Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 27
eitt aðildarríki um yfirtöku á fram- kvæmdaþáttum, í stað þess að geta samið beint við höfuðstöðvar NATO. Þegar um er að ræða að vera fullgildur þátttakandi í frið- argæslu á vegum NATO á átaka- svæðum veldur þessi mismunur vissum vandræðum fyrir Ísland, annað tveggja landa sem engan hefur herinn. Hitt landið er Costa Rica. Ég get hins vegar bætt við að Þjóðverjar, sem ekki vilja senda herlið til friðargæslustarfa hafa tekið upp þann hátt að senda flokk tæknimanna til starfa í friðar- gæsluliði Sameinuðu þjóðanna. Þá er farið stjórnunarlega með þenn- an flokk eins og um sjálfstæða her- deild væri að ræða. Þessir tækni- menn eru óvopnaðir og ekki í hernum. Þeir leggja á þennan hátt fram t.d. tæknimenn og hjúkrunar- fólk. Í Sierra Leone vorum við með flokk vélstjóra, sem unnu frábært starf við rekstur á rafstöðvum, og nú eru þeir að senda tilsvarandi flokk til friðargæsluliðsins í Líb- eríu. Þetta hefðu Íslendingar getað gert. Þá borgum við fyrir starfs- menn og tæki eftir sömu reglum og fyrir heri.“ Steinar samsinnir því að Sam- einuðu þjóða friðargæslan gæti tekið inn íslenskt tæknilið á sama hátt, enda hefðu fjölmargir ein- staklingar, bílstjórar og fjarskipta- menn, starfað hjá friðargæslusveit- um Sameinuðu þjóðanna gegn um árin og getið sér gott orð. Við víkjum stuttlega að verk- efnum í friðargæslu og Steinar Berg segir að í upphafi hafi frið- argæsla SÞ beinst að því að setja niður átök milli sjálfstæðra ríkja. Slíkt sé nú nánast úr sögunni. „Nú er hún mest að fást við átök innan ríkja þar sem samfélagsuppbygg- ingin hefur hrunið. Og þar sem ribbaldaflokkar eru að berjast inn- byrðis í sama landi. Til að friður geti haldist þar þarf að byggja allt upp, löggæslu, dómstóla, menntun og yfirleitt alla þjónustu í landinu. Má vísa til hins fornkveðna, að með lögum skal land byggja. Þetta er gert með fjármunum sem koma að utan. Erfiðasta verkefnið er að koma af stað atvinnurekstri, sem getur skilað tekjum inn í landið svo íbúarnir geti sjálfir farið að standa undir þeim væntingum sem fólk gerir sér. Engin þjóð sem ekki nær fjárhagslegu sjálfstæði getur talist sjálfstæð. Ef við tökum Líb- eríu eða þjóðfélag sem er heldur lengra komið, Sierra Leone, þá reynum við að fá fjármuni frá að- ildarríkjunum til að leggja fram og koma atvinnuvegunum á kjöl.“ Skortir lið til sérhæfðrar þjónustu Við víkjum að auknum vænting- um til friðargæslu, sem erfitt sé að standa undir og Steinar úrskýrir: „Umhverfið hefur breyst. Nú fást ekki herdeildir frá þróuðu ríkjun- um. Stærstu friðargæslusveitirnar eru frá löndum eins og Pakistan, Bangladesh, ýmsum Afríkuríkjum, Úkraínu, Indlandi og fleiri þjóðum sem munar ekki um að taka af sín- um fjölmennu herjum til að þjóna við friðargæslu. Kannski verða það í framtíðinni Kínverjar með sinn stóra her, sem helst verða aflögu- færir?“ bætir hann við. „En þetta veldur því að að Sameinuðu þjóð- irnar verða að leggja fram meiri stuðning en áður var þegar t.d. Finnar eða Austurríkismenn komu með allt sem við á að eta, ef svo má að orði komast. Af þessum ástæðum höfum við nú þörf fyrir stærra og betur þróað tæknilið til að annast sérhæfða þjónustu við friðargæslu SÞ.“ Og þegar spurt er hvernig gangi að steypa saman í eitt friðargæslu- verkefni svo ólíkum þjóðum, segir Steinar að það gangi yfirleitt vel. Þó þeir geti ekki komið sér saman heima hjá sér þá hafi t.d. starfað lið frá Pakistan og Indlandi á ýms- um stöðum í einstaklega góðri samvinnu við að stilla til friðar. Í fyrrnefndum fyrirlestri hafði Steinar m.a. bent á að í sáttmála SÞ sé í upprunalegri skilgreiningu á markmiðum með friðargæslu kveðið svo á í einum kaflanum að öll aðildarríkin séu skuldbundin til þess að leggja til herlið, aðstoð og búnað sem þörf er á til varðveislu friðar og öryggis. Sagði nauðsyn- legt að hafa í huga þennan laga- ramma þegar litið væri á fram- kvæmd og þróun friðargæslu á vegum SÞ, sérstaklega með tilliti til yfirstandandi umræðu um þátt- töku Íslendinga. Og nú spyrjum við hvort það tákni að við Íslend- ingar séum skuldbundin til fram- lags til friðargæslu Sameinuðu þjóðanna þótt við höfum ekki og leggjum ekki til hermenn. „Þarna segir að hver skuli leggja fram eftir sinni getu, eftir efnum og ástæðum,“ svarar Steinar. „Enginn á að vera stikkfrí. Þetta eigi ekki bara við um þá sem veifa byssum. Þó Ísland sé herlaus þjóð, sem hann sé stoltur af samtímis                                                                      Á skrifstofu sinni í Sómalíu situr framkvæmdastjórinn í skotvesti og með hjálm. Íslenski fáninn prýðir nafnskiltið fremst á skrifborðinu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 27 Canada's fastest growing franchise is now expanding into Iceland. See us at www.fibrenew.com E N N E M M / S IA / N M 14 93 5 Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri Sími: 461 1099 Bókaðu núna og tryggðu þér flugfargjöld á ótrúlegum kjörum París Frá 24.390 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netbókun. München Frá 24.660 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netbókun. Düsseldorf Frá 24.430 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netbókun. * Flugfar aðra leið (Kef.-Orly / Kef.-Düs.) með sköttum. Netbókun. Lægsta verðið til Frakklands Þýskalandsog Nú bók ar þú b eint á netin u á www.t errano va.is NÝTT Frakkland Terra Nova er sönn ánægja að bjóða beint flug til Parísar, tvisvar í viku, með franska flugfélaginu Corsair. Við bjóðum uppá hótelgistingu í París og fleiri borgum Frakklands á góðum kjörum. Þýskaland Terra Nova býður enn á ný flug með þýska flugfélaginu LTU til München og Düsseldorf. Þúsundir Íslendinga hafa notið þess síðustu árin að fljúga í beinu flugi með LTU til Þýskalands. Flogið er tvisvar í viku svo kostur er á stuttum helgarferð- um og lengri skemmtiferðum. Düsseldorf Frá12.070 kr. Flug og bíll Frá 28.493 kr. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, til Düsseldorf með sköttum og bókunargjaldi. Bíll í viku. * Takmarkað sætaframboð á ódýrustu fargjöldunum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.