Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 23
fljótlega að því að hún bjó við af- skaplega einkennilegar fjölskyldu- aðstæður. Bent hefur verið á að Freud hafi ekki sýnt vandamálum hennar nægilegan skilning. Víst er að meðferðin var allmjög gölluð og eru sumir þeirrar skoðunar að aldr- ei hafi átt að gefa Dórusögu út, t.d. er haft eftir bandaríska fræðimann- inum Peter Gay að ekki sé merki- legt að Freud hafi beðið í 5 ár með að gefa sjúkrasöguna út heldur að hann hafi yfirhöfuð gefið hana út. Annars er ágætt að nota Dórusögu í kennslu sem dæmi um hvernig ekki eigi að gera hlutina. Aldrei má þó gleyma því að þessi sjúkrasaga er orðin mjög gömul eða frá því um 1900. Við eigum auðvelt með að vera gagnrýnin með tilliti til allrar þeirrar þekkingar sem aflað hefur verið frá því meðferðin fór fram fyr- ir rúmri öld.“ Grunnviðhorf sótt til Freuds Sigurjón er fljótur að svara því neitandi hvort Freud hafi hlotið verðugan sess meðal þjóðanna. „Ég er t.d. alls ekki ánægður með sess hans í sálfræðikennslu í Háskóla Ís- lands. Annars er sannleikurinn sá að Freud hefur alltaf átt erfitt upp- dráttar innan akademískrar sálar- fræði. Hluti af skýringunni felst í þeirri staðreynd að sálarfræðin þró- aðist út frá eðlis- og lífeðlisfræði eftir að hún sagði skilið við heim- spekina um miðja 19. öldina. Þar sem megináhersla er lögð á mæl- ingar og tilraunir eiga kenningar Freuds illa heima, t.d. er nánast ómögulegt að sanna með vísinda- legum hætti að manninum sé hollt að skoða inn í sig. Það er ekki þar með sagt að það skipti ekki máli. Sálarfræðin hefur bara haft þessa tilhneigingu til að sleppa öllu sem passar ekki við raunvísindin.“ Ertu Freudisti? „Ég ber ekki sömu virðingu fyrir nokkrum öðrum vísindamanni og Sigmund Freud og finnst mikilsvert að hafa fengið jafngott tækifæri til að vinna með kenningar hans og raun ber vitni með þýðingunum. Freud er vissulega stórmerkur vís- indamaður og mikill persónuleiki. Að því leyti er ég Freudisti,“ segir Sigurjón. „Hitt er jafnvíst að ým- islegt annað en kenningar Freuds hefur haft áhrif á mig í gegnum tíð- ina. Ég varð fyrir töluverðum áhrif- um frá Piaget þegar ég var læri- sveinn hans í París á sínum tíma. Með sama hætti hafa kenningar ex- istensíalista eins og Jeans-Pauls Sartre höfðað til mín. Ekki má held- ur gleyma því að reynslan hefur verið mér góður kennari. Engu að síður hafa grunnviðhorf- in í starfi mínu verið kenningar og lækningaviðhorf Freuds.“ ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 23 ÚTSALA 50% afláttur af öllum vörum v/Laugalæk • sími 553 3755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.