Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORMANNSSLAGUR Forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni, sem styðja Samfylkinguna, ræða sín á milli að beita sér fyrir kjöri Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur til formanns Samfylking- arinnar. Í fréttaskýringu í blaðinu í dag kemur fram að verkalýðs- forkólfar séu óánægðir með fram- göngu Össurar Skarphéðinssonar, formanns flokksins, í svonefndu eft- irlaunamáli. Lögheimili og skattar hér Erlendum starfsmönnum verk- takafyrirtækisins Bechtel, sem reis- ir álver Alcoa, er frá fyrsta degi gert að skrá lögheimili sitt á Íslandi og greiða alla skatta og skyldur til hins opinbera hér á landi. Ráða á sem flesta Íslendinga til starfa en einnig verður leitað til Póllands. Hefja leik á HM í Túnis Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik hefur leik á HM í Túnis í dag. Fyrstu mótherjarnir eru Tékk- ar og eru strákarnir klárir í slaginn. Nýr listi Reuters-fréttastofan skýrði frá því í gær, að Bandaríkjastjórn hefði kastað fyrir róða lista yfir 45 ríki, sem stutt hefðu innrásina í Írak, en hann var notaður til að réttlæta hana sem fjölþjóðlega aðgerð. Á honum eru nú 28 ríki, sem eru með herlið í landinu. Ekki kemur fram hvenær eða hvers vegna listanum var breytt en í fréttinni er þess get- ið, að íslensk samtök hafi verið með heilsíðuauglýsingu í New York Tim- es þar sem stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina var mót- mælt. Gíslum sleppt Átta Kínverjum, sem mannræn- ingjar í Írak höfðu á valdi sínu, var sleppt í gær. Var það sagt vegna þess, að kínverska stjórnin hefði fall- ist á að banna þegnum sínum að fara til landsins. Hún ítrekaði þó aðeins, að hún hefði alltaf varað við ferðum þangað. Vopnahlé Liðsmenn Al Aqsa-herdeildanna í Palestínu hafa fallist á að lýsa yfir vopnhléi og hætta árásum á Ísrael. Kom það fram á fréttamannafundi í Gaza í gær en Ísraelar höfðu hótað hernaðaraðgerðum ella. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 50 Sjónspegill 30 Víkverji 50 Forystugrein 32 Velvakandi 51 Bréf 34 Staður og stund 52 Umræðan 33/39 Menning 54/61 Hugvekja 42 Ljósvakamiðlar 62 Minningar 42/46 Veður 63 Auðlesið 47 Staksteinar 63 * * * Kynning – Blaðinu fylgir Ferðabækl- ingur 2005 frá Prima & Embla. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is EKKI stafar eins mikil hætta af gigtarlyfinu Vioxx og öðrum nýjum gigtarlyfjum og af er látið, að mati Jóns Atla Árnasonar gigtarlæknis, en Vioxx var tekið af markaði hér- lendis í október sl. Jón segir vissu- lega þá hættu vera fyrir hendi að hjarta- og æðasjúkdómar aukist, en þá hjá þeim sjúklingum sem séu í áhættuhópi fyrir. „Það sem ég segi mínum sjúk- lingum er það að hjarta- og æða- sjúkdómar orsakast ekki af Vioxx eða þessum lyfjum. Þeir orsakast af háu kólesteróli, af erfðum og af reykingum. Þetta gæti aukið áhætt- una hjá þeim sem eru í mjög mikilli áhættu fyrir, en þá ættu þeir ekki að taka nein bólgueyðandi lyf, hvorki gömul né ný,“ segir Jón. Hann bendir á að áður en Vioxx og Celebrex komu á markað hafi verið búið að rannsaka þau mjög mikið og þau hafi komið mjög vel út. „Það var fyrst eftir að farið var að nota lyfin, og þau ef til vill notuð af fólki sem alls ekki átti að fá bólgueyð- andi lyf, hvorki gömul né ný, að þessi grunur um hugsanlega hættu á hjarta- og æðasjúkdómum