hjón og sambúðarfólk á öllum aldri. Þetta er ekki námskeið um hjónaerjur og sambúðarvanda, heldur um að rækta það dýrmæta í sambandinu og gera gott hjónaband betra. Námskeiðið er í boði Hveragerð- issóknar og Leikmannaskóla Kirkj- unnar og er þátttakendum að kostn- aðarlausu. Þátttaka tilkynnist til sókn- arprests ekki síðar en 25. janúar í síma 483 4255, gsm 862 4253, Net- fang: jon.ragnarsson@kirkjan.is. Jón Ragnarsson, sóknarprestur. Fjölskyldusamkoma í Selfosskirkju NÆSTA sunnudag verður barna- og fjölskyldusamkoma í Selfoss- kirkju kl. 11.00. Unglingakór Sel- fosskirkju syngur undir stjórn Stef- áns Þorleifssonar. Barnaefni í máli og myndum: Bænir, sögur og söngv- ar undir leiðsögn djákna Selfoss- kirkju, Eyglóar Jónu Gunn- arsdóttur. Börnin fá verðlaun, þegar þau hafa verið við 15 barnaguðsþjón- ustur. Sóknarprestur flytur ávarp og fjallar um hugtakið trú. Mikill al- mennur söngur. Nú færast ferm- ingar nær; hin fyrsta verður á pálmasunnudag, hinn 20. mars nk. Fermingarbörn á vori komanda leiða fjöldasöng og eru þau og for- eldrar þeirra sérstaklega boðin vel- komin á sunnudaginn. Sr. Gunnar Björnsson. Fræðslukvöld um Op- inberun Jóhannesar BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg býður til fræðslukvölds fyrir al- menning um Opinberun Jóhann- esar, síðasta rit Biblíunnar, fimmtu- daginn 27. janúar kl. 20 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla. Fræðsla kvöldsins verður í umsjá Ragnars Gunnarssonar skólaprests. Fræðslukvöldið er liður í áætlun skólans þar sem öll rit Biblíunnar verða kynnt á mánaðarlegum fræðslustundum með það að mark- miði að auðvelda fólki lestur þeirra og heimfæra þau upp á eigið líf og aðstæður. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Nánari upplýsingar eru í síma 588 8899 og á heimasíðu skólans, www.bibliuskoli.krist.is. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Keflavíkurkirkja Í STEFNUSKRÁ F-listans í borgarmálum er lögð áhersla á að efla almenningssamgöngur til að draga úr yfirþyrmandi einkabíla- notkun, sliti á götum og mengun í borg- inni. Í þessu skyni vill F-listinn fella niður fargjöld barna og unglinga að 18 ára aldri og fargjöld aldraðra og öryrkja. Bættar almennings- samgöngur nást bet- ur fram með slíkum aðgerðum en að hindra greiða umferð einkabíla um stofn- brautir borgarinnar. F-listinn leggst því eindregið gegn þeim vinnubrögðum R- listans að tefja enn einu sinni löngu tímabær mislæg gatnamót Miklu- brautar og Kringlu- mýrarbrautar. Mis- læg gatnamót draga úr slysahættu bæði á gatnamótunum sjálf- um og með því að draga úr akstri um íbúðarhverfi. Réttlát fjöl- skyldustefna Lág fargjöld unglinga hjá stræt- isvögnum Reykjavíkur (nú Strætó bs.) voru tekin upp árið 1994 samkvæmt tillögu minni í borgar- stjórn. Sá tillöguflutningur var í samræmi við fyrri tillögur mínar um lág þjónustugjöld barna og unglinga fyrir heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu á vegum op- inberra aðila til samræmis við gjöld aldraðra og öryrkja. Þessi réttláta fjölskyldustefna hefur náðst fram í gjaldtöku vegna heil- brigðisþjónustu og hefur orðið hluti af stefnu borgarstjórn- arflokks Frjálslyndra og óháðra, sem setur réttlætis- og velferð- armálin í öndvegi. Árið 1995 tvöfaldaði R-listinn unglingafargjöldin og hið sama gerði hann árið 2001. Þannig voru unglingafargjöld fjórfölduð á sjö árum. F-listinn lagði fram tillögu í borgarstjórn í október 2003 um að