Morgunblaðið - 24.01.2005, Page 1

Morgunblaðið - 24.01.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 22. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Frumsýnt á fjölunum María Kristjánsdóttir skrifar um Ég er ekki hommi og Spítalaskipið | 25 Fasteignir| Eldhúsþankar Holl húsráð Viðhald  Inntök  Ryk- sugubúnaður  IQ-ljósið Íþróttir | Allt um HM í Túnis Wilkens hætt- ur með Knicks  Frestað vegna flensunnar  Jón Arnar til liðs við FH Líkur á formlegu vopnahléi Gazaborg. AP, AFP. MAHMOUD Abbas, nýr leið- togi Palestínumanna, var bjartsýnn á það í gær, að vopnaðar sveitir Palestínu- manna myndu fljótlega lýsa yfir formlegu vopnahléi í stríði þeirra við Ísrael. Talsmenn nokkurra hreyf- inga hafa lýst yfir vilja til að hætta árásum á Ísrael og Ab- bas sagði í viðtali, að hann byggist fljótlega við formlegri yfirlýsingu um vopnahlé. Það þótti tíðindum sæta í gær, að Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, kallaði saman ríkisstjórnarfund í bæ í Suð- ur-Ísrael, sem oft hefur legið undir árásum Palestínu- manna. Bréf til foreldra barna sem taka samræmd próf „Ekki undirbúa börnin sérstaklega“ NÁMSMATSSTOFNUN biður foreldra um að und- irbúa ekki sérstaklega þau grunnskólabörn í 4. og 7. bekk sem fara í samræmd könnunarpróf 3. og 4. febr- úar nk. Er talið að slíkur undirbúningur geti m.a. valdið auknum prófkvíða. Í bréfi sem sent hefur verið foreldrum barnanna segir: „Ekki er ástæða fyrir for- eldra að undirbúa börnin sérstaklega fyrir prófin enda eru þau hluti af hefð- bundnu skólastarfi.“ Aðspurður hvers vegna foreldrum séu send þessi tilmæli segir Sigurgrímur Skúlason, hjá Námsmats- stofnun, ástæðuna vera þá að ekki sé ætlunin að keyra upp prófastress hjá börn- unum vegna könnunar- prófsins. Hann segir prófið byggjast á því námsefni sem börnin hafi verið að læra á undanförnum tveim- ur til þremur árum. Hann segir kerfisbundna upprifj- un innan veggja skólans vera mun gagnlegri fyrir börnin en að þau séu t.d. að fara í gegnum gömul próf með foreldrum sínum. Hann bendir á að próf séu ekki byggð upp sem kennsluefni, þau gefi ekki heildstætt yfirlit eins og kerfisbundin upprifjun. „Í prófum er verið að koma við á ólíkum stöðum en í kennslunni er verið að gefa heildstæðara yfirlit yf- ir ákveðið svið,“ segir Sig- urgrímur. Hann segir ofangreinda setningu hafa verið í bréf- inu í nokkur ár þannig að þessi hvatning sé ekki ný af nálinni. VÍKTOR Jústsjenko sór í gær emb- ættiseið sem forseti Úkraínu og lýsti um leið yfir, að framtíð landsins væri innan sameinaðrar Evrópu. Fögn- uðu því hundruð þúsunda manna, sem safnast höfðu saman á Sjálfstæðistorg- inu í Kíev, höf- uðborg landsins. „Framtíð okk- ar er innan Evr- ópusambands- ins,“ sagði Jústsjenko í ræðu, sem hann flutti á Sjálfstæðistorginu eftir að hafa svarið eiðinn í þinginu. „Mark- mið mitt er að tengjast Evrópu. Framtíð okkar er í sameinaðri Evr- ópu.“ Jústsjenko beindi einnig máli sínu til þeirra, sem studdu keppinaut hans, Víktor Janúkovítsj, og fullviss- aði þá um, að hann væri einnig þeirra forseti. „Sigur minn er sigur allrar þjóðarinnar,“ sagði hann. Embættistakan var í raun há- punktur „rauðgulu byltingarinnar“ í Úkraínu en eitt meginstefið í henni var að brjótast undan ofurvaldi rúss- neskra áhrifa og tengjast Evrópu- ríkjunum nánari böndum. Við at- höfnina í gær voru enda viðstaddir margir fulltrúar vestrænna ríkja, meðal annars Colin