Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Oljee Oljee Oljee Íslendingar hafalöngum getað státaðaf langlífi og verið hátt á lista yfir langlífustu þjóðir heims. Auknar lífs- líkur hafa opnað mögu- leikann á því að lifa ekki bara eina öld eða tvær heldur jafnvel þrjár. Þann- ig voru, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, 1. des- ember árið 2000, samtals 17 Íslendingar (4 karlar og 13 konur) sem voru eldri en 101 árs og höfðu því lif- að þrjár aldir, þ.e. 19., 20. og 21. öldina). Þar sem umdeilt er hvort aldamót hefjast eða þeim lýkur á núlli (þ.e. hvort t.d. aldamótaárið 1900 sé fyrsta ár 20. aldar eða síð- asta ár 19. aldar) skal þess getið að samtals 13 Íslendingar (2 karlar og 11 konur) voru eldri en 101 árs árið 2001. Þegar ævilíkur hópanna tveggja eru skoðaðar kemur í ljós að í fyrri hópnum, þar sem taldir eru ein- staklingar fæddir árið 1899 eða fyrr, voru 1. desember 2004 aðeins þrír einstaklingar eftir úr sautján manna hópnum frá því fjórum ár- um áður. En í seinni hópnum, þar sem taldir eru einstaklingar fædd- ir árið 1900 eða fyrr, var næstum helmingur hópsins enn á lífi 1. des- ember 2004, þ.e. sex einstaklingar úr þrettán manna hópnum þremur árum áður. Í þessum hópi er meðal annars Guðmundur Daðason elsti karlmaður Íslands sem fæddist 13. nóvember árið 1900 og er því 104 ára. Stutt meðalævilengd rakin til mikils ungbarnadauða Aðspurð hvort líklegt sé að um síðustu aldamót hafi það í fyrsta sinn í sögu Íslands gerst að ein- staklingur hafi náð að lifa þrjár aldir segir Ólöf Garðarsdóttir, deildarstjóri á mannfjöldasviði Hagstofu Íslands, erfitt að segja til um það þar sem eldri heimildir séu nokkuð stopular. „Það má kannski segja að það sé frekar ólíklegt, en samt engan veginn óhugsanlegt, að einhver hafi náð að lifa þrjár aldar einhvern tímann í sögu Íslands,“ segir Ólöf og minnir á að stutt meðalævilengd hér áður fyrr hafi fyrst og fremst stafað af háum ungbarnadauða, en að þeir sem á annað borð náðu full- orðinsaldri hafi í sumum tilvikum lifað ansi lengi. Samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar er ekki að sjá að neinn Íslendingur hafi um aldamótin 1900 náð því að lifa þrjár aldir því elstu Íslendingarnir þá voru aðeins 98 ára. Samkvæmt tölum Hagstofunn- ar gátu íslenskir karlmenn árið 2002 vænst þess að ná rúmlega 78 ára meðalævilengd og konur rúm- lega 82 árum, ef miðað er við árin 2000–2002. Tæpum aldarfjórðungi áður voru sambærilegar tölur tæp 72 ár hjá körlum og tæp 78 ár hjá konum. Að sögn Ólafar var eftirlif- endatala áttræðra karla 7,9 ár og kvenna 9,2 ár á árunum 2000– 2001. Það þýðir að nái fólk á annað borð 80 ára aldri eru yfirgnæfandi líkur á að það lifi fyrrgreind ár til viðbótar. Sambærilegar tölur fyrir aldarfjórðungi voru 6,6 ár hjá körlum og 7,4 ár hjá konum. Lífslíkur eldra fólks virðast ekki vera að batna Ólöf bendir á að lífslíkur Íslend- inga hafi farið ört batnandi alla síðustu öld, en hins vegar líti allt út fyrir að toppinum sé að verða náð og gildi það raunar um flest Vesturlönd. Þegar síðasta mann- fjöldaspá Hagstofunnar var unnin segir Ólöf sjónunum sérstaklega hafa verið beint að ævilíkum hjá fólki í ólíkum aldurshópum og hafi sú skoðun