Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna ÍSLENSKAR systur, Guðrún Ágústa og Birna Pálína Einarsdætur, eru meðal verð- launahafa bandarísku Mobius-auglýs- ingaverðlaunanna sem afhent verða 11. febrúar næstkomandi. Guðrún Ágústa leik- stýrði og klippti og Birna var framleiðandi að auglýsingu fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sl. sumar en tilkynnt hefur verið að sú aug- lýsing hljóti önnur verðlaun á verðlaunahá- tíðinni fyrir framúrskarandi sköp- unarvinnu. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag er rætt við þær Guðrúnu Ágústu, Birnu og systur þeirra Helenu en þær starfrækja eigið fyr- irtæki undir heitinu Elf á sviði kvikmynda- og auglýsingagerðar í kvikmyndaborginni Los Angeles í Bandaríkjunum. Auglýs- inguna fyrir Ólympíuleikana gerðu þær Guðrún Ágústa og Birna í samstarfi við NBC sjónvarpsstöðina og segja þær verð- launin mikinn heiður, enda velji breiður hópur fagfólks víðs vegar að úr heiminum verðlaunahafana. Í raun sé um eins konar óskarsverðlaunaafhendingu auglýs- ingabransans að ræða. Stuttmynd í burðarliðnum Systurnar þrjár segja nýliðið ár hafa ver- ið viðburðaríkt með opnun skrifstofu Elf í Los Angeles. „Þetta hefur allt gerst mjög hratt. Við bara opnuðum dyrnar á þessari skrifstofu og verkefnin hrundu inn,“ segja þær. Stóra verkefnið framundan er svo stutt- mynd sem er hugarfóstur þeirra þriggja en íslenskur handritshöfundur, Jón Ármann Steinsson, er að endurskrifa handrit þeirra að dramatískri ástarsögu, en stefnt er að því að hún komist á hvíta tjaldið á þessu ári. Íslenskar systur í kvik- myndaborginni Los Angeles Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Guðrún Ágústa, Birna Pálína og Helena Einarsdætur stefna á að starfa bæði hér heima og í Los Angeles í framtíðinni. Fá virt banda- rísk auglýsinga- verðlaun Svona eigið þið að taka á því í vörninni, strákar, gæti Viggó Sig- urðsson landsliðsþjálfari í hand- knattleik verið að segja þegar hefja leik á Heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag, sunnudag, þegar þeir keppa við Tékka. Leikurinn er í beinni útsendingu Sjónvarpsins og hefst klukkan 16. Segjast landsliðsmennirnir vera tilbúnir í slaginn gegn Tékk- um./18–19 hann tekur í handlegg Guðjóns Vals Sigurðssonar landsliðs- manns á æfingu í Túnis að morgni laugardags. „Strákarnir okkar“ Morgunblaðið/RAX Takið á því, strákar! BECHTEL, bandaríska verk- takafyrirtækið sem reisir álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði, setur öllum erlendum starfs- mönnum sínum það skilyrði að frá fyrsta degi ráðningar séu þeir skráðir með lögheimili á Íslandi og greiði alla skatta og skyldur til hins opinbera hér á landi. Hið sama gildir um fyrirtækið sjálft, sem stofnaði útibú hér á landi strax í upphafi starfseminnar, kvæmt íslenskum kjarasamning- um. Erfitt sé að meta hve margir Íslendingar fáist en vonandi skapist mikill áhugi þegar fram- kvæmdir fari fyrir alvöru í gang. Bridge segir að ef ekki takist að manna öll störfin hér á landi muni Bechtel einkum horfa til Póllands með að ráða þaðan iðn- aðarmenn og verkamenn. Góð reynsla sé af Pólverjum hér á landi. 