Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 ÚTSÖLUMARKAÐUR Reykjavík, Opið 10 - 18 virka daga og 10 - 16 laugardaga Opið þennan eina sunnudag, 21. janúar, frá 13 - 17Faxafeni 12 *Hámark 12 vörur á mann! Gildir til laugardagsins 29. janúar. Keyptu þrjár vörur en borgaðu fyrir tvær!* Nýtt kortatímabil! FRYSTITOGARINN Sjóli, sem áður var gerður út frá Hafnarfirði, hefur nú verið skráður á íslenzka skipaskrá sem flutningaskip. Þar með er hann eina íslenzka flutn- ingaskipið sem siglir undir íslenzk- um fána erlendis og með íslenzkri áhöfn. Sjóli er í eigu Sjólaskipa, sem gerir út 7 fiskiskip og tvö flutningaskip frá Afríku. Sjóli fékk hið nýja hlutverk fyrir nokkru, en Siglingastofnun staðfesti skrán- ingu hans sem íslenzks flutninga- skips fyrir nokkrum dögum. Sjólaskip hófu útgerð við Afríku árið 1997, fyrst innan lögsögu Mar- okkó, en síðan Máritaníu. Útgerðin hefur vaxið ört og nú eru fiskiskip- in orðin sjö eftir að samið var um kaup á þremur rússneskum fiski- skipum í haust. Skipin sjö stunda veiðar á makríl, hrossamakríl og öðrum uppsjávartegundum og er aflinn frystur og unninn í mjöl og lýsi um borð. Haraldur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjólaskipa, segir að útgerðin gangi vel. Aflaheimildir séu umtalsverðar, enda dugi þær fyrir útgerð 7 afkastamikilla skipa. Togari verður flutningaskip Sjóli undir íslenzk- um fána í sigl- ingum erlendis FULLTRÚAR Náttúru- fræðistofnunar Íslands, Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins og Fálkans hf. slepptu í gærmorgun karlfálka við Úlfarsfell. Fálkinn hefur verið í endurhæfingu í Hús- dýragarðinum síðustu mánuði, en hann fannst afar illa á sig kominn á Hólmavík í september sl. Að sögn Ólafs K. Nielsen, fuglafræðings á Náttúru- fræðistofnun Íslands, er fálkinn á öðru ári og vó 1,3 kg við komuna í garðinn. Við nánari rannsókn hefði komið í ljós að fálkinn var með sár og sá auk þess ekki neitt með öðru auga, en talið er að hann hafi flogið harkalega á. Að sögn Ólafs var fálkinn nær dauða en lífi þegar hann fannst, en hefði braggast vel á umliðnum mán- uðum, væri nú í góðum holdum og vel heilbrigður og því hefði þótt tilvalið að sleppa honum. Þess má þó geta að fálkinn er vel merktur og því vandræðalaust að þekkja hann aftur ef eitthvað kemur upp á. Aðspurður segir Ólafur allar líkur til þess að fálkinn muni pluma sig ágætlega upp á eigin spýtur í náttúrunni, enda væru menn að öðrum kosti ekki að sleppa honum. Spurður um augnskaðann segir Ólafur engar ástæður til að hafa áhyggjur af hugsanlegum skaða þar sem hann eigi hvorki að hafa áhrif á flugfærni fuglsins né að hamla honum við veiði, enda geti fuglar lifað góðu lífi þrátt fyrir fötlun á borð við þessa. Spurður hvort líklegt sé að fálkinn muni halda til á höfuð- borgarsvæðinu svarar Ólafur því játandi, enda leiti margir ung- fálkar til höfuðborgarinnar yfir vetrartímann sökum þess hve mikið æti sé hér að finna, en flestir þeirra snúi aftur í sín heimahéruð þegar vorar. Að- spurður segir Ólafur fálka nokk- uð heimakæra og á hann því allt eins von á því að fálkinn, sem sleppt var í gær, muni snúa aftur heim norður í Strandasýslu með vorinu. Karlfálkinn ungi hefur bragg- ast vel í umsjón manna og var hann frelsinu feginn þegar Páll Bragason, forstjóri Fálkans, og Ólafur K. Nielsen, fuglafræð- ingur á Náttúrufræðistofnun Ís- lands slepptu honum í gær. Morgunblaðið/Kristinn Ungfálka sleppt eftir endurhæfingu ÓVISSA ríkir um framtíð landvinnslu Samherja á Stöðvarfirði þar sem eru 35 stöðugildi. Síðast- liðinn fimmtudag hélt Gestur Geirsson, fram- kvæmdastjóri landvinnslu Samherja, fund með trúnaðarmanni starfsmanna, starfsmönnum fé- lagsins og fulltrúum verkalýðsfélaganna á Stöðvarfirði. Einnig átti hann fund með fulltrúa sveitarstjórnarinnar í Austurbyggð. Gestur lagði fram bréf frá Samherja, undirritað af Þor- steini Má Baldvinssyni forstjóra, þar sem ástæður hugsanlegra aðgerða eru raktar. Sterk króna og lágt afurðaverð Þar kemur m.a. fram