Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Valgarður Ein-arsson fæddist í Ási í Hegranesi 10. mars 1927. Hann lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Sauð- árkróki 16. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigríður Jósafatsdóttir frá Syðri-Hofdölum, f. 21.1. 1889, d. 11.8. 1951, og Einar Guð- mundsson frá Ási í Hegranesi, f. 3.3. 1894, d. 26.7. 1975. Valgarður var úr hópi sex systkina, hin eru Guð- mundur Jóhann, f. 19.8. 1916, d. 21.10. 1993, Guðjón Jósafat, f. 28.5. 1919, d. 21.8. 1997, Svavar Einar, f. 20.7. 1920, búsettur á Sauðárkróki, Jóhanna Krist- björg, f. 7.9. 1929, d. 1.9. 2003, og Aðalgeir Þórhallur, f. 7.6. 1933, d. 11.3. 1944. Valgarður kvæntist 11. maí 1954 Klöru Elísabetu Ragnars- dóttur, f. á Hvammsbrekku í Staðarhreppi í Skagafirði 22. júní 1931, d. 4. apríl 1990. For- eldrar hennar voru Sigurlína Sigurðardóttir og Ragnar Magn- ússon, þau bjuggu á Bergsstöð- um í Skagafirði. Valgarður og Elísabet eignuðust saman sjö börn, en fyrir átti Elísabet dótt- björg, f. 19.7. 1973, búsett á Sauðárkróki. Valgarður var mestan hluta ævi sinnar í Ási, hann var fædd- ur þar og uppalinn. Utan hefð- bundins barnaskólanáms fór hann að Laugarvatni í einn vet- ur. Eftir það var hann tvo vetur á vertíð í Vestmannaeyjum. Síð- an hóf hann búskap í félagi við föður sinn í Ási. Þá kynntist hann Klöru Elísabetu, sem æv- inlega var nefnd Edda og síðar varð kona hans, og flutti hún til hans í Ás. Valgarður og Edda bjuggu lengst af með blandaðan búskap, kýr og kindur. Valgarð- ur vann tímabundið utan heimilis samhliða búskapnum, þá aðal- lega á Sláturhúsinu á haustin, eins við löndunarvinnu seinni ár- in. Árið 1990 hættu þau hjónin búskap þegar Edda veiktist af krabbameini sem leiddi til dauða hennar. Þá flutti Valgarður til Sauðárkróks ásamt tveimur yngstu dætrum sínum. Fyrst bjó hann á Skógargötu 2 en keypti síðan efri hæð íbúðarhússins á Bárustíg 13. Valgarður starfaði við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki og vann þar uns hann hætti störfum sökum aldurs. Hann tók mikinn þátt í félagsstarfi í sveit- inni sinni og sinnti þar ýmsum málum, eins var hann virkur í fé- lagsstarfi eldri borgara meðan heilsan leyfði. Hann var vistmað- ur á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki síðustu mánuðina. Útför Valgarðs fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður á Ríp í Hegranesi. urina Ragnheiði Steinbjörnsdóttur, sem Valgarður ól upp sem sína eigin dóttur. Börn þeirra eru: 1) Ragnheiður, f. 14.7. 1950, maki Þor- steinn Birgisson, f. 8.8. 1951, búsett í Reykjavík, þau eiga þrjá syni og fimm barnabörn. 2) Sigríð- ur, f. 3.3. 1954, maki Magnús H. Rögn- valdsson, f. 10.8. 1952, búsett á Sauð- árkróki, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Alda, f. 3.4. 1958, maki Ólafur Helgi Jóhannsson, f. 16.7. 1950, búsett í Garðabæ, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 4) Erla, f. 6.5. 1964, maki Róbert Steinn Haraldsson, f. 21.12. 1963, búa á Jaðri í Skagafirði, þau eiga þrjú börn. 5) Einar Valur, f. 12.5. 1967, maki Bjarney Anna Björnsdóttir, f. 13.10. 1968, búa í Ási í Hegranesi, þau eiga þrjú börn. 6) Edda María, f. 12.5. 1967, maki Guðni Ólafsson, f. 16.3. 1965, búsett á Sauðárkróki, þau eiga þrjár dætur. 7) Hrafn- hildur, f. 6.5. 1971, maki Brynj- ólfur Már Bjarnason, f. 3.4. 1950, búa á Lindartúni í Vestur-Land- eyjum, þau eiga einn son, fyrir á Hrafnhildur eina dóttur. 