Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Að mati Guðmundar Páls Ólafssonar,náttúrufræðings og rithöfundar, lýsirhið nýja Íslandskort undarlegu lands- lagi og skuggalegum áformum. Stjórnvöld hefðu átt að gefa út slíkt kort fyrir löngu og þau hafi brugðist í að upplýsa almenning um umhverfisáhrif stóriðju og stóriðjuáforma. „Auk þess brá ríkisstjórnin fæti fyrir slíka upplýsingagjöf með því að losa sig við Nátt- úruverndarráð sem átti að upplýsa þjóðina og gefa ríkisstjórninni góð ráð. En þeir vildu ekki ráðin og vildu ekki heldur að þarna væri komið millistig milli ríkisstjórnar og almennings, sem væri samt sem áður opinber aðili, sem segði hvað væri á seyði,“ segir Guðmundur Páll og bætir því við að Náttúruverndarráð hafi þótt hættulegt fyrir að hafa gert sér far um að upp- lýsa almenning. „Ég vil að við búum í upplýstu samfélagi, tökum upplýstar ákvarðanir og vitum hvað við erum að gera. Allar ákvarðanir um virkjanir, t.d. Kárahnjúkavirkjun og líka allt í kringum Þjórsárver, þetta er allt gert með þvingunum. Allt sem heitir umræða er barið niður og upp- lýsingar eru mjög takmarkaðar.“ Stíflur í jökulám hafa áhrif á lífríki sjávar Guðmundur Páll segir að skaðinn, miðað við þetta kort þar sem allar helstu jökulsár lands- ins eru virkjaðar, sé geigvænlegur og leggur þar áherslu á lífríkið sem heild þar sem breyt- ingar á náttúrunni hafa áhrif um allt vistkerfið. „Vatnsföllin eru þeir öndvegissmiðir sem smíða vistkerfi landsins og líka auðæfin í sjó.“ Við þurfum sem sagt á þeim að halda í óbreyttri mynd? „Já, þau eru virkjuð. Það er misskilningur- inn hjá mörgum verkfræðingum og virkjana- sinnum, að halda að ekkert gerist við að stífla á. En þú ert að taka næringarefni, þú ert gjör- breyta landslagi og það verður aldrei samt. Náttúran er í raun eins og líkami þar sem allt hangir saman. Við verðum að líta á þetta í víðu samhengi. Er æskilegt að stífla æðakerfi í líf- veru? Með stíflunum er verið að breyta veru- lega þessu mikla og merkilega flæði sem kem- ur frá jökulám og hefur áhrif á lagskiptingu sjávar, og þar gerjast þessi undur sem gera sjóinn í kringum landið svona gjöfulan.“ Þannig, segir Guðmundur, geta skaðleg um- hverfisáhrif vegna jökulsárvirkjana einnig náð til sjávar og bætir því við að þessi vitneskja sé alls ekki nógu vel ígrunduð. Ekki sé vitað nógu mikið um hver áhrifin verði nákvæmlega og finnst honum því að í þessum efnum séum við bara að „vaða um og gera eitthvað.“ Stóriðja sem svolítið sjúkt fyllirí Í erindi sem Guðmundur Páll flutti þegar kortið var kynnt á föstudag sagði hann að þar mætti lesa að leynt og ljóst væri „stefnt að gjörnýtingu náttúruauðæfa í eitt skipti fyrir öll“ og talaði hann um einnota náttúru í því sambandi. En hefur hann trú á því að barátta fyrir verndun náttúrunnar skili þeim árangri sem vonast er til? „Já, við getum það, við höf- um allt til þess. Ég vona að þingmenn og stjórnmálahreyfingar í landinu fari að líta á stóriðjuna sem svolítið sjúkt fyllirí, og að við eigum verðmæti sem eru miklu meira virði heldur en þessi hamagangur. Því við erum að eyðileggja fyrir okkur sprotafyrirtæki og þekkingariðnað og við erum að eyðileggja landið okkar líka. Og hvað er þá eftir?