Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 27 00 4 01 /2 00 5 *Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald Verð frá 36.900kr.* Netsmellur til USA Bandaríkjaferðir á frábæru verði Bókaðu á www.icelandair.is „ÉG ER fyrst og fremst hryggur yfir því að Gylfi Arnbjörnsson, félagi minn úr Sam- fylkingunni, skuli mis- nota nafn verkalýðs- hreyfingarinnar með þessum hætti. Hann hefur að mínu viti ekki umboð frá verkalýðs- hreyfingunni til þess að tala í hennar nafni eins og hann gerði í gær,“ segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylking- arinnar, aðspurður um ummæli Gylfa, fram- kvæmdastjóra Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ), þar sem fram kemur að verkalýðsarmur Samfylkingarinnar styðji Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, sem formannsefni flokksins. Össur segist hafa fengið ákaf- lega sterk viðbrögð við ummælum Gylfa og menn séu mjög ósáttir við þetta. „Því það greinilegt að með þessu er verið að skapa at- burðarás, og hann tekur þátt í því með því að nota nafn verkalýðs- hreyfingarinnar með þessum dap- urlega hætti,“ segir Össur. Hann segir vikuna hafa byrjað með hörðum ummælum eins af kosn- ingastjórum Ingibjargar og þau ummæli hafi verið mjög áberandi í umræðunni þangað til Gylfi réðst síðan fram á völlinn bæði í Morg- unblaðinu og svo Ríkisútvarpinu. „Sem lýkur síðan með skoðana- könnun, sem er nú í gangi á veg- um Gallup þar sem einmitt er ver- ið að spyrja um það sem þau deila á, þ.e. hæfi mitt til þess að leiða flokk og þjóð,“ segir Össur. Össur segist hafa enga trú á því að Ingibjörg Sólrún stýri þessum óvönd- uðu vinnubrögðum. „Á okkur báðum, formanni og varafor- manni, hvíla þær skyldur að hafa hemil á óstýrilátum og dómgreindar- litlum liðsforingjum og bera klæði á vopnin. Ég ætla mér ekki að heyja kosn- ingabaráttu sem byggist á ein- hverjum meintum ávirðingum í garð varaformanns míns,“ segir Össur. Hann segist ætla fyrst og fremst að leggja áherslu á þau mál sem Samfylkingin hafi náð árangri í að undanförnu, þ.e. góða málefna- stöðu, góða fjármálastöðu flokks- ins, nýjar höfuðstöðvar og vaxandi innra starf. „Síðast en ekki síst getum við glaðst yfir að tekist hafi að eyða öllum flokkadráttum milli þeirra sem komu úr ólíkum flokk- um við stofnun Samfylkingar- innar,“ segir Össur. Samfylkingin sé töluð niður af hennar eigin flokksmönnum með því að menn haldi því fram að flokkurinn standi ekki vel. Aðspurður segir hann baráttuþrek sitt aldrei vera meira en nú. Össur segist hafa verið óviðbú- inn ummælum Gylfa auk þess sem hann hafi ekki átt von á því að formannsbaráttan yrði eins per- sónulega harkaleg og raun beri vitni. „Ég hvet alla til að halda ró sinni og fara ekki fram úr sjálfum sér. Við skulum leggja fram okkar verk og leggja þau í dóm fólks- ins,“ segir Össur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson Nafn hreyfingar- innar misnotað MÉR finnst nú ekki sanngjarnt að tala með þessum hætti,“ segir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, vara- formaður Samfylk- ingarinnar, aðspurð um ummæli for- mannsins, Össurar Skarphéðinssonar, að stuðningsmenn henn- ar viðhafi „subbuleg“ vinnubrögð. „Þetta snýst ekki bara um okkur Öss- ur. Þetta er stór flokkur og það er mikið af fólki í flokknum sem hefur sjálfstæðar skoðanir. Það ákveður sjálft hvort það kemur fram og lýs- ir stuðningi við annaðhvort mig eða Össur og á hvaða forsendum það gerir það. Við getum ekkert stjórn- að því fullkomlega. Menn koma fram og tjá sig og bera sjálfir ábyrgð á því sem þeir segja og það er ekki hægt að búast við því að þeim sé stjórnað eins og ein- hverjum strengjabrúðum. Þetta á jafnt við um Guðmund Árna [Stefánsson] sem Gylfa Arnbjörnsson. Við verðum að taka því, bæði tvö, en mikilvægt er að allir gæti hófstill- ingar í því sem þeir segja. Það á við um okkur Össur og aðra líka,“ segir Ingibjörg Sólrún. Um þau orð í ályktun sex fulltrúa í verkalýðs- málaráði Samfylking- arinnar, að það sé af og frá að ráðið sé notað til að taka afstöðu í átök- um um persónur innan flokksins, segist Ingi- björg Sólrún geta verið því fylli- lega sammála. Stofnanir innan flokksins eigi ekki að álykta um formannskosninguna. Kosningin fari fram hjá hinum almenna flokksmanni. Varðandi ummæli Gylfa Arn- björnssonar, um að hann og fleiri forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar muni beita sér fyrir kjöri hennar, segir Ingibjörg Sólrún að sér hafi verið kunnugt um að hún ætti góðan stuðning úr þeirri átt, þegar fyrir tæpum tveimur árum. Hún hafi t.d. sem borgarstjóri í níu ár átt margvísleg samskipti við verkalýðshreyfinguna. Það sam- starf hafi verið gott og sér vit- anlega byggst á gagnkvæmu trausti. Getur nætt um „Ég met mjög mikils stuðning úr þeirri átt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég finn fyrir honum, en ég geri mér vel grein fyrir því að um þetta geta verið skiptar skoð- anir. Þetta fer að sjálfsögðu eftir einstaklingum.