leitt í ljós að lífslíkur fólks í elstu aldurshópunum virð- ast ekki vera að batna. „Þannig að þó við höfum verið að horfa upp á ótrúlegar breytingar á síðustu 100–150 árum, þar sem fólk lifir sí- fellt lengur, þá lifir fólk auðvitað ekki endalaust,“ segir Ólöf og tek- ur fram að vitanlega sé ekki útséð um hvað sé á færi læknisfræðinn- ar að hafa áhrif á lífslíkur mann- fólksins t.d. í formi erfðabreyt- inga. Erfitt að spá um lífslíkur í framtíðinni Spurð hvað hún telji líklegt að margir Íslendingar sem fæddir eru 1999 eða fyrr nái að lifa þrjár aldir, þ.e. alla vegna fram til ársins 2100, segir Ólöf afar erfitt að spá fyrir um það, enda þurfi í slíkum spám að taka tillit til margra ólíkra þátta og ráðist niðurstaðan alfarið af þeim forsendum sem menn gefa sér. En ef allar for- sendur haldist óbreyttar þá megi gera ráð fyrir að hlutfall fólks eldra en 100 ára næstu aldamót verði það sama og við þau síðustu. Ólöf tekur þó fram að í raun höfum við enga tryggingu fyrir því að lífs- líkur muni ýmist standa í stað eða aukast, allt eins sé í stöðunni að lífslíkur fari versnandi þegar t.d. afleiðingar þess óholla lífernis sem margt nútímafólk hafi tileinkað sér, fara að koma í ljós. Má í því samhengi nefna offituvandamál nútímans sem leitt geti af sér ýmsa hjartasjúkdóma og reyking- ar, sem séu t.d. ein aðalástæða þess að Norðurlöndin hafa al- mennt verið að dragast aftur úr í samanburðinum á lífaldri þjóða. Fréttaskýring | Langlífi Íslendinga Er hámarks- lífslíkum náð? Eftirlifendatala áttræðra karla 7,9 ár og kvenna 9,2 ár á árunum 2000–2001                           Höfum enga tryggingu fyrir auknum lífslíkum  Aldamótin 2000 náðu hátt á annan tug Íslendinga þeim merka áfanga að hafa lifað þrjár aldir. Þó ómögulegt sé að full- yrða að það sé í fyrsta skipti í sögu landsins sem það gerist, þá eru líkurnar samt yfirgnæfandi þar sem meðalævilengd Íslend- inga var mun styttri á öldum áð- ur. Alla síðustu öld hafa lífslíkur landans farið ört batnandi og ár- ið 2002 gátu íslenskir karlar vænst þess að ná rúmlega 78 ára meðalævilengd og konur rúm- lega 82 árum. silja@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson setti fram fjórar hugmyndir um áherslumál jafnaðar- manna og verkalýðshreyf- ingar á Norðurlöndum á fundi í Noregi sl. þriðjudag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Sam- fylkingunni. Ræddi Össur m.a. um mikilvægi þess að byggðar verði brýr milli lof- orða til fátæku landanna og veruleikans. Fundurinn var haldinn á Sör- marka, sunnan Óslóar. Í ræðu á fundinum um sýn jafnaðarmanna á norrænt samstarf sagði Össur, að brýnast væri að Norðurlöndin stæðu saman um að finna leiðir til þess að koma þúsaldarmarkmiðum Samein- uðu þjóðanna í framkvæmd. Með sama áframhaldi tæki ekki tíu ár að uppfylla markmiðin um skólagöngu fyrir öll börn, engin ótímabær dauðsföll og helmingun fátæktar í heim- inum heldur 100 til 150 ár. Össur sagði nauðsynlegt að byggja brýr milli loforða og veruleika og jafnaðar- menn á Norðurlöndum þyrftu að vera mjög virkir í þeirri brúargerð. Hann lagði fram fjórar hugmyndir að sameiginlegum áherslumál- um jafnaðarmanna í þessu skyni: 1. Mynduð verði ein norræn þró- unarsamvinnusamtök, þar sem þró- unarsamvinnustofnanir norrænu ríkjanna starfi saman að þróunar- málum, annaðhvort sem ein stofnun eða með því að hvert norrænu ríkjanna taki sérstaka ábyrgð á þró- unarstarfi í tilteknum löndum og stjórni þar öllu norrænu þróunar- og hjálparstarfi. 