“ Einnota náttúra Guðmundur Páll Ólafsson Guðmundur Páll Ólafsson | Vatnsföllin eru þeir öndvegissmiðir sem smíða vistkerfi landsins og líka auðæfin í sjó Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir | Það virðist því markvisst verið að velja úr og matreiða upplýsingar ofan í almenning til að hafa áhrif á skoðanir hans. Ásgeir Jónsson | Stóriðjan er því ekki nauðsyn heldur val fyrir okkur, vegna þess að hagvöxturinn heldur áfram þó hennar nyti ekki við. Morgunblaðið/Rax Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir líffræð-ingur segir fulla ástæðu til að veltafyrir sér hvernig ákvarðanir eru tekn- ar í virkjanamálum á Íslandi, og ekki síður hversu vel almenningur er upplýstur um for- sendur þeirra. Ragnhildur hefur sjálf unnið sérfræðivinnu við mat á umhverfisáhrifum og kveðst hafa orðið þess vör að kollegar sínir séu margir orðnir langþreyttir á vinnubrögðum framkvæmdaraðila við umhverfismat. „Samkvæmt lögum standa framkvæmdar- aðilarnir sjálfir að mati á umhverfisáhrifum. Sérfræðingar vinna skýrslur hver á sínu sviði til grundvallar matsskýrslunni sjálfri, en hún er yfirleitt samin af verkfræði- og ráðgjaf- arstofum. En það hafa verið brögð að því að í matsskýrslunum séu vísindalegar niðurstöður slitnar úr samhengi og notaðar á annan hátt en til var ætlast. Áherslupunktar geta t.d. verið aðrir en ástæða væri til eða niðurstöðum rann- sókna hagrætt til að hugnast framkvæmdar- aðila. Þá hefur verið reynt að skáka óhag- stæðum niðurstöðum, sem gjarnan liggja margra ára rannsóknir að baki, með því að tefla fram mótrökum sem ekki eru jafngild. Það virðist því markvisst verið að velja úr og matreiða upplýsingar ofan í almenning til að hafa áhrif á skoðanir hans.“ Ragnhildur nefnir sem dæmi umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu fyrir fáeinum árum, en vísindamenn sem unnu sérfræðikafla vegna matsins deildu hart á Landsvirkjun fyrir að hafa hallað réttu máli í sjálfri matsskýrslunni og fegrað niðurstöðurnar. „Óþægilegar upp- lýsingar sem gátu haft áhrif á fjölmiðlaum- fjöllun og afstöðu almennings voru síaðar út, og þetta er ekkert einsdæmi. Framkvæmdar- aðilinn bar við að hann réði hvað færi í skýrsl- una. Hann hefði jú borgað fyrir matið. Hver er tilgangurinn með mati, ef skýrslan á að vera áróðursplagg en ekki faglegur grundvöllur til að ákveða hvort framkvæmd sé réttlætanleg? Ef framkvæmdaraðili hefur rétt á að velja úr þær upplýsingar sem honum hentar, er þá rétt að eyða almannafé í þessar skýrslur, því það er jú um að ræða stofnun í eigu ríkisins? Og hvað með lögvarið aðgengi almennings að upplýs- ingum? Landsvirkjun eyðir miklu fé til kynn- ingar sinna sjónarmiða, en engu er varið af al- mannafé til að kynna önnur sjónarmið.“ Ragnhildur segir að umhverfismat sé jafnan unnið þegar búið sé að ákveða að ráðast í fram- kvæmdir og jafnvel selja orkuna, og það rýri gildi þess enn frekar. „Matsskýrslur virðast ekki notaðar sem gagn til að taka ákvarðanir hér. Maður fær svolítið á tilfinninguna að það sé einungis verið að gera þetta til að uppfylla EES-samninginn í fyrsta lagi, og í öðru lagi til að réttlæta ákvörðunina og friða almenning.“ Hversu mikil inngrip réttlætanleg? Ragnhildur segir þörf á að bæta bæði lögin um mat á umhverfisáhrifum og starfshætti við matsgerðina. „Við verðum að líta á landið sem eina heild og alla þjóðina sem hagsmunaaðila fyrir hverja framkvæmd. Við verðum að skil- greina einhver takmörk, hvað séu of mikil inn- grip í náttúruna og hvað sé réttlætanlegt. Eng- in sátt næst nema slík viðmið séu skilgreind. Tilgangurinn með Íslandskortinu er einmitt sá að við áttum okkur á hversu mikið við erum tilbúin að skerða heildarmyndina. Hverju er sátt um að halda og hverju er sátt um að fórna. Ella myndast alltaf djúpstæðari gjá.