8) Ás- Ég naut þeirrar gæfu að vera alin upp hjá Valgarði í Ási frá tveggja ára aldri. Ekki er ég viss um að ég hafi alltaf áttað mig á þeim forrétt- indum sem barn og óþroskaður unglingur, en því betur eftir því sem ég hef elst og þroskast. Ótal minningar frá barnæsku og mis- munandi atburðir skjóta upp koll- inum þegar litið er yfir farinn veg og hugsað til áranna í Ási. Auðvitað var oftast sólskin, Ásvatnið speg- ilslétt, svanahjón syndandi með ungana sína, reiðtúrar um hagana og kýrnar sóttar á eylendið. Ekki má gleyma stundunum í fjósinu þegar setið var og handmjólkað, hlustað á draugasögur og lærðir söngvar og annað sem oft hefur verið rifjað upp í gegn um árin við mikil hlátrasköll. Inn í þessa mynd kemur svo Val- garður bóndi, hæglátur og gæddur einstakri geðprýði sem einkennir reyndar fleiri í hans ætt. Þessi eig- inleiki hefur oft verið mér umhugs- unarefni og er ein af mögum ástæð- um fyrir þeirri virðingu sem ég ber fyrir honum. Hann var ekki maður margra orða, og ekki maður boða og banna en það lærðist fljótt að orð skulu standa. Hann var mikill bóka- unnandi, las mikið og var bæði fróð- ur og skemmtilegur. Þrátt fyrir hógværðina var hann mjög félagslyndur maður. Efst er í huga mér allur söngurinn. Hvergi leið honum betur en í góðra vina hópi syngjandi lögin sem einkenna Skagafjörðinn og þá sem þaðan koma. Gleðisöngva sem einkennd- ust af angurværð og trega og upp- lifunin ólýsanlegt nema þeim sem til þekkja. Fyrir eyrum mér ómar Kvöldið er fagurt … og hvergi hljómaði það betur en í borðkrókn- um í Ási, fjölraddað og sungið af innlifun. Eða þegar tekið var í nikk- una hér fyrr á árum, ófá eru þau jólaböllin í Nesinu sem hann spilaði á. Hann var einstakur afi og flest barnabarnanna muna hann eflaust sitjandi í borðkróknum með pípuna, kaffikrúsina og kíkinn í glugganum. Var oft slegist um að skríða í fangið og ekkert jafnaðist á við að fá te- skeiðar af dísætu kaffi svo stundum þótti nóg um. Ekki er meiningin að rekja ævi Valgarðs, en miklar breytingar urðu á lífi okkar allra við löng veik- indi og síðar fráfall móður okkar ár- ið 1990. Var það harmrænn tími fyrir alla en ekki síst fyrir hann og yngstu systkini mín. Sama ár hætti hann búskap og flutti á Krókinn þar sem hann hélt heimili með yngstu dætrum sínum og barnabarni. Hann starfaði lengst af á sjúkra- húsinu eða þar til hann lét af störf- um vegna aldurs. Nú síðustu mán- uði dvaldi hann þar í umhverfi sem var honum kunnugt, og vil ég færa öllu starfsfólki og læknum þakkir fyrir góða umönnun. Himinninn hefur blakknað við fráfall Valgarðs en hans sterka trú á líf eftir dauð- ann er huggun fyrir okkur sem söknum nú. Ég votta systkinum mínum, barnabörnum og barnabarnabörn- um mína dýpstu samúð og þakka fyrir mig. Einnig vil ég senda Erlu Ásgrímsdóttir samúðarkveðjur og þakkir fyrir vináttu og stuðning. Ragnheiður Steinbjörnsdóttir. Í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn Valgarður Ein- arsson frá Ási í Hegranesi, Skaga- firði. Valli í Ási eins og hann var ætíð kallaður var sveitamaður af guðs náð í bestu merkingu þeirra orða. Hann var sprottinn upp af íslenskri bændamenningu síns tíma og unni sveitinni, skepnunum og nátt- úrunni. Valli var ekki sú manngerð sem hélt sínum málstað á lofti nema eftir því væri leitað né tranaði sér eða sínum sjónarmiðum fram. Hann hélt sig heldur til hlés en hafði þó fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Valli í Ási sem ég kannast þó mest við er afinn sem ánægðastur var er hann hafði sem flest af barnabörnunum 20 hjá sér. Hann sagði þeim sögur, prjónaði á þau sokka og hafði líka gaman af að hafa þau hjá sér og þegja með þeim. Á fögrum sumarkvöldum eftir erfiðan dag á þeim tíma þegar Skagafjörðurinn skartar sínu feg- ursta kom oft höfgi yfir andlit hans er hann horfði fram héraðið og söng eða raulaði uppáhaldslagið sitt, Ég skal vaka í nótt. Á þeirri stundu virtust maður og náttúra verða hluti hvort annars. Valli lét af búi í Ási árið 1989 og fluttist til Sauðárkróks er eigin- kona hans Elísabet Ragnarsdóttir veiktist og lést ári síðar. Þau höfðu saman stundað búskapinn hörðum höndum og alið upp átta börn, svo hægt er að hugsa sér að einhvern tímann hafi þurft að taka til hendi á heimilinu. Valli var aldrei samur