Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurlaug KristínJóhannsdóttir fæddist í Bolungar- vík 17. janúar 1917. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson Eyfirðingur, skip- stjóri og útgerðar- maður og síðar kaup- maður í Bolungarvík og á Ísafirði, f. á Hofi í Svarfaðardal 26. apríl 1877, d. 20. október 1959, og Salome Gísladótt- ir, húsfreyja í Bolungarvík og á Ísa- firði, f. í Ármúla í Nauteyrarhreppi í N-Ís. 27. nóvember 1886, d. á Ísa- firði 17. apríl 1920. Systkini Sigur- laugar voru Þorvaldur, f. 1909, d. sama ár, Ragnar, skipstjóri og kaupmaður á Ísafirði og í Reykja- sali, f. í Lübeck í Þýskalandi 1908, d. 1975. Maki II, Níels P. Dungal prófess- or, f. á Ísafirði 1897, d. 1965. Maki III, Ólafur Jóhannsson læknir í Reykjavík, f. 1908, d. 1996. Börn Sigurlaugar eru: a) Jóhann Scheither, dætur hans eru: Sigur- laug Anna, maki Ásgeir Ö. Jó- hannsson, Hanna Lilja, maki Lúð- vík Ö. Steinarsson, og Hjördís Hildur, býr á Ítalíu. b) Leifur N. Dungal, maki Anna Harðardóttir, sonur þeirra Sverrir L. Dungal, áð- ur átti Anna dótturina Ingibjörgu Valsdóttur, maki Kristján Sigurðs- son. c) Ragnar Ólafsson, maki Anna Jónsdóttir, dætur þeirra Brynja, Edda Björk og Kristín Hildur, áður átti Ragnar soninn Ívar. Sigurlaug var húsmóðir en starf- aði auk þess mikið að líknar- og fé- lagsmálum, einkum hjá Rauða krossi Íslands. Hún bjó mestan hluta ævi sinnar í Reykjavík, utan eitt ár sem hún bjó í Bandaríkjun- um. Síðustu æviárin bjó hún á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför Sigurlaugar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. vík, f. 1911, d. 2003, Unnur, f. 1912, d. 1979, Aðalsteinn fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 1913, d. 1998, Guðrún Þórdís húsmóðir í Reykjavík, f. 1914, d. 1990, og Jó- hann kennari á Seyð- isfirði, f. 1919, d. 2001. Sigurlaug ólst upp á Ísafirði hjá föður sín- um og seinni konu hans Sigríði Jónsdótt- ur kaupkonu, f. 1887, d. 1972, hún lauk barna- og unglingaskóla þar, fór síðan í Verslunarskóla Íslands þar sem hún lauk námi 1936, hún stund- aði tungumálanám í Hamborg árið 1937, starfaði í Útvegsbanka Ís- lands til ársins 1939. Sigurlaug var þrígift. Maki I, Heiny Scheither, umboðs- og heild- Þegar ég kveð ömmu Laugu í hinsta sinn, koma margar minn- ingar upp í huganum, góðar minn- ingar allt frá því ég var lítið barn og til síðustu daga hennar. Amma Sigurlaug var glæsileg kona og er óhætt að segja að hún hafi sett há viðmið fyrir okkur hin á mörgum sviðum. Amma var frábær kokkur og átti alltaf fallegt heimili þar sem allir voru velkomnir. Hún lagði mikinn metnað í fjölskylduna og heimilið og áhugasvið hennar voru mörg. Ég man eftir ömmu í eldhúsinu og að róta í beðunum, eins líka á snyrtistofunni og hár- greiðslustofunni. Það var alltaf gaman að fá að gista hjá ömmu og afa. Þar horfði ég á kúrekamyndir og alltaf voru beðnar bænir áður en farið var að sofa. Á morgnana kom amma svo alltaf með morg- unmat í rúmið til mín. Á jólunum áttum við þá hefð að fara saman í búðir og kaupa jólagjafir á Lauga- veginum. Áður en við lögðum af stað gáfu foreldrar mínir mér pen- ing sem ég mátti kaupa jólagjafir fyrir en sjaldnast kom fyrir að sá peningur væri notaður. Þegar ég var búin að finna það sem ég ætl- aði að kaupa mátti amma ekki heyra á annað minnst en að hún greiddi fyrir. Ég hélt á pokunum hennar ömmu og fannst það mikill heiður. Við enduðum daginn alltaf á kaffihúsi þar sem við fengum okkur kaffi og kakó og kannski eitthvað með því. Ævi ömmu var merkileg að mörgu leyti, hún valdi leiðir lífinu og þær stundum hana, sem ekki margir hafa farið. Ferðalögin voru mörg og marg- vísleg sem amma fór í og að heyra sögur hennar af þeim og sam- ferðamönnum hennar var alltaf eins og spennandi ævintýri. Hún hafði yndi af að lesa og sinnti sjálfboðaliðastarfi með Rauða krossinum stóran hluta ævi sinnar m.a. með því að færa sjúklingum bækur á Borgarspítalanum. Amma víkkaði sjóndeildarhring minn mikið og fyrir það og allt sem hún var mér, verð ég henni ævinlega þakklát. Það sem amma gerði, gerði hún með