“ Dæmi um að niðurstöðum sé hagrætt Ragnhildur Sigurðardóttir Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Há-skóla Íslands, segir að þjóðhagslegáhrif stóriðju séu iðulega ofmetin. Það sé ekki nauðsyn fyrir Íslendinga að hér séu reist álver, heldur val. Ásgeir segir að misskilnings gæti oft í um- ræðu um þjóðhagslegan ábata af stóriðjufram- kvæmdum. „Þjóðhagslegur ábati felst fyrst og fremst í aukinni framleiðni, að hver vinnustund skili meiru. Hann felst hins vegar ekki í fjölgun starfa eða aukningu útflutningstekna. Munur- inn á ríkum og fátækum þjóðum liggur til að mynda ekki í fjölda starfa heldur því hvað hvert starf gefur af sér. Oft er vísað til þess að Fjarðarál fyrir austan muni skapa um 400 störf, auk hliðaráhrifa. En þessi hliðaráhrif eru ekki þjóðhagslegur ábati. Starfsmaður sem flytur austur frá Reykjavík fer náttúrulega úr öðru starfi, hér er ekki um að ræða að atvinnu- laust fólk bíði eftir að vera kallað til vinnu. Þjóðhagslegi ábatinn fellur fyrst og fremst til af því að þeir sem komi til starfa í álverinu fái hærri laun en þeir geti fengið í öðrum atvinnu- Ekki nauðsyn heldur val Ásgeir Jónsson greinum. Sá ábati er vissulega til staðar en fremur lítilvægur sökum þess hve störfin eru fá miðað við umfang fjárfestingarinnar.“ Ásgeir bendir á að Ísland sé ekki í sömu stöðu og mörg þróunarlönd sem þurfa að reiða sig á eina eða tvær framleiðslugreinar til að leiða hagkerfið áfram. „Allir sem hafa fylgst með íslensku atvinnulífi gera sér grein fyrir að fyrirtæki eru að gera merkilega hluti og gífur- legur kraftur er til staðar. Við þurfum ekki að byggja álver til að tryggja hagvöxt eða standa straum af velferðarkerfinu, eins og viðkvæðið er oft. Það geta íslenskir atvinnurekendur gert af eigin afli sem berlega hefur komið í ljós í vel- heppnaðri útrás íslenskra fyrirtækja.“ Ábatinn ætti að liggja í orkusölunni Ásgeir segir að þjóðhagslegur ábati af stór- iðju ætti fyrst og fremst að liggja í orkusölunni. „Tiltölulega lítið af innlendum framleiðsluþátt- um kemur við sögu í álbræðslu, fyrir utan raf- orku. Með raforkusölu er verið að nýta auð- lindir landsins og hún ætti að skila okkur einhverjum ábata, sem kæmi þá til dæmis fram í hagnaði hjá orkusölufyrirtækjum. En fram til þessa hafa landsmenn aftur á móti valið þá leið að selja raforkuna því sem næst á kostnaðar- verði og eru því í rauninni að gefa rentuna af fallvötnunum. Lágt raforkuverð hefur verið notað til að laða erlendu fyrirtækin hingað. Ef það er vilji þjóðarinnar er alveg mögulegt að reyna að græða á fallvötnunum, en það væri þá fyrst og fremst með því að fá hátt verð fyrir raforkuna og taka þannig inn hagnað og þjóð- hagslegan ábata, því álverin sjálf eru ekki að skila miklu fyrir hagkerfið í heild sinni. Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar óx hagkerfið um 40% frá 1993 til 2003. Þegar þær eru greindar niður kemur í ljós að nýtt álver Norðuráls lagði einungis til 0,7% af þeim vexti,“ segir Ásgeir. Áfram hagvöxtur án stóriðju „Efnahagslífið hefur þróast í nýjar áttir á síðastu tíu árum og nú má greina marga nýja vaxtarsprota. Vaxtahækkanir Seðlabankans og gengishækkun krónunnar halda öðrum at- vinnugreinum í skefjum, til að skapa rými fyrir álverin. Þannig bera aðrar atvinnugreinar beinan kostnað af hraðri uppbyggingu stóriðju nú um stundir. Stóriðjan er því ekki nauðsyn heldur val fyrir okkur, vegna þess að hagvöxt- urinn heldur áfram þó hennar nyti ekki við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.