maður eft- ir lát eiginkonu sinnar og flutning- inn á mölina og eitthvað segir mér að þar hafi honum aldrei líkað. Sveitin kallaði en líkamlegt at- gervi minnkaði svo hann eins og margir aðrir varð að sætta sig við orðinn hlut. Hin síðari árin var mjög af hon- um dregið og sáu allir sem til þekktu að hann gekk ekki heill. En einmitt á þessum árum vorum við hvað nánastir og margar góðar sög- ur hefur hann sagt mér um örnefni og álfabyggðir í Nesinu. Mikið var þó eftir ósagt og verður það að bíða til næstu endurfunda. Ég þakka þér, Valli minn, sam- fylgdina. Hvíl í Guðs friði. Ólafur H. Jóhannsson. Elsku afi. Þegar við fórum að rifja upp þær stundir sem við höf- um átt með þér, kemur í ljós að minningarnar eru margar. Þú varst fastur punktur við ýmis tilefni, eins og við sláturgerðina á haustin, þá sastu með okkur krökkunum við eldhúsborðið, skarst niður mörinn, saumaðir fyrir keppina og sagðir okkur til. Eins með laufa- brauðsgerðina, þá skarstu út laufa- brauðið með okkur. Þú áttir fast sæti við eldhúsborðið, þar leið þér alltaf best ef þú varst með kaffiboll- ann, sykurkarið og kíkinn. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Takk fyrir allt. Jónína, Berglind og Ísak. Elsku afi minn. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Ég man eftir öllum góðu stundunum sem við áttum saman, og þær voru ekki fá- ar. Við tókum okkur alltaf rúnt út á bryggju og það var alltaf sami hringurinn. Þótt það væri allur akstur bannaður þá keyrðirðu bara framhjá skiltinu og fórst hringinn. Svo þegar við fórum að losa ruslið uppá sjúkrahúsi á laugardags- morgnum, það voru skemmtileg- ustu morgnarnir og að koma inn á skrifstofuna þína. Þar sat ég í stól við háa hillu, eða mér fannst það allavegana, og teiknaði. Stundum fékk ég að eiga pennann og þá vildi ég helst rauðan. Á leiðinni heim komum við alltaf við á Bláfelli og þú keyptir þér sígarettur og ég fékk að kaupa möndlur fyrir afganginn. Mér þótti leiðinlegt að þú skyldir þurfa að hætta að vinna á sjúkra- húsinu svo að á öskudeginum var ég álfkona svo ég gæti óskað mér að þú yrðir ungur og þyrftir ekki að hætta að vinna. Það má nú ekki gleyma hafragrautnum sem við fengum okkur alltaf í morgunmat. Ég sakna þín alveg rosalega, elsku afi minn, og ég hef alltaf verið mikil afastelpa. Fyrsta orðið mitt var afi svo að ég hlýt að hafa elskað þig svona mikið strax. Mér þótti vænt um að þú skyldir eignast svona góða vinkonu sem hugsaði svona vel um þig eins og Erla gerði. Elsku Erla, takk fyrir að hafa verið svona góð við afa. Ég elska þig, afi minn, og Guð geymi þig. Þín Klara Valgerður. Elsku afi. Nú ertu kominn til ömmu. En við sitjum með mömmu og rifjum upp þær stundir sem við áttum saman. Það var svo margt sem þú gerðir til að gleðja okkur. Og það var svo gaman að teikna myndir og gefa þér. Biðjum Guð að passa ykkur ömmu, við munum allt- af minnast þín, elsku afi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín barnabörn, Aníta Ósk og Ástrós Eva. Elsku afi minn. Nú þegar þú ert horfinn þá mun ég alltaf minnast þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Þær verða alltaf geymdar í hjartanu. Þegar ég fer að hugsa til baka þá er það afi pípa eins og ég vildi alltaf kalla þig þegar ég var yngri. Og þegar ég kom í heimsókn til þín þá fannst mér alltaf svo gott að fá afa kaffi, svart kaffi með miklum sykri. Svo var líka gott að fá hafragraut hjá þér, sem mér fannst alltaf best- ur hjá þér. Svo seinna meir var það afi minn á rauða Lancernum með sígaretturnar sínar í skyrtuvasan- um. En núna veit ég að þú ert kom- inn til Eddu ömmu og ykkur líður vel saman núna, loksins komin sam- an á ný. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig það var ekkert lítið sko. Og þú áttir svo auð- velt með að gleðja mig. Ég elska þig og sakna þín sárt, afi minn. