Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Magnús Þorkell Bernharðsson Í Píslarvottum nútímans er rakið samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran, ljósi varpað á sjálfsmorðsárásir og píslarvættisdauða, hugmyndafræði íslamista og margt fleira sem leynist handan fyrirsagna fjölmiðlanna. Þessi bók sætir miklum tíðindum, enda er hér skrifað af mikilli þekkingu á aðgengilegan hátt um málefni sem brenna á allri heimsbyggðinni. Er Íran næst? KOMIN Í VERSLANIR Aðeins 2.990 kr. HAFNARFJARÐARBÆR leggur Hafnarfjarðarleikhúsinu Hermóði og Háðvöru til tæpar 20,9 milljónir króna á þessu ári samkvæmt samn- ingi sem gerður var við leikhúsið í dag til fimm ára. Á samningstíman- um mun sú upphæð hækka í 23 millj- ónir á ári. Menntamálaráðuneytið beitir sér fyrir því að framlög rík- isins til samningsins verði 15 millj- ónir árið 2005, 17,5 milljónir árið 2006 og 20 milljónir árlega 2007– 2009. Á móti skuldbindur leikhúsið sig til að annast atvinnuleiklistar- og menningarstarfsemi í Hafnarfirði með því að setja upp a.m.k. 2–3 leik- sýningar á ári, auk þess sem það skal í starfi sínu leitast við að efla hafn- firskt menningarlíf, m.a. með sam- starfi við aðrar menningarstofnanir. Menningarlífið margeflt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri, og Hilmar Jónsson, leikhússtjóri Hafnarfjarðarleikhúss- ins Hermóðs og Háðvarar, skrifuðu undir samninginn. Þorgerður Katrín segir Hafnarfjarðarleikhúsið hafa verið mikinn brautryðjanda á sviði leikhússins og það hafi verið óhrætt við að frumsýna ný íslensk verk. „Það má segja að allt þeirra starf hafi verið til fyrirmyndar og líka á þann veg að það leiði af sér mjög já- kvæða hluti bæði innanbæjar sem utan. Menningarlífið í bænum hefur margeflst við þetta samkomulag rík- isins, Hafnarfjarðarbæjar og Hafn- arfjarðarleikshússins,“ segir Þor- gerður Katrín. Hún bætir því við að þetta sé gott dæmi um það hvað hægt sé að gera þegar ríki, sveitar- félög og einkaaðilar taka höndum saman um að byggja upp hluti sem geta leitt gott af sér. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör fékk fyrst styrk á árinu 1995 frá menntamálaráðuneytinu samkvæmt tillögu úthlutunarnefnd- ar Leiklistarráðs til uppsetningar á verki Árna Ibsen, Himnaríki. Ári síðar var gerður tveggja ára starfs- samningur við leikhúsið sem endur- nýjaður var árið 1998. Árið 2000 var gerður samningur um samstarf menntamálaráðuneytis, Hafnar- fjarðarbæjar og Hafnarfjarðarleik- hússins sem rann út nú um áramótin. Á starfsferli sínum hefur Hafnar- fjarðarleikhúsið Hermóður og Háð- vör skapað sér nafn sem framsækið leikhús og hlotið ýmsar viðurkenn- ingar, verið boðið á leiklistarhátíðir víða um Evrópu og fengið lof fyrir listrænan metnað og frumleika. Hafnarfjarðarleikhúsið hefur m.a. sett upp 18 ný íslensk leikverk og átta leikgerðir, þar af sex fyrstu verk höfunda og átta fyrstu verk leik- stjóra í atvinnuleikhúsi. Ríki og Hafnarfjarðarbær hafa samið við Hafnarfjarðarleikhúsið Morgunblaðið/Árni Sæberg Hilmar Jónsson, leikhússtjóri Hafnarfjarðarleikhússins, fagnaði með til- þrifum samningnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra og Lúðvíki Geirssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. RÍFANDI gangur er í sölu vetr- arbúnaðar ýmiss konar um þessar mundir. Eru menn á einu máli um að ekki hafi selst jafn mikið af brettum, skíðum, tilheyrandi skóm, bind- ingum og fatnaði síðustu þrjú til fimm árin. Er svo komið að ákveðnar vetrarvörur eru hreinlega uppseldar, enda bjuggust menn ekki við svona góðum skíðavetri í ár eftir snjólitla vetur