Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 21. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Börn eru síyrkjandi Leikgerð byggð á barnaljóðum Þórarins Eldjárns frumsýnd | Menning Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Bíóbúð Ólviers Steins  Kossar, bros og ilmvatn  Matur  Vín  Kona eins og ég  Krossgáta Atvinna | Flestir vilja til Akureyrar  Atvinnuleysi Mannabreytingar 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 Í stríð gegn drykkjuskapnum BRESKA stjórnin hefur skorið upp herör gegn vaxandi drykkjuskap og þeim vandræð- um, sem honum fylgja. Hefur meðal annars verið ákveðið, að hafi lögreglan þurft að hafa af- skipti af einhverjum í þrígang vegna drykkjuláta, verði hann settur í tímabundið bann á veit- ingastöðum. Að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum verða mestu „drykkjusvæðin“ í mið- borgunum skilgreind sér- staklega og kráar- og veitinga- húsaeigendur þar fá tveggja mánaða frest til að koma hlut- unum í lag. Að öðrum kosti verða þeir að greiða sér- staklega fyrir aukna löggæslu og hreinsunarstarf. Hafa þessar ráðstafanir vak- ið litla hrifningu meðal veit- ingamanna og þá ekki sú ákvörðun að 200-falda kostnað við veitingaleyfi stóru staðanna í miðborgunum, úr 10 pundum í tæplega 2.000. Þá hefur lög- reglan nú heimild til að loka umsvifalaust þeim stöðum, sem eru staðnir að því að selja fólki undir lögaldri áfengi. ÁTTA Kínverjum, sem verið hafa í haldi hjá mannræningjum í Írak, var sleppt í gær. Skýrði Al-Ara- biya-sjónvarpsstöðin frá því í gær og vitnaði í yfirlýsingu frá ræningj- unum. „Kínverjunum átta hefur verið sleppt þar sem kínversk stjórnvöld hafa samþykkt að banna þegnum sínum að fara til Íraks,“ sagði í yf- irlýsingunni en Kínastjórn gerði raunar ekki annað en að ítreka, að hún hefði alltaf varað kínverska borgara við því að fara til Íraks. Talsmaður kínverska utanríkisráðu- neytisins benti líka á, að mönn- unum átta hefði verið rænt er þeir voru á leið út úr landinu. Kínverjar voru andvígir innrás Bandaríkja- manna í Írak en ýmis kínversk fyr- irtæki hafa hins vegar fengið verk- samninga þar. Kínverska sendiráðið í Írak staðfesti í gær, að mönn- unum hefði verið sleppt og þeir af- hentir ráði múslímskra fræði- manna. Átta Kínverjum sleppt Reuters Þessi mynd var birt í gær og sýnir hún Kínverjana með ræningjum sínum. Dubai. AFP. Forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar, sem stutt hafa Samfylk- inguna, gagnrýndu Össur harðlega fyrir að leggja blessun sína yfir frumvarp um eftirlaun ráðherra og alþingismanna. Halldór Björnsson, fyrrverandi formaður Starfs- greinasambands Íslands, og Krist- ján Gunnarsson, núverandi for- maður sambandsins, sögðu sig úr flokknum í kjölfarið. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir ekki of- mælt að orðið hafi trúnaðarbrestur milli verkalýðsarms Samfylkingar- innar og formanns flokksins vegna eftirlaunamálsins. Flokkurinn hafi að vísu breytt afstöðu sinni til málsins eftir að gagnrýnin kom upp, en málið hafi eftir sem áður haft varanlegar afleiðingar. Beita sér að öllum líkindum fyrir kjöri Ingibjargar Gylfi segir að hann og fleiri for- ystumenn verkalýðshreyfingarinn- ar sem starfa innan Samfylking- arinnar muni að öllum líkindum beita sér fyrir kjöri Ingibjargar Sólrúnar. Fyrirhugaður sé fundur þar sem þessi mál verði rædd. Hann segist vera þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt fyrir Samfylk- inguna að hún verði formaður með sama hætti og það hafi verið mik- ilvægt að Samfylkingin yrði til, en forystumenn í verkalýðshreyfing- unni beittu sér mjög ákveðið fyrir stofnun hennar á sínum tíma þeg- ar tvísýnt