Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kveðja frá Ármenningum Pétur Sigurðsson, járniðnaðarmaður, glímukappinn knái, andaðist á nýársdag 2005 áttræður að aldri. Pétur hafði gengið til liðs við Glímufélagið Ármann, þegar hann flutti til Reykjavíkur úr Eyja- firði og var félagsmaður æ síðan eða nær 60 ár. Pétur Sigurðsson tók þátt í starfi glímudeildar, sat í stjórn deildar- innar um skeið og var fulltrúi fé- lagsins á fundum og þingum um glímumál. Hann sótti glímuæfingar reglulega í áratugi og tók þátt í kappglímum í nafni félagsins. Var Ármannsmeistari, Reykjavíkur- meistari og Íslandsmeistari marg- sinnis í sínum þyngdarflokki. Hvern félagsskap og þá ekki síst íþróttafélag skiptir það máli að eiga innan sinna raða félaga, sem í orði og æði eru til fyrirmyndar byrj- PÉTUR V. SIGURÐSSON ✝ Pétur ValvesSigurðsson fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 26. ágúst 1924. Hann lést á heimili sínu 1. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 11. janúar. endum og leiða yngri iðkendur styrkri hendi og þeim sé ávallt unnt að treysta. Slíkur fé- lagi var Pétur. Pétur Sigurðsson hafði verið sæmdur heiðursmerki Glímufélagsins Ár- manns úr gulli. Með þessum kveðju- orðum vil ég í umboði aðalstjórnar Glímu- félagsins Ármanns og fyrir hönd annarra Ár- menninga þakka fé- laganum góða og glímukappanum Pétri Sigurðssyni fyrir samfylgd og tryggð við félagið um áratuga skeið og að hafa með atgervi sínu varpað ljóma á nafn Glímufélagsins Ár- manns. Fyrir hönd Glímufélagsins Ár- manns, Hörður Gunnarsson, heið- ursfélagi. Kveðja frá glímufélögum Fallinn er í valinn enn einn þeirra Ármenninga, sem hófu glímuiðkun fyrir miðja síðustu öld og haldið hafa hópinn með þeim er síðar hafa bæst við. Pétur Sigurðs- son, járniðnaðarmaður, okkar gamli góði glímufélagi og vinur, varð bráðkvaddur á nýarsdag síð- astliðinn. Pétur Sigurðsson, glímukappinn góði, var tæplega meðalmaður á hæð en sérlega þrekvaxinn og sterkur. Mátti merkja af fram- göngu hans að þar fór heilbrigð sál í hraustum líkama, eigindi sem góð- ir glímumenn gjarnan tileinka sér. Í hartnær 50 ár sótti Pétur glímuæfingar í Ármanni eftir að hann fluttist til Reykjavíkur norðan úr Eyjafirði. Telja verður slíkt fá- heyrt enda hefur hann þá staðið af sér þrjár kynslóðir glímumanna, ef gert er ráð fyrir að meðaltími glímumanna við æfingar séu um 15 ár, þeirra sem hefja reglubundnar æfingar. Pétur var kappsamur glímumað- ur sem stóð ekki ótti af viðfangs- manni sínum og hlaut margur stór- vaxinn og þóttalegur maðurinn byltu af hans völdum. Þrátt fyrir kappið var Pétur mjög mjúkhentur og natinn við að leiða börn og byrj- endur fyrstu skrefin inn í veröld glímunnar. Þátttaka Péturs í kappmótum spannaði marga áratugi og var hann á stundum Ármannsmeistari, Reykjavíkurmeistari og Íslands- meistari í sínum þyngdarflokki. Í síðustu kappglímum sínum innan félagsins var hann kominn vel á sjötugsaldur. Bæði er mér ljúft og skylt og vart öðrum fremur til að dreifa en að minnast Péturs Sigurðssonar fyrir þátttöku hans í sýningum okk- ar glímumanna í Armanni. Hann tók þátt í nær öllum sýningaferðum Ármenninga eftir inngöngu í félag- ið og m.a. var hann í glímuflokki Ármenninga, sem fór á Ólympíu- leikana í Helsinki 1952. Á nær hálfrar aldar ferli mínum sem stjórnandi sýninga á glímu og forn- um leikjum var Pétur einn helsti þátttakandinn í mörg hundruð sýn- ingum, bæði innanlands og utan. Ávallt var hægt að treysta því, að hann skilaði þeim atriðum sem hon- um voru falin og hann hefði góðan skilning á því hvernig fremja ætti leikinn svo fanga mætti athygli áhorfenda. Í síðustu sýningu tók hann þátt kominn vel á áttræðisald- ur. Af sjálfu leiðir, að jafn mikil sam- vinna, eins og að framan er lýst, í hópi manna með sama áhugamál leiðir til samhygðar og vinskapar. Þannig er í hópi okkar glímumanna í Ármanni. Pétur var ljúfur maður og drengur góður. Hann stóð undir nafni líkt og klettur í mannhafinu. Að leiðarlokum vil ég persónu- lega og fyrir hönd okkar glímu- manna í Ármanni þakka Pétri Sig- urðssyni fyrir samfylgd og vináttu um áratuga skeið og það óeigin- gjarna starf, sem hann lagði fram í þágu glímunnar og félagsins. Eftirlifandi konu hans Arnheiði Hjartardóttur og niðjum þeirra eru fluttar samúðarkveðjur. Fyrir hönd glímumanna í Glímu- félaginu Ármanni, Hörður Gunnarsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EIRÍKS BJARNASONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólks deildar 4 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Sveinþór Eiríksson, Jóhann Ásberg Eiríksson, Hrönn Pétursdóttir, Snorri Eiríksson, Kristín Ólafsdóttir, Jón Eiríkur Eiríksson, Anna Lísa Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs bróður okkar, mágs, frænda og vinar, JÓNS INGVARSSONAR, Silfurtúni, Búðardal. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Silfurtúns, Búðardal, fyrir góða umönnun. Hafið kæra þökk fyrir allt. Sigurbjörg Kristjana Ingvarsdóttir, Árni Ingvarsson, Grétar Bæring Ingvarsson, Mundhildur Birna Guðmundsdóttir og fjölskylda, Júlíus Baldursson. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, DAVÍÐS KR. JENSSONAR byggingameistara, Langagerði 60. Jenný Haraldsdóttir, Valborg Davíðsdóttir, Ragnar B. Ragnarsson, Kristrún Davíðsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Inga Davíðsdóttir, Jóhann Bjarnason, Jenný Davíðsdóttir, Ólafur Einarsson, Hildur Davíðsdóttir, Hreinn Hafliðason, Elsa María Davíðsdóttir, Þórhallur Matthíasson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÓLAFAR BJÖRNSDÓTTUR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Hringbraut 67, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Garðvangs, Garði og heibrigðis- stofnunar Suðurnesja. Skarphéðinn Agnarsson, Birna Skarphéðinsdóttir, Margrét Skarphéðinsdóttir, Þórður Ingimarsson, Jónína Skarphéðinsdóttir, Ólafur V. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kæru vinir. Við sendum ykkur öllum innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför kærrar móður okkar, GUÐRÚNAR JAKOBSDÓTTUR fyrrum húsmóður á Grund. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi fyrir frábæra umönnun síðastliðin 11 ár. Lárus Þórðarson, Ragnhildur Þórðardóttir, Þorsteinn Tr. Þórðarson og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ÞÓRARINSSON, Arnarhrauni 15, Hafnarfirði, andaðist á St Jósefsspítala í Hafnarfirði föstudaginn 21 janúar. Ingunn Ingvarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Ásgeir Haraldsson, Ingunn Hallgrímsdóttir, Úrsúla Linda Jónasdóttir, Þorsteinn Margeirsson, Jóhann Ingi Margeirsson og barnabörn. Unna er dáin. Ég var ein af þeim sem voru svo lánsamir að vera henni samferða um árabil. Við kynnt- umst í kringum 1960, hestamennskan leiddi okkur saman. Við mynduðum einskonar „grúppu“ og héldum hópinn, Unna, Hanna, Svala, Birna, Gugga, Lilja og sú sem þetta skrifar. Hestamannafélagið Fákur var JÓRUNN KARLSDÓTTIR ✝ Jórunn Karls-dóttir, Unna, fæddist í Reykjavík 18. september 1929. Hún lést á LSH í Fossvogi 11. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 19. janúar. okkar staður. Ég man fyrstu ferðina okkar, áfangastaður var að heimsækja Helgu á Engi, glæsilegur hópur 30 kvenna, það var vissulega sjón að sjá. Frjálsar fallega búnar konur á góðum gæðing- um lögðu af stað. Gleðin réð ríkjum. Móttökur voru annál- aðar, stórbrotin kona, sem veitti mat og drykk af rausn, við lék- um okkur daglangt, kyrjuðum ættjarðar- söngva sem heyrðust um haga alla. Ekki var verra að sjá þennan glæsta hóp prýða baksíðu Vísis daginn eftir. Þetta var þá. Við stóðum líka saman í selskaps- lífinu. Þá voru frumsýningar þannig að ekki var við hæfi að mæta tvisvar í sama kjólnum, þaðan af síður á Ný- ársfagnaði eða Pressuballi. Já þetta voru galadagar. Það kom sér vel að vera hagur í höndum og geta skreytt sig að eigin smekk og aldrei að óttast að mæta eins kjól. Það er gaman að minnast þessara daga, þeir komu og fóru eins og ann- að í heimi hér. Hún Unna var ókrýnd drottning með fegurð og glæsileik. Full af húmor og töfrandi framkomu var hún yndi allra, hún var líka góður sögumaður, miðpunktur í mannfagn- aði. Ég man hana og minnist hennar eins og hún var þá. Ég er þakklát fyrir þessa daga þegar allt var svo létt og heimurinn ekki orðinn svona grafalvarlegur. Nú er Unna horfin til himinstjarn- anna og skilur eftir handa okkur fangið fullt af góðum minningum – sem hlýja. Það er gott að syrgja góða konu sem gerði heiminn fegurri og betri. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessun fylgi ykkur öllum börn- unum hennar. Sigrún Sigurðardóttir. Móðir okkar, KRISTÍN J. ÞORSTEINSDÓTTIR, frá Eskifirði, síðast búsett í Reyjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 20. janúar. Útför hennar verður auglýst síðar. Marteinn Þór Viggósson, Þorsteinn Freyr Viggósson, Kristín Ágústa Viggóssdóttir, Sigurður Líndal Viggósson, Sigvaldi Viggósson, Unnur Rósa Viggóssdóttir, Sigfús Smári Viggósson, Haukur Viggósson, Anton Viggó Viggósson, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.