1.500 manns vinna við bygg- inguna. Í dag starfa um 250 manns á álverslóðinni, aðallega í jarðvinnu og byggingu starfs- mannaþorps, og eru þeir lang- flestir starfsmenn íslenskra und- irverktaka eins og Suðurverks og Héraðsverks. Craig Bridge segir Bechtel leggja áherslu á að ráða sem flesta Íslendinga til starfa og fyr- irtækið muni greiða laun sam- Bechtel International Inc. á Ís- landi. Að sögn Craigs Bridge, yfir- manns Bechtel á Íslandi, hefjast ráðningar á starfsmönnum við ál- versbygginguna af fullum krafti í marsmánuði. Annast Bechtel mannaráðningar sjálft með að- stoð tveggja ráðningarfyrirtækja. Reiknað er með að ráða 600– 700 manns á þessu ári en þegar mest lætur á næsta ári munu um Erlendir starfsmenn Bechtel sem reisa álver Alcoa greiða alla skatta hér Starfsmenn með lögheim- ili á Íslandi frá fyrsta degi HANN fer á skíði allt að fjórum sinnum í viku og hefur keppt í hinni rótgrónu Fossavatnsgöngu á Ísafirði allt frá árinu 1938. Ísfirðingurinn Sigurður Jónsson, sem margir Vestfirðingar þekkja sem Búbba prentara, er á 86. aldursári og er líklega einn sprækasti öldungur landsins. Skíða- íþróttinni kynntist hann tólf ára gamall í þeirri miklu skíðavakningu sem átti sér stað á Ísafirði upp úr 1930. Síðastliðin 75 ár eða svo hefur Sigurður stundað skíða- mennskuna upp á kraft, einkum í sinni heimabyggð, en einnig hefur hann keppt í hinni víðfrægu Wasagöngu í Svíþjóð, þá harðfullorðinn. Sigurður er fæddur árið 1919 og var 18 ára þegar hann keppti fyrst í Fossavatns- göngunni. Fyrstu árin keppti um tugur keppenda en síðan fjölgaði þeim með ár- unum. Sigurður hefur undanfarin ár tekið 10 km hring en keppti áður í 20 km Hann líkir skíðagöngunni við göngu á fjórum fótum og á þar við stuðninginn sem menn fá af skíðastöfunum. „Þannig hlífir maður bakinu mjög mikið. Ég held að skíðaganga sé ein fjölbreytilegasta hreyf- ing sem völ er á auk þess sem hún býður upp á mikla útiveru.“ Um það hvort einatt þurfi að velja sól- ríka daga til skíðaiðkunar og halda sig inni við í leiðinlegum veðrum segir Sig- urður: „Maður hefur ekkert gaman af því að vera á skíðum nema maður sé í sæmi- legri þjálfun. Skíðin njóta sín ekki nema maður hafi svolítinn spyrnukraft. Ef mað- ur ætlar virkilega að njóta góðu daganna, verður maður að taka hina með. Sé maður alltaf að bíða eftir góða veðrinu, getur maður alveg eins verið upptekinn þegar það loksins kemur. Það er því nauðsynlegt að fara út reglulega og ef veðrið er vont, þá fer maður bara styttra.“ göngu. „Þetta er náttúrlega íþrótt sem hægt er að stunda á meðan maður getur gengið,“ segir hann. „Maður þarf að gæta að sér í undanhald- inu, en hitt stoppar sig sjálft – á þrekinu,“ bætir hann við og hlær. Sigurður æfir með góðum hópi félaga og er aldursforseti hópsins, sá næstelsti er um áratug yngri en Sigurður. „En þegar kom- ið er á fjöll, er ekki spurt um aldur manna,“ segir hann. Nauðsynlegt að æfa reglulega Mest sækja skíðamennirnir í skíðasvæðið á Seljalandsdal og ganga að meðaltali 10 km í hvert skipti, þrisvar til fjórum sinnum í viku. Skíðaganga felur í sér feikigóða líkams- þjálfun að mati Sigurðar og eins og dæmin sanna geta menn stundað hana langt fram eftir aldri. Sigurður Jónsson á Ísafirði er orðinn 85 ára og er enn á skíðum Ekki spurt um aldur á fjöllum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sigurður Jónsson í einni af óteljandi skíða- keppnum sínum, Skíðalandsmóti Íslands 2004, hálfníræður að aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.