að rekstrarumhverfi fiskvinnslu hér á landi hafi versnað mjög. Erfið staða krónunnar ásamt lágu afurðaverði á ýsu, karfa og ufsa geri reksturinn mjög erfiðan. Ekki eru taldar horfur á að þessar aðstæður batni í bráð. Þá segir orðrétt: „Það er mat stjórnenda Samherja að rekstur landvinnslunnar verði best tryggður með því að beina sem mestu af landvinnslu félagsins til Dal- víkur. Þrátt fyrir að hafa fjárfest á Stöðvarfirði fyrir tugi milljóna króna á undanförnum árum eru fyrirliggjandi mjög verulegar fjárfestingar í húsnæði til að uppfylla þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvælaframleiðslu í dag, m.a. af hálfu viðskiptavina okkar, svo og opinberra að- ila hérlendis og erlendis. Af framansögðu má því vera ljóst að við stöndum frammi fyrir eftirfar- andi valkostum varðandi Stöðvarfjörð: – Fara í samstarf við heimamenn með það fyrir augum að selja eða leigja frystihúsið. – Breyta vinnslunni í saltfiskverkun með umtals- verðri fækkun starfsfólks. – Segja öllum starfs- mönnum á Stöðvarfirði upp og hætta þar rekstri.“ Fram kemur í bréfinu að bjart sé framundan í atvinnumálum í Austurbyggð. Með nýjum jarð- göngum verði álíka langt til Reyðarfjarðar frá Stöðvarfirði og frá Egilsstöðum og Norðfirði. Komi til uppsagna starfsfólks verður þeim, sem sagt verður upp, boðin vinna hjá fyrirtækinu á öðrum stað. Reiknað er með að vinnslu verði haldið áfram í óbreyttri mynd fram á mitt sum- ar, þegar opna á jarðgöngin. Þá boðar Samherji frekari viðræður við alla aðila málsins um hvaða leiðir séu færar í stöðunni. Óvissa um landvinnslu Samherja á Stöðvarfirði ÞETTA kom eins og hvert annað reið- arslag og ekki það sem ég átti von á að heyra á þessum fundi,“ sagði Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Vökuls stétt- arfélags. Hjördís sagðist gera sér vonir um að annar hvor af tveimur fyrri kostum Samherja yrði niðurstaðan, það er að samvinna náist við heimamenn um fram- hald landvinnslunnar eða að henni verði breytt í saltfiskverkun. Hjördís sagði að hjá fyrirtækinu hefðu starfað um 45 starfsmenn, meirihlutinn konur. Nokkuð er um fólk í hálfu starfi. Um 20 starfsmenn eru af erlendum upp- runa og komu flestir fyrir um tveimur ár- um. Að sögn Hjördísar er megnið af þeim fjölskyldufólk með mikið af börnum. „Ef þessi þriðji og versti kostur, að loka, verður ofan á þá er mikil óvissa um framtíðina. Ég harma þessa ákvörðun fyrirtækisins og sé ekki nauðsyn hennar.“ Hjördís sagðist ekki vita hvort það væri raunhæft að ætla heimamönnum að ganga inn í reksturinn. „Það er nátt- úrulega kvótinn líka,“ sagði Hjördís. „Samherji er með kvóta Stöðfirðinga á sínum skipum, eftir að þeir fluttu Kamba- röstina norður. Það var töluverður kvóti.“ Samherji með kvóta Stöðfirðinga Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir STEINÞÓR Pétursson, sveitarstjóri Aust- urbyggðar, segir að komi til lokunar land- vinnslu Samherja verði það áfall fyrir sveit- arfélagið og enn meira fyrir Stöðfirðinga því um sé að ræða stærsta vinnu- staðinn á staðnum. Þar búa 270 manns og hjá Samherja vinna um 45 einstaklingar í 35 stöðu- gildum. Varðandi möguleika Stöðfirðinga á að sækja vinnu annað, t.d. til Reyð- arfjarðar, sagði Steinþór þann möguleika vissu- lega vera fyrir hendi. „Það liggur ljóst fyrir að það verður aldr- ei nema hluti vinnuaflsins sem sækir vinnu annað. Stór hluti myndi áfram vilja sækja vinnu á staðnum. Ég óttast að þetta komi róti á fólk – og það gerir það klárlega,“ sagði Steinþór. Samherji bendir á þann möguleika að fara í samvinnu við heimamenn um rekstur landvinnslunnar. Er það raunhæfur mögu- leiki? „Ég sé það ekki alveg fyrir mér í fljótu bragði. Mér skilst að í fyrra hafi verið unnin þarna um 2.000 tonn af fiski. Það er erfitt að grípa upp svo stóran kvóta í dag.“ Steinþór taldi víst að þetta mál yrði tekið til umræðu innan sveitarstjórnar Austurbyggðar í næstu viku. Áfall fyrir sveitarfélagið og íbúana Steinþór Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.