Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Munið Mastercard ferðaávísunina Kanarí 8. febrúar, 22. febrúar og 15. mars frá kr. 44.010 Verð kr. 49.990 M.v. 2, stökktu tilboð. Flug, gisting, skatt- ar. Netbókun. 8. febrúar, 7 nætur. Verð kr. 44.010 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, stökktu tilboð, Flug, gisting, skattar. Netbókun. 8. febrúar, 7 nætur. AUKAFLUG 18. janúar - uppselt 25. janúar - uppselt 1. febrúar - uppselt 8. febrúar - aukaflug 15. febrúar - uppselt 22. febrúar - aukaflug 15. mars - aukaflug Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú aukaflug til Kan- arí í febrúar og mars, enda allar ferðir þangað á þessum tíma uppseldar. Beint flug. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu frábærra farastjóra okkar á Kanarí allan tímann. ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn- ar hefur samþykkt að flytja á Alþingi frumvarp til breytingar á stjórnar- skrá Íslands. Breytingin hefur í för með sér að ríkisstjórn á hverjum tíma verður óheimil aðild að eða stuðning- ur við stríðsaðgerðir nema með sam- þykki meirihluta Alþingis, að því er segir í fréttatilkynningu.. Ákvæðið mun þó ekki hafa áhrif á skuldbind- ingar sem Ísland hefur undirgengist vegna aðildar að alþjóðastofnunum. „Við samningu frumvarpsins hefur verið litið til þess með hvaða hætti þessu er hagað í stjórnarskrám ann- arra ríkja, einkum Norðurlandanna. Í 21. grein stjórnarskrárinnar eru heimildir til samninga við erlend ríki takmarkaðar og miðar frumvarpið að því að þær takmarkanir nái einnig til stuðnings við og hvers kyns aðildar að stríðsrekstri. Sem kunnugt er ákváðu einn eða tveir menn stuðningsaðild Íslands að innrásinni í Írak, með því að setja nafn Íslands á lista hinna viljugu þjóða. Með þeirri ákvörðun var brotið gegn skýru ákvæði þingskaparlaga um samráð við utanríkismálanefnd Alþingis. Jafnframt var gengið gegn eindregnum vilja meirihluta þjóðar- innar. Þær miklu deilur sem staðið hafa síðan um stuðning ríkisstjórnar- innar við innrásina og hvernig að ákvörðun var staðið sýna svo ekki verður um villst að lagaramma um hvernig standa skuli að slíkum ákvörðunum verður að styrkja,“ segir m.a. í fréttatilkynningunni. Meirihluti Alþingis sam- þykki stuðn- ing við stríð RÍKISÚTVARPIÐ auglýsti í Morg- unblaðinu um helgina starf frétta- stjóra Útvarpsins laust til umsóknar. Kári Jónasson lét af því starfi 1. nóv- ember á síðasta ári er hann tók við ritstjórn Fréttablaðsins. Síðan þá hefur Friðrik Páll Jónsson, vara- fréttastjóri, gegnt starfi fréttastjóra. Samkvæmt auglýsingunni skulu umsóknir berast til starfsmanna- stjóra fyrir 7. febrúar nk. Það er út- varpsstjóri sem ræður fréttastjóra Útvarps að fenginni tillögu útvarps- ráðs. Ríkisútvarpið Fréttastjóra- staðan auglýst TÍUNDI hluti tekna útflutnings- greina hefur horfið á undanförnum mánuðum vegna gengisbreytinga,“ segir Kristinn Pétursson, fram- kvæmdastjóri og fiskverkandi á Bakkafirði. „Nú eru menn að fá 90 krónur en fengu áður 100 fyrir sömu vöru. Hjá þeim sem reka hagkvæm fyrirtæki í fiskverkun samsvarar þetta öllum vinnulaunum. Ég hef ekki orðið var við að vöruverð hér innanlands lækki samsvarandi. Ég skil ekki þá hagfræði að undirstöðu- atvinnuvegir þjóðarinnar eigi að borga herkostnaðinn af fastgengis- stefnunni.“ Lækka þarf flutningskostnað Athyglin hefur beinst að vanda fiskvinnslunnar innanlands eftir að Samherji tilkynnti að til greina kæmi að hætta landvinnslu á Stöðv- arfirði. Kristinn segir að hár flutn- ingskostnaður innanlands sé að sliga fiskvinnslufyrirtækin og fleiri. „Það er dýrara fyrir mig að flytja 40 feta gám með fiski 700 km leið frá Snæfellsnesi til Bakkafjarðar en að láta aka eins gámi 2.800 km frá Kaupmanna- höfn til Madrídar á Spáni.