Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Til leigu við Suðurhraun í Garðabæ Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Um er að ræða vöruhús, lager, samtals 1.880 fm. Húsnæðið er einn stór salur. Lofthæð er 8-9 metrar. Mögulegar góðar innkeyrsludyr. Gott athafnasvæði. Gott stæði fyrir gáma og gámalosun. Mjög góðir nýtingarmöguleikar. Húsnæðið hentar t.d. mjög vel undir rekstur fyrir heildsölu, lager og innflutningsfyrirtæki. Afhending í mars næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Hagstæð leiga Vorum að fá í einkasölu í glæsi- legu nýju húsi 6 íbúðir. Um er að ræða tvær 2ja herb. íbúðir á jarðhæð m. sérverönd og fjórar 3ja herb. íbúðir á miðhæð og efstu hæðinni. Glæsilegt útsýni. Stórar suðursvalir. Mjög gott skipulag. Íbúðirnar afhendast fullfrágengnar án gólfefna með vönd- uðum innréttingum. Húsið, lóð og bílastæði afhendist fullfrágengið. Verð 2ja herb. 12,9 millj. Verð 3ja herbergja 18,3-18,5 millj. Upplýs- ingar á skrifstofu eða á www.nybyggingar.is 3366 DIGRANESVEGUR nýjar og glæsilegar útsýnisíbúðir Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Snyrtileg og björt u.þ.b. 84 fm íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi. Hús og sameign í góðu ástandi. Nýtt þak. Park- et og suðursvalir. Gott eldhús með endurnýjaðri innréttingu og borðkrók. Verð 13,9 millj. Grýtubakki - 3ja herberja Upplýsingar hjá ERON í síma 515 7440 - eron@eron.is Stefán Hrafn Stefánsson hdl., lögg. fasts. Glæsileg og björt u.þ.b. 93 fm íbúð á 2. hæð ásamt 8 fm geymslu í kjallara (birt stærð 101 fm) í fallegu og nýlegu lyftuhúsi. Parket og vandaðar innréttingar. Sérþvottahús innaf eldhúsi. Stórar suðursvalir. Frábært útsýni. Húsið er klætt að utan og í mjög góðu ástandi. Verð 18,8 millj. Skrifstofupláss óskast Óska eftir u.þ.b. 100-150 fm vönduðu skrifstofuhúsnæði til kaups eða leigu. Staðsetning verður að vera góð, helst miðsvæðis í Rvík. Aðeins vandað hús- næði kemur til greina í skrifstofubyggingu með góðri aðkomu, bílastæðum og sameign. Nánari upplýsingar gefur undirritaður, Barðastaðir - 3ja herberja STEKKJARHVAMMUR - RAÐHÚS Nýkomið í einkasölu fallegt 184,5 fermetra endaraðhús á tveimur hæðum ásamt 21,3 fermetra innbyggðum bílskúr, samtals um 205,7 fermetrar, vel staðsett í Hvammahverfi í Hafnarfirði. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, þvottahús, stofu, borðstofu, gestasnyrtingu og bílskúr. Á efri hæð eru 3 góð barnaherbergi, hjónaherbergi með fataherbergi inn af, baðherbergi og vinnuherbergi. Eignin hefur öll verið endurnýjuð að innan á mjög smekkleg- an hátt. Glæsilegar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Verð 33 millj. 107596 Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 EINHVER hefur einhvern tíma sagt að stjórnmálavafstur leiði til ólíklegustu rekkjunauta. Eftir hverjar þingkosn- ingar verður til huggulegt kaffi- samfélag við Aust- urvöll. Oftar en ekki mætir þar sama fólk og kvaddi þingsali fyrir kosningarnar, en ekki alltaf. Þá er stundum eins og grípi um sig leiði, söknuður, svona eins og þegar ein ærin skilar sér ekki af fjalli. En sem betur fer er skammtímaminni stjórnmálamanna verra en sauð- kinda. Sá sem lengst grætur er þingmað- urinn sem ekki átti aft- urkvæmt. Að missa þingsæti er svolítið eins og að vera sviptur merkjum og metorðum í hernum, rekinn, ekki lengur hluti af valinni heild. Þessi undarlega samkennd sem kemur því að vera hugguleg manneskja ekkert við, lætur líka á sér kræla þegar stöðu einhvers þeirra er ógnað af ut- anaðkomandi fólki sem á sam- kvæmt hefðinni ekki að skipta sér af pólitík nema í kringum kosn- ingar. Alveg sama hvaða stöðu það hefur annars. Nú verður ekki betur heyrt en að fólki þyki, a.m.k. sumu hverju, ómaklega vegið að formanni Sam- fylkingarinnar. Honum, sem stendur sig svo vel, hefur góðan húmor og er ekki með neina stæla. Menn gerast vatnamenn í yfirlýsingum og segja að það sé óviturlegt að skipta um hest í miðri á. Við sem ekki erum á kaffistofu þingsins og vitum þar af leiðandi ekkert um þessar vatna- reiðar hljótum að spyrja okkur sjálf hvað standi til. Leggja þessir menn alltaf í vötn þegar einhver á erindi við þá sem ekki hentar þeim? Kemur þessi formaður til með að ná einhvern tíma á þurrt? Ég á að sama skapi erfitt með að sjá samhengið á milli þess að sigla hraðbyri með heilan flokk í far- teskinu til æðstu metorða og hins að sitja á einhverri truntu í ein- hverri á sem enginn veit hvar er. Það hefur alltaf verið ljóst að allir þingmenn verða íhaldsmenn þegar kemur að þeirra eigin þing- sæti og stöðu, það verður og til þess að þeir hafa fullan skilning á svipuðum tilfinningum sessunauta sinna svo framarlega sem þeim stendur ekki ógn af þeim. Stórir þingflokkar hafa tilhneig- ingu til að halda að þeir séu sjálf- bærir, þurfi ekkert á kjósendum að halda, stundum sýnist að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins sé á þeirri skoðun og miðað við ofur- áhuga þingmanna Samfylking- arinnar á nýliðun eru þeir senni- lega að feta í sömu fótspor. Sjálfbærni af þessu tagi leiðir aldrei til neins annars en minni þingflokks. Við sem berum frjálslynda jafn- aðarstefnu fyrir brjósti hljótum að mega hafa skoðun á forystu flokksins, við hljótum að hafa rétt til að halda að sumir foringjar gætu verið betri en aðrir án þess að þessir aðrir séu endilega vond- ir. Ég hlýt að vona að foringinn hafi fundið gott vað fyrst hann þurfti að leggja í vötn, hins vegar held ég að það sé góð hugmynd að nota brýr í framtíðinni og geta þá tekið því sem að höndum ber eftir því sem við á. Á pólitísku hundavaði Kristófer Már Kristinsson fjallar um pólitík Kristófer Már Kristinsson ’Við sem berum frjáls-lynda jafnaðarstefnu fyrir brjósti hljótum að mega hafa skoðun á for- ystu flokksins, við hljót- um að hafa rétt til að halda að sumir foringjar gætu verið betri en aðrir án þess að þessir aðrir séu endilega vondir.‘ Höfundur er í stjórn hverfafélags Samfylkingarinnar í Reykjavík 101. ÍÞRÓTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.