lækka unglingafargjöldin á ný til samræmis við fargjöld aldr- aðra og að fargjöld barna að 12 ára aldri og öryrkja yrðu felld niður. Tillögunni var vel tekið en því miður ekkert gert með hana. F-listinn lagði enn á ný fram til- lögu í borgarstjórn í október 2004. Í þeirri tillögu var skrefið tekið til fulls og lagt til að fargjöld skyldu einnig felld niður hjá unglingum að 18 ára aldri og hjá eldri borgurum. Aftur var tillögu F-listans vel tekið. Tillögu F-listans vísað frá Á fundi borgarráðs 6. janúar sl. samþykkti meirihluti R-listans að vísa frá strætó- tillögu F-listans með þeim rökstuðningi að niðurfelling fargjalda fyrir börn og aldraða væri ekki líkleg til að leiða til víðtækrar aukningar á notkun vagnanna. Síðan segir í hálfgerðum afsök- unartón í bókun R-listans: „Hins vegar er rétt að stjórn Strætó bs. skoði alla möguleika í fargjöldum sem leiða til eflingar almenn- ingssamgangna.“ Af þessu tilefni lagði ég fram svohljóðandi bókun: „Ég er ósammála þeirri fullyrð- ingu að niðurfelling strætó- fargjalda barna, unglinga, aldr- aðra og öryrkja leiði ekki til aukinnar nýtingar almennings- samgangna. Tillögur F-lista í borgarstjórn um niðurfellingu fargjalda áðurnefndra hópa hafa fengið góðar undirtektir. Af- greiðsla málsins í borgarráði er því mikil vonbrigði og lýsir upp- gjöf R-listans gagnvart því mik- ilvæga samfélags- og umhverf- ismáli sem felst í betri nýtingu almenningssamgangna. F-listinn í borgarstjórn mun halda áfram að berjast fyrir þeirri réttlátu fjölskyldustefnu sem felst í lægri þjónustugjöldum fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri sem og aldraða og öryrkja.“ Strætótillögu F- listans vísað frá Ólafur F. Magnússon fjallar um tillögur F-listans um niðurfell- ingu strætófargjalda Ólafur F. Magnússon ’Í þessu skynivill F-listinn fella niður far- gjöld barna og unglinga að 18 ára aldri og far- gjöld aldraðra og öryrkja.‘ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. RAGNAR Önundarson verðskuldar hrós fyrir virkilega góðar greinar sem birtust í Mbl. 13.–15. janúar sl. Það er ekki á hverjum degi sem heimi hagfræðinnar er lýst af slíkri rökfestu og innsæi. Ragnar fer sérstaklega á kostum þegar hann útskýrir hvernig og hvers vegna „sápukúlur“ myndast á fasteignamarkaði eftir að efnahags- lægðir keyra niður stýrivexti seðla- banka. Flestir hagfræðingar velta sér í þurrum tölum og línuritum, en Ragnar skilur hins vegar að við- brögð dauðlegra manna – græðgi, ótti og þörfin til þess að breyta eins og allir aðrir – ráða oft úrslitum þeg- ar fjárfest er. Sú uppljóstrun Ragnars að sum íslensk fyrirtæki noti eignatengsl til að galdra fram sýndargróða kemur sennilega flatt upp á flesta. Á tækni- legu máli nefnist þetta „hlutdeild- arreikningsskil“, sem í raun þýðir að keðja tengdra fyrirtækja getur not- að bókhaldsaðferðir til þess að sýna (ljúga til um) hærri gróða en er fyrir hendi í raunveruleikanum. Hagnaður fyrirtækja skiptir höf- uðmáli þegar fjárfestar vega og meta markaðsgildi þeirra. Ef upp- lýsingar fyrirtækja um gróða eru marklausar þá eru forsendur frjálsra kauphallarviðskipta um leið brostnar. Rétt yfirvöld verða strax að taka í taumana og leiðrétta leik- reglurnar. JÓHANNES BJÖRN LÚÐVÍKSSON, New York. Frábær kennslu- stund í hagfræði Frá Jóhannesi Birni Lúðvíkssyni, sem býr í New York BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is UMRÆÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.