“ Krist- inn segist hafa spurt sig hvað valdi þessum mikla verðmun innan Evrópska efnahagssvæðisins. „Niðurstaðan er sú að það séu óheyrilegar álögur af hálfu ríkis- sjóðs á alla flutningastarfsemi. Í fyrsta lagi aðflutningsgjöld á flutn- ingatæki, óheyrilega hár þunga- skattur og gjöld á dekk og varahluti. Þetta magnar upp flutningskostnað. Ég tel að það þurfi að taka upp sama hugsunarhátt varðandi skatt- lagningu á flutningastarfsemi og hvað varðar tekjuskattinn. Það á að lækka öll gjöld á flutningastarfsemi um helming að minnsta kosti. Þá vaxa flutningarnir á móti og það gæti hjálpað fiskvinnslunni, því akstur er stór liður í útgjöldum hennar.“ Kristinn telur einnig að það þurfi að endurskoða reglur um útflutning á ferskum fiski, sem sé innlendri fiskvinnslu fjötur um fót. Gefa þurfi innlendum fyrirtækjum tækifæri til að bjóða í fiskinn sem fluttur er út óunninn á jafnréttisgrundvelli. „Það er einhver nefnd í Reykjavík sem kemur saman og ákveður hverjir megi flytja út ferskan fisk og hvað mikið eftir einhverju skömmt- unarmiðakerfi. Það er verið að flytja út 250–500 tonn út á viku. Ég vil að samkeppnislög séu virt þannig að ís- lensk fiskvinnsla fái að bjóða í þenn- an fisk. Þessu er mokað úr landi og í mörgum tilvikum er ekki viktað fyrr en í Bretlandi. Við megum bjóða í þennan fisk í Hull og Grimsby og flytja hann úldinn heim! Sú er sam- keppnisstaðan. Það er fyrir neðan allar hellur að fara svona með þessa undirstöðu atvinnugrein þjóðarinn- ar. Sjávarútvegurinn á allt annað skilið.“ Kristinn Pétursson, fiskverkandi á Bakkafirði Bæta þarf aðstöðu fisk- vinnslunnar í landinu Kristinn Pétursson EINAR Oddur Kristjánsson, varaformaður fjár- laganefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, segir það kosta of mikla fjármuni fyrir Íslendinga að bjóða sig fram til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009–2010. „Ég hef spáð því að bara áróðurinn fyrir því að fá menn til að kjósa Ísland kosti um 800 til 1000 milljónir króna,“ segir Einar Oddur. Það séu allt of miklir peningar til að réttlæta þetta framboð. Einar Oddur segir Ísland keppa við Tyrkland og Austurríki um sæti í öryggisráðinu. Eitt af þessum þremur löndum muni sitja eftir í baráttunni. „Mér er sagt af mönnum, sem eru hnútum mjög kunn- ugir í utanríkisþjónustunni, að þetta sé algjör mis- skilningur. Við verðum aldrei kosin,“ segir Einar Oddur en tekur þó fram að ekki sé hægt að fullyrða neitt um það í dag. Hann viti þó að líkurnar séu sáralitlar og því sé verið að kasta peningum á glæ. Einar Oddur segir að það verði að stoppa aukn- ingu útgjalda í utanríkisþjónustunni og hann hafi tekið undir það sjónarmið að aðhaldið í ríkisfjár- málunum sé of lítið. Því sé nauðsynlegt að spyrja hverjum sé unnið gagn með þessu framboði Ís- lands í öryggisráðið. Réttara væri að draga saman útgjöldin og liður í því væri að hætta við þessi áform. „Ég trúi því að ég geti búið til heilmikla sam- stöðu á þinginu um það. Ég ætla alla vega að reyna það. Mér finnst eðlilegt að gera það og er í þeirri baráttu,“ segir Einar aðspurður hvort margir þing- menn séu honum sammála í þessu máli. „Við getum gert þjóðum heimsins miklu meira gagn fyrir minni pening.