Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ævintýraheimur Verð262.000kr. ámann í tvíbýli...allt innifalið! Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A 24.mars -7. apríl ‘05 5.-19.maí ‘05 9.- 23. september ‘05 K Ö -H Ö N N U N /P M C s: 570 2790www.baendaferdir.is MIKILVÆGT er að auka þátttöku borgaranna í mótun velferðarsam- félagsins og draga úr tortryggni þeirra í garð opin- berra starfs- manna og stjórn- málamanna, auka gagnkvæman skilning á málefn- um sveitarfélag- anna og fela borg- urunum ábyrgð á rekstri og stjórn- un, að mati Peters Bogasonar, prófessors í opinberri stjórnsýslu við Hróarskelduháskóla. Peter hefur unnið að margvísleg- um rannsóknum á íbúalýðræði og þróun sveitarfélaga í Danmörku. Undanfarnar vikur hefur hann kennt á námskeiði fyrir meistaranema í op- inberri stjórnsýslu við Háskóla Ís- lands auk þess sem hann fjallaði um reynslu sveitarfélaga í Danmörku af íbúalýðræði á morgunverðarfundi sem Reykjavíkurborg efndi til í vik- unni. Ráða og reka starfsfólk Eitt af því sem breyst hefur í rekstri sveitarfélaga í Danmörku á undanförnum árum, að sögn Peters, eru svonefnd notendaráð sem rutt hafa sér til rúms við opinberar þjón- ustustofnanir, þ.m.t. skóla, leikskóla og öldrunarheimili, með góðum árangri. „Hugmyndin var að setja foreldrana í ökumannssætin og að þeir fengju í hendur meiri völd,“ segir Peter um notendaráðin í skólum. Í notendaráði sitja fimm fulltrúar for- eldra, tveir frá nemendum og tveir frá kennurum. Notendaráðin sjá um rekstur skólanna og geta ráðið og rekið starfsfólk. „Í upphafi voru átök milli kennara og foreldra,“ segir Pet- er. „Kennarar voru tortryggnir í garð foreldra en ég held að jafnvægi hafi náðst í þessu samstarfi. Fagfólkið sér að það eru ýmsir kostir fólgnir í því að hafa foreldrana með sér, einnig til að koma í veg fyrir að framlög til skól- anna séu skorin niður.“ Foreldrar komi oft með ábending- ar og hugmyndir sem fagfólkið hafði ekki komið auga á, þá skapi aukin samskipti fagfólks og foreldra um- ræðugrundvöll og foreldrar verði ábyrgir fyrir því sem fram fer í skól- unum. Eftir því sem meiri reynsla kemst á þetta fyrirkomulag og fleiri sitja í notendaráðum, þá skapast betri skilningur á því hvernig kerfið virkar og fólk sér vandamálin sem fylgja kröfum um úrbætur og kostn- aðinn sem getur fylgt, að mati Peters. Ýmsar fleiri tilraunir hafa verið gerð- ar með íbúalýðræði í Danmörku með misjöfnum árangri. Tilraun var gerð með svonefnd hverfaráð í fjórum af 15 hverfum Kaupmannhafnar fyrir nokkrum ár- um. Kjörnir fulltrúar sátu í hverfa- ráðunum, sem voru e.k. smækkuð mynd af borgarráði og var hugmynd- in að færa stjórnsýsluna nær borg- urunum. Tilraunin þótti ekki takast sem skyldi og voru hverfaráðin lögð niður eftir 4 ára reynslutíma. Peter segist þeirrar skoðunar að lengri tíma hefði þurft til að reynsla kæmist á þau. Í stað hverfaráða voru settar upp 15 þjónustumiðstöðvar. Hann er þeirrar skoðunar að til- raunir Dana með aukið íbúalýðræði hafi skapað betri tengsl milli borg- aranna og stjórnsýslunnar á ýmsum sviðum og hvetur Íslendinga til að fara svipaðar leiðir. „Það er viturlegt að fara sér hægt, gera tilraunir eins og við höfum gert í Danmörku, t.d. með notendaráðin, en umfram allt að gefa breytingunum tíma,“ segir hann. Prófessor í opinberri stjórnsýslu segir mikilvægt að auka þátttöku og ábyrgð borgaranna á þróun samfélagsins „Hugmyndin var að setja foreldrana í ökumannssætin“ Peter Bogason Torstein Egeland, yfirlæknirnorsku stofnfrumugjafa-skrárinnar, segir stærstahóp sjúklingar sem þurfi á stofnfrumuskiptum að halda vera annaðhvort með hvítblæði eða eitla- krabbamein. Að auki sé um sjúk- linga með sjaldgæfa blóðsjúkdóma eða meðfædda ónæmisgalla og efnaskiptasjúkdóma að ræða. Í þessum tilfellum er stofnfrumugjöf frá heilbrigðum gjafa eina mögu- lega lækningin, að sögn Egeland. Við stofnfrumuskipti er stofn- frumum sjúklings skipt út fyrir stofnfrumur frá heilbrigðum ein- staklingi. Sjúklingurinn fær kröft- uga lyfjameðferð eða geisla sem drepa stofnfrumur hans. Sjúklingn- um eru síðan gefnar heilbrigðar stofnfrumur í æð líkt og við blóð- gjöf. Frumurnar rata úr blóðrásinni inn í holrúm beinanna og framleiða þar blóðfrumur eftir nokkrar vikur. „Til þess að geta gert stofn- frumuflutning milli manna verður að vera samræmi vefjaflokks sjúk- lingsins og vefjaflokks gjafans. Og það eru til margar milljónir mis- munandi vefjaflokka. Því er al- þjóðlegt samstarf nauðsynlegt,“ segir Egeland og hann bætir því við að um nú séu skráðir um 9,5 milljón stofnfrumugjafar um heim allan. 2.500 sjálfboðaliðar á 5 árum Hérlendis hefur Blóðbankinn haf- ið skráningu á sjálfboðaliðum í stofnfrumugjafaskrá sem verður hluti af norsku stofnfrumugjafa- skránni. Að sögn Sveins Guðmunds- sonar, yfirlæknis Blóðbankans, er stefnt að því að um 2.500 sjálf- boðaliðar verði skráðir í íslensku stofnfrumugjafaskránni að fimm ár- um liðnum. Hann bætir því við að stefnt sé að því að ná um 500 manns á þessu ári. „Við höfum fundið að það eru mjög jákvæðar undirtektir frá blóðgjöfum,“ segir Sveinn og bætir því við að einungis blóðgjafar geti orðið stofn- frumugjafar. Miðað er við að gjafar séu á aldrinum 18–45 ára. „Ég reikna með að þegar við verðum komin með góðan fjölda af íslenskum gjöfum í skrána þá líði ekki á löngu þar til fyrsti gjafinn muni gefa,“ segir Egeland og hann bendir á að það sé afar mikilvægt að sem flestir einstaklingar séu á stofnfrumugjafaskrá, því þá aukist líkurnar til muna að finna réttan gjafa fyrir sjúkling. Sveinn segir að gera megi ráð fyrir því að einn til tveir Íslendingar gætu orðið stofn- frumugjafar árlega. „Við vitum að framlag okkar skiptir máli þó að við yrðum einungis 2.500 manns af níu til tíu milljónum,“ segir Sveinn. Um 15.000 manns þurfa á stofnfrumuskiptum að halda Egeland segir að um 15.000 manns þurfi á stofnfrumuskiptum að halda um heim allan. Meirihluti þeirra fær stofnfrumur frá skyld- mennum sínum en þó eru margir sem þurfa á gjöf að halda frá óskyldum aðila. Hann segir að vandamálið við að fá gjafir frá óskyldum aðila felist einkum í því hve tímafrekt það sé að finna réttan gjafa, en sjúklingnum getur versn- að mikið á meðan á leitinni stendur. Því sé það nauðsynlegt að vera með fjölmenna stofnfrumuskrá því slíkt auðveldi mjög leit að réttum gjafa fyrir sjúkling. „Þetta er að vissu leyti fyrirmynd að alþjóðlegu sam- starfi. Það er einmitt alþjóðlegt samstarf af þessu tagi sem við Ís- lendingar eigum að leggja metnað okkar í,“ segir Sveinn og bendir á að slíkt myndi leiða gott af sér. „Við setjum okkur það markmið að á þessu ári eða byrjun næsta árs verðum við komin með alþjóðlega gæðavottun á vefjaflokkunarstarf- semi, líkt og öðrum þáttum í starf- semi bankans. Það myndum við aldrei geta nema vegna þessa