kom upp,“ segir Jón. Meiri kröfur og meira eftirlit Jón segir Vioxx og önnur coxib- lyf vera þann lyfjaflokk sem hafi verið hvað mest rannsakaður af öll- um lyfjum fyrr og síðar. Hann segir meiri kröfur gerðar til lyfja í dag en á árum áður, auk þess sem meira eftirlit sé með þeim. Jón seg- ir muninn á nýjum gigtarlyfjum og þeim eldri vera þann að þau nýju séu sértækari en hafi alveg sömu virkni og þau eldri. „Ef þetta er rétt að þessi lyf séu á einhvern hátt hættuleg heilsu manna þá ættu gömlu lyfin að vera það líka,“ segir Jón og bendir á að eitt af því sem nýju lyfin hafi fram yfir þau gömlu sé að þau valdi ekki magasári. Hann segir hættuna helst hafa ver- ið þá að lyfið hafi verið ofnotað þar sem rannsóknir hafi sýnt fram á góðan árangur, og þeir sem væru í áhættuhópi hefðu því einnig fengið lyfið. Hann bendir á að erlend rann- sókn hafi sýnt fram á að áhrif nýju gigtarlyfjanna líkt og Vioxx hafi sýnt hlutfallslega aukningu á hjarta- og æðasjúkdómum. Hann bendir hinsvegar á að tölurnar í þeirri rannsókn séu mjög lágar og ekki algildar. Í rannsókninni sem leiddi til þess að Vioxx var tekið af markaði voru yfir 2.600 manns. Í viðmiðunarhópi fundu 25 fyrir aukningu á hjarta- og æðasjúkdóm- um á móti 45 sem fengu lyfið. „Munurinn var aðeins 20 manns í þessum stóra hópi og það urðu eng- in dauðsföll,“ segir Jón og bendir á að lyfjafyrirtækið Merck Sharp & Dohme, framleiðandi Vioxx, hafi tekið lyfið af markaði og þá helst til þess að kaupa sér frið, enda orðið dýrara fyrir lyfjafyrirtækið að verja lyfið en að taka það af markaði. Jón telur málið hafa verið blásið full- mikið upp. Enda sýni mun fleiri er- lendar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á tugþúsundum einstaklinga, fram á góða virkni lyfsins, þ.e. að hjarta- og æðasjúkdómar aukist ekki með notkun lyfjanna og í sum- um tilfellum hafi rannsóknir sýnt fram á að notkun lyfsins hafi dregið úr hættunni á slíkum sjúkdómum. Ítarlegar rannsóknir á áhrifum gigtarlyfja á hjarta- og æðasjúkdóma Gætu aukið áhættuna hjá þeim sem eru í hættu fyrir Það þarf alls ekki að vera leiðinlegt að bíða eftir strætó ef fólk er hug- myndaríkt og lítur björtum augum á tilveruna. Una og Ottó, sem voru að bíða í strætóskýli við Ægisíðuna á leið heim úr Hagaskóla, teiknuðu brosandi andlit í snjóinn. Það er erfitt að dæma um listræna hæfi- leika þeirra, en þetta lofar góðu. Morgunblaðið/Eggert Brosandi andlit í strætóskýli „ÞETTA eru slæmar fréttir og sérstaklega fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga,“ segir Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra um þá óvissu sem ríkir um framtíð landvinnslu Samherja á Stöðvar- firði. Hann segir þetta hinsvegar vera hlut sem ráðuneytið hafi verið að skoða að undanförnu í víðu samhengi í gegnum nefnd sem var nýlega skipuð til þess að fjalla um sjávarútveginn og hátt gengi krónunnar, en Árni segir að of snemmt sé um það að segja hvað komi út úr þeirri vinnu. Árni segir viðbrögð Samherja- manna hafa verið til fyrirmyndar. Þeir standi eins vel að málum og hægt sé miðað við gang mála. „Þeir koma fram með þetta með mjög góðum fyr- irvara og bjóða upp á að ræða þetta við heimamenn útfrá val- kostum sem eru í stöð- unni,“ segir Árni og bætir því við að þetta sé óneitanlega erfið staða og erfið ákvörð- un fyrir Samherja- menn að taka. Aðspurður segir Árni ofangreinda nefnd hafa verið setta af stað til þess að vinna samtímis því sem áhyggjur vökn- uðu um að landvinnslan gæti hugs- anlega lagst af. „Maður hefur séð það fyrir sér að landvinnslan yrði fyrst til þess að finna fyrir áhrifum hágengisins. Það er ekki eins mikill sveigjanleiki í landvinnslunni og er í veiðunum,“ segir Árni. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra Viðbrögð Samherja- manna til fyrirmyndar Árni Mathiesen ÞINGMENN Suðurkjördæmis hafa samþykkt að setja framkvæmdir við Bakkaveg aftur á dagskrá, og verður lagningu vegarins því ekki frestað. Áður höfðu þingmennirnir samþykkt að fresta verkinu og nota fjármagn sem í það átti að fara í rannsóknir á sjávarbotni milli lands og Vest- mannaeyja vegna hugsanlegrar jarðgangagerðar. Guðjón Hjörleifsson alþingismað- ur segir að þar sem nú líti út fyrir að kostnaður við botnrannsóknirnar verði minni en áður var talið sé ljóst að framkvæmdir við Bakkaveg geti farið í gang. Búið var að bjóða þær út, en útboð þarf að fara aftur fram vegna frestunar. Guðjón segir það á forræði Vegagerðarinnar, en hann vonast til þess að framkvæmdum geti lokið fyrir sumarið. Bakkavegi ekki frestað PÓSTHÚSIÐ ehf., sem annast m.a. dreifingu Fréttablaðsins og DV, ætl- ar að hefja viðræður við Póstmanna- félag Íslands annars vegar og Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur (VR) hins vegar um kjarasamning við blað- bera, að sögn Einars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Pósthússins. Árvakur hf., útgefandi Morgun- blaðsins, samdi árið 2003 við VR um kjör sinna blaðbera en ekki hefur ver- ið samið um kjör blaðbera Frétta- blaðsins og DV við stéttarfélag hing- að til. Einar benti á að Póstmannafélagið væri stéttarfélag fólks í póstdreifingu og því taldi hann eðlilegt að ræða einnig við það. „Við erum að leggja af stað og alveg ljóst að við stefnum að því að gera kjara- samning,“ sagði Einar. Hann sagði ennfremur að Pósthús- ið, sem slíkt, stefndi að því að vera al- mennt á dreifingarmarkaði. Ekki væri eðlismunur á því að starfa við blaðburð og póstburð og því væri eðli- legt að ræða einnig við Póstmanna- félagið, stéttarfélag sem lengi hefur starfað á þessum markaði. Einar kvaðst ekki geta gefið upp neinar tímasetningar varðandi væntanlegan kjarasamning blaðbera á þessu stigi málsins. Pósthúsið að hefja við- ræður um kjör blaðbera ♦♦♦ Nýtt Arn- arfell til Samskipa SAMSKIP tóku í gær við nýju Arn- arfelli sem smíðað var í skipasmíða- stöðinni JJ Sietas í Hamborg í Þýska- landi. Er þetta fyrra kaupskipið af tveimur sem Samskip eru að láta smíða fyrir sig. Leysir Arnarfell af hólmi eldra skip félagsins með sama nafni á siglingaleiðinni milli Íslands og Evrópu. Kostnaður við smíði skipsins er um 1,7 milljarðar króna. Það var Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, stjórnar- formanns Samskipa, sem gaf nýja skipinu nafn við hátíðlega athöfn í Hamborgarhöfn í gær að viðstöddum æðstu stjórnendum félagsins, Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og fleiri gestum. Nærri áratugur er nú liðinn frá því að Íslendingar veittu síðast viðtöku nýju flutningaskipi sem hannað var og smíðað eftir þeirra þörfum, segir í tilkynningu frá Samskipum. Nýja Arnarfellið er skráð í Færeyj- um en áhöfnin er íslensk, alls ellefu manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.