“ Kostar talsverða fjármuni Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis, segir þetta mál á forræði utan- ríkisráðuneytisins og Davíðs Oddssonar utanrík- isráðherra. Hann hafi kynnt vinnu í tengslum við framboð Íslands til setu í öryggisráðinu fyrir nefndarmönnum utanríkismálanefndar í lok nóv- ember sl. „Ég trúi því að hann muni leggja mat á stöðuna hverju sinni og skoða hvað er viðeigandi að gera á hverjum tíma,“ segir Sólveig. Hún segir ljóst að þetta muni kosta talsverða fjármuni enda samkeppni um sæti í öryggisráðinu mikil og margar þjóðir aðilar að Sameinuðu þjóð- unum. Þetta sé sú stefna sem stjórnarmeirihlutinn hafi komið sér saman um og verði fylgt áfram þangað til annað er ákveðið. Hún segist samt gera sér grein fyrir því að eðlilega séu skiptar skoðanir um þetta mál, aðallega vegna kostnaðarins. Hins vegar sé mikilvægt að Íslendingar hafi áhrif í al- þjóðastarfi og leggi sitt af mörkum í samstarfi þjóðanna. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður utanríkisráð- herra, segir vinnu við framboð Íslands haldi áfram og verkefnaáætlun verði fylgt. Eðlilegt sé að skoða gang mála á hverjum tíma á leiðinni og taka ákvörðun um framhald málsins um leið og frekari upplýsingar liggi fyrir. Eins og staðan sé í dag hafi stefna ríkisstjórnarinnar ekki breyst. Ekki fjölga leppríkjum Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar í utanríkismálanefnd, segir að Sam- fylkingin hafi tekið undir þessi áform af velvilja og ekki beitt sér gegn þeim. „Það er alltaf sá möguleiki til staðar, ef menn meta möguleika á að ná sætinu litla einhvern tíma á þessum fjórum árum sem eru til stefnu, þá getum við dregið í land og sparað þá fjármuni sem ellegar hefðu farið til framboðsins,“ segir Guðmundur Árni. Ekki sé um eingreiðslu að ræða og ekki er bú- ið að festa þessa fjármuni. Það verði að vega og meta stöðuna á hverjum tíma. Steingrímur J. Sigfússon, fulltrúi Vinstri- grænna í utanríkismálanefnd, segist setja miklu frekar fyrirvara við hvaða pólitísku stefnu eigi að fylgja í öryggisráðinu, nái Ísland kosningu, heldur en hvað framboðið kosti. VG hafi ekki sett sig upp á móti þessu framboði Íslands og telji að smáríki eigi að bera höfuðið hátt í samskiptum sínum við aðrar þjóðir og standa á sjálfstæði sínu. Íslendingar megi samt ekki vera taglhnýtingar annarra þjóða og verði að móta sína pólitísku afstöðu um leið og þeir axli sínar skyldur á alþjóðlegum vettvangi. „Það er engin þörf á að fjölga leppríkjum Banda- ríkjamanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Steingrímur. Varaformaður fjárlaganefndar andvígur framboði Íslands í öryggisráð SÞ Kostar um milljarð NÝTT sameinað útibú Landsbanka Íslands opn- ar í dag á Laugavegi 77. Múlaútibúi Landsbank- ans hefur verið lokað en þar verður fast- eignaþjónusta Landsbankans til húsa að sögn Kristjáns Einarssonar, útibússtjóra á Laugavegi 77. Starfsmenn útibúsins voru í óðaönn að gera allt klárt fyrir opnunina í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn til þeirra á Laugaveg- inum. Kristján segir útibúin hafa verið sitt í hvoru lagi meðal 10 stærstu útibúa Landsbankans. „Ég er alveg sannfærður um að það hafi aldrei áður verið sameinuð svona tvö stór útibú,“ segir Kristján og aðspurður segir hann engar upp- sagnir hafa fylgt sameiningunni. Hann segir gjaldkerastöðum fækka úr níu í fjóra en aukning verði meðal þjónustufulltrúa. Auk þess verði eitthvað um tilfærslur starfsmanna milli útibúa. „Þetta er meiri sóknarsameining heldur en hag- ræðing,“ segir Kristján og bætir því við að verið sé með þessu að þjappa fólki og þekkingunni saman á einn stað, auk þess sem öll aðstaða sé til fyrirmyndar. Kristján segir að boðið verði upp á kaffi og kökur í dag, en 5. febrúar nk. verði skemmti- dagskrá í boði á löngum laugardegi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Starfsmenn Laugavegsútibúsins unnu af kappi í gær við að gera allt klárt fyrir opnunina í dag. Stór útibú Landsbanka sameinuð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.