síðustu ár. „Salan hefur verið betri í ár en síðustu þrjú ár,“ segir Brynjar Þór Bragason, verslunarstjóri Marksins. Spurður hvort hann tengi það góðu færi segir hann söluna raunar frem- ur ráðast af því hvort snjór sé í bæn- um en af því hvernig færið raun- verulega sé í Bláfjöllum. Spurður hvort verslunin hafi getað annað aukinni eftirspurn svarar Brynjar því játandi, en meðal þess sem nokk- ur skortur hefur verið á hérlendis að undanförnu eru brettaskór í litlum stærðum, þ.e. 36–39, og segir Brynj- ar það stafa af því að meira sé um að krakkar á aldrinum 8–11 ára séu farin að stunda brettin. Halldóra Blöndal, verslunarstjóri Everest, segir það hafa mikið að segja varðandi sölu vetrarbúnaðar að það sé opið á öllum skíðasvæðum og að snjór sé kominn í bæinn líka. Hún segir skíðasöluna hafa staðið nánast jafnt og þétt síðan fyrir jól, en vissulega hafi orðið töluverð aukning nú í janúar, sem tengist þeim góða snjó sem nú er. Borið saman við söluna í fyrra segir hún hana svipaða, en rifjar upp að sala vetrarbúnaðar hafi dottið algjörlega niður þegar snjórinn hvarf um miðj- an febrúar í fyrra. Mikilvægt að vera vakandi fyrir líftíma plastsins „Salan hefur verið mjög góð að undanförnu miðað við síðustu ár, en er þó ekki komin í það horf sem var þegar þetta var sem best fyrir ein- hverjum 5–6 árum. Sem dæmi má nefna að við erum nánast búnir að selja upp öll bretti og brettabind- ingar í augnablikinu,“ segir Helgi Benediktsson, deildarstjóri skíða- og útivistarsviðs Útilífs, og tekur fram að menn séu varkárir í innkaupum eftir snjóleysi síðustu vetur. Helgi segir sérstaka ástæðu fyrir fólk að vera vakandi fyrir því að ör- yggisbindingar og skíðaskóbúnaður endist aðeins í kringum 6 ár. „Plast- efni brotna nefnilega niður með tím- anum og þá skiptir ekki máli hvort það er mikið notað eða ekki. Við finnum hins vegar fyrir því að mikið er af gömlum græjum í umferð, enda margir sem ekki gera sér grein fyrir þessu og skilja ekkert í því að bindingar og skór vilja brotna eftir nokkur ár þrátt fyrir litla notkun,“ segir Helgi. „Salan í vetrarbúnaði hefur verið mjög góð frá því fyrir jól og þar er sala snjóbretta áberandi mikil. Stað- an er eiginlega sú að við erum orðin uppiskroppa með bretti og bretta- pakka,“ segir Valgeir Ólafsson, verslunarstjóri Intersports í Smára- lind. Ný sending er á leið til landsins. Bretti, bindingar og skór rjúka út Morgunblaðið/Jim Smart Sala vetrarbúnaðar er með allra mesta móti um þessar mundir enda skíða- færið mjög gott þess dagana. Sumstaðar eru snjóbretti uppseld. „SKURÐAÐGERÐ er árangursrík- asta leiðin til þess að lækna fólk með lungnakrabbamein,“segir prófessor Bengt Bergmann lungnalæknir á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Hann segir jafnframt að erlendar rannsóknir hafi sýnt fram á að skurðaðgerð ein og sér hafi ekki sýnt fram á nægilega góðan árangur. Sú hætta sé fyrir hendi á að staðbund- in krabbamein taki sig aftur upp eftir skurðaðgerð. Því hafi hann ásamt öðrum læknum leitað annarra leiða til þess að fyrirbyggja að slíkt hendi. Hann hefur verið leiðandi í því að þróa lyfjameðferð samfara skurðað- gerðum til þess að bæta lífslíkur þeirra sem greinst hafa með lungna- krabbamein. Hann segir nýlegar rannsóknir hafa leitt það í ljós að lyfjameðferð samfara skurðaðgerð á staðbundnu krabbameini auki lífslík- ur og lækni fleiri sjúklinga en ef ein- vörðungu væri um skurðaðgerð að ræða. Bergmann segir að ef hlutfall þeirra sem læknast sé á bilinu 40– 50% þá megi auka hlutfallið í 45–55% með þessum aðferðum. „Þetta er lítil framför en þrátt fyrir