“ Hvort mikil átök eigi eftir að verða í formannskosningu Samfylk- ingarinnar segir Ingibjörg Sólrún það miklu skipta að allir haldi still- ingu sinni. „Þegar maður fer út á það ber- svæði sem fylgir svona kosningum þá veit maður að það getur nætt um. Þá er ekkert annað að gera en að taka því og gera eins vel og maður getur,“ segir Ingibjörg Sól- rún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar Ummæli Össurar Skarphéð- inssonar ekki sanngjörn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir SEX fulltrúar í verkalýðsráði Sam- fylkingarinnar sendu í gær frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, um stuðning við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannsslag Samfylkingarinnar. Yfirlýsingin nefnist „Ekki í okkar nafni“ en þess má geta að 45 manns sitja í verka- lýðsmálaráði flokksins. „Yfirlýsingar Gylfa Arnbjörns- sonar, framkvæmdastjóra ASÍ, eru ekki í okkar nafni. Við erum öll Samfylkingarfélagar og fulltrúar í verkalýðsmálaráði flokksins. Gylfa er frjálst að tjá sig en skoðanir hans eru ekki skoðanir verkalýðsmálaráðs Samfylkingar- innar eða skoðanir verkalýðshreyf- ingarinnar almennt. Verkalýðs- málaráð hefur ekki komið saman, hvað þá myndað sér formlega skoð- un á einstökum frambjóðendum til formannskjörs. Það er einnig af og frá að verka- lýðsmálaráð sé notað til að taka af- stöðu í átökum um persónur innan flokksins. Með því er engum greiði unninn og flokknum bakað tjón,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna og undir hana rita Árni Guðmunds- son, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í BSRB, Elín Björg Jónsdóttir, for- maður Félags opinberra starfs- manna á Suðurlandi og ritari BSRB, Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands og stjórnarmaður í BSRB, Jón Ingi Cæsarsson, ritari Póstmannafélags Íslands, Svala Nordal, varaformað- ur SFR, stéttarfélags í almanna- þjónustu, og Pétur Sigurðsson úr Verkalýðsfélagi Vestfjarða. Sex fulltrúar í verkalýðsmálaráði Samfylkingar Yfirlýsingar Gylfa „ekki í okkar nafni“ KRISTÍN Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, hefur beðið um fund í verkalýðs- málaráði Sam- fylkingarinnar vegna ummæla Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra Alþýðusambands Ís- lands. Hún segist með fundinum vilja ræða vinnubrögðin í kringum þann formannsslag sem sé fram- undan í Samfylkingunni enda ljóst að um tvo mjög hæfileikaríka ein- staklinga sé að ræða. „Ég held að við sem erum í verkalýðsmálaráði eigum að horfa til þess, hvort sem við erum að vinna sem kosnir einstaklingar í samtökunum eða þá ráðnir þar eins og Gylfi Arnbjörnsson er, að fólk fái að hlusta á þau tvö [Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur og Öss- ur Skarphéðinsson] eins og þau hafa ætlað sér að fara um og kynna sína stefnu. Og fólki sé gef- ið ráðrúm til þess að mynda sér sínar skoðanir en ekki að það sé verið að mynda skoðanir fyrir fólk,“ segir Kristín. Hún segist harma þau slæmu vinnubrögð að yfirlýsingar séu gefnar út fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar í heild. „Ég tel að flokkurinn eigi miklu frekar að styrkjast við fram- boð þessara tveggja aðila heldur en að það verði farið í einhverjar skotgrafir,“ segir Kristín. Hún segir það hvorki hafa verið ákveðið né rætt sérstaklega hvort og hvenær af þessum fundi yrði. GYLFI Arn- björnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að sér sé alfarið frjálst að tjá eigin skoðanir til formannsefna Samfylking- arinnar. Með stuðningsyfirlýsingu við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur hafi hann ekki verið að tala fyrir hönd ASÍ eða allra fulltrúa í verkalýðs- málaráði Samfylkingarinnar. ASÍ sé ekki í Samfylkingunni. Gylfi segist aldrei hafa sagst vera talsmaður verkalýðs- málaráðs flokksins, hvorki við Morgunblaðið eða Ríkisútvarpið um helgina. Af þeim sökum eigi hann erfitt með að skilja af hverju verkalýðsmálaráðið sé að bregðast við hans ummælum. Ráðið hafi ekki verið virkjað af hálfu framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar á yfirstandandi kjörtímabili, aldrei verið kallað saman og enginn talsmaður þess verið skipaður. Segist Gylfi marg- sinnis hafa farið fram á það að ráðið yrði kallað saman með formlegum hætti. „Össur að sletta skyrinu“ „Ég sagði marga virka aðila í verkalýðshreyfingunni vera sömu skoðunar og ég. Ég sagði aldrei að það væru allir,“ segir Gylfi og vísar á bug ummælum Össurar Skarphéðinssonar í sjónvarps- fréttum í gær um að hann beiti „subbulegum“ vinnubrögðum. Að Össur tali um slíka samlíkingu sé „eins og að sletta skyrinu“. „Ég var sem einstaklingur í flokki að lýsa mínu mati á því að all nokkrir séu sömu skoðunar og ég. Það er engin stofnun innan flokksins þar til bær um að taka afstöðu til formannsefna, flokks- menn verða að gera það. Síðan munum við fara í umræður og kosningu og greiða atkvæði um það hvern við viljum hafa sem forystumann,“ segir Gylfi. Var ekki að tala fyrir hönd ASÍ Vill fund í verkalýðs- málaráði FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.