sam- starfs. Þetta er raunverulega lykill- inn að því að geta borið okkur sam- an við kollega okkar erlendis,“ segir Sveinn. Hann bætir því við að Blóð- bankinn finni fyrir miklum meðbyr meðal íslenskra blóðgjafa sem sé bæði öflugur og góður hópur fólks. „Þegar blóðprufur eru sendar út til okkar og skráðar hjá okkur eru þær alveg dulkóðaðar. Þannig að við vitum ekkert um einstaklinginn fyrir utan aldur og kyn,“ segir Egeland og Sveinn bætir því við að vinnuferlið hafi verið samþykkt af Persónuvernd. Beinmergur tekinn úr mjaðmabeini Egeland segir stofnfrumusöfnun úr beinmerg fara fram á Volvot Medisinske Senter í Ósló. Stofn- frumugjafinn er svæfður og nál er stungið í mjaðmabeinið og þannig er beinmergurinn, sem lítur út eins og blóð, dreginn upp í sprautu. Hann segir söfnunina áhættulitla og aukaverkanir sjaldgæfar. Söfn- unin taki venjulega nokkrar klukkustundir og geta gjafar yf- irgefið sjúkrahúsið daginn eftir. Á síðari árum eru stofnfrumurnar í auknum mæli unnar úr blóði með sérstakri blóðfrumuskilju, sem geri ferlið þægilegra og léttara fyrir gjafana. Þeir Íslendingar sem ger- ast stofnfrumugjafar fá ferðir til og frá Ósló greiddar sem og fæði, gist- ingu og annan kostnað sem upp kann að koma. Auk þess eru laun vegna vinnutaps að fullu bætt og gjafar eru tryggðir við stofnfrumu- gjöfina. Morgunblaðið/Þorkell Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóbankans, og Torstein Egeland, yf- irlæknir norsku stofnfrumugjafaskrárinnar, segja að við vissum sjúkdóm- um sé stofnfrumugjöf frá heilbrigðum gjafa eina mögulega lækningin. „Við vitum að okkar framlag skiptir máli“ Það er hrein og bein lífsbjörg að gefa heil- brigðar stofnfrumur að sögn Torstein Egeland, yfirlæknis norsku stofnfrumugjafaskrárinnar. Jón Pétur Jónsson ræddi við Egeland og Svein Guðmundsson, yfirlækni Blóð- bankans, um mikilvægi stofnfrumugjafar. jonpetur@mbl.is Á SÍÐASTA ári var 637 út- lendingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur og er það veruleg fjölgun frá árinu 2003 þegar 436 útlendingum var veittur ríkisborgararéttur. Árið 2002 var 364 útlending- um veittur íslenskur ríkis- borgararéttur. Auk þessara 637 útlendinga fengu 182 börn þeirra íslenskan ríkis- borgararétt sem er fjölgun frá síðustu árum, en árið 2003 fengu 109 útlend börn rík- isborgararétt með foreldri sínu og árið 2002 fengu 87 börn ríkisborgararétt með þeim hætti. 43 samþykktir af Alþingi Af þessum 637 útlendingum fengu 594 ríkisborgararétt með bréfi frá dóms- og kirkjumálaráðherra en 43 fengu ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi. Árið 2003 veitti alþingi 27 útlendingum ríkisborgararétt og 17 árið 2002, segir í frétt frá dóms- málaráðuneytinu. Flestir hinna 637 nýju Ís- lendinga eru fæddir í Pól- landi, eða 108. Í Sovétríkj- unum sem voru eru 56 fæddir, frá Júgóslavíu fyrr- verandi koma 52, frá Taílandi 49, Filippseyjum 45, Banda- ríkjunum 25, Svíþjóð 20, Þýskalandi 17, Víetnam 16, Englandi 15 og Marokkó 12. Færri eru fæddir í öðrum löndum, en hinir nýju ís- lensku ríkisborgarar koma víða að, og má auk næstu ná- grannalanda Íslands nefna lönd eins og Alsír, Angóla, Eþíópíu, Gambíu, Gana, Ken- ýu, Líbanon, Mongólíu, Nami- bíu, Nígeríu, Pakistan, Sene- gal, Síerra Leóne, Srí Lanka, Sýrland, Túnis, Trínídad og Tóbagó og Úganda. Fleiri út lendingar fengið ríkisborg- ararétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.