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Þín María Dröfn. Elsku afi minn. Þá ert þú farinn í annan heim og veit ég að þangað hefur þig langað í þó nokkurn tíma. Þú ert kominn til ömmu á ný þar sem þið verðið saman hamingjusöm að eilífu. Það var ánægjulegt að heim- sækja þig fyrir rúmum mánuði og kynna þig fyrir Júlían Inga. Þó líð- an þín hafi ekki verið sem best átt- irðu ekki erfitt með að brosa til okkar. Ég mun geyma brosið þitt hjá mér og aldrei gleyma. Þegar ég hugsa um afrek þín kemur efst upp í huga minn stóra myndarlega fjölskyldan sem þú og amma bjugguð til, það eru því margir sem munu sakna þín, afi minn. Ég er þakklát fyrir allar góðu æskuminningarnar sem ég átti með þér og ömmu í sveitinni. Ég elska þig afi minn. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Sara Dögg Ólafsdóttir. Hann Valli afi okkar er dáinn og okkur langar til að kveðja hann með nokkrum orðum. Hann bjó mest alla ævina í Ási þar sem við eigum heima núna. Hann var fluttur á Krókinn en kom mjög oft til okkar, næstum á hverjum degi. Við mun- um fyrst eftir honum að hann hafði okkur með sér þegar hann var að vinna í útiverkunum. Það var svo gaman að sitja í fanginu hans á traktornum þegar hann var að slóðadraga og þannig kenndi hann Valla að keyra traktorinn. Eða þeg- ar Elísa fór með honum á grænu dráttarvélinni niður að Vötnum að vitja um netin. Þá kenndi hann okk- ur hvernig átti að draga netin upp, taka fiskana og rota þá. Svo var far- ið með aflann heim og gert að. Svo settist hann inn í eldhús í hornið sitt og fékk sér kaffi og Kolfinna, litla systir, klifraði upp á borðið hjá hon- um, og sníkti kaffi og við skellihlóg- um með afa. Við eigum bara góðar og skemmtilegar minningar um afa okkar. Við biðjum Guð að blessa afa og þökkum honum fyrir samveruna. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Valgarður, Elísa Björk og Kolfinna, Ási II, Hegranesi. Mig langar í örfáum orðum að minnast Valla frænda í Skagafirði eða Valla frænda í Ási eins og við systkinin sögðum í æsku. Valli var bróðir mömmu og bjó lengst af í Ási í Hegranesi þar sem þau systkinin ólust upp ásamt eldri bræðrum sín- um. Mamma flutti á Vopnafjörð þar sem ég er fædd og uppalin. Þær ferðir sem við fórum á æskuárum mínum í Skagafjörðinn eru sveip- aðar ævintýraljóma í minningunni. Lagt var af stað árla dags frá Vopnafirði á rússajeppa og tók ferðalagið allan daginn með stoppi á Akureyri. Ég man að ég var alltaf bílveik en tilhlökkunin að komast í Ás var allri bílveiki ofar í huga. Það var svo spennandi að koma í gamla húsið í Ási, hitta afa, Valla, Eddu og alla krakkana. Þetta jafnaðist á við utanlandsferðir nútímabarna. Þá var ekki síður spennandi að fá þau í heimsókn. Eftir að ég eignaðist eiginmann og börn fórum við fjölskyldan í heimsókn til Valla og Eddu í nýja húsið í Ási. Þetta voru yndislegar heimsóknir og voru þau heiðurs- hjón ávallt höfðingjar heim að sækja og þótti manni mínum og börnum alveg jafnfrábært að koma í Ás og mér. Svo missti minn kæri frændi hana Eddu sína alltof fljótt og með henni fór hluti af honum sjálfum. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera ættuð úr Skagafirði og mér finnst ekkert sumar ef ég heimsæki ekki Skagafjörð. Þær heimsóknir verða nú ekki eins og áður því nú er Valli frændi horfinn á braut, en ég veit að vel hefur verið tekið á móti honum á nýjum stað. Ég mun samt sem áður heimsækja frændfólk mitt í Skagafirði með jafnmikilli tilhlökkun og áður. Elsku Ragga, Sigga, Alda, Erla, Einar Valur, Edda Mæja, Hrabba og Ásbjörg, ég veit að tilfinningar ykkar eru blendnar núna. Það er alltaf erfitt að kveðja horfinn ást- vin, en það léttir þó sorgina þegar maður veit að sá sem farinn er var sáttur við að kveðja. Elsku frændi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Anna Pála Víglundsdóttir. VALGARÐUR EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.