var um að samkomulag tækist um myndun kosninga- bandalags undir merkjum Sam- fylkingarinnar. Gagnrýna frammi- stöðu Ingibjargar Útlit er fyrir harða kosninga- baráttu um formannssætið. Stuðn- ingsmenn Össurar leggja áherslu á að flokkurinn standi vel; honum hafi tekist að efla flokksstarfið, skoðanakannanir sýni gott fylgi við flokkinn og búið sé að koma fjármálum hans í gott horf. Það sé því engin ástæða til að skipta um formann. Þeir gagnrýna einnig frammistöðu Ingibjargar Sólrúnar í kosningabaráttunni fyrir síðustu þingkosningar og segja að hún hafi fengið tækifæri en hún hafi klúðr- að því. Stuðningsmenn Ingibjargar Sól- rúnar gagnrýna á móti undirbún- ing Össurar fyrir síðustu kosning- ar. Kosningastefnuskráin hafi í veigamiklum atriðum verið ómótuð í upphafi kosningabaráttunnar og frambjóðendur hafi verið að móta hana aðeins nokkrum vikum fyrir kosningar. Eftirlaunamál Össuri erfið í formannskjöri  Össur eða Ingibjörg/10-11 Forystumenn í verkalýðshreyfingu sem styðja Samfylkinguna ræða um að beita sér fyrir kjöri Ingibjargar FORYSTUMENN í verkalýðshreyfingunni sem starfa innan Sam- fylkingarinnar ætla á næstu dögum að halda fund til að ræða hvort þeir eigi að beita sér í þágu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í vænt- anlegu formannskjöri í Samfylkingunni. Margir í verkalýðsarmi flokksins eru mjög óánægðir með framgöngu Össurar Skarphéð- inssonar, formanns flokksins, í svokölluðu eftirlaunamáli. ÁBYRGIR ökumenn telja það ekki eftir sér að skafa hélu og snjó af bílrúð- um þótt sá starfi sé oft kalsamur og unninn með krókloppnum höndum í morgunsárið. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri víða um land í dag en um allt land næstu daga. Því má ætla að rúðusköfurnar fái einhverja hvíld á næstunni líkt og snjómoksturstæki og önnur vetrarverkfæri. Líklega sakna fáir þess að þurfa að hefja ökuferðir með því að beita rúðusköfunni. Morgunblaðið/Golli Horfur á hlýnandi veðri Nýr listi „hinna viljugu“ BANDARÍSK stjórnvöld hafa lagt fyrir róða listann yfir hinar 45 „vilj- ugu þjóðir“ en hann var á sínum tíma notaður til að réttlæta innrásina í Írak sem fjölþjóðlega aðgerð. Í stað hans er kominn nýr listi með 28 ríkj- um, sem eru með herlið í landinu. Hefur Reuters-fréttastofan þetta eftir ónefndum, bandarískum emb- ættismanni, sem segist þó ekki vita hvenær eða hvers vegna þetta hafi verið ákveðið. Á upphaflega listanum voru raunar ekki nema 30 ríki beint en önnur 15 studdu innrásina án þess að vilja fá sitt nafn á listann. Eitt ríkjanna 30, Costa Rica, dró stuðning sinn til baka í september síðastliðnum vegna mikilla mótmæla kjósenda. Í Reuters-fréttinni er þess einnig getið, að íslensk samtök hafi verið með heilsíðuauglýsingu í New York Times þar sem hvatt var til að nafn Ís- lands yrði tekið af listanum og afsök- unar beðist á stuðningi íslenskra stjórnvalda við stefnu Bandaríkja- stjórnar. ♦♦♦ LIÐSMENN Al Aqsa-herdeildanna í Palestínu tilkynntu í gær, að þeir væru reiðubúnir að lýsa yfir vopna- hléi við Ísraela. Kom þetta fram á fréttamanna- fundi í Gazaborg en ekki er ljóst hvort þeir, sem hann héldu, mæltu fyrir munn allra samtakanna en þau skiptast í ótal fylkingar án eiginlegr- ar miðstjórnar. Mahmoud Abbas, nýjum leiðtoga Palestínumanna, hefur orðið mikið ágengt við að fá ýmis herská samtök til að fallast á að hætta árásum á Ísr- ael og nú gæta þess um 3.000 palest- ínskir lögreglumenn, að ekki séu gerðar flugskeytaárásir á Ísrael frá Gaza. Hefur þessu verið fagnað í Ísr- ael en stjórnvöld þar höfðu hótað meiriháttar hernaðaraðgerðum. Fallast á vopnahlé Gazaborg. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.