Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 29 legs kaffitíma. Steinar bara kímdi þegar þetta var borið undir hann, þekkti þetta nú ekki alveg í þessari mynd. Sagan hefur sjálfsagt magn- ast í meðförunum. Sjálf þekki ég raunar ekki þessa hlið á hinum notalega og hjálpsama Steinari. Önnur smáatvik á sama stað vöktu ekki síður athygli mína. Í bílferð gegn um miðborg Elisabethville varð ekki komist áfram fyrir þéttri mannmergðinni og bílstjórinn flautaði harkalega. Úr aftursætinu heyrðist í Steinari: „Svona gerir maður ekki í bíl frá Sameinuðu þjóðunum! Við erum gestir í þessu landi!“ Bílstjórinn frá Evrópulandi hefur eflaust mun- að þessa áminningu og látið hana ganga til annarra á staðnum. Í framhaldi var bætt við að Steinar hefði sett reglu um að bílstjóri, sem staðinn væri að því að aka of hratt eða undir áhrifum yrði um- svifalaust sviptur skírteini til akst- urs bíla Sameinuðu þjóðanna. Og það gekk yfir háa sem lága. Sjálfsagt þarf að halda fast um taumana við framkvæmdastjórn á friðargæslu með tugþúsunda manna herliði frá mörgum þjóðum, eins og var þegar Steinar tók við í Sierra Leone. Síðan hann kom heim hafa þau hjónin verið að grínast með það að hann sé að koma frá því að stjórna 17 þúsund manna herliði og hafi svo engan til að stjórna nema Mar- íu. Líbería viðkvæmur staður Líbería, sem verður næsti starfsvettvangur Steinars B. Björnssonar, er næsta land fyrir suðaustan Sierra Leone í Vestur- Afríku og að koma úr svipuðu langtíma stríðsástandi, sem hefur brotið niður alla innviði og skilið mannlíf eftir í rúst. Í grein í Mbl. fyrir hálfu öðru ári um Sierra Leone segir að enn steðji að hætt- ur. Að austan streymi þar inn 65 þúsund flóttamenn frá Líberíu í versnandi ástandi þar. Og því fengum við að kynnast í sjónvarps- fréttum skömmu seinna með myndum af blóðbaði í Monrovíu, þar sem ribbaldar hjuggu mann og annan. Eftir undirritun friðarsamning- anna 2003 sendu Sameinuðu þjóð- irnar þangað 17 þúsund manna friðargæslulið og 12 hundruð lög- reglumenn, auk 2.000 starfsmanna sinna, til að halda uppi lögum og reglu og taka þátt í almennri upp- byggingu samfélagsins í samvinnu við bráðabirgðastjórn. Stendur fyr- ir dyrum að koma á löglegum kosningum. Þetta er nú stærsta friðargæsluverkefnið sem SÞ reka. Við þessar aðstæður lagði fram- kvæmdastjóri SÞ Kofi Annan að Steinari Berg Björnssyni, sem var kominn heim til sín að gróðursetja tré, að hann yrði sérstakur aðstoð- arfulltrúi hans í Líberíu og yrði þannig m.a. staðgengill yfirmanns friðargæsluliðsins þar. Þegar Steinar er spurður hvern- ig mál standi og hvað taki við segir hann: „Friðarsamningar hafa verið gerðir. Þessari friðargæslusveit í Líberíu hefur tekist að að stöðva bardaga og afvopna u.þ.b. 100 þús- und ribbalda og aðstoðað við að koma þeim til fyrri heimkynna. Verkefnið framundan er að und- irbúa kosningar í landinu og sjá um framkvæmd þeirra í október næstkomandi. Einnig uppbyggingu varðandi innviði þjóðfélagsins. Ástandið er mjög ótryggt og nauð- synlegt að laða sem flest öfl þjóð- félagsins til samstarfs. Jafnframt því að halda nánu samstarfi við friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna í Sierra Leone og á Fíla- beinsströndinni. Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á framvindunni í Líberíu vegna sögulegra staðreynda. Þang- að sendu þeir frelsaða þræla, upp- runna frá Vestur-Afríku á 19. öld- inni. Afkomendur þeirra stuðluðu að stofnun ríkisins Líberíu. Það er því sérstaklega þýðingarmikið þessa dagana að Sameinuðu þjóð- irnar bregðist ekki væntingum Bandaríkjamanna. Með sérstöku tilliti til umkvartana Bandaríkj- anna yfir Sameinuðu þjóðunum er nauðsynlegt að þetta verkefni gangi snurðulaust. Með tilliti til ofangreindra atriða hefur Kofi Annan væntanlega talið að reynsla mín gæti komið að góð- um notum í þessu verkefni okkar,“ sagði Steinar að lokum. Hundrað kílóa heimili Þegar rætt var við Steinar var hann að koma frá höfuðstöðvunum í New York með tveggja daga við- dvöl á Íslandi áður en hann flygi rakleiðis gegn um Amsterdam til Ghana, þangað sem flugvél yrði send eftir honum frá Líberíu. María, sem hafði verið með honum í NY, var önnum kafin við að setja niður í töskuna hans og taka til leyfða fraktsendingu upp á 100 kg. Var að setja niður í þann kassa það sem nauðsynlegt er til að búa til heimili, eins og hún orðar það, potta og pönnu, samlokujárn, kaffi- könnu, kerti, bækur og geisladiska auk spilara, svo eitthvað sé nefnt. Steinar hafði skilið allt slíkt eftir í Sierra Leone og enn einu sinni var hún æfðum höndum að búa til 100 kg. heimili. Í ferðatöskunni mátti sjá dúnsæng og sængurfatnað, sem virðist svolítið kúnstugt til nota við miðbaug. En þótt ekki liggi fyrir hvort rafmagn sé til góðrar kæl- ingar á nóttunni, getur góður kuldi haldið úti moskítóflugunum með sína malaríu. Þetta gefur kannski ofurlitla sýn á líf friðargæslufólks hjá Samein- uðu þjóðunum. Launasjóður fræðiritahöfunda Auglýsing um starfslaun Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2005. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Rétt til að sækja um úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Þeir, sem hljóta starfslaun úr sjóðnum, skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning Félags háskólakennara. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Rannís á Laugavegi 13, sími 515 5800, eða á heimasíðu Rannís www.rannis.is . Umsóknir sendist til: Launasjóður fræðiritahöfunda, Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.