reisn, allt fram á síðasta dag var amma glæsileg kona sem ég kem til með að minnast með væntumþykju, að- dáun og þökk. Sigurlaug A. Jóhannsdóttir. Elsku amma. Nú ertu farin og ég sakna þín sárt. Þó svo að vitað væri hvert stefndi er óendanlega sárt að þurfa að kveðja. En ég veit að þú varst orðin þreytt og tilbúin að fara. Ég er heppin að hafa átt þig að og eftir sitja minn- ingar um yndislega og fallega ömmu. Ég man t.d. að sem lítilli stelpu fannst mér fátt skemmti- legra en að fá að gista hjá þér og afa. Þú sagðir mér alltaf svo skemmtilegar sögur fyrir svefninn og morguninn eftir færðirðu mér morgunmat í rúmið. Þú naust þess svo sannarlega að dekra við barnabörnin þín. Fyrir mér varstu samt meira en amma, þú varst vinkona mín. Ég gat alltaf leitað til þín og talað við þig um allt milli himins og jarðar. Þú sýndir alltaf áhuga á því sem var að gerast í mínu lífi hverju sinni, hvort sem um var að ræða nám, vinnu, ferðalög, vinkonur, kærasta eða smávægilega hluti eins og nýleg fatakaup. Alltaf spurðirðu frétta og vildir fylgjast með. Þú kunnir svo sannarlega að njóta lífsins og gerðum við margt skemmtilegt saman, fórum í leik- hús, bíó og ófáar voru ferðirnar á kaffihús bæjarins. Ég hafði líka svo gaman af að keyra þig hingað og þangað, hvort sem var í viku- lega hárgreiðslu í Grímsbæ, bank- ann, á Borgarspítalann í bóka- dreifinguna eða eitthvað annað þangað sem þú þurftir að stússast. Þú varst höfðingi heim að sækja og naust þess virkilega að taka á móti gestum. Matarboðin hjá þér voru alltaf svo skemmtileg og það var mikið skálað. Ég held ég hafi aldrei hitt manneskju sem hafði jafn gaman af því að skála og þú. Það gerðir þú á þinn skemmtilega og eftirminnilega hátt. Lilja Hrund náði sem betur fer að kynnast þér. Hún talaði alltaf um ömmu Laugu, ekki langömmu Laugu. Þú vildir ekki láta kalla þig langömmu, það fannst þér hljóma eins og einhver langavit- leysa. Við Lilja Hrund munum í sameiningu segja Hildi Örnu frá þér og halda minningu þinni á lofti. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín, og er þakklát SIGURLAUG KRIST- ÍN JÓHANNSDÓTTIR Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Faðir okkar, GUNNAR FRIÐRIKSSON, frá Látrum í Aðalvík, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 14. janúar. Jarðarför hans verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Sæmundur, Friðrik, Rúnar og Guðrún Gunnarsbörn og fjölskyldur. Faðir okkar og tengdafaðir, INDRIÐI ÍSFELD, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 24. janúar klukkan 13.00. Ingþór Indriðason, Guðmunda Gunnur Guðmundsdóttir, Gauti Indriðason, Sigurbjört Þórðardóttir og fjölskyldur. Hjartkær faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, tengda- sonur, afi, bróðir, mágur og fv. eiginmaður, GYLFI ÁRNASON, Árskógum 2, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 24. janúar kl. 13.00. Árni Stefán Gylfason, Ágústína G. Pálmarsdóttir, Sigurður Ö. Sigurðarson, Einar B. Pálmarsson, Ágústína G. Ágústsdóttir, Kristrún H. Hafþórsdóttir, Guðrún S. Sigurðardóttir, Sigrún A. Sigurðardóttir, Alexandra Einarsdóttir, Birgitta M. Einarsdóttir, Stefán Þór Árnason, Kristín Kristjánsdóttir, Kristrún B. Jónsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI BRYNJÓLFSSON frá Króki, Norðurárdal, Hraunbæ 164, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 25. janúar kl. 13.00. Oddný Daníelsdóttir, Daníel P. Gíslason, Helga Björk Jónsdóttir, Brynjólfur Gíslason, Arndís Gísladóttir, Ásgeir Sigurðsson, Signý Gísladóttir, Ingvar Á. Þórisson, Kristín Gísladóttir, Halldór Kvaran, Ragnheiður Gísladóttir, Haukur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ANNA MAGNÚSDÓTTIR frá Flögu, Sunnuflöt 25, Garðabæ, sem andaðist föstudaginn 14. janúar, verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn 25. janúar kl. 13.00. Árni Þórarinsson, Magnús Árnason, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Brynjar Þór Árnason og barnabörn. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Sverrir Einarsson Sverrir Olsen Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.