2. Norrænum háskólum verði gert kleift að koma á fót norrænum Afr- íkuháskóla sem miðli reynslu og þekkingu af norræna samfélagsmód- elinu til kennara og háskóla í Afríku. 3. Efnt verði til samstarfsverkefn- is við norrænu kennarasamtökin um að þróa nýjar aðferðir sem geta nýst til þess að ná markmiðinu um að öll börn í heiminum njóti skólagöngu. 4. Efnt verði til víðtækrar sam- vinnu Norðurlanda í endurskoðun á öllum samgöngu- og flutningskerf- um til að spara orku og gera nýja orkugjafa að raunhæfum valkosti. Auk Össurar sóttu Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Karl Th. Birgisson, Grétar Þorsteinsson og Gylfi Arn- björnsson frá ASÍ fundinn. Nýkjörin forseti Norðurlanda- ráðs, Rannveig Guðmundsdóttir, sat einnig fundinn fyrir hönd Norður- landaráðs. Norðurlöndin standi saman að þúsaldarmarkmiðum Össur Skarphéðinsson ÞRÁTT fyrir hækkanir á gjaldskrá Orkubús Vestfjarða sem kynntar voru í fyrradag er OV ennþá með lægsta verðið sem orkukaupendum býðst í þéttbýli og dreifbýli á öllu landinu, að sögn Kristjáns Haralds- sonar, orkubússtjóra Orkubús Vest- fjarða. Í Morgunblaðinu í gær kom m.a. fram að orkureikningur meðal- stórs heimilis í Súðavík hækkar um 70 þúsund krónur á ári eftir breyt- ingar og nemur hækkunin 45%. „Rafhitunarverðið var mjög lágt hjá okkur og nokkru lægra en hjá RARIK og almennir taxtar um 20% lægri. Að meðaltali var gjaldskrá Orkubúsins á bilinu 12–15% undir RARIK fyrir breytingar,“ segir Kristján, og bendir á að lágur við- miðunargrunnur valdi því að pró- sentuhækkunin er jafn há og raun ber vitni. Tekjur aukast um 4–5% Ástæða hækkana eru ný raforku- lög sem tóku gildi um áramót og kveða á um skil milli dreifingar raf- orku, orkuvinnslu og sölu, eins og fram hefur komið. Samkvæmt lög- unum verður hver og einn viðskipta- vinur að greiða fyrir orkuna í sam- ræmi við kostnað og hætt verður að niðurgreiða orkukostnað í dreifbýli. Að sögn Kristjáns nýtir Orkubúið ekki heimildir sínar að fullu sam- kvæmt tekjuramma Orkustofnunar fyrir gjaldskrá á dreifingu og flutn- ingi raforku, eða um 75% af tekju- rammanum í þéttbýli og 80% í dreif- býli. Áætlað er að tekjur Orkubúsins aukist um 4–5% með gjaldskrár- breytingunum. Kristján bendir á að samhliða hækkununum fái ákveðnir viðskipta- mannahópar verulegar lækkanir á gjaldskrá, þ.e. þeir sem einvörðungu kaupa almenna taxta og í miklum mæli. Hækkanirnar séu hins vegar mestar hjá þeim sem fái niðurgreitt rafmagn í dreifbýli. Í ályktun stjórnar Orkubús Vest- fjarða lýsir stjórnin áhyggjum af þeirri staðreynd að ný orkulög hafi í för með sér verulega hækkun á orku- reikningi í dreifbýli, einkum hjá þeim sem hita upp með rafmagni. „Stjórn Orkubús Vestfjarða hvetur stjórnvöld til að leita allra leiða til að draga úr áhrifum þessara hækkana,“ segir í ályktun stjórnar. Stjórn Orkubús Vestfjarða með áskorun til stjórnvalda Áfram með lægsta raforkuverðið í landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.