Powell, fráfar- andi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, framkvæmdastjóri NATO, og fulltrúar Evrópusambandsins. Powell hét því í gær fyrir hönd Bandaríkjastjórnar að styðja Úkra- ínustjórn og það sama kom fram í yf- irlýsingum fulltrúa ESB. „Framtíð okkar er í sameinaðri Evrópu“ Reuters Gífurlegur mannfjöldi var saman kominn á Sjálfstæðistorginu í Kíev er Jústsjenko kom þar fram að lokinni embættistöku í þinginu. Jústsjenko með innsiglisstimpil for- setaembættisins. Kíev. Ap, AFP. Hundruð þúsunda fögnuðu nýjum forseta Úkraínu FÓLK í norðaustanverðum Bandaríkjunum, til dæmis þessi íbúi í Sommerville í Massachusetts, varð í gær að grípa til skóflunnar til að komast út úr húsi en þar er nú gífurlegt fannfergi. Í Boston var jafnvel talið, að um væri að ræða met allt frá því mælingar hófust árið 1892. Áætlunarflug og aðrar samgöngur fóru meira eða minna úr skorðum. Reuters Allt á kafi í snjó Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera hryggur yfir því að Gylfi, félagi sinn í flokkn- um, skuli „misnota“ nafn verkalýðs- hreyfingarinnar. „Hann hefur að mínu viti ekki umboð frá verkalýðs- hreyfingunni til þess að tala í hennar nafni eins og hann gerði í gær,“ segir Össur. Hann segist hafa fengið mjög sterk viðbrögð við ummælum Gylfa. Auk þess segist Össur hafa verið óviðbúinn ummælum Gylfa. Hann hafi ekki átt von á því að formanns- baráttan yrði eins persónulega harkaleg og raun beri vitni. Allir gæti hófstillingar „Þetta snýst ekki bara um okkur Össur. Þetta er stór flokkur og það er mikið af fólki í flokknum sem hef- ur sjálfstæðar skoðanir. Það ákveður sjálft hvort það kemur fram og lýsir stuðningi við annaðhvort mig eða Össur og á hvaða forsendum það gerir það. Við getum ekkert stjórnað því fullkomlega,“ segir Ingibjörg Sólrún við Morgunblaðið og telur mikilvægt að allir gæti hófstillingar í því sem þeir segja, bæði þau Össur og aðrir líka. Snýst ekki bara um okkur Össur UMMÆLI framkvæmdastjóra ASÍ, Gylfa Arnbjörnsonar, um stuðning margra úr verkalýðshreyfingunni við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem formann Samfylkingarinnar hafa valdið nokkrum titringi innan flokksins. Sex fulltrúar í verkalýðsmálaráði flokksins, sem í eiga sæti 45 manns, sendu frá sér yfirlýsingu þar sem ummæli Gylfa eru ekki sögð vera í þeirra nafni. Óskað hefur verið eftir fundi í ráðinu. Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, segist vera hryggur yfir því að Gylfi skuli „misnota“ nafn verka- lýðshreyfingarinnar. Ingibjörg Sólrún segir það ekki sanngjarnt hjá Össurri að segja stuðningsmenn hennar viðhafa „subbuleg“ vinnubrögð.  Samfylkingin/6 GYLFI Arn- björnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, seg- ir að sér sé frjálst að tjá eigin skoðanir um formanns- efni Samfylk- ingarinnar. Með stuðningsyfirlýsingu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hafi hann ekki verið að tala fyrir hönd ASÍ eða allra fulltrúa í verkalýðsmálaráði Samfylking- arinnar. ASÍ sé ekki í Samfylk- ingunni. Gylfi segist aldrei hafa sagst vera talsmaður verkalýðs- málaráðs flokksins. „Ég sagði marga virka aðila í verkalýðshreyfingunni vera sömu skoðunar og ég. Ég sagði aldrei að það væru allir,“ segir Gylfi og vísar á bug ummælum Össurar Skarphéðinssonar í sjónvarps- fréttum í gær um að hann beiti „subbulegum“ vinnubrögðum. Frjálst að tjá eigin skoðanir Fasteignir og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.