það er um mörg mannslíf að ræða sem má bjarga ár- lega,“ segir Bergmann og bætir því við að með þessari aðferð megi bjarga á bilinu 5000–7000 manns um allan heim á ári hverju. Aðspurður segir hann einn til tvo Íslendinga geta læknast árlega til viðbótar. Bergmann segir aðferðina vera í góðum farvegi en það sé verið að skoða hvort það megi gera hana enn betri. Rannsóknir sem hann hafi stýrt hafi hinsvegar sýnt fram á að lyfja- meðferð samfara skurðaðgerð bæti lífslíkur sjúklinga. Aðferðin hefur þó verið umdeild þar sem ýmsar aukaverkanir fylgi lyfjameðferðinni. Hann neitar því ekki að ýmsar aukaverkanir fylgi slíkri meðferð en bendir á að lyfjaþró- un þróist ört og betri lyf séu í sífellu að líta dagsins ljós, lyf sem færri aukaverkanir fylgja. Íslenskir læknar hafa ekki komist að niðurstöðu varð- andi það hvort mæla eigi með þessari aðferð við alla eða einstaka sjúklinga. Sjúklingar sem greinst hafa með lungnakrabbamein Lyfjameðferð samfara skurðaðgerð eykur lífslíkur„Ef þetta er allt satt og rétt og stenst allt, þá er það gleðilegt, ef hægt er að gera þetta ódýrar en við og okkar ráðgjafar hafa verið að áætla,“ segir Hreinn Haralds- son, framkvæmdastjóri þróunar- sviðs hjá Vegagerðinni, um kostn- aðarhugmyndir sænsku verktak- anna varðandi jarðgöng til Vest- mannaeyja, sem kynntar voru á fimmtudag. Sænska fyrirtækið tel- ur sig geta gert göngin fyrir um 16 milljarða króna. Hreinn segir þó að Vegagerðin hafi enn ekki fengið skýrslu sænska verktakafyrirtækisins í hendur, og þar til forsendur þessa kostnaðarmats liggi fyrir sé ekki hægt að segja til um fýsileika til- lagna NCC. Ekki enn fengið skýrsluna NOKKUR erill var hjá lögreglunni í Hafnarfirði í fyrrinótt en hún þurfti m.a. að hafa afskipti af þorrablóti Stjörnunnar í Garðabæ sem haldið var í íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Fjórir óboðnir gestir á tvítugsaldri höfðu gert sig heimakomna í sam- kvæminu og var lögregla beðinn um að fjarlægja þá. Óboðnu gest- irnir veittu hins vegar lögreglu mótþróa og kom til handalögmála, en boðflennurnar voru allar undir áhrifum áfengis. Voru þeir hand- teknir og látnir gista fanga- geymslur um nóttina. Lögreglan í Hafnarfirði var einn- ig kölluð til þegar sást til þriggja unglingsdrengja á aldrinum 16–17 ára vera að brjótast inn í vinnu- skúra á Álftanesi. Þeir höfðu farið inn í sex vinnuskúra og haft með sér eitthvað af verkfærum. Erilsöm nótt hjá lögreglunni í Hafnarfirði LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur upplýst innbrot í veitingahúsið Bessann á Álftanesi og í íbúðarhús í Garðabæ. Þeir sem voru að verki hafa verið handteknir. Enn er þó óupplýstur þjófnaður á tölvu úr mannlausri skrifstofu í iðn- aðarhverfi í Hafnarfirði. Brotist var inn í Bessann í síðustu viku og aftur á miðvikudag og þá stolið skjávarpa og sjónvarpi. Lög- reglan handtók innbrotsþjófana nokkru síðar. Þeir hafa viðurkennt verknaðinn og einnig þjófnað á nokkrum skjávörpum sem þeir höfðu stolið í Reykjavík. Segir lög- regla, að þessi tæki muni nú komast í hendur réttra eigenda. Þá var á fimmtudag brotist inn í íbúðarhús í Garðabæ og stolið sjón- varpstæki og skartgripum. Lög- reglan hefur handtekið þann sem þar var að verki og hefur hann ját- að verknaðinn. Lögreglan vill að gefnu tilefni ítreka að ef íbúar verða varir við grunsamlegar mannaferðir í íbúð- arhverfum eða að verið sé að bera muni út úr mannlausum húsum, að þá sé lögreglu þegar tilkynnt um það. Hún brýnir og fyrir fólki að læsa hirslum. Hafnarfjarð- arlögreglan upplýsir innbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.